Morgunblaðið - 04.12.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.12.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1997 C 7 BÖRN OG UNGLINGAR Æðislega gaman að vinna strákana Strákarnir í miklu basli með Ingibjörgu Ingibjörg GuAmundsdóttir ÚRSLIT Borðtennis Canon-unglingamótið Mótið var haldið í húsum TBR sunnudaginn 30. nóvember sl. Einliðaleikur 11 ára og yngri: 1. Matthías Stephensen..........Víkingi 2. Andrés Logason.........„...Stjömunni 3. Hafsteinn Halldórsson og Ásgeir Birkis- son, KR. Einiiðaleikur 12 til 13 ára: 1. Óli Páll Geirsson............Víkingi 2. Guðmundur Pálsson............Víkingi 3- Tryggvi Rósmundsson og Þórólfur B. Guðjónsson, Vikingi. Einliðaleikur 14 til 17 ára: 1. Markús Ámason................Víkingi 2. ívar Hróðmarsson..................KR 3. Magnús Magnússon, Víkingi, og Örn Bragasori, KR. Tvíliðaleikur 13 ára og yngri: 1. Óli Páll Geirsson og Tryggvi Rósmunds- son, Víkingi. 2. Matthías Stephensen og Gunnlaugur Guðmundsson, Vikingi. 3. Guðmundur Pálsson og Þórólfur B. Guð- jónsson, Vikingi. Tvíliðaleikur 14 til 17 ára: Morgunblaðið/Edwin Rögnvaldsson UNGIR júdókappar sýndu oft og tíðum falieg brögö í Sveitakeppnf JSÍ um síðustu helgi. Hér eigast tveir efnilegir drengir við í harðri rimmu. * Tæplega fimmtíu ungmenni tóku þátt í Sveitakeppni JSI Ármenningar og KA- menn bragdarefir Sveitakeppni Júdósambands ís- lands fór fram í íþróttahúsinu við Austuberg í Breiðholti um síð- ustu helgi. Auk karlaflokks var Edwin keppt í tveimur ald- Rögnvaldsson ursflokkum, en í þeim reyndu tæplega fimmtíu júdókappar með sér. Sýndu þeir mikið og glæsilegt úrval af brögðum - sum tókust, en önnur ekki. Margir ungir keppendur létu mikið að sér kveða og sýndu um leið að framtíðin er björt í júdóíþrótt- inni á íslandi. KA-menn, sem urðu íslandsmeistarar í karlaflokki, áttu sigursveitina í flokki 15 ára og yngri. Sveitin hlaut fullt hús stiga - fjóra vinninga, en auk þess alls fimmtán sigra einstaklinga og 140 tæknistig. Má geta þess að ippon, fullnaðarsig- ur í stakri glímu, gefur tíu stig. Sveit Grindvíkinga hafnaði í öðru sæti. Hún hlaut tvo vinninga, 12 einstaklingssigra og 120 tæknistig. A-sveit Ármenninga fékk einnig tvo vinninga, en varð að gera sér þriðja sætið að góðu vegna þess að hún vann þremur færri einstaklingssigra en Grindvíkingar, eða níu. Að auki hlaut Ármann 75 tæknistig. Í flokki keppenda yngri en 21 árs sigruðu Ármenningar. Þeir hlutu þrjá vinninga, tíu einstaklingssigra og 95 tæknistig. Selfyssingar komu næstir með tvo vinninga, 9 einstakl- ingssigra og 90 stig. A-sveit KA varð þriðja, fékk einn vinning, átta sigra einstaklinga auk 75 tækni- stiga. INGIBJÖRG Guðmundsdóttir er ein fárra stúlkna sem stunda júdóíþróttina hér á landi. Hún er 12 ára gömul og keppir fyrir Ár- mann, var í A-sveitinni á mótinu í Austurbergi um síðustu helgi. Strákarnir áttu í mesta basli með Ingibjörgu, sem er einkar sterkur júdómaður - vann eina glímu, gerði eitt jafntefli og tapaði tvisv- ar. „Það er æðislega gaman að vinna strákana, rosa fjör. Það er líka miklu skemmtilegra að keppa við þá, því stelpurnar eru feimn- ari og sækja ekki jafn mikið,“ sagði Ingibjörg, en hvernig datt henni í hug að fara að æfa júdó? „Ég veit það ekki. Einn daginn kom mamma allt í einu og spurði hvort ég vildi ekki byrj a að æfa júdó,“ sagði hún. Að eigin sögn, brá henni ekk- ert við að sjá eingöngu drengi á fyrstu æfingunni. „Ég átti von á því að þarna væru næstum bara strákar. Ég hugsa að allir haldi bara að júdó sé strákaíþrótt. Þess vegna eru svona fáar stelpur að æfa,“ sagði Ingibjörg. Þau keppa í Noregi NÍU ungir sundmenn fara brátt utan til þátttöku á Norðurlanda- móti unglinga í sundi, sem fram fer í Ósló 13. og 14. desember nk. Það eru þau Anna Lára Ármannsdóttir og Kolbrún Ýr Kiistjánsdóttir, báðar úr ÍA, Gígja