Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 4
HANDKNATTLEIKUR
Hulda Bjarnadóttir línumaður meistaraliðs Hauka á von á jöfnu og skemmtilegu móti
Allir geta unnið alla
ÍSLANDSMÓTIÐ íhandknatt-
leik kvenna hefst f dag með
þremur leikjum og síðasti leik-
urfyrstu umferðarinnar verður
sfðan á morgun. Haukar eru
núverandi íslands- og bikar-
meistarar og forráðamenn lið-
anna spáðu stúlkunum úr
Hafnarfirði sigri á árlegum
^ blaðamannafundi á dögunum.
Eg held það sé bara venja að
telja núverandi meistara lík-
lega til afreka næsta ár,“ sagði
Hulda Bjarnadóttir, línumaður úr
Haukum, í samtali við Morgunblað-
ið. „Mér líst rosalega vel á tímabil-
ið og held að íslandsmótið verði
miklu skemmtilegra í ár en oft
áður. Núna eru færri lið og mér
sýnist þau flest vera sterkari en í
fyrra og því held ég að allir geti
unnið alla.
•" Stjörnustúlkur hljóta að vera
orðnar leiðar á að tapa fyrir okkur
og vilja öruggl^a hefna ófaranna
frá því í fyrra. Víkingur kemur
örugglega sterkur til leiks og ég
held að Grótta-KR verði líka með
ágætt lið. FH á eftir að vera í bar-
áttunni á toppnum og ég hef mikla
trú á Framstúlkum því þær hafa
frábæran þjálfara, en Guðríður er
hætt og það er spurning hvernig
liðið leikur án hennar. Hópurinn
hjá okkur er minni en í fyrra þann-
ig að við megum ekki við miklum
meiðslum, en auðvitað ætlum við
okkur sigur,“ sagði Hulda.
í ár verða aðeins átta lið í deild-
. inni, en í fyrra byrjuðu tíu, Fylkir
hætti síðan keppni þannig að níu
lið luku keppni. ÍBA verður ekki
með í vetur þannig að liðin eru
átta talsins og leikin verður þreföld
umferð. „Ég held að það hafi verið
Morgunblaðið/Geir
AUÐUR Hermannsdóttir úr Haukum reynir hér að brjótast í
gegnum vörn Króata í landsleik. Haukum er spáð sigri á ís-
landsmótinu sem hefst í dag.
varpað hlutkesti um þriðja leikinn,
hvort liðið fær hann á heimavelli
eða útivelli. Við leikum til dæmis
tvo leiki við Stjörnuna í Garðabæn-
um en fáum í staðinn tvo heima-
leiki gegn ÍB V, og það ber að þakka
fyrir það,“ sagði Hulda.
Talsvert miklar breytingar eru
á sumum liðum frá því í fyrra og
sérstaklega er áberandi hversu
margar stúlkur koma frá útlöndum
og í raun líka hversu margar fara
til útlanda. Fjórar stúlkur ganga
til liðs við Víking, Inga Lára Þóris-
dóttir og Vibeke Sinding Larsen
frá Njard, Halla María Helgadóttir
frá Sola, en þessi lið eru öll í Nor-
egi og Vala Pálsdóttir frá Sasja í
Belgíu. Til Gróttu-KR koma tvær
stúlkur _sem léku í Danmörku í
fyrra, Ágústa Björnsdóttir frá
Ribe og Anna Steinsen frá Kold-
ing. Stjörnustúlkur hafa fengið
Litháíska stúlku í markið, Lijanu
Sadzon, en Fanney Rúnarsdóttir
er farinn til Tertnes í Noregi og
Sóley Halldórsdóttir hefur tekið
sér frí frá handknattleik - altént
í bili.
Þtjár Valsstúlkur gengu til liðs
við danska liðið HH90 Holsterbro,
markvörðurinn Vaiva Drillingaite
og þær Sigurlaug Rúnarsdóttir og
Júlíana Þórðardóttir. Frá danska
liðinu fá Eyjastúlkur hins vegar
eina stúlku, Söndru Anulyte, og
Andt’ea Atladóttir er gengin til liðs
við ÍBV á ný.
„Ég hef sjálf prófað að leika í
útlöndum og það er góð reynsla.
Ég held líka að það sé mjög gott
fyrir íslenska landsliðið ef stelpur
drífa sig út, til dæmis Fanney
markmaður, henni mun örugglega
fara mikið fram í Noregi," sagði
Hulda.
toúmR
FOLK
■ CIAUDIO Ranierí fyrrverandi
þjálfari Fiorentina hefur verið ráð-
inn þjálfari spænska félagsins Va-
lencia næstu tvö keppnistímabil.
