Morgunblaðið - 03.12.1997, Side 3

Morgunblaðið - 03.12.1997, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 C 3 Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson íálin í flughöfninni í Belgrad, áður i Hameln. Guðmundur fékk brons í Danmörku GUÐMUNDUR E. Stephensen, íslands- meistari í borðtennis, lék á mjög sterku stigamóti (Grand Prix) í Danmörku á sunnudag og vann til silfurverðlauna í einliðaleik. Hann lék til úrslita við Mich- ael Mais, besta ungling Dana - en þeir léku einnig til úrslita á síðasta móti. Guðmundur sigraði í fyrstu lotunni, 21:18, tapaði annarri lotunni 19:21 og oddalotuna vann Mais síðan 22:20. Á föstudaginn sigraði Guðmundur í sínum leikjum með OB frá Óðinsvéum gegn liði Hróarskeldu í dönsku úrvals- deildinni og OB sigraði í þeirri viðureign 8:2. Á laugardag tapaði OB hins vegar fyrir besta liði Danmerkur, Virum frá Kaupmannahöfn, 2:8. ús sigraði ið nokkra undrun sína að vera í þetta ljölmennu móti í Bandaríkjunum og lenda ekki á móti neinum heimamanni, allir sem hann lék við voru frá Evrópu. Þessar vikurnar æfir Kim Magnús mjög vel fyrir Norðurljósamótið sem verður í lok febrúar. Evrópukeppni meistara verður haldin í Ósló í byrjun febrúar og þangað er stefnan sett, en Kim Magnús hefur tvívegis áður tekið þátt í slíku móti, vann m.a. besta rússn- eska spilarann og besta leikmann Lúx- emborgar. Hann ásamt Alberti Guð- mundssyni fara til Lúxemborgar og keppa á móti þar. Meðal keppenda verða skvassspilarar frá Belgíu og Þýskalandi. Kim Magnús sagði að áhuginn á skvassi væri alltaf að aukast og nýir og efnilegir spilarar væru að láta meira að sér kveða. Nefndi hann sérstaklega Hjálmar Björnsson frá ísafirði auk margra ungra og efnilegra sem myndu láta að sér kveða síðar. Er kominn tími til að segja bless!? „Ég neita því ekki að ég spyr mig reglulega hvort þetta sé ekki orðið gott, hvort ekki sé orðið tímabært að annar taki við,“ sagði Geir Sveins- son, fyrirliði landsliðsins, þegar Sigmundur O. Steinarsson ræddi við hann í Podgorica hvort nú væri réttur tími til að gera breytingar á landsliðinu í handknattleik. Geir Sveinsson hefur verið i eld- línunni með landsliðinu þrett- án ár, eða síðan hann lék sinn fyrsta landsleik 1984. Síðan þá hefur hann verið á ferð og flugi með landsliðinu og klæðst landsliðsbúningnum 327 sinnum, eða oftar en nokkur íslend- ingur hefur leikið fyrir þjóð sína. Geir kynntist nýjum hlut í íþrótta- húsinu í Podgorica, eða eins og Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari sagði: „Þetta er í fýrsta skipti sem ég hef verið með landsliðinu, þar sem íslenski fáninn hefur ekki verið uppi.“ Leikmenn íslenska liðins voru vonsviknir þegar þeir héldu frá Podgorica, þar sem þeir urðu að játa sig sigraða í Evrópukeppni landsliða - komast ekki í úrslita- keppnina á Ítalíu. Geir sagði að Evrópubaráttan hefði ekki tapast í Svartfjallalandi, heldur hefði jafn- teflið við Sviss í Laugardalshöll- inni, tapleikurinn gegn Litháen í Kaunas og síðan tap fyrir Júgóslav- íu í Reykjavík vegið þungt. „Þó að Júgóslavar séu með gott lið, eigum við að vinna þá á heimavelli. Róður- inn var erfiður hér, en það jákvæða við leikinn var að leikmenn lögðu sig mikið fram og voru að leika miklu betur en þeir gerðu heima gegn Júgóslövum. Því miður kom sú barátta of seint - hún átti að koma heima. Baráttan var fyrir hendi hjá Júgóslövum, sem ætluðu sér greini- lega sigur í báðum viðureignunum - það fann maður strax þegar maður kom inn á völlinn.“ Sé ekki nein ellimörk á landsliðinu Margir hafa verið að ræða um það að nú væri kominn tími til að gera breytingar á landsliðshópnum, yngja hann upp og það þrátt fyrir að Svíar hafi sagt eftir HM í Kuma- moto að þeir öfunduðu íslendinga af hvað þeir ættu ungt og skemmti- legt lið - á sama tíma og flestir leikmenn sænska liðsins, sem eru enn á fullri ferð og á leiðinni til Italíu, væru komnir í eldri kantinn. