Morgunblaðið - 25.11.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 25.11.1997, Síða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HAIMDKNATTLEIKUR Barátta skóp sigur Stjörnunnar Borgar Þór Einarsson skrifar STJARIMAN gerði góða ferð til Hafnarfjarðar þegar liðið vann sannfærandi sigur á FH í mikl- um baráttuleik, 20:23. Stjarnan virðist á mikilli siglingu og hef- ur liðið nú unnið fimm leiki í röð. Stjörnumenn mættu mjög ákveðnir til leiks og greinilegt að barátta var dagskipunin. Feikn- arlega sterk vörn Stjörnunnar virtist slá FH-inga út af laginu strax á upp- hafsmínútunum og voru sóknaraðgerðir heimamanna mjög fumkenndar. Á meðan gekk allt upp í sókninni hjá Stjörnunni og varla stóð steinn yfir steini í vörn FH. Forysta Stjörnunnar var sex mörk í leikhléi, 8:14. Á fyrstu mínútum síðari hálfleiks virtist allt stefna í háðulega útreið FH-inga. En þegar staðan var 9:19 var Einari Baldvin Árnasyni, sem átt hafði mjög góðan leik í vörn Stjörnunnar, vikið af leikvelli í þriðja sinn. FH-ingar skoruðu þá fimm mörk í röð og á sama tíma varði Suk Hyung Lee eins og ber- serkur í markinu. En Stjörnumenn stóðust álagið og héldu forystunni. Lokasprettur FH-inga kom einfald- lega of seint til breyta nokkru um úrslit leiksins. Sigur Stjörnunnar var verðskuld- aður og var það fyrst og fremst barátta liðsheildarinnar sem skóp hann. Hilmar Þórlindsson átti stór- leik í sókninni, Einar Baldvin var sem klettur í vörninni og Ingvar Ragnarsson varði mjög vel í mark- inu. Hjá FH var Guðjón Árnason atkvæðamestur en flestir leikmenn liðsins léku undir getu lengst af þótt liðið hafi átt ágætan kafla undir lokin. Afturelding efst á ný Eftir að hafa misst efsta sæti 1. deildar karla að loknum ósigri fyrir FH í Hafnarfirði á miðviku- gm dagskvöldið endur- ivar heimtu leikmenn Benediktsson Aftureldingar efsta skrifar sætið með því að leggja Hauka að velli, 25:23, í miklum baráttuleik að Varmá. Segja má að fyrstu 10 mínútur leiksins hafi leikð stórt hlutverk að þessu sinni en þá skor- uðu heimamenn sjö mörk gegn engu. Þrátt fyrir að Haukum tækist með gífurlegri seiglu og einbeitingu að komast inn í leikinn kostaði það mikla orku og var líklega er upp var staðið það sem vó þyngst að liðinu tókst ekki að sigra. Níu fyrstu upphlaup Hauka fóru í súginn og útlitið var ekki gott. Þeir tóku leikhlé í stöðunni 5:0 og freistaði Sigurður Gunnarsson, þjálfari, þess að vekja lærisveina sína. í fyrstu virtist sem það hefði ekki tekist því Mosfellingar gerðu tvö næstu mörk. En þar kom að Petr Baumruk braut ísinn fyrir Hauka, sem heldur betur rönkuðu við sér. Haukar léku 6-0 vörn og náðu sér vel á strik. Leikmönnum Aftureldingar gekk illa að finna leiðir framhjá henni auk þess sem kæruleysi gerði vart við sig, þetta tvennt ásamt einbeittum leik gest- anna varð þess valdandi að þrátt fyrir slæma stöðu tókst þeim að minnka forskot UMFA í 3 mörk fyrir hlé, 12:9. Rúnar Sigtryggsson minnkaði muninn umsvifalaust niður í tvö mörk eftir 15 sekúndna leik í síðari hálfleik og þar með hafði heldur betur ijarað undan góðri forystu heimamanna. En