Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA
Vestmannaeyingar geta borið höfuðið hátt þrátt fyrir 1:2 tap gegn Stuttgart á útivelli
Duttu út meðsæmd
Morgunblaðið/Kristinn
ÍVAR Bjarklind í mjög góðu marktækifæri í fyrri hálfleik. En áður en hann náði að skjóta komst
varnarmaðurinn Endress, lengst til vinstri, fram fyrir hann og bægði hættunni frá. Fyrirliðinn
Verlaat er til hægri.
LEIKMENN meistaraliðs ÍBV
töpuðu 1:2 fyrir Vf B Stuttgart
í síðari leik liðanna í 1. umferð
Evrópukeppni bikarhafa í
knattspyrnu í Stuttgart í gær-
kvöidi. Þrátt fyrir tap geta Eyja-
menn verið sáttir við frammi-
stöðuna; þeir stóðu sig að
mörgu leyti mjög vel, vörðust
af miklum krafti og áttu nokkr-
ar ágætar sóknir. Þeir fengu
tvívegis góð færi til að komast
yfir meðan enn var markalaust
og neituðu að gefast upp þrátt
fyrir að lenda tveimur mörkum
undir; reyndu áfram að sækja
og uppskáru glæsilegt mark.
Leikmenn Stuttgart voru betri
allan tímann, eins og búist var
við, og miklu meira með boltann.
Liðið var þó ekki
Skapfj sérstaklega sann-
Hallgrímsson færandi og þrátt
skrifar fyrir að þjálfarinn
hefði heimtað að all-
ir lékju á fullum krafti frá fyrstu
mínútu til hinnar síðustu var liðið
hreinlega slakt í fyrri hálfleik. Eyja-
menn báru enga virðingu fyrir
mótheijunum, tóku hressilega á
móti þeim og áttu sjálfir þokkalegar
sóknir. Um miðjan hálfleikinn fékk
ívar Bjarklind meira að segja
dauðafæri - komst einn inn á teig,
en varnarmaður náði að hlaupa
hann uppi og bjarga á síðustu
stundu. Ivar virkaði óákveðinn; náði
ekki almennilega valdi á boltanum
fyrr en of seint og virtist ætla að
gefa til hliðar á Tryggva, sem var
kominn inn í teig, í stað þess að
skjóta strax að marki. „Þetta var
lélegt hjá mér. Fyrsta snertingin var
1B^\Stuttgart fékk hom-
■ Uspyrnu hægra megin
á 73. mín., þvaga myndaðist við
nærstöngina, Gunnar markvörð-
ur kýldi boltann frá en hann fór
ekki langt - út í miðjan teig,
datt fyrir fætur Abkebories,
sem skaut fast með vinstra fæti.
Gunnar hafði hendur á boltanum
en hann fór eigi að síður í netið
með viðkomu í Hjalta.
2>^\Balakov sendi lag-
■ Wlega fyrir markið frá
vinstri kanti, á fjærhorn mark-
teigsins. Bobic stökk þar hæst
allra, skallaði til baka inn á
miðjan markteiginn þar sem
Abkeborie var einn og óvaldað-
ur og skallaði örugglega í mark-
ið. Þetta var á 76. mín.
■ *4| Sigurvin Ólafsson
■ | tók hornspyrnu frá
vinstri á 80. mín., Tryggvi,
Steingrímur og Verlaat börðust
um boltann við nærstöngina,
boltinn barst út í teig og Stein-
grímur elti en lét hann vera því
Bjarnólfur Lárusson kom á
fleygiferð og lét vaða á markið;
hitti boltann vel með rist hægri
fótar og hann söng uppi í þak-
netinu án þess að Wohlfahrt
markvörður ætti möguleika á
að verja.
ekki nógu góð og því náði ég ekki
að gera betur. Mér heyrðist líka
flautað og hélt að dómarinn hefði
dæmt mig rangstæðan; það er þó
engin afsökun - ég átti að gera
betur. Átti einfaldlega að skora,“
sagði ívar við Morgunblaðið á eftir.
Rétt er að taka fram að áhorfendur
blésu hvað eftir annað í dómara-
flautur, sérstaklega í fyrri hálfleik,
m.a. í þessari sókn og ekki er að
undra að það hafi truflað leikmenn.
Eyjamenn fengu aðra góða sókn
skömmu síðar, komust tveir gegn
tveimur varnarmönnum og Tryggvi
Guðmundsson skaut utan vítateigs
þegar tækifæri virtist til að fara
lengra. Varnarmaðurinn komst fyr-
ir skotið og ekkert varð úr.
