Morgunblaðið - 25.11.1997, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 C 5
_____________________________________SKÍÐI_____________________________________
Kristinn Björnsson stal senunni á heimsbikarmótinu í svigi í Park City í Bandaríkjunum
Eins og stomnsveip-
ur fram í sviðsljósið
KRISTINN Björnsson frá Ólafs-
firði stal heldur betur senunni
á heimsbikarmótinu í svigi í
Park City í Bandaríkjunum á
laugardaginn. Hann náði öðru
sæti þrátt fyrir að hafa haft
rásnúmer 49 og fékk alla at-
hyglina - kom eins og storm-
sveipur fram í sviðsljósið.
Árangur hans þótti mun merki-
legri en að ólympíumeistarinn
Thomas Stangassinger frá
Austurríki hafi unnið, enda
sjötti sigur hans á heimsbikar-
móti og annar sigur hans í
Park City. Kristinn vann þarna
eitt mesta íþróttaafrek íslend-
ings og er með þessum ár-
angri kominn á stall með
bestu skíðamönnum heims.
Enginn annar íþróttamaður
hefur fengið eins mikla athygli
hjá erlendum fjölmiðlum og
hann.
Austurríkismaðurinn Thomas
Sykora var með besta tímann í
fyrri umferð svigsins og Kjetil
■■^■■■H Andre Aamodt frá
ValurB. Noregi annar. Sieg-
Jónatansson fried Voglreiter, Aust-
skrifar urríki þriðji, Svíinn
Martin Hansson fjórði
og Sebastien Amiez frá Frakklandi
fimmti. ítalinn Alberto Tomba féll í
efri hluta brautarinar og var úr leik.
Sykora og Hansen, féllu úr keppni í
síðari umferð og Austurríkismaður-
inn Thomas Stangassinger sigraði
eins og hann gerði einnig 1994. „Eg
átti satt að segja ekki von á sigri því
ég var í töluverðum vandræðum í
fyrri umferðinni og náði þá aðeins
áttunda tímanum. Ég fann ekki al-
veg taktinn. En það gekk vel í síðari
umferðinni," sagði Stangassinger.
Kristinn var með 17. besta tímann
eftir fyrri umferðina ásamt Slóven-
anum Jure Kosir og fáir áttu von á
því að hann blandaði sér í baráttuna
um verðlaun. 30 bestu skíðamenn-
irnir eftir fyrri umferðina fá að fara
niður í síðari umferð og er rásröð-
inni snúið við, þannig að sá besti eft-
ir fyrri umferð fer síðastur niður í
síðari umferð - til að hafa spenn-
una sem mesta.
Fullkomin
Kristinn fór fjórtándi af stað í síð-
ari umferð, næstur á eftir Slóvenan-
um Kosir. Þegar Kristinn fór niður
var Tomas Grandi frá Kanada, sem
varð þriðji í stórsviginu á sama stað
á fimmtudag, með besta tímann.
Það var Ijóst um leið og Ólafsfirð-
ingurinn kom út úr rásmarkinu eins
og stormsveipur - slíkur var kraft-
urinn. Hann náði strax góðum takti
við brautina, kantamir á skíðunum
bitu vel í glerharðan snjóinn og
hraðinn var gríðarlegur. Hann fór í
gegnum hverja einustu beygju án
þess að gera mistök. Ferðin var
fullkomin. Tæknin sem þessi hæfi-
leikaríki skíðamaður ræður yfir
kom berlega í ljós. Hann virtist ekk-
ert hafa neitt fyrir þessu og nánast
dansaði niður brekkuna.
Enginn keppandi gat ógnað tíma
hans, 49,13 sekúndur, í seinni um-
ferðinni. Það var aðeins spuming
um það hvort einhver næði að slá
honum við f samanlögðum tíma.
Sextán keppendur áttu eftir að fara
niður þegar Kristinn var kominn í
markið með forskot upp á 1,11 sek-
úndur á næsta mann.
