Morgunblaðið - 03.10.1997, Page 1

Morgunblaðið - 03.10.1997, Page 1
Wmmmmmmmmsmm Karlheinz Förster hreifst af ívari KARLHEINZ Förster, fyrrverandi fyrirliði Stutt- gart, hreifst nýög af ívari Bjarklind í fyrri leik ljðanna á íslandi. Förster starfar nú við það, ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni, að fylgjast með ungum og efnilegum leikmönnum fyrir félagið á Norðurlönd- unum, og skv. heimildum Morgunblaðsins sagði hann þjálfaranum, Joachim Löw, að hefði hann þau völd að ákveða hvaða leikmenn yrðu keyptir til félagsins myndi hann kaupa ívar. Þessi smái en knái leikmaður lék á hægri kantinum í Reykja- vík en var í stöðu hægri bakvarðar í gærkvöldi. 1997 C FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER BLAD Baulað á leikmenn VfB ÁHORFENDUR í Stuttgart voru ekki ánægðir með leikmenn heimaliðsins, bauluðu nokkrum sinnum á þá í fyrri hálfleik, þegar þeir gerðu mistök, og hressilega var baulað þegar dómarinn KNATTSPYRNA flautaði til leikhlés. Brynjar til Válerengen B Jrynjar Bjöm Gunnarsson, landsliðsmaðurinn fjölhæfi hjá KR, hefur gert upp hug sinn - hann valdi að fara til Óslóarliðs- ins Válerengen heldur en sænska liðsins IFK Gautaborg. „Að mínu mati var það betri kostur að fara til norska liðsins eins og staðan var,“ sagði Brynjar Björn, sem heldur til Noregs í dag til að ganga frá fjögurra ára samningi við Vál- erengen. „Eg sé ekki annað en það sé spennandi verkefni framundan hjá mér. Válerengen hefur góðan ieik- mannahóp, sem tryggði sér úrvals- deildarsæti með yfirburðum og er komið í bikarúrslit eftir að hafa rutt liðum eins og Brann [3:0] og Víking frá Stavangre [4:1] í leið sinni að bikarúrslitum. Liðið mætir Strömsgodset, sem Óskar Hrafn Þorvaldsson mun leika með, í úr- slitum. Við Óskar förum saman út til að sjá úrslitaleikinn í lok október,“ sagði Brynjar Björn, sem kemur heim aftur á mánudaginn, heldur síðan alfarinn út í byijun nóvember. Biynjar Bjöm er annar íslendingurinn til að leika með Válerengen. Kristinn Bjömsson, þjálfari Leifturs, var Noregsmeist- ari með liðinu 1981. Liðið leikur heimaleiki sína á Ullevaal-leikvell- inum i Ósló, þar sem Norðmenn leika landsleiki sína. Ásgeir mjög ánægður „ÉG er mjög ánægður með úrslitin. Það var mjög sterkt hjá Eyjamönnum að ná að skora eftir að lenda 2:0 undir og það var ekki verra hvað markið var flott. Það er alltaf viss hræðsla um stórt tap í svona leik en mér fannst þetta bara gott. Strákarnir geta verið stoltir af frammi- stöðunni," sagði Ásgeir Sig- urvinsson, Vestmannaeying- ur og fyrrverandi leikmaður ÍBV og VfB Stuttgart, sem var meðal áhorfenda í gær- kvöldi. „Það var ekki mikið í gangi hjá Stuttgart. Það virðist ein- hver smá „krísa“ vera hjá lið- inu nú — það fer ekki langt í deildarkeppninni með svona frammistöðu," sagði Ásgeir. 26 skot, en . . . LEIKMENN Stuttgart skutu eða skölluðu 26 sinnum að marki Eyjamanna í gærkvöldi, en samt sem áður skapaðist ekki oft veruleg hætta við mark gestanna. Mörg skotanna voru talsvert utan af velli og sum hver víðs fjarri markram- manum. Gleymið ekki „ÞIÐ stóðuð ykkur vel í Evr- ópukeppninni, strákar, og féU- uð út með sæmd. Og gleymið þvf ekki, að við vorum lengur í keppninni en Arsenal — sem datt út fyrir tveimur dög- um . . .“ sagði Bjarni Jó- hannsson, þjálfari ÍBV, er hann ávarpaði menn sína í matsal hótelsins í Stuttgart í gær- kvöldi. „Njósnarar" frá Belgíu fýlgdust með Tryggva FULLTRÚAR frá tveimur belgiskum 1. deildarUðum, Genk og K St.-Truidense VV, voru mættir á leik Stuttgart og ÍB V. Þeir komu gagngert til að fylgjast með markakóng- inum Tryggva Guðmundssyni. Þórður Guðjónsson leikur með Genk og K St.-Truidense W er nágrannalið Genk. í netið Morgunblaðið/Kristinn BJARNÓLFUR Lárusson, fyrir miðri mynd, skoraði mark Éyja- manna gegn Stuttgart með þrumuskoti utan úr teig - hér sést knötturinn á leiðinni upp í þaknetið á marki Stuttgart á 80. mín., 2:1. Eyjamenn geta verið stoltir þrátt fyrir 1:2 fyrir Stuttgart í Þýskalandi Yndislegt að sjá bottann í netinu Nýbakaðir íslandsmeistarar Vestmannaeyinga í knatt- spyrnu töpuðu síðari leiknum gegn VfB Stuttgart í Evr- Skapti ópukeppni bikar- Hattgrímsson hafa í Þýskalandi í skrifarfrá gærkvöldi, 1:2. Stuttgan Þrátt fyrir tapið v«>ru EvjauiOíin áii<prrðfr rnoð frammistöðuna og geta verið það. Það var Bjarnólfur Lárusson, sem kom inná sem varamaður um miðj- an seinni hálfleik, sem gerði mark ÍBV tíu mín. fyrir leikslok með glæsilegu þrumuskoti yst úr víta- teignum. „Það var yndisleg tilfinning að siá á eftir boltanum í netið. Það var um að gera að nýta tækifærið, fyrst ég fékk að koma inná, og gera það vel.“ Og gaman að fylgja þannig í fótspor þeirra íslendinga sem hér hafa leikið og skorað, sagði blaða- maður. „Já. Ég ætla ekki að líkja mér við þann fræga Vestmannaey- ing sem hér lék - en það var gam- an að skora á þessum velli og ég er mjög ánægður með markið." Markið kom eftir hornspyrnu Sigurvins Ólafssonar frá vinstri. „Eg var fyrir utan teiginn og lét hann vita að ég væri tilbúinn að fá boltann beint úr horninu til að skjóta en svo lokaðist sú leið. Hann sendi inn á markteiginn og boltinn kom rúllandi út á móti mér, ná- kvæmlega eins og vildi fá hann, og ég hitti hann mjög vel. Ég sá á eftir honum upp í þaknetið. Stein- grímur var næstur mér, kom hlaup- andi á eftir boltanum út í teiginn en lét hann fara. Varnarmennirnir voru ekki nálægir og því enginn til að trufla mig,“ sagði Bjarnólfur. KÖRFUKNATTLEIKUR: NJARÐVÍKINGAR LÖGÐU MEISTARANA FRÁ KEFLAVÍK / C3 fífl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.