Ranieri tekur við starfi Argentínu-
mannsins Jorge Valdano sem var
vikið úr starfi á þriðjudaginn eftir
dapurt gengi félagsins í fyrstu
þremur umferðum deildarkeppninn-
ar, en Valencia hefur tapað öllum
leikjunum.
■ AJAX og Feyenoord hafa sam-
einast um að hvort félag meini
stuðningsmönnum hins aðgang að
leikjum félaganna í vetur. Er þetta
gert til þess til að koma í veg fyrir
að stuðningsmönnum félaganna
lendi saman eins og gerðist í fyrra-
vetur með þeim afleiðingum að einn
stuðningsmaður Ajax lést.
■ STUÐNINGSMENN Ajax eiga
þess kost horfa á leik félaganna í
Rotterdam á risaskjá á heimavelli
og sama verður uppi á teningnum
þegar liðin mætast í Amsterdam,
þá verður leikurinn sýndur á skjá
í Rotterdam. Vonast er eftir að á
leiktíðinni 1998-1999 verði þessi
háttur aflagður og fyrri háttur tek-
inn upp á ný.
■ CHELSEA hafði mikla yfirburði
í viðureign sinni við Slovan Brat-
islava en sigraði aðeins 2:0. Ro-
berto Di Matteo skoraði fyrra
markið snemma leiks. Þrátt fyrir
að vera talsvert betri kom síðara
markið ekki fyrr en að 10 mínútur
voru til leiksioka. Það gerði Danny
Granville.
■ MIÐAR á fyrsta leik heims-
meistarakeppninnar í knattspyrnu
á næsta sumri og átta leiki í fjórð-
ungsúrslitum komu í sölu í gær.
Miðar á aðra leiki í keppninni verða
settir í sölu 18. október en þó er
hægt að panta miða nú á þá leiki,
en aðeins getur hver maður fengið
tvo miða.
Spá um úrslit í
1. deild kvenna
1. Haukar 123 stig
2. Stjarnan 113 stig
3. Víkingur 89 stig
4. FH 81 stig
5. ÍBV 68 stig
6. Valur 56 stig
7. Fram 51 stig
8. Grótta-KR 31 stig
Háttvís-
ishelgi
KNATTSPYRNUMENN um
allan heim munu um helgina
halda hátíðlega fyrstu hátt-
vísishelgina, en það er Al-
þjóðaknattspyrnusambandið
sem gengst fyrir þessu. FIFA
valdi þessa helgi fyrr í sumar
vegna þess að þannig næst í
fleiri knattspyrnumenn en um
nokkra aðra helgi. Keppt er
í flestum deildum auk þess
sem HM-leikmanna undir 17
ára fer fram í Egyptalandi.
Þar mun Bobby Charlton vera
heiðursgestur og mun ganga
inn á völlinn með leikmönnum
liðanna þegar mótið verður
sett.
KSÍ hefur óskað eftir því
' við félög hér á landi að þau
minnist helgarinnar með
stuttri athöfn þar sem sex
krakkar ganga inn á vellina
á undan liðunum sem keppa
og stilla sér upp með háttvís-
isfána FIFA.
BADMINTON / EM FÉLAGSLIÐA
TBR vann
Lið TBR sigraði belgíska félag-
ið Fri.Fri.St. Truiden 4:3 í
jöfnum leik _ í Evrópukeppni fé-
lagsliða í N-írlandi í gær og varð
að leika oddalotur í tveimur viður-
eignum tii þess að knýja fram
úrslit.
Tryggvi Nielsen sigraði sinn
andstæðing í þremur lotum í ein-
liðaleik og Sveinn Sölvason hafði
betur í tveimur lotum, þar af end-
aði önnur 18/17. Katrín Atladótt-
ir beið lægri hlut í tveimur lotum
en Sara Jónsdóttir hafði betur í
sínum leik í tveimur lotum einnig.
í tvíliðaleik karla sigruðu
Tryggvi og Njörður Ludvigsson
andstæðinga sína í jöfnum leik
sem fór í þijár lotur. Katrín og
Anna Lilja Sigurðardóttir urðu á
hinn bóginn að játa sig sigraðar
í tveimur lotum og sömu sögu er
að segja af tvenndarleiknum, þar
töpuðu Njörður og Sara í tveimur
lotum.
SVEIT TBR skipa, í fremrí röð frá vinstri, Katrín Atladóttir, Anna Lilja Sigurðardóttir og
Sara Jónsdóttir. Fyrir aftan frá vinstri eru Pétur Hjálmtýsson, fararstjóri, Sveinn Sölva-
son, Tryggvi Nielsen, Njörður Ludvigsson og Jónas Huang, þjálfarl.