Haukar voru ekki hættir, þeir léku sem grenjandi ljón góða vörn áfram sem Afturelding átti í mesta basli með að ráða við. Hefði ekki komið til úrvalsleiks Sig- urðar Sveinssonar hefði forskot heimamanna horfið strax á fyrstu 5 mínútunum, en svo varð ekki. Loks þegar 12.30 mínútur voru af síðari hálfleik jafnaði Sigurður Þórðarson fyrir Hauka. Eftir það var jafnt á öllum tölum upp í 21:21 og fóru bæði lið illa með góð færi, s.s. hraðaupphlaup og vítaköst. Gríðarleg barátta var í leiknum og höfðu dómararnir í mörg horn að líta og virtust ekki alltaf hafa góð tök. Nokkuð var um ljót brot, einkum hjá heimamönnum s.s. þegar Þorkell Guðbrandsson fór með hönd í andlit Petrs Baumruks þegar 5.30 mínútur voru eftir, en Þorkell slapp þá en fékk nokkrum andartökum síðar brottvísun. Þá höfðu heimamenn náð tveggja marka forskoti, 23:21. Haukar nýttu sér liðsmuninn og jöfnuðu áður en jafnt varð í fylkingum. Um leið og bæði lið voru full- mönnuð á ný kom Einar Einarsson Mosfellingum marki yfir, 24:23. Haukar lögðu af stað í sókn en hún tók skjótan endi er einum leik- manna þeirra, Þorkeli Magnússyni, hljóp kapp í kinn og lét reka sig út af og um leið misstu þeir knött- inn og Gunnar Andrésson skoraði sigurmarkið þegar 1.40 mín. var eftir. Haukar reyndu að klóra í bakkann en tókst ekki. Bottrekstur Þorkels vó afar þungt enda ekki nema 2.10 mínútur eftir. Haukar geta engum nema sjálf- um sér um kennt að þessu sinni. Einhveijir þeirra vilja að dómarar leiksins taki hluta af ósigrinum á sig, en víst er að dómararnir komu ekki sofandi til leiks að þessu sinni. Lið sem Iendir 7:0 undir á móti UMFA að Varmá í slíkri stemmn- ingu sem var á laugardaginn verður Morgunblaðið/Þorkell VALDIMAR Grímsson, þjálfari og leikmaður Stjörnunnar, skorar eitt af fjórum mörkum sínum. að teljast gott að ná þó að jafna. Haukarnir sýndu styrk þegar þeir vöknuðu og hann var mikill. Get ekki orða bundist „Við virtumst ekki vera tilbúnir í leikinn í upphafi en sýndum mikinn baráttuvilja eftir að við vöknuðum að komast inn í leikinn, en það tók sinn toll að vinna upp þetta forskot sem Afturelding hafði náð,“ sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari Hauka, að leikslokum að Varmá. „Það má segja að það hafi verið helmingi erfiðara að vinna upp for- skotið þegar dómgæslan er eins og raun varð á nú og erfitt fyrir okkur að beijast á tvennum vígstöðvum. Ég get ekki orða bundist yfir þess- ari dómgæslu, hún var afleit og ég er mjög ósáttur. Eflaust hljóma ég eins og ég sé tapsár, en ég er ekki vanur að fetta fingur út í dómgæsl- una en ég get ekki látið það hjá líða nú.“ Guðmundur frábær í markinu Valsmenn unnu öruggan sigur á slöku liði HK 30:24, á sunnu- dagskvöldið í Valsheimilinu. Frá- bær markvarsla Guðmundar Hrafn- kelssonar í Vals- markinu lagði grunninn að sigrin- um. Hann varði 19 skot, mörg hver mjög glæsilega. Valsmenn þurftu ekki að sýna neinn stórleik til að leggja HK að velli. Það var aðeins Sigurður Sveinsson sem náði að stríða þeim. Hann skoraði fimm af sjö fyrstu mörkum liðsins og HK leiddi 5:7. Valsmenn brugðu á það ráð