Morgunblaðið - 21.11.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.1997, Blaðsíða 4
-í-h 4 B FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 B 5" DAGLEGT LIF DAGLEGT LIF Sál í graut og fegurstu mynstur verða til FYRIR skömmu var haldið á vegum Prenttæknistofnunar og hóps bókbindara sem kall- ar sig JAM-klúbbinn einnar viku námskeið þar sem danskur maður að nafni Ole Lundberg kenndi svokallaða marmörun. Bókbindararnir mættu snemma á morgnana í húsakynni Iðnskólans í Reykjavfk, settu sál í graut og hófust handa við að til- einka sér þessa ævafornu að- ferð til að lita spjaldapappír. Vinnudagurinn var langur og heitur en öll unnu þau af kappi fram á kvöld. Ekki mátti missa af neinu því það var svo gaman. Sál í grautinn Marmörun er aðferð til að lita pappír sem notaður er í saurblöð og til að klæða spjöld bóka. Byrjað ér á að búa til graut úr svökölluðm íslandsmosa, sem er „ekkert annað en smágert þang", að sögn Ragnars G. Einarsson- ar, eins þeirra sem sótti námskeiðið. „í orðabókum er hann sagður vera fjalla- grös en það er ekki rétt," bætir hann við. Þátttakend- ur á námskeiðinu skegg- ræddu nefnilega málið eins og Ragnar orðar það. Sami grauturinn var not- aður allt námskeiðið og þurftu nemendurnir að byrja hvern morgun á að hita hann upp með höndunum og setja þar með sál í hann. Síð- an voru litir látnir drjúpa af svínshárapenslum ofan í bakka með grautnum og vatni. Penslana bjuggu bók- bindararnir til úr hárum af kínverskum svínum, sem aldrei höfðu til Kína komið, Til hvers skyldu menn nota uxagall og íslandsmosa? Já, eða alun? María Hrönn Gunnarsdottir fór á fund fjögurra bókbindara úr JAM- klúbbnum sem hafa það að atvinnu _____sinni að handbinda bækur_____ og þar opnaðist henni nýr og _______forvitnilegur heimur.________ Morgunblaðið/Þorkell SPJALDAPAPPÍR unninn með marmörun. Bókin er handbundin. ekki frekar en íslandmosinn væri frá Islandsströndum. Litirnir innihéldu uxagall í mismunandi hlutföllum allt eftir því hversu miklu vatni þeir áttu að ryðja frá sér. Að því búnu voru kambar og önnur verkfæri notuð til að búa til mynstur í litina. Lit- irnir loða við grautinn þar til pappír sem búið er að bera bindiefnið alun á er Iát- inn ofan í bakkann en þá festist hann á pappírinn. Með þessari aðferð er hægt að búa til öll möguleg mynst- ur sem mörg hver bera sitt eigið nafn. Ole Lundberg, sem ferðast um heim allan til að kenna marmörun, var einnig feng- inn til að dæma í bdkband- skeppni sem Félag bóka- gerðarmanna og JAM-klúbb- urinn stóðu fyrir í tilefni þess að eitt hundrað ár eru liðin frá því að bókagerðar- menn stofnuðu félag sitt. Ell- efu bókbindarar tóku þátt í keppninni sem haldin var í fjórum flokkum listbók- bands: tveimur gerðum af al- skinnsbandi, grunnfalsbandi og frjálsri aðferð. Bækurnar sem lagðar voru fram í keppninni eru til sýnis í Prenttæknistofnun út nóv- embermánuð. Gamalt handverk varðveitt JAM-klúbburinn var stofnaður fyrir tæpum tíu árum upp úr námskeiði sem tveir Danir að nafni Jacob Lund og Arne Maller Peder- sen héldu á vegum Félags bókagerðarmanna fyrir bókbindara. Hópurinn, sem sækir nafn sitt til Dananna, hefur starfað allar götur síðan með það að markmiði sínu að varðveita gamalt handverk og Iæra nýjar að- ferðir við listbókband. Hóp- urinn hefur sótt eitt til tvö námskeið á hverju ári frá því að klúbburinn var stofn- aður auk þess sem félagarn- ir hafa tekið þátt í margri samkeppninni um listband á erlendri grund. Þá hefur Prenttæknistofnun og Félag bókagerðarmanna einnig lagt sitt af mörkum