Spennandi bið
Spennan magnaðist. Austurríkis-
maðurinn Christian Mayer, sem
V.
Reuter
KRISTINN Bjömsson sló öllum bestu skíðamönnum heims við í síðari umferð svigsins á heims-
bikarmótinu í Park City. Hér er hann í fyrri umferðinni þar sem hann náði 17. besta tfmanum.
hefur verið með í heimsbikarnum í
fimm ár, kom næstur og var rúm-
lega þremur sekúndum á eftir
Kristni. Þetta gaf vísbendingu um
hversu tími Kristins var í raun frá-
bær. Þá var komið að heimsmeist-
aranum í svigi, Tom Stianesn frá
Noregi. Hann fór brautina vel og
kom í mark á rúmlega sekúndu lak-
ari tíma en okkar maður. Svona
gekk þetta þar til kom að Thomasi
Stangassinger, sem fór áttundi síð-
astur niður. Hann var fyrstur til að
slá út millitíma Kristins, en hafði
reyndar 0,69 sekúndur í forskot eft-
ir fyrri umferðina. Samanlagður
tími hans reyndist 0,10 sekúndum
betri og Kristinn var orðinn annar.
Spennan hélt áfram. Þegar Finn
Christian Jagge, ólympíumeistari í
svigi frá 1992, fór niður voru fimm
eftir. Jagge var búinn að missa nið-
ur forskotið sem hann hafði á Krist-
in þegar kom að millitímanum og
kom í mark á þriðja besta tímanum.
Meistaramir áttu
ekkert svar
Enn áttu fimm bestu skíðamenn-
irnir frá því í fyrri umferð eftir að
fara niður. Heimsmeistarinn í stór-
svigi, Von Griinigen, kom næstur og
var í töluverðu basli efst í brautinni,
en náði sér ágætlega neðri hlutann,
en ógnaði ekld tíma Kristins og var
rúmlega sekúndu á eftir. Svíinn
Martin Hansson datt og var úr leik
og þá voru aðeins þrír sterkustu eft-
ir; Sigfred Voglreiter, Austurríki,
komst ekki nálgæt besta tímanum
og varð að sætta sig við 7. sæti.
Kjetil Andre Aamodt, heims- og
ólympíumeistai-i, var næstsíðastur
af stað. Hann keyrði nokkuð greitt
og það fór um Kristin sem beið við
endamarkið. Millitími hans lofaði
góðu, en tíminn nægði aðeins í
fjórða sæti. Enn var Kristinn annar
og aðeins einn eftir að fara niður,
Thomas Sykora, sjálfur heimsbikar-
hafinn í svigi. Hann fór vel af stað,
vissi að hann þurfti að gefa allt sem
hann átti til að halda efsta sætinu.
Hann fór sér um of, réð ekki við
ferðina og keyrði út úr og hætti.
Kristinn fagnaði silfurverðlaunun-
um og um leið var hann kominn í
hóp þeirra bestu.
Einstakt afrek
Það er einstakt að skíðamaður
með rásnúmer 49, eins og Kristinn,
nái að komast á verðlaunapall á
heimsbikarmóti. Það hefur reyndar
nokkrum sinnum gerst í bruni eða
stórsvigi, en þá er það vegna þess
að rennslið í brautinni lagast þegar
á líður. En bað er allt annað í svig-
inu þar sem skíðafærið versnar með
hverjum keppandanum sem rennir
sér niður. Með þessum árangin hef-
ur hann skráð nafn sitt í sögu skíða-
íþróttarinnar, ekki bara hér heima
heldur á alþjóða vettvangi.
Sigurvegarinn Stangassinger
sagðist eftir keppnina ekki hafa
þekkt til Kristins áður og bætti við;
„en eitt er víst, að óvænt afrek af
þessu tagi glæða skíðaíþróttina
nýju lífi,“ sagði hann.
