Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 12
I KNATTSPYRNA Sigurður Jónsson á miðj- unni hjá Dundee United SIGURÐUR Jónsson kom inná um miðjan seinni hálfleik og lék á miðjunni hjá Dundee United á móti Celtic f skosku úrvalsdeildinni um helgina, fór í læknisskoðun og skrifaði síðan undir samning, sem gildir til vors 2000. 'ijetta gerðist allt mjög snöggt, Örebro og Dundee náðu sam- komulagi á föstudagskvöld, ég flaug hingað morguninn eftir, fór beint út á völl, í galla og var skipt inná þegar staðan var 3:0,“ sagði Sigurður við Morgunblaðið eftir að hafa skrifað undir samninginn. Celtic vann 4:0 en liðin mætast í úrslitum Coca-Col- deildabikar- keppninnar á sunnudag og sagði Tommy McLean, þjálfari Dundee Utd., í gær að vel gæti verið að Sigurður yrði þá í byrjunarliðinu. „Það fer eftir því hvernig honum gengur á æfingum í vikunni," sagði hann en Sigurður áréttaði að hann hefði ekki leikið knattspyrnu í mánuð og væri því ekki í leikæf- ingu. „Vissulega tekur tíma að komast í gang á ný en það yrði ekki leiðinlegt að byija í bikarúr- slitaleik að viðstöddum 60.000 áhorfendum." Endurtekiö efni hjá Hibs Hibernian byijaði mjög vel í Skotlandi og var í fyrsta sæti eftir fimm umferðir en tapaði 1:0 fyrir St. Johnstone um helgina - sjö- yndi tapleikur liðsins í röð - og falldraugurinn vofir yfir því. Hibs hefur ekki sigrað á útivelli og byij- unin á líðandi tímabili er sú versta í 122 ára sögu félagsins. „Það er leiðinlegt að uppskera ekki neitt,“ sagði Ólafur Gott- skálksson við Morgunblaðið, en hann hefur yfirleitt fengið góða dóma fyrir markvörsluna og ekki verið sakaður um mörkin. Bjamólfur Lárusson kom inná hjá Hibs þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. Arnar ánægöur hjá Bolton Amar Gunnlaugsson kom inná sem varamaður á 79. mínútu þeg- ár Bolton gerði markalaust jafn- tefli í Leicester um helgina. Arnar, sem hefur komið inná í nokkrum leikjum hjá Bolton og leikið einn heilan leik, er ánægður með gang mála hjá sér en óánægður með stöðu liðsins. „Mér hefur gengið mjög vel, þegar ég hef fengið tækifæri, og hef fallið fyrr inní hópinn en ég þorði að vona,“ sagði Arnar við Morgunblaðið. „Colin Todd, stjóri liðsins, hefur sagt mér að hann sé ánægður með mig og ég hef engar ahyggjur. Tímabilið hérna er langt og strangt og það tekur tíma að festa sig í sessi. Dýrir leikmenn hafa verið keyptir og því er eðli- legt að þeir hafi forgang en ég held mínu striki.“ Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, xtiun ÞÓRÐUR Guðjónsson (t.h.) skoraði fyrir Genk gegn RWD Molenbeek. Þórður skoradi fyrir Genk órður Guðjónsson og félagar í Genk unnu RWD Molenbeek 3:0 um helgina og eru í þriðja sæti í belgísku deildinni. Þórður gerði annað mark Genk og sagði að sigur- inn hefði verið síst of stór. „Þetta voru miklir yfirburðir, við vorum betri allan tímann og hefðum þess vegna getað unnið sex eða sjö núll,“ sagði Þórður við Morgunblað- ið. Hann missti af einum leik á dög- unum vegna eymsla í nára en lék tvo leiki í liðinni viku. „Þetta voru álagsmeiðsl en ég er að mestu leyti búinn að ná mér og geri það endan- lega í jólafríinu,“ sagði hann. Síð- asta umferð fyrir jól verður leikin 20. desember en þráðurinn verður tekinn upp á ný í bikarkeppninni 14. janúar og svo deildinni þremur dög- um síðar. FC Brúgge gerði 2:2 jafntefli við Ekeren og hefur ekki tapað leik, er með 26 stig eftir 11 leiki en næstu lið hafa leikið 13 leiki. Harelbeke gerði 3:3 jafntefli við Charleroi og er með 24 stig en Genk er með 23 stig eins og Lommel og Ekeren. „Það er ágætt að vera í þriðja sæti og vonandi höldum við því,“ sagði Þórð- ur. „Við byijuðum vel og síðan komu nokkrir slakir leikir en við virðumst vera að ná okkur á strik á ný.“ var kátur eftir jafnteflið við Lei- cester. „Það er léttara yfir mönn- um nú en eftir leikinn í Sheffield," sagði Guðni, „en auðvitað vildum við frekar sigra í þessum leik en gera jafntefli. Að þessu sinni náð- um við að veijast vel, sérstaklega föstu leikaðferðunum sem hafa verið aðal Leicester. Við þurftum að bæta okkur og gerðum það.