en á vegum þeirra eru haldin námskeið þar sem kenndar eru bæði nýjar aðferðir og gamlar fyrir þá sem starfa við prentiðn og grafíska iðn. Þú átt að læra bókband ÞAÐ kom til með skemmtilegum hætti að Hildur Jónsdótt- l ir lagði fyrir sig handband, sem hún segir sjálf að fáir | nenni að standa í. „Við erum að deyja út," segir hún kímin um starfsbræður sína og -systur sem handbinda bækur. Þegar hún var rétt rúmlega tvítug lagði hún sig einn daginn og dreymdi þá að afi sinn, sem hana hefur hvorki fyrr né síðar dreymt, kæmi til sín og segði si svona: „Þú átt að læra bókband." Þá hafði hún aldrei nokkurn tíma hugleitt hvernig bók yrði til. En forvitni hennar var vakin og innan fárra ára var hún búin að ráða sig á bók- bandsvinnustofu til að sjá hvort þetta væri eitthvað sem hún gæti hugsað sér að leggja fyrir sig. Síðan fór hún til Svíþjóðar þar sem hún starfaði við bókband í tvö ár. Þegar heim kom vatt hún sér í að læra fagið og tók bæði sveinspróf og meistarapróf í iðninni. Þar með var framtíðin ráðin og Hildur hefur rekið eigin vinnustofu síð- an í nóvember 1993 í sama húsnæði og Sigurþór Sigurðsson bók- bindari. Það er ævintýri líkast að koma á vinnustofu Hildar ekki síður en á vinnustofu félaga hennar þriggja í JAM-klúbbnum. Þar eru stórir skurðarhnífar og pressur og í hillu með götum eru geymdir stimpl- ar sem hún notar þegar hún gyllir á bækurnar. Bækur á mismun- andi vinnslustigi eru á bekkjum og í hillum. Pekkja hringlðuna Hún segir það skipta miklu máli að bókbindari hafi í huga að inn- bundin bók verði sem heild og að kápan, saurblöð og efni bókarinn- ar spili saman eins og hún orðar það. Til vitnis um það er bókina Norðurá fegurst áa eftir Björn J. Blöndal en hana batt Hildur inn fyrir samkeppnina sem haldin var vegna aldarafmælis Félags bókagerðarmanna og er til sýnis á sýningu Prenttæknistofnunar. Hildur, sem er ahn upp við Laxá í Aðaldal, hefur mikið dálæti á Morgunblaðið/Porkell HILDUR með hringiðubókina sína. Norðurá í Borgarfirði ekki síður en á Laxá og veiðir í ánum ár hvert. í Norðurá er svæði sem heitir Stekkur, sem henni finnst hvað skemmtilegast að veiða í og þá með flugu sem Flórídamaður- inn John D. Berger hannaði og nefndi Stekkur blár. Flugan sú er að sögn Hildar fyrsta flugan sem hönnuð hefur verið fyrir Norðurá og komist í erlendar fluguhnýtingarbækur, en Stekkur er uppá- haldsveiðistaður Bandaríkjamannsins. Þegar laxinn nálgast flug- una myndast hringiða á yfirborði vatnsins. Á bókarkápunni er einmitt slík hringiða og segir Hildur að þeir sem þekki svæðið viti nákvæmlega hvaða stað í ánni hún er að túlka. Flugan á bókarkáp- unni er auðvitað Stekkur blár og er hún hnýtt af eiginmanni Hild- ar, Sigurði Héðni Harðarsyni. ¦ Morgunblaðið/Ásdís GUÐLAUG og Ragnar við bókaskápinn. Á borðinu er marmoreraður pappír með páfugls- mynstri auk nokkurra þeirra áhalda sem notuð eru við þessa ævafornu litunaraðferð. Þetta er sköpun ÞEGAR við höfum virt fyrir okkur útsýnið úr stofuglugga . þeirra hjóna, Guðlaugar Friðriksdóttur og Ragnars G. } Einarssonar, dágóða stund og leitt hugann að listamönnunum sem hafa hreiðrað um sig í nágrenninu að Álafossi bendir Ragnar á snotran^ furuskáp með glerhurðum sem stendur upp við vegg í stofunni. „I þessum skáp," segir hann, „eru gersemarnar okkar," og með það sama gleymum við okkur í heimi bókanna. En það eru ekki sögurnar sem sagðar eru í bókunum, sem heilla. Það eru bækurnar sjálfar, innbundnar af þeim hjónum, þar sem þær standa hlið við hlið hver annarri fallegri, með gyllingu á kili. Þarna eru