að taka hann úr umferð og sú aðgerð gekk upp. Þeir náðu að síga framúr og höfðu forystu í leikhléi, 14:11. Heimamenn gerðu síðan út- um leikinn í síðari hálfleik með góðum mörkum frá Jóni Kristjáns- syni og Valgarði Thoroddsen sem er kominn á fullt á ný eftir erfið meiðsli. Annars var leikurinn ekki í háum gæðaflokki, fáir áhorfendur og lítil Stefán Stefánsson skrifar Hörður Magnússon skrifar stemmning í húsinu. HK sem tapar vanalega leikjum með einu marki voru baráttulausir og virkuðu áhugalausir. Kannski að þessi eilífu töp liðsins með einu marki séu far- in að hafa áhrif á sálartetrið. Það býr a.m.k. meira í liðinu en það sýndi í þessum leik. Eins og áður sagði þurftu heima- menn ekki að sýna neinn stórleik. Auk Guðmundar í markinu var Jón Kristjánsson í miklum ham sérstak- lega í síðari hálfleik og Valgarð Thoroddsen gerði góða hluti í síðari hálfleik. Þá barðist Ingi Rafn Jóns- son vel að vanda og gerði fimm góð mörk. Hæstánægður með stigið Við höfum ekki verið að spila vel að undanförnu og verðum að vinna okkur út úr þeim vanda. Þessi leikur var liður í því og ég er hæst- ánægður með að hafa fengið hér eitt stig, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróað- ist,“ sagði Matthías Matthíasson þjálfari IR eftir 24:24 jafntefli gegn Víkingum í Víkinni á sunnudaginn. Breiðhyltingar geta vel við jafntefli unað og Víkingar sjálfum sér um kennt fyrir að glutra niður tveggja marka forystu á síðustu mínútun- um. Fyrri hálfleikur einkenndist af miklum barningi hjá báðum liðum. Víkingar höfðu naumt forskot en ÍR-ingar náðu í skottið á þeim þeg- ar Hrafn Margeirsson, markvörður ÍR, varði tvívegis línuskot Birgis Sigurðssonar, sem skilaði ÍR tveim- ur mörkum úr hraðaupphlaupum og stöðunni 8:8. Snemma í síðari hálfleik hrukku heimamenn síðan í gang, Birkir Guðmundsson í marki Víkinga fór að veija grimmt og Rögnvaldi Johnsen héldu enginn bönd svo að Víkingar náðu þægi- legu fjögurra marka forskoti. En Víkingsvélin hökti, hrökk í gang á ný en hökti aftur og í þetta sinnið komst hún ekki í gang, sem Breið- FH-stúlkur að ná sér á strik Lykillinn að sigrinum var að vörnin small saman og send- ingar fram völlinn í hraðaupphlaup- um gengu upp,“ sagði Hildur Erl- ingsdóttir, fyrirliði FH, eftir 19:16 sig- ur á Víkingum í Vík- inni á sunnudaginn. Víkingar byij- uðu betur en var refsað fyrir minnstu mistök, til dæmis skoruðu FH-ingar fimm af fyrstu sex mörk- um sínum eftir hraðaupphlaup og höfðu yfir 11:8 í leikhléi. Eftir skín- Stefán Stefánsson skrifar andi byijun í síðari hálfleik náðu Víkingar að jafna á 12. mínútu en þá náðu FH-stúlkur áttum á ný, Vaiva Drilingaite í marki þeirra varði án afláts og eftir fimm mörk í röð, sem setti stöðuna í 18:13, var bilið orðið of breitt. Vona að það verði ekki fleiri svona lélegir „Ég ætla að vona að við eigum ekki fleiri jafn lélega leiki í vetur án þess að ég sé nokkuð að setja út á lið Fram,“ sagði Andrés Gunn- laugsson þjálfari Gróttu/KR eftir 15:12 sigur á Fram í 1. deild kvenna á Seltjarnarnesi á laugar- daginn. „Við komumst yfir 4:0 og það þarf hugrekki til að klára sigur í slíkri stöðu og stelpurnar eiga eftir að læra það. Annars var ég aldrei í vafa með sigur, með fullri virðingu fyrir Fram.