Morgunblaðið - 25.11.1997, Side 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Landsliðsmenn í handkn
flavíki
A,
ikáferð og flugi
liðsliðið í handknattleik
óslavíu á fimmtudaginn
m mánudaginn 1. des.
■ ARNÓR _ Gunnarsson, skíða-
maður frá ísafirði, hafnaði í 5.
sæti á stigamóti í svigi sem fram fór
í Aurdal í Noregi á sunnudag.
Hann hlaut 26 stig fyrir árangur
sinn, en hann átti áður best 28 stig
þannig að hann hefur bætt sig um
tvö alþjóðleg styrkstig.
■ ÍTALSKA skíðadrottningin De-
borah Compagnoni hafði fádæma
yfirburði í stórsvigi heimsbikarsins
í Park City í Bandarikjunum á
föstudag. Hún var tæpum fjórum
sekúndum á undan næstu stúlku,
sem var Alexandra Meissnitzer frá
Austurríki.
■ ÞETTA er þriðji mesti munur á
keppendum í fyrsta og öðru sæti í
heimsbikarkeppni kvenna frá upp-
hafi. Mestur var munurinn árið 1979
er svissneska stúlkan Marie Ther-
ese Nading sigraði í stórsvigi í Jap-
an með 5,20 sekúndna mun.
■ BJÖRN Dæhlie sigraði með yfir-
burðum á fyrsta skíðagöngumóti
vetrarins í Beitostolen í Noregi á
laugardag; hann kom í mark 10 sek.
á undan helsta andstæðingi sínum,
Vladimir Smirnov frá Kazakhstan,
í 10 km göngu með fijálsri aðferð.
Dæhlie gekk á 23 mín., 27,6 sek.
■ DÆHLIE hefur nú sigrað á 38
heimsbikarmótum - fleiri en nokkur
annar. Gunde Svan frá Sviþjóð
kemur næstur í röðinni; hefur sigrað
á 30 heimsbikarmótum.
■ NORÐMENN sigruðu svo í 4x10
km boðgöngu á sama stað á sunnu-
dag. Dæhlie gekk síðastur Norð-
manna og tryggði sigurinn með frá-
bærri frammistöðu. Finnar, sem
hafa verið nær ósigrandi síðustu ár,
urðu í öðru sæti en Norðmenn áttu
líka sveitirnar í þriðja og fjórða sæti.
■ LARISA Lasutina frá Rúss-
Iandi sigraði í fyrsta heimsbikar-
móti kvenna; gekk 5 km með frjálsri
aðferð á 12 mín., 52,0 sek. Þetta
var níundi sigur hennar á heimsbik-
armóti.
■ JANA Novotna frá Tékklandi
sigraði Mary Pierce frá Frakk-
landi 7:6, 6:2, 6:3 í úrslitaleik síð-
asta kvennamóts ársins í tennis,
Chase meistaramótsins, í New York
um helgina.
■ ÍRAR urðu heimsmeistarar í golfi
um helgina í annað skipti. Padraig
Harrington og Paul McGinley
skipuðu írska liðið og léku samtals
á 545 höggum, 31 undir pari á Oce-
an vellinum í Kiawah Island í
Bandaríkjunum.
■ SKOTLAND varð í öðru á HM
í golfi; Colin Montgomerie og Ray-
mond Russell léku á 550, 26 undir
pari, voru einu höggi á undan Davis
Love og Justin Leonard, sem skip-
uðu lið Bandaríkjanna.
■ ZALI Steggall frá Ástralíu sigr-
aði óvænt í svigi kvenna á heimsbik-
armóti í Park City á sunnudag.
Þetta er fyrsti sigur hennar í heims-
bikarkeppninni og annar dagurinn í
röð sem nær óþekktur skíðamaður
steiur senunni; Kristinn Björnsson
gerði það á sama dag daginn áður.
Steggall var 0,78 sek. á undan Ylva
Nowen frá Sviþjóð og Claudia
Riegler frá Nýja-Sjálandi varð
þriðja, 1.05 sek. á eftir.
■ ANNIKA Sörenstam frá Sví-
þjóð er besti kylfingur heims í
kvennaflokki. Hún sigrað á síðasta
móti ársins um helgina í Las Veg-
as, og er kven-kylfingur ársins í
annað skipti á þremur árum. Þetta
var sjötti sigur hennar á móti í ár.
