Morgunblaðið - 27.08.1997, Side 12

Morgunblaðið - 27.08.1997, Side 12
-V SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST1997 Aðeíns 13 íslensk skip hafa verið á „Hattinum“ MUN FÆRRI íslensk skip hafa sótt á Flæmska hattinn á þessu ári, miðað við síð- ustu ár. Aðeins 13 íslensk skip hafa landað afla af Hattinum það sem af er þessu ári, samtals um 3.300 tonnum. I fyrra lönduðu um 40 íslenskir togarar rækjuafla af Flæmingjagrunni. Aflinn orðinn um 3.300 tonn UV-lökkun umbúða gefur möguleika • UMBÚÐAMIÐSTÖÐIN hf. hefur tekið í notkun nýjan vél- búnað sem prentar svokallað ' UV-lakk á umbúðir. Lakkið hef- ur verið notað í stað hinnar hefð- bundnu vaxhúðunar og býður upp á marga nýja möguleika. UV-lakk (ultra-violet) er not- að á umbúðir til að fá á þær sem mestan gljáa. Við framleiðslu sjávarafurða hefur til þessa ver- ið notuð vaxhúðun til að veija umbúðimar gegn bleytu og frosti. „Margir kannast við gljáann á kápum glanstímarita en hann > er einmittfenginn með UV-lakk- húðun. Lakkið gerir yfirborð umbúðanna mjúkt viðkomu, gijáinn verður meiri, litir sterk- ari, myndir skýrari og varan því gimilegri fyrir neytandann. Lakkið hentar til dæmis mjög vel á umbúðir sjávarafurða og þolir vel frost og raka sem þeirri framleiðslu fylgir. UV-lökkun gjörbreytir ennfremur öllum möguleikum á prentútfærslu hér á landi, auk þess sem lím- miðar tolla betur á UV-lakkí en vaxi,“ segir Sölvi Ólafsson hjá Umbúðamiðstöðinni. Þegar er farið að UV-lakka umbúðir fyrir framleiðendur sjávarafurða, m.a. Valeik hf., ' Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og íslenskar sjávarafurðir hf. Afli íslendinga í júlímánuði á þessu ári nam samtals 1.308 tonnum og heildarafli um síðustu mánaðamót orð- inn um 2.823 tonn en í ágúst hafa íslensk skip landað um 459 tonnum. í júií á síðasta ári fengu íslensk skip samtals um 3.777 tonn af rækju en þá var heildarafli kominn í 14.137 tonn. Leyfilegur hámarksafli íslend- inga á Flæmska hattinum á þessu ári er 6.800 tonn. Afli íslenskra skipa á Flæmingja- grunni hefur aukist ár frá ári frá því að veiðar hófust þar vorið 1993. Árið 1993 var afli íslendinga 2.243 tonn, 2.300 tonn árið 1994, 7.600 tonn árið 1995 og var í fyrra um 21.000 tonn. Hráefnisverðmæti afla af Flæmska hattinum var í fyrra rúmir 3 milljarðar króna. Heildarafli allra þjóða á Flæm- ingjagrunni var í fyrra um 47.000 tonn. Sunna Sl hætt veiðum Sunna SI frá Siglufirði var einna fyrst islenskra skipa til að hefja veiðar á Flæmska hattinum og er aflahæsta íslenska skipið það sem af er þessu ári, hefur veitt um 556 tonn, sem er mun minni afli en fengist hefur síð- ustu ár. Sunna SI hefur nú hætt veið- um sökum lélegra aflabragða að sögn Sigurðar R. Stefánssonar, útgerðar- stjóra Þormóðs ramma-Sæbergs hf., sem gerir út skipið. „Á síðasta ári var Sunna við veiðar á Flæmingjagrunni fram til áramóta. í ár fór skipið aðeins þijá túra á Hattinn og líklega verður látið þar við sitja þetta árið vegna þess að veiðarnar hafa ekki gengið eftir eins og menn eru vanir. Miðað