bækur í pappírsbandi, milhmetrabandi og alskinnsbandi, allt eftir því hvað við hefur átt hverju sinni og hvað hæfir hverri bók. List og reynsla „Þetta er sköpun, ekki síður en önnur hst," segir Guðlaug og sýnir hvernig velja verður saman efni til að binda bækurnar inn með, meðal annars lit leðursins, ht og mynstur á saurblöðunum, mynstur á kjöl bókanna og stafagerð í gylhngu, svo bókin verði sem ein samfelld heild en ekki undir sundurgerðarhstina seld. Guðlaug lauk sveinsprófi í bókbandi árið 1991 en áður hafði hún stundað ýmiss konar listnám. Hún segist hafa hvað mest gaman af pappírsbandinu en þá eru bókarspjöldin og kjölur klædd með skrautlegum handmáluðum pappír, auk þess sem hún velti samræminu milli leðurs, spjaldapappírs, saurblaða og innihalds bókarinnar mikið fyrir sér. ,Auðvitað hjálpar listnámið til," segir hún í því sambandi og á daginn kemur að hæfileikar hennar njóta sín víðar en í hennar eigin verkum því hún hefur nýlega verið beðin um að að velja pappír á kápu sem færi vel við hlýraroð. „Ragnar hefur reynsluna," segir hún svo um bónda sinn en hann hóf nám í bókbandi árið 1963 tæplega tvítugur að aldri. Ragnar er ahnn upp meðal bókbindara en faðir hans, Einar Helgason, kenndi bókband til margra ára, bæði við ^^^^^^^^ Iðnskólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskólann. Föðurbróðir hans, Halldór, kennir bókband í Námsflokkum Reykjavíkur og afi hans og afabróðir, Helgi og Ólafur Tryggvasynir, voru báðir bókbindarar. Nú er faðir Ragnars hættur að binda inn bækur og Ragnar hefur tekið við munum hans og verkfærum sem og pappír sem dugar í fleiri bækur en þeim hjónum á nokkurn tíma eftir að takast að koma í band. GYLLlNGábó ókartópuGrágáfar Skapgerð er stundum árstíoobundin Skammdegisþunglyndi heitir afar viðeigandi nafni á ensku, „seasonal affective disorder" eða SAD, sem getur merkt hnugginn eða niðurdreg- inn. Þeir sem þjást af fyrr- nefndum hremmingum finna til þreytu, svartsýni og pirrings að haust- og vetrarlagi þegar sólarinn- ar nýtur ekki lengur við. En það er ekki bara skapgerðin sem verður fyrir áhrifum því nýjar kannanir benda til þess að ýmis starfsemi heil- ans, til dæmis minni, geti orðið fyrir áhrif- um líka. Tímaritið Psychology Today greinir frá rannsókn- um Gail Eskes, dokt- ors í læknisfræði, og samstarfs- manna hennar í Dalhousie-há- skóla í Kanada, þar sem kemur í ljós að þeir sem þjást af árs- tíðabundnum tilfinningasveifl- um eigi erfitt með að koma fyr- irætlunum sínum í verk. Einnig virðast þeir eiga erfitt með að nýta sér sjónminnið. Birtumeðferð gagnslaus Helsta ráðið við skammdegis- þunglyndi er birtumeðferð, eða sólarljós, sem reynist létta lund fórnarlamba. Fátt virðist hins vegar gagnast við miunistapinu, sem hvorki batnar við birtumeð- ferð eða sólarljós, en fram- Þunglyndi hefur margvís- leg áhrif. kvæmdagleðin virðist hins vegar skila sér aftur að sumarlagi. Eskes gerir því skóna að truflun á heilastarfseminni sé til komin vegna áhugaleysis sem fylgir árstíðabundnum tilfinn- ingakvilla, eða einhvers konar vanhæfni miðtaugakerfisins. Hvað sem því h'ður segir Eskes skammdegisþunglyndi annað og miklu meira en það að viðkom- andi sé tímabundið í lægð. Ilmiir bæði fyrir herra og dömur Apótekið Skeifan, Apótek Austuibæjar. Apótek Vestuibæjar. Dekurhomið, Hársýn, SRyrtivöruverslunin Nana, Keflavíkur Apótek, Húsavíkur Apótek, Selfoss Apótek. Morgunblaðið/Þorkell SIGURÞÓR Sigurðsson gyllir með blaðgulli en hann er eini bók- bindarinn á landinu sem notar þá aðferð. Fallið í stafi v Markmiðið er