Morgunblaðið - 07.11.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1997
fttorgunMafrtt)
■ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1997
BLAÐ
Nýhönimnlyrirnýjakynslóð
GENEVE
KNATTSPYRNA
Vialli með
þrennu
GIANLUCA Vialli var með
þrennu þegar Chelsea tók
Tromsö i kennslustund á Stam-
ford Bridge og vann 7:1 í gær-
kvöldi. Norska liðið vann óvænt
3:2 i fyrri leik liðanna í 2. um-
ferð Evrópukeppni félagsliða en
þá gerði Vialli bæði mörk
Chelsea.
Tor Andre Grenersen hafði
nóg að gera í marki Tromsö en
hann átti ekki svar við snilldar-
leik ítalska framherjans.
■ Keppnin/C3
Birkir Kristinsson
erá heimleið
Byijað-
urað
pakka
niður
BIRKIR Kristinsson, markvörð-
ur Brann, hefur ákveðið að koma
heim til íslands eftir tveggja ára
veru í Bergen. „Ég er bytjaður
að pakka niður og setja í gám.
Ég reikna með að vera búinn
að ganga frá öllum mínum mál-
um hér um miðjan mánuðinn.
Síðan ætlum við í smá frí áður
en við komum heim um næstu
mánaðamót," sagði Birkir.
Hann var á dögunum í Skot-
landi til að skoða aðstæður hjá
Dundee United, en sagði það
ekki spennandi enda átti hann
að vera annar markvörður liðs-
ins. Eins voru tvö lið úr skosku
1. deildinni sem sýndu honum
áhuga. „Þessi lið voru einfald-
lega ekki nægilega spennandi."
Birkir segist hafa áhuga á að
leika í 1. deildinni hér á landi
næsta sumar. „Það eina sem er
klárt er að við erum að flytja
heim og síðan verður bara að
koma í ljós með hvaða liði ég
spila næsta surnar," sagði Birkir.
Reuters
Þrír færeyskir leikmenn
gangatil liðs við Leiftur
Líkur á að Páll Gíslason og Árni
Þór Árnason fari úr Þór í Leiftur
Einhvemveginn verðum við að
bregðast við flótta knatt-
spymumanna frá íslandi," sagði
Þorsteinn Þorvaldsson, formaður
knattspyrnudeildar Leifturs, en fé-
lagið hefur gert samninga við þijá
færeyska knattspyrnumenn um að
leika með félaginu á næstu leiktíð.
Leikmennimir sem um er að ræða
era Jens Martin Knudsen markvörð-
ur, 0ssur Hansen varnarmaður og
framheijinn Une Arge, sem hefur
verið markahæsti leikmaður efstu
deildar í heimalandi sínu undanfarin
ár og gerði m.a. 26 mörk í sumar
í 15 leikjum - sem er markamet í
færeysku deildinni. Jens og 0ssur
léku síðast með Götu en Une var
með meistaraliði HB í Þórshöfn.
Eflaust þekkja margir markvörð-
inn, Jens Martin, en hann hefur
lengi verið aðalmarkvörður fær-
eyska landsliðsins og var um tíma
þekktur fyrir að leika með hvíta
dúskhúfu á höfðinu. Hann hefur nú
lagt húfunni að sögn Páls Guðlaugs-
sonar. „Það gæti verið að hann
mætti með hana til leiks næsta sum-
ar,“ sagði Páll í gær.
„Allir þessir leikmenn hafa sett
sterkan svip á færeyska landsliðið
sl. ár og verið kjölfestan í því,“ sagði
Páll og kvað vera almenna ánægju
með að leikmennimir hefðu skrifað
undir samning við Leiftur. „Mér líst
vel á verkefnið sem stendur fyrir
dyram hjá Leiftri," sagði Páll enn-
fremur.
Páll sagði einnig að fljótlega yrði
gengið frá samningi við Pál Gíslason
og Árna Þór Ámason, leikmenn
Þórs á Akureyri, um að þeir léku
með Leiftri á næstu leiktíð. Einnig
reiknaði hann með að Arngrímur
Amarson, Völsungi, skipti yfir í
raðir Ólafsfirðinga.
Þorsteinn Þorvaldsson sagðist
vera svartsýnn á að Baldur Braga-
son og Gunnar Már Másson léku
með Leiftri á næsta keppnistímabili
en samningar þeirra við félagið era
útrannir.
Hácken í
efstu deild
Hácken vann Vásterás 4:2 í gær-
kvöldi og tryggði sér þar með
sæti í 1. deild í Sviþjóð næsta tíma-
bil, en liðin gerðu 1:1 jafntefli í fyrri
leiknum um sætið. Hácken komst í
4:1 en Einar Brekkan, sem hefur
verið orðaður við Örgryte, minnkaði
muninn skömmu fyrir leikslok.
Gunnar Gíslason er aðstoðarþjálfari
Hácken sem lék síðast í efstu deild
fyrir þremur árum.
Stefán Þórðarson og samheijar í
Öster halda sætinu en þeir unnu
Djurgárden 2:0 í seinni leiknum eft-
ir að hafa gert 1:1 jafntefli úti.
KÖRFUKIMATTLEIKUR: SÆTUR SIGUR HNDASTÓLS Á SELTJARIMARNESI / C2