við afla- brögðin eins og þau eru í dag borgar sig ekki að standa í þessu. Hvort svæðið er ofveitt verða aðrir að segja til um,“ segir Sigurður. Að sögn Sig- urðar heldur Sunna SI nú til veiða á íslandsmiðum. Löndunum ekkl fækkað Þrátt fyrir að verulega hafi dregið úr sókn íslenskra skipa á Flæmska hattinn er álíka mikill fjöldi skipa af ýmsum þjóðernum við veiðar á svæðinu og verið hefur undanfarin ár. Pétur Helgason, hjá skrifstofu Eimskips í St. John’s á Nýfundna- landi, segir þjónustu Eimskips við fiskiskipin jafnvel hafa aukist frá síðasta ári. „Löndunum hjá okkur hefur langt í frá fækkað frá því í fyrra. Við höf- um fengið önnur skip í viðskipti í stað þeirra íslensku sem ekki hafa komið hingað til veiða á þessu ári. Það hafa bæst í hópinn mörg erlend skip, flest rússnesk eða frá baltnesku löndunum. Það eru bæði skip sem eru að koma í fyrsta skipti til veiða á Flæmingjagrunni eða skip sem hafa flutt sín viðskipti til okkar,“ segir Pétur. + FÓLK Þorskeldi í kvíum óarðbært • ÞORSKELDI á íslandi var aðalviðfangsefni Björns Knútssonar, sem útskrifaðist á þjóðhátíðardaginn með meist- aragráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskóla íslands. Rann- sóknarverkefni Bjöms, sem áður hafði lokið BS-námi í líf- fræði, snerist um samanburð á arðsemi í strandeldi, kvíaeldi og fjarðaeldi, en það hefur ekki áður verið athugað jafn ítarlega hérlendis. Niðurstöður Björns eru þær að við núverandi aðstæður er þorskeldi í kerum eða kvíum ekki arðbært. Hins vegar getur svokallað fjarðaeldi, sem er í raun eldi á villtum fiski, verð arðbært að uppfylltum ákveðn- um forsendum. Hefðbundnar eldisaðferðir, sem tíðkast aðal- lega í laxeldi, eins og kvíaeldi í sjó og strandeldi í kerum á landi, virtust ekki hagkvæmar á þorski vegna þess hve fjár- magnskostnaður mannvirkj- anna er hár en markaðsverð á þorski lágt miðað við lax. Á Stöðvarfirði hefur Hafrann- sóknastofnunin verið að gera tilraunir með fjarðaeldi, sem benda til að það geti verið hag- kvæmt. Til þess að svo verði, þarf hins vegar að uppfylla ýmis ólík skilyrði og þvi margt, sem þarf að athuga áður en menn leggja út í eldi af þessu tagi. Grunnsjávarþorskurinn er frekar staðbundinn fiskur og inni á fjörðum finnur hann held- ur lítið æti og er því rýr. Um leið og farið er að fóðra fisk- inn, virðist hann flykkjast að, éta vel og stækka ört. Megin- hugmyndin með fjarðaeldi er að breyta mögrum fiski í vænan með litlum tilkostnaði og geta síðan veitt hann að vild árið um kring. Þannig gætu menn átt tryggan aðgang að nýveiddum þorski í hæsta gæðaflokki, sem jafnvel mætti flytja út ferskan. Þannig mætti breyta ódýru hrá- efni í hlutfallslega verðmæta vöru. Krefst einkaleyfis á ákveðnu hafsvæði I rannsókninni reiknar Björn arðsemi út frá umfangsmiklu flarðaeldi með ákveðnum gefn- um forsendum því ekkert for- dæmi er til fyrir sambæri- legu eldi á þorski hér á landi. Fóður- kosntaður og afurðaverð Björn verða auðvitað Knútsson ráðandi þættir fyrir afkomu fjarðaeldis. Meðal annarra óvissuþátta, sem