Morgunblaðið - 27.08.1997, Side 3

Morgunblaðið - 27.08.1997, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 B 3 Búlandstindur hf. á Djúpavogi sérhæfir sig í vinnslu loðnu og síldar Veltan tvöfölduð á nokkrnm árum Starfsemi Búlandstinds á Djúpavogi hefur færzt verulega í aukana undan- farin misseri. Hjörtur Gíslason heimsótti fyrirtækið og komst að því að miklar breytingar hafa verið gerðar á því. Mesta breytingin er sérhæfing í vinnslu síldar og loðnu til manneldis. Morgunblaðið/HG JÓHANN Þór Halldórsson hefur starfað í sjávarútveginum í um 19 ár. Hann hóf störf sem framkvæmdastjóri fiskverkunar KEA í Hrísey 1979 og var þar í 14 ár. Hann er nú langt kominn með fimm árin á Djúpavogi. Hann er kvæntur Þórlaugu Arnsteinsdótt- ur og eiga þau fjórar uppkomnar dætur og eina dótturdóttur. UMSVIF Búlandstinds á Djúpa- vogi hafa aukizt mikið undanfarin misseri. Veltan hefur tvöfaldazt og móttekið hráefni er margfalt meira en fyrir fimm árum. Starf- semin er rekin á tveimur stöðum, Djúpavogi og Breiðdalsvík, og er sérhæfð á hvorum stað. Auk þess er verið að endurbyggja fiskimjöls- verksmiðjuna á Djúpavogi, en öflug verksmiðja er forsenda þess að hægt sé að stunda vinnslu á síld og loðnu til manneldis, en það er uppistaða vinnslunnar á Djúpa- vogi. Um 110 manns vinna hjá fyrirtækinu á, 70 á Djúpavogi og 40 á Breiðdalsvík. Starfsemin á tveimur stöðum Verið heimsótti Jóhann Þór Hall- dórsson, framkvæmdastjóra Bú- landstinds, og rekur hann fyrst starfsemi fyrirtækisins í stórum dráttum: „Við erum með starfsemi á tveimur stöðum, hér á Djúpavogi og á Breiðdalsvík. Frystihúsið á Breiðdalsvík var keypt fyrir tveimur árum af Gunnarstindi. Þar rekum við frystihús og leggjum aðal- áherzlu á frystingu á bolfiski. Hér á Djúpavogi leggjum við áherzlu á síld og loðnu, en getum einnig unn- ið bolfisk, bæði í frystingu og í salt. Jafnframt erum við að endur- byggja fískimjölsverksmiðju, sem upphaflega var reist hér árið 1965. Á því var byijað í september í fyrra og verður verkinu lokið í janúar á næsta ári. Síðan erum við með skut- togarann Sunnutind, sem var keyptur hingað árið 1981. Honum hefur nýlega verið breytt í flaka- frystiskip og hefur sú breyting heppnazt mjög vel. Góö kvótasamsetnlng Hann er eina skipið, sem við gerum út og er hann með um 2.800 þorskígildi í aflaheimildum. Sam- setning kvótans er góð, mikið af þorski, sem miklu skiptir þegar þorskkvótinn er að aukast. Jafn- framt eru tveir síldarkvótar skráðir á skipið, mikið af ýsu og ufsa. Af- koman á Sunnutindi á því að geta verið ágæt. Á þessu ári höfum við mest unn- ið af síld og loðnu. Við vorum að vinna síld fram í maí. Við frystum og söltum á haustin og síðan höfum við tekið hluta af saltsíldinni og flakað yfir veturinn og fram í maí. Við vorum því sáralítið í bolfiski nema steinbít í vetur. I sumar höf- um við svo saltað talsvert af þorsk- flökum. Miklar breytlngar á skömmum tíma Þetta fyrirtæki hefur á síðustu fjórum árum þróazt úr því að vera hefðbundið frystihús með einn ís- fisktogara yfir í það að vera sér- hæft í loðnu og síld og gera út einn frystitogara. Sem dæmi um þróunina má nefna að fyrir fimm árum var tekið á móti 3.500 tonn- um af bolfiski og 1.300 tonnum af síld, samtals um 4.800 tonnum til vinnslu. Á þessu ári erum við þegar búnir að taka á móti um 36.000 tonnum af hráefni. Af því er bolfiskur til vinnslu í landi að- eins um 1.500 tonn, en hitt skipt- ist nokkurn veginn að jöfnu milli síldar og loðnu. Breytingin er því mjög mikil. Síldin og loðnan í bræðslu á sumrln Sumarloðnan og vorsíldin fer öll í bræðslu. Við reyndum að vinna vorsíldina í flök, en það gekk bara ekki nógu vel. Það var áta í síldinni og ekki gekk að láta hana melta úr sér. Ég sé ekki mikla möguleika á því að nýta þessa vorsíld til mann- eldis á næstunni. Við höfum ekki ennþá farið í hrognavinnslu úr loðnunni, en við höfum fryst mikið af loðnu. Að vísu gekk okkur ekki nógu