Hrönn Árnadóttir, Aftureld- ingu, Eva Dís Heimisdóttir, Keflavík, Margrét Rós Sigurðardótt- ir og Friðfinnur Kristinsson, Selfossi, Númi Snær Gunnarsson, Þór, auk Amar Amarsonar og Ómars Snævars Friðrikssonar úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hópur unglinga skemmti sér á Canon VASKIR Víkingar á „verðlaunapalli“ fyrir góða frammistöðu í tvíliðaleik 13 ára og yngri. F.v. Matthías Stephensen, Gunn- laugur Guðmundsson, Tryggvi Rósmundsson, Óli Páll Geirs- son, Guðmundur Pálsson og Þórólfur B. Guðjónsson. ÞESSIR piltar unnu til verðlauna í tvíliðaleik í f lokki 14 til 17 ára. F.v. Kristinn BJarnason, Víkingi, ívar Hróðmarsson, KR, Markús Árnason, Víkingi, Magnús Magnússon, Víkingi, Ragnar Guðmundsson, KR, og Örn S. Bragason, KR. unglingameistaramótinu í borðtennis SigursælirVíkingar UNGIR borðtennisiðkendur reyndu með sér á Canon unglinga- meistaramótinu svokallaða, sem haldið var í húsum TBR um síð- ustu helgi. Þátttakendur komu frá Víkingi, KR og Stjörnunni. Keppt var í þremur aldursflokk- um í einliðaleik, en tveimur í tví- liðaleik. í einliðaleik drengja ellefu ára og yngri sigraði Matthías Stephen- sen, Víkingi, en hann lagði Stjömumanninn Andrés Logason í úrslitaleik. í flokki pilta 12 til 13 ára bar Víkingurinn Óli Páll Geirsson sigur úr býtum eftir að hafa sigrað félaga sinn, Guðmund Pálsson, í leik um gullið. Markús Árnason, landsliðsmaður úr yík- ingi, sigraði KR-inginn ívar Hróðmarsson í úrslitaleik í flokki pilta 14 til 17 ára og hreppti því sigurlaunin. Markús sigraði einnig í tvíliða- leik sama aldursflokks, lék þá með félaga sínum úr Víkingi, Magnúsi Magnússyni. Þeir ívar og Kristinn Bjarnason, sem keppir fyrir Víking en lék með ívari í þetta sinn, höfn- uðu í öðru sæti. í tvíliðaleik drengja 13 ára og yngri, vann Óli Páll annan glæstan sigur, í þetta sinn með félaga sínum, Tryggva Rósmundssyni. Matthías og Gunn- laugur Guðmundsson komu næstir og fengu silfrið. 1. Markús Árnason og Magnús Magnússon, Víkmgi. 2. ívar Hróðmarsson, KR, og Kristinn Bjamason, Víkingi. 3. Ragnar Guðmundsson og Örn S. Braga- son, KR. Karate Shotokan-unglingamót Kata, 9 ára: 1. Þórarinn Jónmundsson........Þórshamri 2. Steinunn Ósk Axelsdóttir..Þórshamri 3. Sara Karen Þórisdóttir....Þórshamri Kata, 10 til 12 ára: 1. Lára Kristjánsdóttir.........Þórshamri 2. Margeir Stefánsson........Þórshamri 3. Agnar Freyr Gunnarsson......Þórshamri Kata 13 til 15 ára: 1. Hrafnhildur Ýr Ólafsdóttir...Þórshamri 2. Þorbjörn Guðmundsson......Þórshamri 3. Björgvin H. Björgvinsson...Akranesi Kata 16 til 18 ára: 1. Sólfveig Krista Einarsdóttir.Þórshamri 2. Hrafnhildur Ýr Ólafsdóttir..Þórshamri 3. Jón Viðar Arnþórsson......Þórshamri Kumite, 16 til 18 ára: 1. Sólveig Krista Einarsdóttir.Þórshamri 2. Daniel Pétur Axelsson.....Þórshamri 3. Davíð Rósinkrans...........Akranesi Hópkata: 1. B-lið Þórshamars; Hrafn Þráinsson, Lára Kristjánsdóttir og Margeir Stefánsson. 2. C-lið Þórshamars; Anna María Tómas- dóttir, Auður Olga Skúladóttir og Elsa Bjarnadóttir. 3. D-lið Þórshamars; Hrafnhildur Ýr Ólafs- dóttir, Eydís Ósk Ásgeirsdóttir og Teitur Magnússon. Júdó Sveitakeppni JSÍ Mótið fór fram í iþróttahúsinu við Austur- berg síðastliðinn laugardag. Fyrsti töludálk- urinn sýnir fjölda vinninga, sá annar fjölda einstaklingssigra og sá þriðji sýnir fjölda tæknistiga, sem sveitin vann sér inn i mót- inu. Yngri en 21 árs: Ármann...................3 10 95 Selfoss..................2 9 90 A-sveitKA................1 8 75 15 ára og yngri; KA.......................4 15 140 UMFG.....................2 12 120 A-sveit Ármanns..........2 9 75 VERÐLAUNAHAFAR í flokki drengja, 11 ára og yngri. F.v. Andrés Logason, Stjörnunni, Matthías Stephensen, Víkingi, Hafsteinn Halldórsson, KR, og Ásgelr Birkisson, KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.