Morgunblaðið - 04.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.1997, Blaðsíða 1
 LYFJAMÁL KÖRFUKNATTLEIKUR PAUL SCHOLES GIMSTEINNINN í KÓRÓNUNNI / C8 SRIwgtitiIribipifr 1997 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1997 BLAÐ Reykjavík kaupir hlaupabrautir í Höllina REYKJAVÍKURBORG hefur ákveðið að festa kaup á 600 fermetrum af gúmmímottum til að þekja gólf Laugardalshallar- innar svo hægt sé að halda þar frjálsíþróttamót við boðlegar að- stæður. Verða motturnar notaðar í fyrsta sinn á frjálsíþróttamóti ÍR í janúar nk. í fréttatilkynningu frá fijálsí- þróttadeild ÍR segir: „Með þessu kemur Reykjavíkurborg til móts við frjálsíþróttastarfið í Reykjavík og ber að þakka það. Bráða- birgðalausn hlýtur þetta þó að teljast þar til varanleg innanhúss- höll kemur sem auðvitað á að vera markmiðið í framtíðinni." Að sögn Vésteins Hafsteinsson- ar hjá ÍR eru þessar nýju mottur mjög til bóta en í fyrra fengu ÍR- ingar lánaðar gúmmíbrautir hjá Hafnarfjarðarbæ. Nýju motturn- ar eru 122 cm á breidd og 10 mm þykkar sem þýðir að nú er hægt að vera með 5 brautir í sprett- hlaupum og grindahlupum í stað fjögurra síðast. Þá verður einnig hægt að vera með lengri atrennu- brautir í langstökki sem ætti að þýða lengri stökk og skemmti- legri keppni. Þá eru motturnar einnig meðfærilegri og betri í lagningu. Ekki þarf að kaupa lím- bönd til þess að festa þær saman en t.d. þurftu ÍR-ingar að kaupa límbönd fyrir 80.000 fyrir afmæl- ismótið til þess að líma motturnar saman svo að hlaupabrautirnar yrðu nothæfar. Strákarnir stódu sig Morgunblaðið/Asdís SIGFUS Gizurarson tekur hér frákast þó svo að mótherji hans, Sinisa Kelecevic, sé 12 sentfmetrum hærri. Þrátt fyrir að tapa 82:74, lék íslenska landsiiðið mjög vel á móti Króötum, bronsliðinu frá síðustu Ólympíuleikum, og skemmtu áhorfendur sér konunglega enda þurftu hinar frægu stjörnur Króata svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum. ________________________ I Leikurinn / C3 íranir vilja Cruyff eða Bilardo ÍRANIR eru nú á hött- unum eftir þjálfara til að stjórna liði sínu í HM í Frakklandi. Efstir á óskalista þeirra eru Hollendingurinn Johan Cruyff og Carlos Bil- ardo, fyrrum þjálfari heimsmeistara Argent- ínu 1986. Valdeir Vieira var þjálfari liðsins í und- ankeppni HM, en hann var aðeins í tímabundnu starfi. Venables sagði nei við Nígeríu TERRY Venables, fyrr- um landsliðsþjálfari Englands, sem var þjálf- ari Ástralíu í und- ankeppni HM, hefúr hafnað boði Nígeríu- manna um að stjórna liði þeirra f HM í Frakk- landi. Venables segist ætla að snúa sér alfarið að því að bjarga Portsmouth frá falli í 2. deild í Englandi, en hann er einn af eigend- um liðsins. Tveir lækn- ar ákærðir fyrir lyfja- gjafir TVEIR íþróttalæknar sem störf- uðu í fyrrverandi A-Þýskalandi hafa verið ákærðir fyrir að hafa valdið 19 fyrrum sundkonum líkam- legum skaða með því að gefa þeim ólögleg hormónalyf á þeim tíma sem þær æfðu hjá sundfélaginu SC Dynamo Berlín á árunum 1975-1989. Læknarnir sem um er að ræða heita Bemd Pansold 55 ára og Dieter Binus 58 ára. Þetta kom fram hjá saksóknaranum í Berlín á þriðjudaginn. Þriðji læknirinn var einn undir smásjánni um tíma en fallið var frá ákæru vegna skorts á sönnunargögnum. Þetta er enn eitt málið sem upp kemur á undanfómum misseram þar sem læknar og þjálfarar frjálsí- þrótta- og sundmanna í fyrram A- Þýskalandi eru ákærðir fyrir að beita óvönduðum meðulum á íþróttamenn sína til að bæta árang- urþeirra. I skjölum saksóknara kemur fram að lyfjanotkunin, sem fram fór án vilja og jafnvel vitundar kvenn- anna, hafí valdið varanlegu og óbætanlegu tjóni á líkömum þeirra, s.s. á vexti vöðva. Þessar ákærar era til viðbótar fjóram öðram sem birtar voru í síð- asta mánuði á hendur fjóram þjálf- urum sem störfuðu einnig hjá SC Dynamo Berlín á þessum árum. Enn fremur hefur komið í ljós að læknar og þjálfarar landsins gáfu íþróttamönnum lyfin með fullu sam- þykki a-þýskra íþróttayfirvalda og jafnvel undir eftirliti Stasi, öryggis- lögreglu landsins. Pele fékk heiðursorðu BRASILÍSKI knattspyrnu- kappinn Pele fékk heið- ursorðu Elísabetar Bret- landsdrottningar í Buck- inghara Palace í London í gær. Pele getur ekki kall- að sig Sir, þar sem hann er útlendingur, en má skammstafa KBE „Knight Commander of the British Empire" fyrir aftan nafn sitt. FRJÁLSÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.