vel að frysta loðnu á Japan í vetur eins og flest- um öðrum hér fyrir austan, en við framleiddum um 2.300 tonn fyrir markað í Rússlandi. Markmiðlð að draga úr bolfiskvinnslu í landi Hráefnisöflun er með þeim hætti að við kaupum bara hráefni þar sem það býðst. Við kaupum á fiskmörk- uðum og af viðskiptabátum, en það er þó nokkur floti af trillum hér í kringum okkar. Síðan höfum við keypt af togurum og öðrum í bein- um viðskiptum. Við kaupum ein- faldlega þar sem vinnsluhæfur fisk- ur fæst á góðu verði. Markmiðið hefur hins vegar verið að draga úr landvinnslu á bolfiski. Við höfum verið að tapa á henni eins og aðrir og reynum því að færa vinnsluna yfir í annað, sem einhveiju skilar. Lítils háttar hagnaður Rekstrarárið hjá okkur fylgir kvótaárinu og eftir fyrstu 6 mánuði þess var lítils háttar hagnaður. Við höfum ekki séð enn hvorum megin árið í heild lendir. Annars hefur reksturinn undanfarin ár gengið ágætlega. Fyrirtækið hefur tvöfald- að veltu sína á fjórum árum og eign- ir eru miklar. Við erum á opna til- boðsmarkaðnum og er markaðsvirði fyrirtækisins þar 1.300 til 1.400 milljónir króna. Því er mikil eign orðin í þessu félagi. Samvinna við loðnu- og síldarskip Þessar breytingar, sem við höfum verið að fara í gegnum undanfarin misseri, og endurbygging bræðsl- unnar eru forsenda þess að fyrir- tækið hafi möguleika til þess að skila hagnaði. Við höfum einnig verið á höttunum eftir því að kom- ast inn í loðnuveiðarnar, en ekkert slíkt hefur verið á lausu. Við erum því enn að líta í kringum okkur, en við höfum í mörg undanfarin ár átt mjög gott samstarf við útgerð Arneyjar frá Keflavík vegna síld- veiða og útgerð Þórshamars vegna loðnuveiða og eigum ekki von á öðru en því verði haldið áfram.“ Jákvæð fisklveiðistjórnun Hver er skoðnun þín á fiskveiði- stjórnuninni? „Ég held að fiskveiðistjórnunin sem slík hafi haft jákvæð áhrif á rekstur Búlandstinds, en niðurskurð- ur aflaheimilda mörg undanfarin ár hefur auðvitað haft neikvæð áhrif. Það þarf bæði að gæta þess að stofna fiskistofnunum ekki í hættu með of mikilli sókn og stjórna því með öðrum hætti hvernig sótt er. Ég get ekki bent á neina betri leið en þá sem nú er farin. Hún hefur hjálpað mönnum verulega í þeirri erfiðu stöðu, sem skapaðist vegna minnkandi þorskgengdar. Nú eru veruleg batamerki á miðunum, en menn mega samt ekki gera of mik- ið úr því. Sóknin á miðin er svo lítil að það er ekki hægt að bera stöð- una saman við það sem var fyrir 10 árum. Aukin þorskgengd nú hef- ur á hinn bóginn komið sér vel fyrir smábátana. Þeir hafa verið að fiska mjög vel og einn maður hefur verið að draga eitt til tvö tonn á dag. Smábátar hafa aukió hlut slnn á annarra kostnaó Það er ljóst að smábátarnir hafa aukið hlut sinn á kostnað togara og stærri báta. Því er það alveg ljóst að fleiri togarar væru gerðir út frá íslandi, hefði þessu verið stjórnað öðru vísi. Það er alveg beint samband þarna á milli. Veiði- heimildir hafa verið fluttar frá stærri skipum yfir á smábátana. Allir aðrir hafa borið skarðan hlut frá borði. Það gat auðvitað ekki gengið að smábátar væru smíðaðir nánast á færibandi til að sækja fisk, sem flotinn sem fyrir var var alveg fær um að taka. Þessi fjárfesting var í raun alveg óþörf.“ Vlrðist bjart framundan Hveijar eru framtíðarhorfurnar í rekstri Búlandstinds? „Það er alveg hægt að treysta á góða afkomu við veiðar og vinnslu á loðnu. Það getur þó breytzt fari loðna að veiðast í Barentshafi. Þá getur markaðurinn fyrir loðnu til manneldis þrengzt verulega. Ég sé hins vegar ekki annað en áfram- haldandi eftirspurn verði eftir mjöli og lýsi. Það virðist einnig sæmilega bjart framundan á síldarmörkuðunum, en ég held að menn hafi þó gert of mikið úr síldargróðanum, einkum síðastliðið haust. Eg tel því að menn verði að vera fremur varkárir í vinnslu síldarinnar. Norðmenn eru miklir keppinautar okkar og komi þeir einhvers staðar inn, þar sem við erum fyrir, er