Morgunblaðið - 03.12.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.12.1997, Qupperneq 4
ÍHSmR metjg«#fafoit> Um 50 millj. kr. fyrir leikáHM Landsliðið til Lúxem- borgar ÍSLENSKA landsliðið í körfu- knattleik tekur þátt í móti i Lúxemborg á milli jóla og nýárs. í fyrra keppti liðið á móti í Danmörku á sama tíma en nú verður haldið tíl Lúx- emborgar og þar att kappi við Austurríkismenn, Lúxem- borgara og landslið Póllands, skipað leikmönnum 22 ára og yngri. ALÞJÓÐA knattspymusam- bandið, FIFA, greiðir hverju landsliði sem samsvarar um 50 miiy. kr. fyrir hvem leik í úrslitakeppni Heimsmeist- arakeppninna r, sem verður i Frakklandi næsta sumar. Að auki fær hvert knattspymu- samband, sem á lið í keppn- inni, um 38 miHj. kr. vegna undirbúningskostnaðar. FIFA greindi frá þessu í gær og Lennart Johansson, forseti Knattspyrausam- bands Evrópu og formaður undirbúningsnefndar HM, sagði að sömu reglur giltu varðandi spjöld og vom við líði á HM í Bandaríkjunum 1994. Það þýðir að Ieikmenn, sem em nú með tvö gul spjöld á bakinu eftir riðlakeppnina, byrja með hreinan skjöld í úrslitakeppninni, nema um sé að ræða tvö gul spjöld í sama leiknum og þar af leiðandi brottvikningu. faóm FOLK íslendingar mæta einu sterkasta lidi Evrópu ÍSLENDINGAR leika þriðja leik sinn í Evrópukeppni landsliða í körf uknattleik í kvöld og hefst hann klukkan 20 f Laugardals- höll. Að þessu sinni eru það Króatar sem koma í heimsókn, en þeir urðu í þriðja sæti á Ólympíuleikunum íAtlanta 1996. Herbert Arnarsson, einn ( besti leikmaður liðsins á móti * Hollendingum ísíðustu viku, meiddist á æfingu í gærkvöldi og verður ekki með í kvöld. í hans stað valdi Jón Kr. Gísla- son, landsliðsþjálfari, Nökkva Má Jónsson úr KR í liðið. Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari, gerði engar breytingar á lands- liðinu frá tveimur síðustu leikjum enda segist hann nokkuð sáttur við hvernig strákarnir hafí leikið þótt ekki hafi tekist að sigra. „Ég er sáttur við hvemig menn hafa unnið þetta. Við höfum leikið nokkuð stöð- ugt og hefðum með smá heppni getað sigrað í báðum leikjunum. Við erum með 45% nýtingu í þriggja stiga skotum og það er mjög gott,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Það má því reikna með að Falur Harðarson verði leikstjórnandi, Teit- ur Örlygsson verður í stöðu hins bakvarðarins, Sigfús Gizurarson og Hermann Hauksson verða framheij- ar óg Guðmundur Bragason mið- heiji. Þá byija á bekknum þeir Jón Arnar Ingvarsson, Guðjón Skúlason, Helgi Jónas Guðfmnsson, Sigfús Gizurarson og Friðrik Stefánsson. íslenska landsliðið er varla öf- undsvert af hlutverki sínu í kvöld því Króatar eru með gríðarlega sterkt lið og þó að það hafí tapað um helgina í Bosníu fyrir Bonsíu- Hersegóvínu, þá er það án efa sterk- asta liðið í riðlinum. Króatar koma ekki með sitt allra sterkasta lið því það vantar þá þijá sem leika í NBA í Bandaríkjunum; bakvörðinn Toni Kukoc hjá Chicago Bulls, Zan Tabak hjá Toronto og Stojko Vrankovic sem leikur með LA Clippers. Þessir heiðursmenn eru allir mjög hávaxn- ir, Kukoc 210 sentimetrar, Tabak 211 og Vrankovic sýnu stærstur en hann er 216 sentimetrar. saman er Ijóst að það verður við rámman reip að draga því meðalhæð króatísku Ieikmannanna er 202 sentimetrar en meðalhæð íslenska liðsins er 11 sentimetrum lægri. Til gamans má geta þess að í ís- lenska liðinu eru tveir leikmenn sléttir tveir metrar, Guðmundur Bragason og Hermann Hauksson, og Friðrik Stefánsson er 203 senti- metrar. Fjórði stærsti maður liðsins er Sigfús Gizurarson, 194 sentimetr- ar, en lágvaxnasti leikmaður Króata er 195 sentimetrar. Sá stærsti er hins vegar 210 sm. Leikurinn hefst eins og áður sagði klukkan 20 í LaugardalshÖll og þurfa fullorðnir að greiða eitt þúsund krónur til að sjá leikinn en börn 400 krónur. Morgunblaðið/Golli HERBERT Arnarsson, sem var elnn besti leikmaður íslenska liðslns á móti Hollendingum, verður fjarri góðu gamni er