Morgunblaðið - 25.11.1997, Qupperneq 8
8 C ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SUND
Sundfélag Hafnarfjarðar sigraði þriðja árið í röð og sló sex ára gamalt stigamet SFS
»
Þau reyna
við lágmörk-
infyrirHMí
Astralíu
FIMM íslenskir sundmenn taka
þátt í móti í Örebro í Svíþjóð
um næstu helgi til að freista
þess að ná lágmörkum fyrir
heimsmei8taramótið í Ástralíu
nk. janóar. Það eru SH-ingamir
Öm Amarson, sem hefur reynd-
ar náð tilsettum lágmörkum,
Hjalti Guðmundsson, sem þarf
að bæta tíma sinn í 100 m
bringusundi um fjóra tíundu-
hiuta úr sek., Lára Hrund Bjarg-
ardóttir, en hún verður að bæta
sig um u.þ.b. þijár sekúndur í
200 m íjórsundi, og Halldóra
Þorgeirsdóttir, sem stefnir á að
taka þátt á Ölympíuleikunum í
Sidney árið 2000 og öðlast því
dýrmæta reynslu með þátttöku
í móti sem þessu. Auk þeirra
verður Kolbrún Ýr Kristjáns-
dóttir, ÍA, með í för, en hún
freistar þess að ná HM-lágmarki
í í 100 m baksundi og 50 m
skriðsundi. í fyrrnefndu grein-
inni þarf hún að bæta sig um
rúmlega sekúndu, en um þijá
tíunduhluta i þeirri síðarnefndu.
Kátt í höllinni
STEMMNINGIN í Sundhöll
Reylq'avíkur var engri lík og
hávaðinn var á köflum ærandi.
Nokkrir starfsmenn mótsins dóu
þó ekki ráðalausir og voru með
tappa í eynmum til að gera vist-
ina bærilegri. Hvatningaróp
stuðningsmanna sveitanna setja
óneitanlega skemmtilegan svip
á fjölmenn sundmót, sem eru
að þvi leyti á meðal skemmtileg-
ustu íþróttaviðburða hér á landi.
Gunnar
meiddist
GUNNAR Steinþórsson, 13 ára
sundmaður úr Aftureldiugu,
meiddist á ökkla er hann stakk
sér til sunds i 100 m skriðsundi
á sunnudag. Hann fór strax upp
úr lauginni og fékk aðstoð.
Gunnar missteig sig á mánudag-
inn fyrir rúmri viku og var við-
kvæmur i ökkla fyrir vikið.
Veitum
þeim von-
andi harð-
ari keppni
næst
Keflvíkingar bættu árangur sinn
frá því í fyrra um 819 stig,
en þá höfnuðu þeir í þriðja sæti.
„Ég er mjög ánægður með bæting-
una, sérstaklega vegna þess að
okkar besti sundmaður, Eydís Kon-
ráðsdóttir, var ekki með. Hún var
með í fyrra, eins og tveir aðrir sem
syntu mjög vel í fyrra en voru ekki
með okkur núna. Þetta sýnir bara
hversu góð framgangan er hjá ungu
sundmönnunum okkar. Það er
nokkuð sem við ætlum að byggja
tá. Vonandi verður framhald á þeirri
þróun hjá okkur. Þetta er ungt og
efnilegt lið og við stefnum vita-
skuld að því að geta velgt Hafnfirð-
ingunum undir uggum bráðlega,
annars værum við ekki í þessu. Við
erum baráttujaxlar. Við veitum
þeim vonandi harðari keppni næst,“
sagði Eðvarð Þór.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
SVEIT Sundfélags HafnarfjarAar fagnar slgri sínum í Blkarkeppnl SSÍ í Sundhöll Reykjavíkur.
Við emm besta liðid...
og því fær enginn breytt
SVEIT Sundfélags Hafnarfjarð-
ar undirstrikaði^firburði sína í
Bikarkeppni SSI, sem fram fór
í Sundhöll Reykjavíkur um helg-
ina. SH sigraði í keppninni
þriðja árið í röð, hlaut 29.915
stig og sló stigamet SFS frá
1991,29.029 stig. Fjögur ís-
landsmet voru slegin - öll af
liðsmönnum SH. Örn Arnarson
setti þrjú íslandsmet og Lára
Hrund Bjargardóttir eitt.
Engum tókst að ógna sigursælli
sveit Hafnfirðinga að þessu
sinni, en það kom fáum á óvart.
fgggfggggggf SH hefur á að skipa
Edwin flestum færustu
Rögnvaldsson sundmönnum lands-
skrifar ins um þessar
mundir. Sveitin
vann nú með meiri mun en áður,
eða 3.369 stigum. Keflvíkingar
höfnuðu í öðru sæti með 26.546
stig og höfðu þannig sætaskipti við
sveit Ægis frá því í fyrra, en síðar-
nefnda sveitin varð þriðja, hlaut
24.640 stig. Á sunnudag, sem var
síðasti keppnisdagur af þremur, var
tilraun Hafnfírðinga við að slá
stigamet SFS mest spennandi. Er
nýtt og glæsilegt met SH var stað-
fest á verðlaunaafhendingunni í
mótslok ætlaði allt um koll að keyra
í Sundhöllinni - markmiðinu var
náð. í tilefni dagsins sungu Hafn-
fírðingar: „Við erum besta liðið ...
og því fær enginn breytt!"
Órn Arnarson fór fyrir Hafnfírð-
ingum með glæsilegri frammistöðu
- stakk sér fímm sinnum til sunds
og sló því íslandsmet oftar en ekki.