hætt við að þeir kæfi okkur alveg. Þá er mikil bót að auknum þorsk- kvóta og ólíklegt annað en markað- ir séu fyrir aukið framboð. Þorskur- inn leitar þá bara í þær vinnslu- greinar sem hagkvæmastar eru hverju sinni, hvort sem það er sjó- frysting, bitavinnsla i landi eða sölt- un. Ég sé ekki annað en auðvelt eigi að vera að fá gott verð fyrir þorskinn frá okkur, þó framboðið aukist lítillega. Við erum enn ekki að veiða nema tæpan helming þess, sem mest veiddist í kringum 1980 og þá voru engin vandkvæði á því að losna við afurðirnar. Byrja á síld í september Markmiðin á næsta kvótaári eru nokkuð skýr. Við munum byija að vinna síld hér í september. Við eig- um kvóta upp á 7.000 tonn og mun Arney KE veiða hann fyrir okkur. Því verður þetta síld og aftur síld fram yfir áramót, standi veiðin svo lengi. Vonandi tekur loðnan svo við í febrúar og marz og síðan eigum við von á vinnslu á norsk-íslenzku sildinni í maí. Við höfum svo reynt að gefa frí hér í ágúst, en það hef- ur reyndar ekki gengið nú vegna þess hve vel smábátarnir eru að fiska. Við söltuðum í um 9.500 tunnur í fyrra af heilli síld, hausskorinni og flökum og setjum stefnuna á svipað magn nú. Frysting á síld þá nam um 3.000 tonnum af afurðum og loðnufrystingin var 2.300 tonn. Markið er sett á meiri frystingu á næsta kvótaári. Bræðslan endurbyggð Við erum með bráðabirgðaleyfi frá Hollustuvernd til að reka bræðsluna, sem þýðir að við erum ekki með fullkominn mengunar- varnabúnað. Við erum að endur- byggja hana og höfum fengið frest til að koma mengunarvörnum í end- anlegt horf. Bræðslan er forsenda þess að hér sé hægt að taka á móti síld og loðnu í einhveijum mæli til manneldisvinnslu. Þannig er hægt að skapa meiri vinnu og auka verðmæti afurðanna auk þeirrar vinnu sem skapast við bræðsluna sjálfa. Þetta lít ég á sem einhvern mikilvægasta þáttinn í starfsemi Búlandstinds. Því kom mér það á óvart þegar til kom ákveðin herferð gegn okkur vegna þess að við misstum soð í sjóinn, sem vissulega var bagalegt. Mér sjálfum fannst það fréttnæmara að við skildum hafa kraft í okkur til þess að fara að bræða loðnu á Djúpavogi eftir langt hlé en að svo- lítið af soði færi í sjóinn. Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem loðna hefur verið brædd á Djúpavogi að sumarlagi. Þegar þessi læti hófust var ákveðið að hætta að bræða, en verksmiðjunni hefur ekkert verið lokað. Brætt á ný í haust Við munum bræða sild og síldar- úrgang í haust og erum að vinna að lausn þeirra vandamála, sem að því snúa. Menn verða einnig að gera sér grein fyrir því að bræðslan skap- ar töluverða atvinnu og er í raun forsenda þess að hægt sé að stunda vinnslu á síld og loðnu til manneld- is. Við verðum að geta losað okkur við það, sem flokkast frá við þessa vinnslu og það verður ekki gert í neinum mæli án bræðslunnar. Það er mikilvægt að friður sé um starf- semi þessa stærsta atvinnurekanda á Djúpavogi. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að mengunarvam- ir af beztu gerð era kostnaðarsam- ar. Þar sem við höfum lagt fram fastmótaða áætlun um úrbætur, sem er meira en margir aðrir hafa gert, fyndist mér rétt að gefa okkur starfsfrið til að ljúka þeim. Ótrúleg breyting Ég hef verið á Djúpavogi í rétt um fimm ár og breytingin á þeim tíma er alveg ótrúleg. Við höfum orðið að laga okkur að nýjum að- stæðum á nánast hveiju einasta ári. Þá hafa hlutabréfamarkaðirnir breytt miklu og gefa fyrirtækjunum ákveðin tækifæri, en jafnframt að- hald. Þessir markaðir eru hins veg- ar ungir að árum og menn verða að gæta þess að fara varlega með þau tækifæri sem þar gefast, í stað þess að haga sér eins og kálfar sem sleppt er út úr fjósi að vori. Menn verða að sýna mikla ábyrgð gagn- vart fólki sem er að velta því fyrir sér að leggja fé sitt í fyrirtækin, sem eru komin á markað," segir Jóhann Þór Halldórsson. FlSKl- oe SLOGDÆLUR = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.