Morgunblaðið - 25.11.1997, Side 3

Morgunblaðið - 25.11.1997, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 C 3 KÖRFUKNATTLEIKUR || HANDKNATTLEIKUR Einn nýliði í landsliðshópi ÞorbjarnarJenssonar Verðum að leggja Júgóslava að velli JENNIFER frá Tennessee f Bandarfkjunum lék með liðl Kefla- vfkur og átti af bragðsleik, hvort heldur var f vörn eða sókn. „EF við ætlum okkur í loka- keppnina á Ítalíu verðum við að leggja Júgóslava að velli f Laugardalshöllinni. Það ætlum við okkur og munum leggja allt í sölurnar til að tryggja okkur farseðilinn til Ítalíu hér heima. Ef við náum því ekki, verður róðurinn erfiður - það er ekki hægt að bóka sigur í Júgóslav- íu,“ sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari i handknatt- leik, þegar hann tilkynnti landsliðshóp sinn sem leikur sfðustu leikina riðlakeppni EM gegn Júgóslavfu - í Laugar- dalshöllinni á fimmtudaginn og f Podgorica í Svartfjallalandi á sunnudaginn kemur. Það er ljóst að áhorfendur verða að styðja vel við bakið á okkur eins og í leiknum gegn Litháen í Hafnarfirði á dögunum," sagði Þor- björn og Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins, tók í sama streng og sagði: „Við verðum að leggja Júgó- slava að velli hér heima til að kom- ast til Ítalíu. Júgóslavar eru með mjög sterkt lið og koma hingað án efa til að hefna ófaranna frá HM í Kumamoto. Við erum tilbúnir að taka vel á og ég trúi ekki öðru en við fáum góðan stuðning áhorf- enda. Það yrði frábært að leika fyrir troðfullri höll. Handknattleiks- unnendur fá nú gullið tækifæri til að sjá handknattlkeik eins og hann getur orðið bestur. Það er ekki á hverjum degi sem eins sterkt lið og Júgóslavía kemur hingað í heim- sókn. Það mun ekki skemma að leikurinn skiptir miklu máli - hann verður spennuleikur," sagði Geir. Breytingar eru á landsliðinu vegna meiðsla Dags Sigurðssonar, Einstefna hjá Keflavíkurstúlkum Keflavíkurliðið átti afbragðsleik og við réðum einfaldlega ekki við sterkan varnarleik þeirra," sagði Chris Armstrong, Bjöm þjálfari vesturbæj- Blöndal arliðs KR, eftir að skrífar liðið hafði tapað með 30 stiga mun fyrir Keflavíkurstúlkum í Keflavík á laugardaginn. Lokatölur leiksins urðu 89:69 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 42:31. Nýr leikmaður, Jennifer Boucek frá Tennessee í Bandaríkjunum lék með liði Kefla- víkur. Hún átti afbragðsleik hvort heldur var í vöm eða sókn. Leik- gleði hennar, kraftur og barátta virtist smita út frá sér og var lið Keflavíkur nú óþekkjanlegt frá síð- ustu leikjum. Það var rétt á fyrstu mínútunum sem jafnræði var með liðunum. Þá sprungu Keflavíkurstúlkur út í orðsins fyllstu merkingu. Þær tóku nánast öll völd á vellinum og kom- ust KR-stúlkumar lítt áleiðis gegn frábæmm vamarleik Keflavíkur. í hálfleik munaði 11 stigum á liðun- um og í upphafi síðari hálfleiks hrundi leikur KR-stúlkna endanlega þegar þær náðu aðeins að setja þrjú stig, öll úr vítaskotum gegn 26 stigum Keflavíkur á fyrstu 9 mínútunum. Eftirleikurinn var því auðveldur hjá heimaliðinu og þjálf- ari KR játaði sig sigraðan þegar nokkrar mínútur vom til leiksloka og setti þá varaliðið inná. Jennifer