„Menn verða bara að leggja eitt-
hvað á sig. Maður bara uppsker
eins og maður sáir. Ég átti alveg
eins von á því að setja met núna.
Ég vissi að ég var í mjög góðri
æfingu, að ég ætti möguleika á að
setja tvö eða þijú Islandsmet,"
sagði Öm. Hann og flestir félaga
hans í SH hafa nú verið á sigur-
braut í Bikarkeppninni í þijú ár og
verða það líklega áfram í nokkur
ár til viðbótar. „Ef liðsheildin og
samstaðan verður eins og hún er
núna, þá höldum við áfram á sigur-
braut,“ sagði hann.
Metaregn og
mlkil stemmning
Stemmningin í Sundhöllinni var
gífurleg alla helgina. Stuðnings-
menn sveitanna fjölmenntu á laug-
arbakkann og hvöttu fulltrúa sína
til dáða. Það hefur eflaust átt þátt
í þeim fjölda meta sem féllu, en
þau voru alls sautján - fjögur ís-
landmet, þijú íslandsmet þroska-
heftra og tíu aldursflokkamet.
Örn, sem er aðeins 16 ára, setti
eins og áður segir tvö íslandsmet,
í 100 m baksundi og 200 m fjór-
sundi. Baksundsmetið sló hann
raunar í tvígang. í fyrra skiptið
kom hann í mark á 55,92 sek. og
bætti þar með met Loga Jes Krist-
jánssonar úr ÍBV, 56,23 sek., sem
sett var á Meistaramóti íslands í
Vestmannaeyjum í mars sl. Örn
stakk sér fljótlega aftur til sunds
og bætti metið enn frekar, synti á
55,71 sek.
Öm setti annað íslandsmet í
fyrstu grein sunnudagsins, 200 m
fjórsundi, og gaf félögum sínum í
SH tóninn á lokasprettinum. Synti
hann vegalengdina á 2.04,27 mín.
og bætti met Eðvarðs Þórs Eð-
varðssonar, sem fylgdist með af
bakkanum sem þjálfari Keflvík-
inga, um tæpa sekúndu, en gamla
metið setti Eðvarð í Éyjum árið
1991. Bæði met Amar em vita-
skuld piltamet.
Lára Hrund Bjargardóttir, sem
gekk til liðs við SH fyrir yfírstand-
andi tímabil, setti einnig íslandsmet
í 200 m fjórsundi, bætti átta ára
gamalt met Ragnheiðar Runólfs-
dóttur um tæpa hálfa sekúndu er
hún kom í mark á 2.20,28 sek.
Lára Hrund er 16 ára og keppir því
í stúlknaflokki, en hún setti tvö
stúlknamet. Annað þeirra samhliða
íslandsmetinu og hitt í 200 m skrið-
sundi.
Hún var vitaskuld hæstánægð
með sigurinn, en hún er nýliði í
SH-hópnum. „Þetta er alveg meiri-
háttar tilfínning. Það er svo rosalega
góður andi í hópnum og allir standa
svo vel saman. Við vorum alveg
ákveðin í að ná stigametinu. Við
hefðum jafnvel viljað komast yfír
þijátíu þúsund stig, en það kemur
bara næst. Þetta gekk vel og það
var lítið um mistök," sagði Lára.
„Ég ætlaði mér að setja íslandsmet
og ég er auðvitað ánægð með að
það skuli hafa tekist," sagði hún.
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA,
setti þijú telpnamet - öll á laugar-
dag. Raunar sló hún metið í 100 m
baksundi í tvígang. Hitt metið setti
hún í 200 m fjórsundi. Hjörtur Már
Reynisson, 14 ára Ægismaður,
setti tvö drengjamet, í 200 m flug-
sundi á laugardag og í 100 m flug-
sundi á sunnudag. íris Edda Heim-
isdóttir, 13 ára sundkona úr Kefla-
vík, setti telpnamet í 200 m bringu-
sundi á laugardag.
Frábær
stemmning
ENGLENDINGURINN Brian Mars-
hall hóf að þjálfa hjá Sundfélagi
Hafnarfjarðar I fyrra og vann því
Bikarmeistaratitil í annað sinn um
helgina. „Þetta er mjög notaleg til-
fínning. Við vorum talin sigur-
stranglegust fyrir keppnina, en við
urðum þrátt fyrir það að stíga skref-
ið til fulls. Við vildum líka slá stiga-
metið og náðum því báðum mark-
miðunum, sem við höfðum sett okk-
ur í upphafi - að halda bikarnum
og að slá metið. Við ákváðum það
í sameiningu, þegar við settumst
niður og bárum saman bækur okkar
varðandi markmið okkar í þessari
keppni. Það tókst og það er mikill
léttir að þetta er allt í höfn,“ sagði
Marshall.
Hveiju þakkar sá enski þann
árangur, sem félagið hefur náð und-
anfarið? „Stemmningin innan hóps-
ins er frábær, allir vita hvað þeir
vilja og stefna að því að verða best-
ir. Að baki liggur þrotlaus undirbún-
ingur og við eigum bænum, foreldr-
unum og stjórn félagsins mikið að
þakka fyrir góðan stuðning," sagði
þjálfarinn.
Hjalti Guðmundsson átti dijúgan
þátt í glæstum sigri SH-sveitarinnar
um helgina, var nærri því að setja
íslandsmet í 100 m bringusundi. „Ég
ætlaði mér að slá metið,“ sagði hann,
en hann átti þó þátt í því að slá
annað met - stigamet SFS. „Við
ákváðum í byijun tímabilsins að
reyna að slá þetta met.“