taka verður tillit til, eru lagaleg sjónarmið sem gætu vafist fyrir fjarða- eldi. Sá, sem fer út í slíkt, verð- ur að hafa einkaleyfi á ákveðnu hafsvæði eða firði til að rækta sinn fisk. Það einkaleyfi þyrfti að meina öðrum að veiða á svæðinu á meðan eldið fer fram vegna þess að fiskurinn er ekki Iokaður inni. fjarðaeldi er þess vegna eins konar millistig haf- beitar og fiskeldis. Einnig þarf að hafa í huga hugsanleg um- hverfisspjöll vegna fóðurgjafar- innar, en þau eru án efa mun minni en við staðbundið eldi nær landi. Fiskeldi er ört vaxandi aðferð við matvælaframleiðslu í ver- öldinni. íslendingum er nauð- synlegt að taka þátt í þeirri þróun með því að afla sér þekk- ingar og færni í eldi þeirra teg- unda sem hér má rækta. Að- stæður frá náttúrunnar hendi eru að mörgu leyti góðar hér á landi en þekkingu okkar er ábótavant. Hvað varðar þor- skinn, þá bendir margt til þess að hann sé mjög staðbundinn, en hegðun hans er enn lítt þekkt og frekari rannsókna er þörf, að mati Björns. Rannsóknirnar á Stöðvarfirði hafa m.a. gefíð mjög athyglisverðar niðurstöð- ur um líffræði og atferli þorsks- ins. Meistaraprófsverkefni Björns Knútssonar var unnið með styrk úr Rannsóknasjóði HI. Aðalleiðbeinandi Björns við verkefnið var dr. Björn Björnsson, sérfræðingur í eldi sjávardýra, sem hefur haft umsjón með þorskeldinu í Stöðvarfirði. Verkefnið var unnið í samvinnu við Hafrann- sóknastofnunina. Aðspurður hvort eitthvert framhald verði á meistaraprófs- verkefninu, svaraði Björn því til að sér vitandi væri ekkert á döfinni hvað það varðaði, en ef af yrði, væri Hafrannsókna- stofnun rétti vettvangurinn. „Og þó svo að ég sé að vinna verkefni sem stendur hjá Hafró, má svo sem segja að mín menntun passi ekki beint þar inn. Það má segja að ég sé meira menntaður inn í atvinnu- lífið,“ sagði Björn. Ofnbökuð bleikja undir grænmetisfargi MATREIÐSLUMEISTARI Versins i dag er Bjami Þór Ólafsson. Hann útskrifaðist frá Hótel- og veitingaskóla nrnnæ íslands árið 1980. Hann var yfirmat- ■ llIli^lOBm reiðslumeistari á Hótel Loftleiðum og aðstoðaryfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu. Bjami á sæti í trúnaðarmannaráði Félags matreiðslumanna. Hann er í landsliði Klúbbs matreiðslumeistara. Bjami starfar núna hjá GV Heildverslun. Bókaútgáfa Iceland Review hefur gefið út matreiðslubók eftir Bjama Þór og er þessi uppskrift og uppskriftir næstu vikna teknar úr henni. Bókin er á ensku og heitir „Atlantic Gourmet - The Best of Icelandic Seafood“. I þennan rétt, sem er fyrir fjóra, fara: 8 lítil bleikjuflök beinlaus Grænmetisbianda 1 stk rauðlaukur saxaður 3 msk steinselja söxuð 2 msk grænt dill saxað 2 msk sítrónumelissa söxuð 3 msk graslaukur saxaður 4 msk gulrætur i mjóar sneiðar 4 msk rauð paprika i strimia 4 msk blaðlaukur í sneiðar 1 dl hvitvín 80 g smjör salt og pipar Bleikjuflökin em sett á ofnplötu, krydduð með salti og pipar, grænmetisbiandan sett yfir, hvítvín og smjörbit- ar. Bakað í ofni i 8 mín við 180qc.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.