Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 B 3 < . . . ■ ■ . ■ ■■■ $ Morgunblaðið/Kristinn Medalmennskan ráðandi í sumar Mtm FOLK Næstsíðasta umferð íslands- mótsins í knattspyrnu fer fram á morgun. Eyjamenn geta þá tryggt sér íslandsmeistaratitilinn er þeir mæta Keflavík á heimavelli sínum - þurfa aðeins eitt stig til þess. IA er eina liðið sem hugsan- lega getur náð ÍBV að stigum, en til þess þarf ÍBV_ að tapa báðum sínum leikjum og ÍA að vinna sína. Allir leikirnir hefjast kl. 14 á morg- un. Skagamenn hafa verið meistarar síðustu fimm árin og hefur Ólafur Þórðarson, fyrirliði liðsins, tekið við íslandsbikarnum síðustu fjögur ár- in. Lúkas Kostic var fyrirliði liðsins fyrir fimm árum og tók þá við bik- amum. En verður ekki sárt fyrir Skagamenn að sjá á eftir bikarnum til Eyjamanna eins og allt bendir til? „Bikarinn er ekki alveg genginn okkur úr greipum þó svo að allt bendi til þess,“ sagði Ólafur Þórðar- son við Morgunblaðið. „Það er lítil von því ég geri ráð fyrir því að Eyjamenn klári þetta á móti Kefla- vík. Við þurfum stig til að tryggja okkur Evrópusætið og ætlum okkur að gera það á sunnudaginn á móti KR.“ Lfðin ekki eins sterk og áður Hvernig fínnst þér mótið hafa verið í sumar? „Mér finnst mótið hafa verið slakara en undanfarin ár ef á heild- ina er litið. Liðin em ekki eins sterk og áður. Það var ekkert topplið í sumar. Þó Eyjamenn séu að tryggja m í arla eltt ira- lind lar- Bfðl HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Leikir U 1 T Mörk U J T Mörk Mörk Stig ÍBV 16 6 1 1 21:8 5 3 0 17:5 38:13 37 ÍA 16 6 1 1 25:10 4 0 4 12:11 37:21 31 FRAM 16 3 4 1 11:8 4 1 3 14:11 25:19 26 KR 16 3 2 3 17:7 3 4 1 15:10 32:17 24 LEIFTUR 16 4 3 1 13:6 2 3 3 9:9 22:15 24 KEFLAVÍK 16 4 2 2 11:7 3 0 5 8:15 19:22 23 GRINDAVÍK 16 4 2 2 11:11 2 2 4 7:13 18:24 22 VALUR 16 3 2 3 8:15 2 1 5 10:19 18:34 18 SKALLAGR. 16 1 1 6 8:18 1 2 5 6:19 14:37 9 STJARNAN 16 1 1 6 6:15 0 3 5 7:19 13:34 7 g Amar lópnum United >i Crystal Palace í dag Um leikinn á móti United sagði Am- ar: „Ég held að liðið fái gott tækifæri á móti United til að rífa sig upp eftir tapið á móti Arsenal um síðustu helgi. Við erum með ágætt lið og það yrði gaman að verða fyrsta liðið til að vinna United á þessari leiktíð," sagði Arnar sem nýlega hefur fest kaup á íbúð í úthverfi Bolton, en hann hefur verið á hóteli frá því hann kom til liðsins. „Ég reikna með að flytja í íbúðina eftir tvær vikur,“ sagði hann. Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður og leikmaður Crystal Palace er í byrjun- arliðinu í dag þegar félagið tekur á móti Wimbledon. Er þetta í fyrsta sinn sem Hermann í byijunarliði Palace í leik í úrvalsdeildinni. Hann var í fyrsta sinn í byijunarliðinu gegn Hull City í deildabikarkeppninni á þriðjudaginn. íþróttir í beinni MIKIÐ verður um að vera í íþróttalífinu um helgina. Fjöl- margar beinar útsendingar verða í sjónvarpinu. RÚV byrjar með beina útsendingu frá þýsku knattspyrnunni og verður leikur Kölnar og Bayern Múnchen sýndur í dag. RÚV sýnir í dag frá timatöku í Formulu I kappakstrinum og hefst útsending kl. 10.50. KR og Valur leika í meistarakeppni kvenna kl. 14. Þýski leikurinn verður síðan strax á eftir, eða k!. 16. Á morgun, sunnudag, verður bein útsending frá úrslit- um í Formula 1 kappakstrinum í Austurríki og hefst útsending kl. 11.50. Síðan verður bein út- sending frá einum leik S Sjóvár- Almennra deildinni kl. 14. Það eru einnig margar beinar útsendingar á Stöð 2 og Sýn um