“ Leikurinn hófst með snörpum kafla heimastúlkna, sem komust í 5:1 áður en 5 mínútur voru liðn- ar af leiknum en þá komu 15 mín- útur án marks og Fram jafnaði eina skiptið í leiknum, 5:5. Grótta/KR hrökk þá aftur í gang, náði forystunni og hélt örugglega til leiksloka. Valsstúlkur léku góðan varnar- leik og tóku sér góðan tíma í sókn- irnar gegn Stjörnunni á Hlíðarenda á laugardaginn svo að efsta liði deildarinnar tókst aldrei að taka leikinn fyllilega í sínar hendur - það var ekki fyrr í lokin að Garðbæ- ingar gerðu út um leikinn með fjór- um síðustu mörkunum, 25:20. hyltingar nýttu sér til hins ýtrasta og náðu að jafna þegar mínúta var til leiksloka. „Við höfum haldið fund á fund ofan um stöðu mála hjá okkur og ætluðum að beija í gegn sigur. Það gekk vel og stuðningur áhorfenda var mikill en síðan kom bakslag," sagði Rögnvaldur Johnsen, sem átti góðan leik og skoraði tíu mörk fyr- ir Víkinga. „Það var langþráður sigur innan seilingar og súrt að sjá hann hverfa,“ sagði Rögnvaldur, en hann, Davor Kovacevic og Hjalti Gylfason áttu góðan leik. Birkir í markinu varði oft vel og Birgir Sig- urðsson lét að venju hafa fyrir sér á línunni en tókst ekki vel upp við skotin að þessu sinni. IR-ingar geta vel við eitt stig unað því þeir áttu lengi í vök að veijast og heppnin var þeim einnig hliðholl. Liðið uppskar vel í lokin þegar leikmenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna. Ragnar Ósk- arsson var langatkvæðamestur í lið- inu og skoraði auk þess tíu mörk. Framarar ekki í erfiðleikum Framarar áttu ekki í miklum erf- iðleikum með slakt lið Breiða- bliks er liðin mættust í Smáranum á sunnudagskvöldið. Þrátt fyrir að Éíðsson Breiðablik hafi byij- skrifar að vel og haldið 1 Fram fyrstu 20 mín- úturnar áttu þeir engan möguleika í Safamýrarstrákana, og endaði leikurinn með öruggum sigri Fram 20:29. Breiðablik byijaði leikinn ágæt- lega, spilaði góða vörn og átti góða spretti í sókn. Þeir héldu í við Fram- arana fyrstu 25 mínúturnar, og höfðu m.a. 6:7 yfir um miðjan fyrri hálfleik. Framararnir sem virtust þungir og áhugalausir rönkuðu við sér og með nokkrum vel útfærðum hraðaupphlaupum og góðri mar- kvörslu Reynis Reynissonar í mark- inu tókst þeim að komast tveimur mörkum yfir fyrir leikhlé, 11:13. Framarar byijuðu seinni hálfleik- inn eins og þeir höfðu endað þann fyrri, með áhuga og áræðni. Eftir það eygðu Blikar aldrei möguleika á sigri. Fram jók muninn jafnt og þétt í síðari hálfleik og komst mest í 11 marka mun 17:28. Blikunum tókst þó að minnka muninn í 9 mörk fyrir leikslok í 20:29. Framarar voru slakir framanaf en tóku við sér þegar á leið. Oleg Titov var góður á línunni og Reyn- ir Reynisson varði vel í markinu. Einnig átti Daði Hafþórsson góða spretti. í liði Breiðabliks átti Elvar Guðmundsson góða spretti í mark- inu, og Darrick Heat, annar Kaninn í liðinu, sýndi skemmtilega takta. Urslit / C10 Staðan / C10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.