Boucek var án efa besti leikmaðurinn á vellinum og þar hefur borið vel í veiði hjá Keflvík- ingum. Kristín Blöndal, Erla Reyn- isdóttir og Anna María Sveinsdóttir vom einnig góðar en í heild átti lið- ið allt góðan leik. Hanna Kjartans- dóttir og Kristín Jónsdóttir vom bestar í liði KR að þessu sinni. Stórielkur Grindavíkur Það var ekkert sem gaf til kynna á upphafsmínútunum hvernig þessi leikur myndi enda. Mikil spenna og töluverð tauga- veiklun í báðum lið- um. Þrátt fyrir fyrir það var hittni liðann mjög góð. Mjög jafn og spennandi leikur virtist í uppsigl- ingu. Þegar um 5 mínútur voru til leikhlés var staðan 33:32 heima- mönnum í vil, en þá fór að losna um Grindavíkurstúlkur sem gengu á lag- Garöar Páll Vignisson skrífar ið og höfðu náð 14 stiga forskoti í leikhléi. Heimamenn héldu áfram sömu keyrslu og réðu liðsmenn ÍS ekkert við Grindavíkurstúlkur í seinni hálfleik og ömggur 21 stigs sigur varð staðreynd. Allir leikir í þessari deild em eins og úrslita- keppni og liðin em hnífjöfn þannig að þessi úrslit em dálítið frábmgðin öðmm leikjum þessara ijögurra efstu liða í deildinni sérstaklega í ljósi þess að Stúdínur em nýbúnar að leggja KR sem vom ósigraðar fyrir þann leik. Það vom sárafáir áhorfendur sem mættu á leik Grindavíkur og ÍS á laugardag. Þessi leikur varð hin ágætasta skemmtun og óhætt virðist að lofa góðri skemmtun næst þegar Grindavíkurstúlkur spila. Það tók þær 10 mínútur að ná úr sér hrollin- um og þá varð ekki aftur snúið. Allt Grindavíkurliðið spilaði frá- bæra vöm og þegar allar höfðu fund- ið taktinn fór leikurinn að snúast þeim í vil. Anna Dís Sveinbjömsdótt- ir skoraði 27 stig og Sólveig Gunn- laugsdóttir skoraði 23 stig. Þær áttu stórleik og skoraði Sólveig m.a. fimm þriggja stiga körfur auk þess að stjóma leik liðsins lengstum. í jöfnu liði ÍS var Alda Jónsdóttir best. Hópurínn Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA Reynir Þór Reynisson, Fram Aðrir leikmenn: Bjarki Sigurðsson, Drammen Páll Þórólfsson, UMFA Róbert Sighvatsson, Dormagen Geir Sveinsson, Wuppertal Konráð Ólavson, Niederwiirzbach Ólafur Stefánsson, Wuppertal Arnar Pétursson, Stjömunni Jason Ólafsson, UMFA Róbert J. Duranona, Eisenach Patrekur Jóhannesson, Essen Valdimar Grimsson, Stjömunni Július Jónasson, St. Ottmar Björgvins Björgvinssonar og Gúst- afs Bjarnasonar. Þorbjörn hefur valið einn nýliða í landsliðshóp sinn - Arnar Pétursson úr Stjömunni, sem er einn af framtíðarmönnum landsliðsins sem leikstjórnandi, að sögn Þorbjöms. Þá er Páll Þórólfs- son, Aftureldingu, kominn í hópinn á ný, en hann hefur leikið vel með liði sínu að undanförnu. Páll, sem hefur leikið tíu landsleiki, lék síðast landsleik gegn Rússum í undan- keppni EM 1996. Leikurinn gegn Júgóslövum er þýðingarmesti landsleikur íslend- inga síðan leikið var gegn Dönum á svipuðum tíma í fyrra, er strák- arnir okkar lögðu Dani á eftirminni- legan hátt og tryggðu sér rétt til að leika á HM í Kumamoto. Gleði og sorg hjá Wuppertal Viggó Sigurðsson þjálfari Þurfum að kaupa mann fyrir Dag Dagur Sigurðsson átti stórleik og var besti maður vallarins þegar nýliðar Wuppertal unnu Kiel, 31:28, á