Fyrri hálfleikurinn var ekki mikil
skemmtun þeim rúmlega 12.000
áhorfendum sem voru á bandi
heimaliðsins þó svo stuðningsmenn
ÍBV skemmtu sér konunglega.
Baulað var hressilega á leikmenn
Stuttgart þegar þeir gengu til bún-
ingsherbergis og til að hressa upp
á sóknarleikinn var Nígeríumannin-
um Abkoborie skipt inn á í stað
Rúmenans Raducioiu. Breytingin
skilaði því að sóknarleikur liðsins
var mun beittari, færin urðu hættu-
legri og síðast en ekki síst því að
varamaðurinn skoraði tvívegis og
tryggði liðinu þannig sigur. Bobic,
sem skoraði tvívegis í fyrri leiknum
í Reykjavík, skallaði í þverslá
snemma seinni hálfleiks og á tíma-
bili rak hver sóknin aðra. En annað
hvort hittu heimamenn ekki í mark-
ið eða Gunnar Sigurðsson - sem
lék sérlega vel í marki ÍBV - varði
vel. Hættulegasta færið kom á 57.
mín. þegar Hlynur fyrirliði ætlaði
að spyrna frá marki, eftir nokkra
pressu, en hitti boltann illa og hann
stefndi í markið. Gunnar sá hins
vegar við fyrirliðanum og varði af
stakri snilld!
Stuttgart sótti linnulítið fram í
miðjan hálfleikinn, en gestirnir frá
Vestmannaeyjum höfðu reyndar átt
eina góða sókn þegar hér var kom-
ið sögu; Tryggvi sendi fyrir frá
vinstri, Ivar skallaði til baka fyrir
markið en ekkert varð úr. Þegar
20 mín. voru liðnar af hálfleiknum,
og staðan enn 0:0, átti Ingi Sigurðs-
son svo lúmskt skot í stöng. Honum
var skipt út af mínútu síðar og strax
í kjölfarið kom fyrsta markið -
Abkoborie var þar á ferðinni. Hann
skoraði síðan aftur skömmu síðar
og áhorfendur fögnuðu vel. En síð-
an var komið að fámennum en há-
værum hópi Vestmannaeyinga í
áhorfendastúkunni að fagna. Og
það gerðu þeir svo sannarlega enda
ekki annað hægt þegar Bjarnólfur
Lárusson minnkaði muninn með
glæsilegu skoti yst úr teignum tíu
mín. fyrir leikslok. Það var falleg-
asta mark leiksins og Bjarnólfur,
sem kom inn á sem varamaður fyr-
ir Inga tíu mín. áður, má vera stolt-
ur af því.
Vörnin var aðal ÍBV í leiknum
eins og við var búist. Gunnar mark-
vörður stóð sig eins og hetja og
verður ekki sakaður um mörkin.
Hann var öruggur á milli stang-
anna, greip mjög vel inn í hvað
eftir annað og varði nokkrum sinn-
um glæsilega. Varnarmennirnir
ívar, Zoran, Hlynur og Hjalti léku
allir mjög vel og miðjumennirnir
aðstoðuðu félaga sína í vörninni af
stakri prýði. Ekki er hægt að segja
að sóknarþunginn hafi verið mikill
í Eyjaliðinu að þessu sinni, en stöku
sinnum náðu íslandsmeistararnir
þó góðum sprettum og ógnuðu
marki Wohlfahrts. Með smá heppni
hefðu þeir getað skorað eitt eða tvö
mörk til viðbótar, en að sama skapi
verður að viðurkennast að gestgjaf-
arnir hefðu getað gert fleiri mörk.
Heimamenn voru nánast öruggir
áfram í Evrópukeppninni en ætluðu
sér engu að síður að bjóða áhang-
endum sínum til veislu. Ætluðu að
leika skemmtilega knattspyrnu og
vinna öruggan sigur á „litla liðinu“
frá íslandi. Það tókst hins vegar
ekki, m.a. vegna þess hve gestirnir
tóku hraustlega á móti þeim.
Stuttgart fóru auðvitað áfram en
Eyjamenn geta verið stoltir af
frammistöðu sinni.