að varðveifo gamalt handverk og læra nýjar aðferðir við listbókband Lifað og hrærst með bókum „Afi var með fornbókaverslun á Amtmannsstígnum sem hann hafði opna á laugardögum. Þar hittust þessir gömlu karlar sem söfnuðu bókum. Þar var hægt að panta bækur sem afi leitaði svo að og hafði tilbúnar viku seinna. Hann átti gríðarlega mikið af bókum og var með lager úti á Granda," segir Ragnar til gamans. Ragnar hefur mikinn áhuga á að komið verði á fót góðu prentminjasafni og koma tækjum, verkfærum og listilega bundnum bókum föður síns og afa þar fyrir til varðveislu. Sjálfur hefur Ragnar lifað og hrærst í heimi bókanna og hann hefur gert það að ævistarfi sínu að handbinda bækur fyrir bóka- og tímaritasafnara. Það hefur Guðlaug einnig gert en hún fór fyrir hvatningu tengdaföður síns í Iðnskólann fyrir tæpum tíu árum til að læra handband. Síðar hafa þau bæði verið iðin við að stunda námskeið þar sem þau hafa átt tök á að læra listband. „Eg ætlaði bara að hjálpa Ragnari en þá sagði faðir hans að það gengi ekki. Ég yrði að fara og læra þetta almennilega," segir Guðlaug. Nú starfa þau saman á eigin bókbandsvinnustofu í Mosfellsbænum og hafa alla jafna nóg að gera við að listbinda fyrir þá sem hafa unun af bókum. - - B .+ INNUSTOFAN er á annarri hæð í gömlu húsi í mið- bænum. Húsnæðið má muna fífil sinn fegurri en það verður ekki sagt um bækurnar sem eigandi vinnustof- unnar, Sigurþór Sigurðsson, bindur inn þótt gamlar séu. Þær hefur hann nefnilega nostrað við af alúð sem fáum er gefin. Blaðakonan fellur í stafi enda hefur hún aldrei séð aðra eins dýrgripi. Hún hefur heldur ekki séð vinnustofu jafnnatins manns. Sérhver hlutur er á sínum stað og bækur og myndir prýða veggi og bekki af einstakri smekkvísi. Munirnir eru „virðulega gamlir". Vildi binda bækurnar inn sjálfur Sigurþór er ættaður frá Vestmannaeyjum en fluttist ungur til ^^^^^^^ Reykjavíkur. Hann fékk snemma mikinn áhuga á bókum og varð sem grár köttur í fornbókaverslun- um borgarinnar. Svo fór að hann ákvað að læra bókband en hann langaði að binda sjálfur inn þær bækur sem hann keypti. Síðan hefur bókbandið verið líf hans og yndi og hann lætur sér ekki detta í hug að binda inn aðrar bækur en þær sem eru annaðhvort góðar eða fallegar. Viðskiptavinir hans eru margir hverjir ástríðusafnarar og þekktir rit- höfundar sem hafa gert bækur að ævistarfi sínu ¦MMBBBH rétt eins og Sigurþór, þótt á aðra lund sé. Þegar Morgunblaðsfólk bar að garði Sigurþórs var hann að gylla innan á bókarkápu Grágásar. Það gerði hann með blaðgulli sem er ekki nema einn tíuþúsundasti úr millimetra á þykkt. Enginn í framhalds- nám f 50 ár Sigurþór er eini íslendingurinn sem gyllir bækur með blaðgulli en aðferðina lærði hann í Bretlandi fyrir nokkrum árum. Þangað fór hann í framhaldsnám árið 1994 en þá hafði enginn íslendingur haldið utan til náms í bókbandi í heil fimmtíu ár. Segir Sigurþór að íslendingar hafi lítið fylgst með hvað var að gerast í faginu erlendis og þeir hafi því ekki tileinkað sér framfarir sem höfðu átt sér stað. Sjálfur hefur hann haldið námskeið fyrir félaga sína í JAM-klúbbn- um og leitt þá inn í fræði þau sem hann nam í Bretlandi, svo sem nýjar bandaðferðir og skreytiaðferðir. Þar að auki hefur hann þró- að sínar eigin aðferðir við bókbandið. En Sigurþór lætur ekki þar við sitja því hann hefur grúskað í sögu bókbandsins og skrifað um hana greinar sem birst hafa í tíma- riti prentara. Vonast hann til að geta skrifað um það bók þegar fram líða stundir. B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.