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf- ari, hefur margoft sagt að hann ætli ekki að gera breytingar einung- is breytinganna vegna. Hvað segir Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins og leikreyndasti leikmaður íslands, um þessar vangaveltur? „Eftir öll stóru mótin koma þess- ar vangaveltur alltaf upp og þá sérstaklega eftir að illa hefur geng- ið og við höfum ekki náð settu marki. Þá fara menn að velta fyrir sér hvort hinir og þessir detti út og aðrir komi inn í staðann. Það er alfarið þjálfarinn sem ræður ferð- inni hveiju sinni og hann verður að svara því hvort hann ætlar að gera breytingar. Ég sé ekki nein ellimörk á leik- mönnum landsliðsins - sé ekki að þeir þurfi að setjast í helgan stein. Allir leikmenn landsliðsins eru að leika á fullu með liðum sínum bæði heima á Islandi og í atvinnu- mennsku með liðum í Þýskalandi og Noregi. Auðvitað kemur alltaf sá tími að menn velta fyrir sér hvenær rétt sé að fara að fá nýtt blóð í landslið- ið og hefja endurnýjun. Þá er engin spurning að það eru leikmenn eins og ég, Júlíus Jónasson, Valdimar Grímsson, jafnvel Róbert Julian Duranona og Guðmundur Hrafn- kelsson, sem eru í eldri kantinum. Mér finnst reyndar að landslið eigi ekki að snúast um aldur. Ef getan er fyrir hendi hjá leikmönnum og þeir hafa áhuga á því að leika með landsliðinu, þá er engin ástæða til að breyta breytinganna vegna. Hér áður fyrr var alltaf rætt um að farið væri að halla undan fæti hjá leikmönnum þegar þeir væru tutt- ugu og átta til þijátíu ára, en að undanförnu hafa mörkin verið hækkuð í þijátíu og þriggja ára aldur. Ég neita þvl ekki að ég velti því reglulega fyrir mér hvort þetta sé ekki orðið gott, hvort það sé ekki orðið tímabært að annar taki við. Hvort það verði of seint seinna meir - þegar ég ákveð að hætta, verði enginn leikmaður tilbúinn í stöðuna. Þá á ég sérstaklega við varnarleikinn, ég hef minni áhyggj- ur af sóknarleiknum. „Spurði mig hvort nú væri ekki nóg komið" Eftir leikinn gegn Júgóslövum í Laugardalshöllinni fór ég frekar svartsýnn af stað hingað til Svart- fjallalands, þó að við ætluðum okk- ur ekkert annað en sigur. Innst inni fór ég þá að spyija hvort ég ætti að láta þetta verða minn síð- asta landsleik, ef illa færi. Ég get ekki svarað því hvort ég læt verða af því að segja að nú sé nóg komið. Það er langt í næstu keppni, undankeppni HM hefst ekki fyrr en næsta haust, eða eftir níu mánuði. Kannski er það skynsam- legt af Þorbirni að nota þessa níu mánuði til að æfa nýtt lið, eða þá að keyra á sama kjarnanum og kalla einn til tvo nýja leikmenn inn í hópinn, eins og gerist alltaf og er eðlilegt." Heiður að leika fyrir ísland Veselin Vukovic, fyrrum leik- maður Júgóslavíu - línumaður og einn besti handknattleiksmaður heims, var hrifinn af leik Geirs í Podgorica og sagði hann einn besta línumann heims og þar í hópi væri einnig Júgóslavinn Dragan Skribic. Þegar maður heyrir þannig um- mæli, spyr maður: Eiga menn að hætta þegar vel gengur? Hvað seg- ir Geir um það? „Á meðan ég er atvinnumaður í handknattleik, þá hlýt ég að leika handknattleik til að skemmta mér. Á meðan ég geri það þá er ég allt- af tilbúinn að leika fyrir hönd ís- lands hvar og hvenær sem er. Ég ætlaði mér alltaf að komast til Egyptalands og leika þar í heims- meistarakeppninni 1999. Égvonaði alltaf að við gætum tryggt okkur farseðil þangað í EM á Ítalíu í vor, þannig að við myndum sleppa við forkeppnina. Við erum því miður búnir að koma okkur í þá stöðu, að þurfa að taka þátt í forkeppn- inni, þannig að pressan verður enn meiri á landslið íslands, því að það er aðeins eitt sæti í riðlunum sem gefur farseðil í HM, en eins og' menn muna þá unnum við