Björn fékk
leik skráðan
BJÖRN Jakobsson, varnar-
maðurinn ungi í ÍBV-Iiðinu,
fékk Evrópuleik skráðan í
gærkvöldi. Hann kom inná
sem varamaður á síðustu mín-
útu fyrir Guðna Rúnar Helga-
son — en dómarinn flautaði
leikinn af um það bil tiu sek-
úndum síðar. Björn kom ekki
við boltann, en var ánægður
með sinn hlut í leikslok. „Ég
gerði engin mistök," sagði
hann og brosti.
Sátftur
„ÉG held við getum verið mjög
sáttir við úrslitin. Staðan var enn
0:0 eftir 75 mínútur og þá fengum
við einmitt gott færi — þegar Ingi
skaut í stöng. Þeir skoruðu svo
strax í næstu sókn, en þá var kom-
in þreyta í lið okkar og einbeitingin
var að minnka,“ sagði Hlynur Stef-
ánsson fyrirliði. Hlynur sagði að
merkja mætti að liðið hefði ekki
æft saman í tvær vikur, þar sem
sumir leikmannanna væru farnir frá
Eyjum vegna náms. „Við erum ekki
í fullri æfingu miðað við þann tíma
í sumar þegar við vorum að leika
best.“
Veikur þrjá daga fyrir leik
„Ég er mjög sáttur við sjálfan
mig, þó ég sé aldrei sáttur við að
tapa. Ég held þó að 1:2 tap séu
frábær úrslit á þessum velli,“ sagði
Gunnar Sigurðsson, markvörður
ÍBV sem lék mjög vel. „Ég var
búinn að vera veikur í þijá daga
fyrir leikinn, ældi í gær og var með
hita og það var ekki öruggt fyrr en
í morgun að ég gæti leikið.“
Gunnar lýsti yfir ánægju með
vörnina, sagði ekki mjög erfitt að
standa_ sig þegar hún væri svona
góð. „Ég þurfti bara að hirða það
sem þeir misstu. Það er í rauninni
mjög gaman þegar maður hefur nóg
að gerá eins og í kvöld og miklu
auðveldara að halda einbeitingu en
í sumum leikjunum heima, þegar
koma kannski ekki nema eitt eða
tvö skot á mark allan leikinn."
Óöryggi í liðinu
Joachim Löw, þjálfari Stuttgart,
hrósaði liði ÍBV fyrir góða frammi-
stöðu á blaðamannafundi eftir leik-
inn. Sagði leikmenn liðsins hafa
lagt sig alla fram og gert góða hluti.
Varist mjög vel og ógnað marki
sinna manna nokkrum sinnum.
„Það var hins mikið óöryggi í mínu
liði, sérstaklega í fyrri hálfleiknum.
Það skánaði reyndar nokkuð eftir
hlé en þetta var ekki það Stuttgart-
lið sem við þekkjum og viljum sjá.
Sjálfstraustið skortir algjörlega
þessa dagana og það er hlutur sem
við verðum að kippa í liðinn.
Getum borið höfuðið hátt
„LEIKAÐFERÐ okkar gekk
mjög vel. Aftasta línan, varnar-
mennirnir fjórir, hélt mjög vel.
Ég átti reyndar von á leikmönn-
um Stuttgart mun grimmari
strax í byrjun leiksins en það
kom greinilega fram að fyrri
leikurinn veitti okkur sjálfs-
traust til að koma hingað og
reyna að standa okkur,“ sagði
Bjarni Jóhannsson, þjálfari
ÍBV, sem kvaðst stoltur og
n\jög ánægður með sína menn.
„Mörkin tvö sem við fengum
svo á okkur koma þegar menn
eru farnir að þreytast og ein-
beitingin þar af leiðandi að
minnka. En það var mjög sterkt
hjá strákunum að ná að skora
eftir að hafa lent tveimur mörk-
um undir; ég held við getum
borið höfuðið hátt eftir þennan
leik.“
Bjarni sagði lið sitt hafa ver-
ið sérstaklega samstillt í leikn-
um í gærkvöldi. „Allir hjálpuð-
ust að, samvinnan var einstak-
lega góð, menn höfðu gaman
af verkefninu og okkur óx ás-
megin eftir því sem við héldum
markinu hreinu lengur. Ég er
mjög sáttur við liðið, menn voru
að spila vel, virkilega að leggja
sig fram og ég efast um að
nokkurt annað íslenskt lið hafi
spilað af sama styrk og fengið
svo mörg færi gegn svona
sterku lið í Evrópkeppni — með
fullri virðingu fyrir öðrum ís-
lenskum liðum sem hafa staðið
sig vel,“ sagði Bjarni Jóhanns-
son.