ísland mætir Króatíu f undankeppnl EM i Laugardalshöll í kvöld. Hann melddist á æfingu í gærkvöldi og talið að hann hafi rlfið liðþófa í hné. Hinn stórskemmtilegi miðheiji Dino Radja verður heldur ekki með, en hann meiddist í leiknum um helg- ina og varð því að sitja heima. Hann lék í fjöldamörg ár með Boston Celtics í NBA en flutti sig til Panat- hinaikos í Grikklandi. Þrátt fyrir að þessa menn vanti í lið Króata eru þeir ekki á flæðiskeri staddir með mannskap því mikil og löng hefð er fyrir körfuknattleik á þessu svæði og mikið til af sterkum leikmönnum. Vert er að benda fólki á að fylgjast með leikstjórnandanum Damir Mulaomerovic og bakvörðunum Sla- ven Rimac og Josip Sesar, en þessir þrír þykja með betri körfuknattleiks- mönnum álfunnar um þessar mundir. „Ég held við höfum sýnt í þessum tveimur leikjum að við eigum fullt erindi í keppnina. Núna eru það Króatar og auðvitað vitum við að það verður gríðarlega erfitt, en þetta er kærkomið tækifæri fyrir körfu- knattleiksáhugafólk til að sjá eitt- hvert besta landslið Evrópu leika. Ef fólk mætir ekki á svona leiki þá spyr maður sjálfan sig: Hvað þarf til að fólk mæti?,“ sagði Ólafur Rafnsson, formaður Körfuknatt- leikssambandsins, í gær. Króatar mun hávaxnari Það sakar ekki að vera hávaxinn í körfuknattleik, sérstaklega ef menn kunna einnig að fara með knött og eru skýrir í hugsun í þokka- bót. Séu lið íslands og Króatíu borin ■ ATLI Rúnarsson, markvörður Þórs frá Akureyri, hefur ákveðið að leika með Dalvíkingum 5 2. deildinni í knattspymu næsta sum- ar. Atli hefur leikið tvö síðustu tímabil með Þór en var áður í marki Dalvikinga. Hann leikur hins vegar áfram með handboltaliði Þórs í 2. deildinni. ■ MICK McCarthy skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning sem þjálfari írska landsliðsins í knattspymu. Hann verður með liðið fram yífír undankeppni EM árið 2000. McCarthy tók við landsliðinu af Jack Charlton fyrir tveimur árum, en liðið náði ekki að komast í úrslitakeppni HM eftir að hafa tapað 3:2 í aukaleikjum um sæti við Belgíu. ■ RENE Vandereycken, þjálfari Anderlecht, var í gær sagt upp störfum hjá félaginu. Nýr þjálfari verður ráðinn á næstu dögum. Anderlecht, sem er eitt ríkasta og þekktasta félag Belgíu, er nú neðan við miðja deild og er úr leik í UEFA- keppninni. Fyrrum þjálfari Feyeno- ord, Arie Haan og annar Hollend- ingur, Henk Houwaart, hafa verið nefndir sem eftirmenn Vandereyckens. Latrell Sprewell sekt- aður um 65 milljónir Forráðamenn Golden State Warriors ákváðu í gær að sekta bakvörðinn Latrell Sprewell um rúmlega 65 milljónir króna og tóku hann um leið af launaskrá um óákveðinn tíma; líklega eitt- hvað fram yfír áramót. Astæðan er að á mánudagsæfíngu liðsins réðst Sprewell að P.J. Carlesimo þjálfara sínum. „Við viljum sýna leikmönnum að svona hegðun er ekki liðin hjá okkur,“ sagði tals- maður félagsins í gær. „Sættist menn getur verið að refsingin verði milduð, en svo er vel hugsanlegt að við lengjum hana,“ bætti hann við. Að sögn Carlesimos rifust þeir Sprewell á æfíngu og endaði það með handalögmálum. Sprewell rauk út en kom stundarfjórðungi síðar og þá urðu aðstoðarþjálfarar og aðrir viðstaddir að halda honum því hann ætlaði aftur í Carlesimo. Sprewell, sem er 27 ára og hef- ur þrívegis leikið Stjörnuleik, er stigahæstur í hinu lánlausa liði Golden State með 21,4 stig að meðaltali í leik. Hann hefur átt við einhveija erfiðleika að stríða utan vallar og missti til dæmis af flugi með liðinu til Utah á föstudaginn. Þjálfarinn tók hann útaf í leik við LA Lakers hinn 9. nóvember en þá voru Sprewell og O’Neal í hrókasamræðum í miðjum leik þegar Lakers var 35 stigum yfir og fannst þjálfaranum það ekki viðeigandi. Sprewell kom ekki meira við sögu í þeim leik og var ekki í byijunarliðinu í næsta leik á eftir. Einn leikur var í fyrrinótt í NBA. Utah Jazz vann New Jersey, 100:95. KORFUKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.