Dani í keppni um að komast á HM í Kuma- moto. Við verðum því að vinna okk- ar riðil, sem gæti orðið mjög sterk- ur. Eins og ég sagði áðan, er ég enn að hugsa um það hvort það sé kom- inn tími til að segja: Bless! Enn veit ég ekki hvað verður um mig næsta vetur. Ég veit ekki hvað gerist hjá liði mínu í Wuppertal - og hvort ég tek þá ákvörðun að koma hreinlega heim. Ég hef alltaf' sagt það að ég ætla ekki að leika handknattleik aftur heima. Ef ég kem heim þá segir það sig sjálft, að ég er hættur að leika með lands- liðinu. Það skýrist ekki fyrr en í vor hvert framhaldið verður hjá mér. Ég mun leggjast undir feld í vetur og hugsa mín mál. Ég mun alltaf svara kallinu ef ég er að leika handknattleik á annað borð. Ef landsliðsþjálfari telur að not séu fyrir mig í landsliði íslands, þá mun ég leggja mína krafta fram. Ég hef alltaf sagt að það er mikill heiður að leika fyrir ísland og það er æðsta stundin hjá mér í handknattleiknum að leika undir merkjum íslands. Þess vegna er alltaf sárt að þurfa. að þola tap eins og nú og kpmast ekki í úrslitakeppni EM á Ítalíu, þangað sem við ætluðum okkur - við erum S boltanum til að komast sem lengst. Ég sætti mig aldrei við að tapa, og þá sérstaklega óþarfa stigum eins og fyrir Júgóslavíu og Sviss heima. Það svíður því enn meira, að við féllum á heimavelli," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði lands- liðsins. Skorað á RUV að sýna þýska handboltann ÍÞRÓTTADEILD RSkissjónvarpsins bárust á dögunum undirskrifta- listar með nöfnum nokkur hundruð handknattleiksáhugamanna, þar sem skorað er á RÚV að hefja sýningar á leikjum úr þýsku 1. deildinni í handknattleik. Bent er á að þar leiki nú nokkrir af bestu leikmönnum íslands og að deildin sé sú besta í heiminum í dag. Samúel Jóhannsson á Akureyri er upphafsmaður þessara lista en fólk bæði nyrðra og á höfuðborgarsvæðinu ritaði á þá. Að sögn Samúels Arnar Erlingssonar, staðgengils íþróttastjóra RÚV, er málið í athugun. „Við skoðuðum þetta reyndar í haust, en það er (jóst að við byrjun ekki að sýna þýska handboltann fyr- ir áramót. Hins vegar getur vel verið að við sýnum leiki á nýju ári, en þó er öruggt að ekki verður um beinar útsendingar að ræða,“ sagði Samúel Örn. Þess má geta að Stöð 3 sýndi leiki í þýsku 1. deildinni á síðastliðnum vetri og það mun hafa mælst vel fyrir. SKIÐI Æ Arangur Kristins í Park City hefur mikla þýðingu Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði sem náði öðru sæti í svigi heimsbikarsins í Park City fyrir skömmu, er nú staddur í Lillehammer þar sem hann á lögheimili. Hann er nú að und- irbúa sig fyrir næsta heimsbikar- mót sem verður í Sestriere á ítal- íu 15. desember. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann yrði í Lille- hammer fram á sunnudag, enda mjög góður snjór þar til æfinga. „Eg ætlaði að keppa í Evrópubik- armóti í Austurríki í vikunni, en lítill snjór hefur verið í Austurríki og mótinu því verið frestað. Ég ákvað í samráði við þjálfarann minn að vera hér áfram til sunnu- dags. Þá fer ég til Austurríkis og hitti finnska landsliðið. Ég keppi í einu Evrópubikarmóti í svigi, í Obereggen í Austurríki 13. des- ember, fyrir heimsbikarmótið í Sestriere," sagði Kristinn. Árangur Kristins í Park City hefur mikla þýðingu fyrir hann og eins fyrir Island. Nú getur ís- land sent annan skíðamann í heimsbikarmótin því hvert land má senda einn skíðamann sem er innan við 500 á heimslista. Þar sem Kristinn er nú kominn í hóp 40 bestu í heimsbikarnum getur ísland notað aukasætið fyrir ann- an keppanda. Eftir árangurinn í Park City fær Kristinn nú greidda ferðapeninga hjá mótshaldara hveiju sinni og sagði hann það muna miklu fyrir sig. Hann fær einnig allt frítt á mótsstað, bæði gistingu og uppihald.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.