helgina. I dag hefst bein útsend- ing á Sýn frá veðreiðum Fáks frá kl. 12. Stöð 2 sýnir leik Bolton og Manchester United í ensku knattspyrnunni beint kl. 16. Á morgun verður Sýn með útsend- ingu frá leik í Sjóvár-Almennra deildinni kl. 14. og að honum loknum verður leikur Chelsea og Arsenal í beinni útsendingu. Kl. 18.25 verður sýnt beint frá leik Udinese og AC Milan. Skagamenn hafa haldið íslandsmeistaratitlinum undanfarin fimm ár en nú er allt sem bendir til þess að þeirþurfi að sjá á eftir honum til Vest- mannaeyja, en Eyja- peyjar geta tryggt sér titilinn með því að fá eitt stig í dag. Valur B. Jónatansson ræddi við Ólaf Þórðarson, fyr- irliða ÍA, um íslands- mótið í sumar og stöðu íslenskrar knattspymu. sér titilinn hafa þeir ekki verið að spila neitt sérstaklega vel. Þeir hafa verið að tapa stigum á móti jiðum úr neðri hluta deildarinnar. Ég er þó á því að Eyjamenn séu vel að titlinum komnir því þeir hafa verið með skásta liðið. En þeir eru ekki með eins gott lið og Skaginn var með undanfarin fimm ár. Það segir kannski allt um styrk- leika mótsins að þrátt fyrir þau miklu áföll sem við urðum fyrir i sumar vorum við með í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn allt fram í síðustu umferð er við færðum Eyjamönnum titilinn nánast á silf- urfati með því að tapa fyrir Val. Við vorum aumingjar að tapa þeim leik og við megum skammast okkar fyrir það sem við sýndum á Hlíðar- enda.“ Andri hefur staðið sig vel Hefur þú séð einhveija athyglis- verða leikmenn í sumar? „Já, ég get nefnt KR-inginn Andra Sigþórsson sem hefur leikið mjög vel. Eins hafa Eyjamennirnir Tryggvi Guðmundsson og Sigurvin Ólafsson leikið vel. Aðrir hafa ekki verið að sýna neina snilldartakta. Meðalmennskan hefur verið ráð- andi. Ég veit ekki hveiju er um að kenna, en nokkrir góðir leikmenn hafa ferið til erlendra liða og góðir leikmenn eru ekki búnir til á hveiju ári við þessar aðstæður sem við búum við. En það er ljóst að það vantar fleiri góða leikmenn í deild- ina til að lyfta þessu á hærra plan.“ Framarar komu mest á óvart Eru einhver lið sem hafa komið á óvart í sumar? „Framarar hafa komið einna mest á óvart með góðri frammi- stöðu. Keflvíkingar byijuðu mótið vel, en við stöðvuðum sigurgöngu þeirra og eftir það hefur ekkert gengið hjá liðinu. KR og Leifur hafa ekki staðið undir þeim vænt- ingum sem til þeirra voru gerðar og sama má segja um okkur á Skaganum. Annað í deildinni er eftir bókinni." Brýnt að bæta æfingaaðstöð- una yfir vetrarmánuðina Þú talar um lélegri knattspyrnu en undanfarin ár, hvers vegna og hvað er til ráða? „Ég held að aðstaðan þurfi fyrst og fremst að batna. Við erum alltaf að miða okkur við nágrannaþjóðirn- ar, en höfum ekki sömu æfingaað- stöðu og þær. Knattspyrnan verður ekki betri fyrr en við getum bætt æfingaaðstöðuna yfir veturinn og þá er ekkert annað en knattspyrnu- völlur innanhúss sem kemur til greina. Við þurfum að nýta veturinn betur til tækniæfinga. Skortur á knatttækni er það sem hefur háð íslenskum knattspyrnumönnum í gegnum tíðina. Hvergi í heiminum er eins langt undirbúningstímabil og hér á landi. Það er takmarkað hvað leikmenn nenna að leggja endalaust á sig hlaup og lyftingar án þess að spila yfir vetrarmánuð- ina. Við verðum að geta spilað knattspyrnu allt árið ef við ætlum að bæta stöðu okkar á alþjóðlegum mælikvarða." Að lokum báðum við Ólaf að spá um úrslit leikjanna á sunnudaginn. „Ég spái því að Eyjamenn vinni Keflavík 1:0, Grindavík og Leiftur gera jafntefli, 1:1. Stjaman vinnur Skallagrím 3:2 og Fram vinnur Val 2:0. Síðan ætlum við að vinna KR og lokatölurnar verða 1:0.