KRISTINN
Kristinn Björnsson, skíða- um Thomasi Stangassinger, sem
kappi frá Ólafsfirði, sló sigraði. Á eftir honum komu
heldur betur í gegn á fyrsta ekki ómerkari skíðakappar en
heimsbikarmóti vetrarins f svigi Norðmennirnir Finn Christian
sem fram fór í Park City í Jagge og Kjetil Andre Amodt.
Bandaríkjunum á sunnudaginn. Þrír af fyrstu jjórum voru því
Hann náði þar öðru sæti sem Norðurlandabúar og Islending-
er einn besti árangur sem ís- urinn þeirra fremstur.
lenskur íþróttamaður ________________________________
hefur náð í keppni meðal
bestu íþróttamanna
heims.
Þessi hæverski
íþróttamaður frá Ólafs-
fírði hefur ekki verið að
státa sig af afrekum sín-
um en lætur þess í stað
verkin taia. Margir sem
þekkja ekki til í heimi skíða- Fyrir keppnina í Park City,
íþróttanna hafa blásið á þá stað- þar sem Vetrarólympíuleikamir
reynd sem ég hef lengi haldið fara fram árið 2002, hafði Krist-
fram að hann væri einn fremsti inn tekið þátt í sex svigmótum
íþróttamaður þjóðarinnar. Nú heimsbikarsins (’96 og ’97) en
hefur hann sannað sig svo eftir aldrei náð að skila sér í mark.
því er tekið um allan heim. Hann hefur ávallt haft það að
Kristinn hafði rásnúmer 49 leiðarljósi að keyra á fullu - allt
og fáir áttu því von á að hann eða ekkert. Hann hefur nú skráð
myndi blanda sér í baráttuna um nafh íslands í sögu heimsbikars-
verðlaunasæti, enda fékk var ins. Hann er fyrstur íslendinga
brautin ekki góð þegar hann fór til að hljóta stig í heimsbikar-
niður í fyrri umferðinni. Hann keppninni og um leið fyrstur til
náði þó 18. besta brautartíman- að komast á verðlaunapall.
um. Í síðari umferðinni fékk Kristinn hefur helgað sig
hann jafn góða braut og þeir skíðaíþróttinni undanfarin sex
bestu og þá kom styrkur hans í ár, æft meira og minna erlendis
ljós. Hann náði langbesta braut- með það að markmiði að ná á
artímanum - svo góðum að þul- efsta þrep. Nú hefur þetta tek-
urinn í beinu útsendingunni á ist. Hann er alit í einu stórt nafn
Eurosport trúði því varla. „Þessi í heimi íþróttanna. Þessi árangur
óþekkti íslendingur hefur stolið hefur mikla þýðingu fyrir hann,
senunni hér S Park City. Hver bæði fjárhagslega og ekki síst
er þessi skíðamaður?" sagði andlega. Hann veit nú hvar hann
hann og átti varla orð til að lýsa stendur á meðal þeirra bestu og
hrifningu sinni á frammistöðu sjálfstraustið er til staðar fyrir
íslendingsins. komandi verkefni. Þetta var
Allir bestu skíðamenn heims fyrsta mót hans í vetur og það
voru meðal keppenda og árangur er ekki hægt að bytja betur á
Kristins því frábær. Hann var Ólympíuvetri.
aðeins 0,10 sekúndum saman- Valur Benedikt
lagt á eftir austurríska kappan- Jónatansson
Árangur sem vekur
verðskuldada athygli
í íþróttaheiminum
Hvernig umfjöllun fékk KRISTINN BJÖRIMSSOIM erlendis eftirafrekið íPark City?
Braustfram
eins og eldgos
FRAMMISTAÐA Kristins Björnssonar ísviginu íheimsbikar-
keppninni á skíðum í Park City vakti athygli fjölmiðla víða um
heim, ekki síst í Noregi þar sem talsvert var um hann fjallað
i blöðum og sjónvarpi. Freistast Norðmenn til að eigna sér hlut
í honum og minna allir norsku fjölmiðlarnir á að hann hafi stund-
að þar nám og unnustan búi í Lillehammer.
Helsta blað Noregs, Aftenpost-
en, sagði frá afreki Kristins
í löngu máli undir fyrirsögninni
„Mesti stórviðburður sögueyjunn-
ar“ en þar segir m.a.: „Án þess
að vita mikið um íslenskar vetrar-
íþróttir fullyrðum við hiklaust að
annað sæti Kristins Björnssonar
er mesti stórviðburður sögueyjunn-
ar. Og hann býr í Lillehammer."