Flugelda-
sýning á
Ólafsfirði
SKOTIÐ var upp flugeldum í
garðinum yið hús foreldra
Kristins á Ólafsfirði klukkan
tvö aðfaranótt sunnudags. Það
var Tómas Leifsson, fyrrum
skíðakappi frá Akureyri, sem
keyrði út á Ólafsfjörð og skaut
um flugeldunum til heiðurs ár-
angri Kristins. Hann kom
reyndar við á lögreglustöðinni
áður en hann skaut þeim upp
til að fá leyfi, sein var auðfeng-
ið.
Fjöldi fólks kom saman í
Tjarnarborg á laugardags-
kvöldið til að horfa á beina út-
sendingu frá Park City. Fögn-
uður Ólafsfirðinga vai- mikill.
Leitner
þjálfar
Kristin
ÞJÁLFARI Kristins og finnska
landsliðsins er Austurríkis-
maðurinn Christian Leitner.
Hann er giftur þýsku konunni
Michaclu Gerg, sem var ein
fremsta skíðadrottning Þýska-
lands. Hann er mjög virtur
þjálfari og árangurinn hefur
ekki látið á sér standa. Hann
fékk mikla athygli út á árang-
ur Kristins í Park City enda
fréttamenn forvitnir að vita
hver þjálfar þessa nýju svig-
stjörnu.
Að sögn Benedikts Geirsson-
ar, formanns SKÍ, hefur
Leitner mjög góð sambönd í
skíðahreyfingunni, sem skiptir
miklu máli. „Eftir að við uáð-
uin samninguiu við Finnana
fyrir tveiinur árum um að
Kristinn fengi að æfa með
þeim fór árangurinn að koma í
ijós. Ég hitti Leitner á heims-
meistaramótinu í Sierra
Nevada fyrir tveimur árum og
þá strax sýndi hann mikinn
áhuga á Kristni. Leitner sagði
þá að hann gæti náð laugt,
gæti verið einn af tíu til fimm-
tán bestu svigmönnum heims,“
sagði formaðurinn.
Hvað er heimsbikarmót?
HEIMSBIKARMÓT eru skipulögð
af Aiþjóða skíðasambandinu. í þvi
taka þátt allir bestu skíðamenn
heims. Keppt er um svokölluð heims-
bikarstig. Sá sem hlýtur flest stig yf-
ir veturinn er krýndur heimsbikar-
meistaii. Þrjátíu fyrstu keppendur í
hverju móti fá stig, 100 stig fyrir
fyrsta sætið, 80 fyrir annað sætið, 60
fyrir þriðja og 50 stig fyrir fjórða og
svo framvegis. Peningaverðlaun eru
veitt fyrir efstu sætin. Styrkleiki
mótanna er sambærilegur við
Heimsmeistaramót og Ólympíuleika.
Reyndar má segja að heimsbikar-
mótin séu enn sterkari þvi kvóti er á
þátttöku þjóða í hverri grein á ÓL og
HM. Sem dæmi um það mega Aust-
urríkismenn aðeins senda fjóra
keppendur í svigkeppni ÓL, á meðan
þeir eru með tíu í heimsbikarmótun-
um og allir innan við 30 á heimslista.
Rásröð keppenda fer eftir fyrri ár-
angri í heimsbikarmótum. Sá sem er
með flest heimsbikarstig, fær að
ráða rásnúmeri sínu í fyrsta ráshópi,
sem telur 15 stigahæstu keppendur.
Þeir sem koma á eftir raðast ein-
göngu eftir stöðu þeirra á heimsbik-
arstiga listanum hverju sinni. Þeir
sem ekki hafa heimsbikarstig, eins
og Kristinn fyrir mótið í Park City,
raðast síðan þar á eftir og þar ræður
staða keppenda á FlS-listanum,
styrkleikalista Alþjóða skíðasam-
bandsins, röðinni.