“ Andri meiddist með Zwickau Andri Sigþórsson lék með FSV Zwickau um helgina en var borinn meiddur af velli skömmu fyrir hlé og fluttur í skyndi í sjúkrabíl á sjúkrahús þar sem óttast var að hann hefði beinbrotnað eftir sam- stuð. „Sem betur fer var þetta ekki alvarlegt,“ sagði Andri við Morgunblaðið. „Ég fór upp í skalla- bolta og mótheiji rak hnéð í bakið á mér með þeim afleiðingum að ég missti andann og lá eins og slytti á vellinum. Menn héldu að ég væri illa brotinn en í ljós kom að vöðvar í baki höfðu tognað og rifnað. Hugsanlega get ég ekki spilað í tvær vikur en læknirinn sagði ekki útilokað að ég gæti verið með um næstu helgi og ég stefni að því.“ Zwickau hefur gengið illa í 2. deild í Þýskalandi og hafði aðeins fagnað einum sigri þegar Andri kom til liðs við það í liðinni viku en hann er samningsbundinn KR og var lánaður til þýska liðsins í vetur. „Við byijuðum hræðilega á sunnudaginn, misstum mann út af með rautt eftir 20 mínútur og svo var ég borinn af velli tveimur mínútum fyrir hlé. Einn hjá Leipz- ig fékk rauða spjaldið í byijun seinni hálfleiks, í kjölfarið skoruð- um við og strákarnir héldu fengn- um hlut. Þetta var fyrsti sigur Zwickau í Leipzig í 42 ár og gleð- in að vonum mikil en liðið er enn í fallsæti. Eigi að síður er létt yfir mannskapnum enda rétti liðið úr kútnum og eins og staðan er nú þarf aðeins fimm stig til að kom- ast af hættusvæðinu.“ Kristinn R. til Eyja KRISTINN R. Jónsson, fyrr- um leikmaður Fram og ís- lenska landsliðsins í knatt- spymu, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari íslandsmeist- ara ÍB V til næstu tveggja ára frá og með næstu áramótum. Auk þess mun hann sjá um þjálfun 2. og 4. flokks karla hjá félaginu. Kristinn hefur umsjón með vetraræfingum íslandsmeistaranna i Eyjum frá áramótum. Jóhannes B. komst í úrslit JÓHANNES B. Jóhannesson komst um helgina í úrslit á Heimsmeistaramótinu í snóker sem fram fer i Zimbabwe, en Kristján Helgason komst ekki upp úr sínum riðli. Krislján lék •njög vel um helgina og i gær vann hann Bandaríkjamenn 4-0 á 46 minútum og gerði þá meðal annars 112 í einu stuði. Þrátt fyrir að vinna I síðustu þremur leikjum sínum dugði það honum ekki til að komast áfram. Jóhannes lenti í kröppum dansi á laugardaginn og tapaði þá fyrir Belgíumeistaranum 3-4 í æsispennandi leik þar sem Belginn lagði tvo snókera á Jóhannes undir lok siðasta ramma og vann 75:74. Jóhann- es lagði siðan Skota 4-3 og loks heimamann 4-1 og komst þar með áfram í úrslit. faém FOLX ■ BJARKI Sigurðsson var markahæstur hjá Drammen með 8 mörk er félagið félagið tapaði 27:22 fyrir Heimdal á útivelli um liðna helgi. Bjarki og félagar áttu undir högg að sækja lengst af og voru 14:11 undir í hálfleik. Þeim tókst þó að minnka muninn í 19:18 þegar 18 mínútur voru til leiks- loka, en misstu þá dampinn og heimamenn tryggðu sér öruggan sigur. ■ DRAMMEN heldur 4. sæti norsku deildarinnar þrátt fyrir tap- ið, er með 12 stig að loknum 10 umferðum. Runar og Viking eru í efstu sætum með 18 stig en Sandefjord er með 16 stig eftir tap í nágrannaslagnum við Runar, 30:27. Viking vann stórsigur á Elverum á heimavelli, 36:23. ■ BJARKI er í öðru sæti í stjörnu- gjöf Verdens Gang eftir 10 umferð- ir, hefur fengið 14 stjörnur. Efstur er Simen Muffetangen leikmaður Kragero með 18 stjörnur. Bjarki fékk eina stjörnu fyrir framgöngu sína í leiknum við Heimdal. ■ ESLÖV félagiðs sem Helga Torfadóttir og Svava Sigurðar- dóttir handknattleiksmenn leika með í sænsku úrvalsdeildinni tap- aði um helgina 31:22 fyrir Skuru á útivelli. Eslöv er í 9. sæti af 12 liðum með 9 stig. ■ VALUR Ingimundnrson gerði 14 stig þegar lærisveinar hans í körfuknattleiksliði Óðinsvéa sigr- uðu Klostrup 89:80 um helgina. Kristinn Friðriksson sem leikur einnig með Óðinsvéum gerði 27 stig, Henning Henningsson 19_og Pétur Vopni Sigurðsson 5. Óð- insvé eru í 3. til 5. sæti efstu deild danska körfuknattleiksins. ENGLAND: 211 2X1 111 2X21 ITALIA: X X 1 X21 1X1 1111X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.