útivelli í þýska handboltanum um heigina. Hins vegar var gleði Viggós Sigurðs- sonar og lærisveina hans sætsúr því Dagur braut bátsbein á hægri hendi undir lok leiksins og verður frá keppni næstu þijá mánuðina, sem kemur sér ekki aðeins illa fyrir Wuppertal heidur einnig ís- lenska landsliðið. „Þetta eru gífurleg vonbrigði," sagði Dagur við Morgunblaðið. „Það hefur verið gaman að spila og liðinu hefur gengið vel en næstu þijá mánuðina verð ég að hugsa um að koma mér í lag með það i huga að Ijúka tímabilinu með Wuppertal með sóma - og svo ætla ég með landsiiðinu I úr- alitakeppni Evrópukeppninnar á Ítaiíu." Dagur sagði að um óhapp hefði verið að ræða. „Sem ég skgraði sló hornamaðurinn mig í andlitið, ég gleymdi að hugsa um að detta og datt illa með þessum afleiðing- um. Strax var búið um þetta og ég lauk leiknum en verkimir ágerðust og rannsókn leiddi í ljós hvað hafði gerst.“ „Það var frábært að sigra í Kiel enda hefur liðið aðeins tapað þrisvar heima í sjö ár og því vöktu úrslitin mikla athygli," sagði Viggó við Morgunblaðið. „Dagur var besti maður vallarins og rosa- iegt áfall er fyrir okkur að missa hann. Við erum með tvo menn meidda fyrir og fámennan hóp sem þýðir að við þurfum að kaupa annan mann fyrir Dag enda bend- ir allt til þess að hann verði frá í að minnsta kosti þijá mánuði." Dagur gerði sex mörk en Ólafur Stefánsson átti einnig stórieik og var með átta mörk, þar af fimm úr vítaköstum. Norðmaðurinn Stig Rasch gerði átta mörk í jafn mörg- um tilraunum, Filippov fimm og Geir Sveinsson þijú auk þess sem fyrirh'ði fslenska landsliðsins var dijúgur við að fiska víti. Gífurleg stemmning var í Kiel, 7.260 áhorf- endur eða uppselt. Lemgo sigraði Massenheim og hafði sætaskipti við Kiel á toppnum en Wuppertal er í 6. til 7. sæti með 11 stig. GOLF Birgir Leifur stendur vel Birgir Leifur Hafþórsson, kylfing- ur frá Akranesi, er í 78. sæti á úrtökumótinu fyrir evrópsku móta- röðina í golfi. Mótið er haldið á tveim- ur völlum á Spáni, San Roque og Guadalmina, og hefur veður sett strik í reikninginn. Birgir Leifur er á þrem- ur höggum yfir pari eftir þijá hringi en eftir upphafshögg hans á fimmtu braut í gær voru allir kallaðir inn vegna þrumuveðurs, en þá var hann einn undir. Reyna á að halda áfram þar sem frá var horfið í dag. „Það var ferlega leiðinlegt veður og miklar þrumur og eldingar og einn sem var tveimur brautum á undan mér fékk eldingu í sig og var fluttur á sjúkrahús," sagði Birgir Leifur í gær. Birgir Leifur lék á fimmtudaginn á San Roque og lék á 74 höggum, tveimur yfir pari. Leik var frestað þar á föstudaginn en á laugardaginn lék hann á einu yfir pari og á sunnudaginn lék hann Guadalmina-völlinn á pari og var einn undir eftir fjórar brautir þegar leik var hætt í gær. Eftir fjóra hringi verður keppend- um fækkað í 75 og þeir látnir leika einn eða tvo hringi til viðbótar og 40 úr þeirra hópi fá keppnisrétt í evr- ópsku mótaröðinni næsta ár. Birgir Leifur er í 78. sæti sem stendur en hann sagði að það væru ekki nema þijú til fjögur högg upp í 30. sætið þannig að allt væri mörgulegt ennþá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.