“ Drengjaliðið til Lettlands DRENGJALANDSLIÐIÐ sem skipað er leikmönnum 16 ára og yngri fer til Lettlands á mið- vikudag til þátttöku í Evrópu- keppninni. ísland er í riðli með Póllandi og Lettlandi og verður fyrst leikið á móti Pólveijum á föstudag og síðan Lettum á sunnudag. Eitt þessara liða fer áfram í úrslitakeppnina sem fram fer f Skotlandi í apríl. Gústaf A. Bjömsson, þjálfari liðsins, hefur valið eftirtalda leikmenn til fararinnar: Markverðir: Ómar Jóhannsson, Keflavík, og Valþór Halldórsson, Þrótti Neskaupstað. Aðrir leikmenn: Helgi V. Danfels- son, Fylki, Valur A. Ulfarsson, Vík- ingi, Elvar Guðjónsson, Val, Daði Guðmundsson, Fram, Andri Jóhann- esson, Fram, Eyþór Theódórsson, Fram, ólafur Páll Snorrason, Fjölni, Indriði Sigurðsson, KR, Magnús I. Einarsson, FH, Sævar Gunnarsson, Keflavík, Emil Sigurðsson, ÍA, Pétur Geir Svavarsson, Bolungarvík, Þórð- ur Halldórsson, Þór, Guðmundur Mete, Malmö FF. ■ TONY Yeboah, sem fór frá Leeds til Hamburg, er enn ekki kominn með leikheimild vegna þess að hann skuldar enn skatta í Þýska- landi frá því hann lék með Eintracht Frankfurt. Hann skuld- ar um 40 milljónir íslenskra króna. Joachim Leukel, knattspyrnustjóri HSV, hefur verið að reyna að leysa þetta mál en ekki tekist. t ■ BERNARD Lama markvörður franska landsliðsins í knattspymu og PSG er að öllum líkindum að fara í herbúðir Rangers í Skot- landi. Hann hafði í sumar afþakkað boð frá félaginu þar sem hann gerði sér vonir um að komast að hjá Real Madridi. Úr því varð ekki. ■ LAMA hefur ekkert æft með PSG í sumar og haust þrátt fyrir að eiga enn eitt ár eftir af samn- ingi sínum við félagið. Richardo framkvæmdastjóri PSG óskaði eftir ^ hann kæmi á æfingar á ný hjá fé- laginu sl. fimmtudag, en lét þess jafnframt getið að vildi Lama fara vildi félagið ekki standa í vegi fyrir því og væri jafnvel tilbúið til að lækka verðið á kappanum niður 95 milljónir króna mætti það vera til að liðka fyrir skiptum. ■ FYRIR hjá Rangers er skoski landsliðsmarkvörðurinn Andy Gor- am og Hollendingurinn Theo Snelders. ■ JEAN-Pierre Papin missir lík- lega af síðari viðureign Bordeaux og Aston Vilia í Evrópukeppni fé- lagsliða vegna þess að hann þarf að fara með fatlaða dóttur sína í læknismeðferð í Bandaríkjunum. ^ Papin hefur fengið leyfí hjá for- ráðamönnum Bordeaux til farar- innar. ■ MARIO Basler verður ekki með Bayem Munchen í dag gegn Köln vegna meiðsla í kálfa. ■ SEAFrakkar, þrír Hollendingar, þrír ítalir, Úkraínumaður og Rúm- eni verða í eldlínunni þegar Chelsea og Arsenal eigast við í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Engin félög í Englandi hafa keypt eins marga erlenda leikmenn og þessi tvö félög. Síðast þegar þessi félög áttust við vann Arsenal 3:0. olf / tötOpen ÚRVAL-ÚTSÝN í Leirunni sunnudaginn 21. s^pt. 18 holu punktamót 7/8 forgj. íarksforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá kontim. 1. sæti. Viku golfferð til Islantilla ó Spóni, gistingog golf innifalið.....Verðmæti kr. 65.000 2. sæti. Ávísun uppí fferð fil Spúnar eða Portúgals .....Zk..Kr. 25.000 3. sæti. Ávísun uppí ferð til Spónar eða Portúgals .kr. 20.000 4. sæti. Ávístun uppí ferð til Spúnor eðo Portúgals .Kr. 20.000 Ræst út firá kl. 8.00 til 14.00. Mótsgjald kr. 2.000. Skráning hafín í síma 421 4100. Golfklúbbur Suðurnesja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.