Blaðið rekur síðan hvernig
Kristinn þaut niður brekkuna í
fyrri umferð eftir að hafa fengið
slakt rásnúmer, 49, og komist í
úrslitin með því að ná 17. sæti í
fyrri umferð. ,jHann hélt síðan
forystu þar til Ólympíumeistarinn
Thomas Stangassinger skaut hon-
um ref fyrir rass um tíunda hluta
úr sekúndu. En hvað vinnst á svo
litlum tíma fyrir utan að tapa svig-
keppni? Frá þessu var allt nýtt
fyrir íslendingnum. Fólk sem hann
hafði tæpast séð nema á sjónvarps-
skjánum kom til hans og rétti hon-
um höndina. Heimsmeistarinn
Tom Stiansen og félagar hans í
norska liðinu voru fljótir til og
fögnuðu honum fölskvalaust. Og
eitt tók við af öðru: Fyrst fjölmiðla-
viðtöl á fleiri tungumálum en
norsku og íslensku. Því næst varð
hann að drífa sig upp á verðlauna-
pallinn til að taka við blómvendi
og 10.250 dollara ávísun og þaðan
lá leiðin inn á blaðamannafund
með hinum reyndu kempum
Stangassinger og Jagge.“
Því næst segir blaðið að Kristinn
hafi fyrst stigið á skíði fjögurra
ára gamall í heimabæ sínum á
klettóttri norðurströnd sögueyj-
unnar. Rekur einnig að hann hafi
dvalist við Geilo-skíðamenntaskól-
ann í Noregi 1990-94 og búi í
Lillehammer.
„Þetta er maðurinn sem setur
allt á annan endann á íslandi:
Kristinn Björnsson, 25 ára, valtaði
yfir alla bestu skíðamenn heims í
Park City. Og hann þakkar Noregi
fyrir,“ sagði útbreiddasta blað
Noregs, Verdens Gang, undir fyrir-
sögninni „Kristinn sigraði Aamodt
og Jagge". Við hlið fyrirsagnarinn-
ar er stór mynd af Kristni nýkomn-
um í mark. Á forsíðu íþróttakálfs-
ins var vísað inn á frásögnina af
Reuters
KRISTINN Björnsson brosti breltt eftlr aö Ijóst varð að
hann yrði í öðru sæti heimsbikarmótsins í Park City.
sviginu í Park City undir fyrirsögn-
inni: Islensk sprengja í alpagrein-
um. „Eins og eldgos braust Krist-
inn Björnsson fram úr buskanum
og renndi sér niður í annað sætið
með fágætum hætti,“ stóð undir
myndinni. „Aðeins Thomas Stang-
assinger tókst að tukta íslenska
eldfjallið sem var nemandi við
skíðamenntaskólann í Geilo
1990-94.“ Verdens Gang sagði
að flestir sterkustu skíðamenn
heims hefðu verið eins og í auka-
hlutverki eftir að Kristinn náði
besta tíma dagsins í úrslitunum.
„Ég stend í þakkarskuld við
Noreg, án þeirrar leiðsagnar sem
ég fékk þar hefði verið erfitt að
ná svo langt,“ hefur Verdens Gang
eftir Kristni. Og blaðið átti samtál
við þjálfara hans í Geilo, Svein
Bye, sem fylgdist með keppninni
í sjónvarpi. „Mjög ánægjulegt, ég
veðjaði á að hann yrði í 14.-17.
sæti. Sálræni styrkurinn er hans
sterkasta vopn,“ sagði Bye.
„Ég þekki hann ekki,“ hefur
svissneska blaðið Tages-Anzeiger
eftir sigurvegaranum Stangass-
inger um Kristin, „en eitt er víst,
að óvænt afrek af þessu tagi glæða
skíðaíþróttina nýju lífi,“ bætti
hann við.
Stærsta fréttastofa heims,
Associated Press, sendi út langa
sérfrétt um frammistöðu Kristins.
Þar segir að allt þar til á laugar-
dag hafi ísland tæpast sett mark
sitt á skíðaíþróttina á æðsta stigi
en nú sé öldin önnur. Hafði AP
viðtal við Kristin og fjallar um
uppruna hans á Ólafsfirði og ára-
langa baráttu til að ná hátindi
íþróttarinnar.