Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA Fer ekki til Skotlands án hunds- ins Teds 1997 KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 BLAD C Stefán til C. Palace Skagamaðurinn Stefán Þórðar- son, sem leikur með Öster í Svíþjóð, heldur til Englands á sunnudag þar sem hann mun æfa með Crystal Palace í vikutíma. „Þeir hjá Palace vildu endilega fá mig til æfínga og ég er auðvitað ánægður með það. Það gekk þó ekki þrautalaust að fá að fara því Þorvaldur Makan æfir með Öste þjálfarinn neitaði mér um farar- leyfi, en stjómin tók af skarið og gaf mér leyfi. Ég fékk boð um að koma tii Englands sl. mánudag en fékk ekki grænt ljós frá Öster fyrr en í gær,“ sagði Stefán við Morgun- blaðið. Hann er samningsbundinn Öster fram yfír næsta tímabil og gat því ekki farið til æfinga hjá Crystal Palace nema með leyfi sænska fé- lagsins. „Þetta er spennandi og það verður svo bara að koma í Ijós hvert framhaldið verður." Þorvaldur Makan Sigbjömsson, sem lék með Leiftri síðasta tímabil og var m.a. þriðji markahæsti leik- maður deildarinnar, hefur æft með Öster síðan á mánudag. Stefán Þórðarson sagði að þjálfaranum lit- ist vel á Þorvald og bjóst fastlega með að honum yrði boðinn samn- ingur. SÆNSKI miðheijinn Lars-Gunnar Caiisti-and hjá Vastra Frölunda hefur fengið tilboð frá St. Johnstone í Skotlandi en fer hvergi nema heim- ilishundurinn fái að fara með. Samkvæmt breskum lögum verða öli dýr að vera í ákveðinn tíma í sóttkví áður en þau fá að fara inn í landið og í umræddu tilfelli þyrfti hundurinn að vera í einangr- un í sex mánuði. „Eg fer ekki frá Svíþjóð án Teds,“ sagði miöheijinn sem er 24 ára og laus allra mála hjá Vástra. Ekkert stendur mér nær en liundurinn og hann á ekki að h'ða fyrir að ég er atvinnumaður. Fái hann ekki að fara með mér verður ekkert úr samningum." Ted, sem er 10 mánaða, hefur mætt á allar æfingar með Carlstrand. „Hann er kóngurinn í félagsheimil- inu,“ sagði Svfinn. „Hann er allra yndi hvort sem hann er úti á velli eða inni í búnings- herbergi að líta eftir fotun- um mmum. KÖRFUKNATTLEIKUR Sprewell í árs bann hjáNBA Bandaríska körfuknattleiks- deildin NBA setti LatreU Sprewell í árs bann vegna hegðun- ar hans, en Golden State Warriors hafði áður rift samningi sínum við Sprewell í kjölfar framkomu leik- mannsins á æfingu í vikubyrjun, þegar hann réðst á P. J. Carlesimo, þjálfara liðsins, og hótaði honum lífláti. Þetta er í fyrsta sinn sem fé- lag í NBA riftir samningi við leik- mann vegna svona máls. Sprewell og Carlesimo hafa ekki átt skap saman og upp úr sauð á fyrmefndri æfingu. Þjálfarinn gagnrýndi leikmanninn, þeir skipt- ust á ókvæðisorðum og síðan kom til handalögmála. Sprewell var fleygt út af æfingunni en kom aftur stundarfjórðungi síðar og sló þjálf- arann. David Stem, framkvæmda- stjóri NBA, sagði að framkoma leikmannsins væri óafsakanleg enda hefði seinni atlagan verið ásetningur. „Iþróttadeild á ekki að þurfa að viðurkenna eða láta fram- komu viðgangast, sem er ekki þol- uð annars staðar í þjóðfélaginu,“ sagði hann um ákvörðun NBA. Sprewell gerði samning við Warriors til fjöguma ára og átti að fá 32 millj. dollara á samningstím- anum. Hann hefur fengið 7,7 millj. dollara af upphæðinni og fær ekki meira, að sögn félagsins, en lög- fræðingur hans sagði að réttur leikmannsins yrði ekki fyrir borð borinn. Garry St. Jean, fram- kvæmdastjóri Warriors, sagði að ákvörðun félagsins og NBA væri rétt. „Smánarleg framkoma at- vinnumanna hefur verið liðin allt of lengi. Við setjum ákveðin mörk - sumt er mikilvægara en sigur eða tap.“ Eftir atvikið sagðist Sprewell hafa gert mistök með þvi að ráðast á þjálfarann. „Ég h't ekki framhjá því en þetta gerðist og það voru mistök," sagði hann og bað áhan- gendur, fjölskyldu og vini afsökun- ar en hvorki þjálfara né samheija sína. Árásin átti sér stað fjórum dög- um eftir að Sprewell missti af flugi til Salt Lake City vegna leiks við Utah Jazz en á ýmsu hefúr gengið hjá honum sem hefur ekki fallið í kramið hjá þjálfaranum. Sprewell fær ekki laun meðan hann tekur út bannið. Hann hefur leikið í fimm ár í deildinni og líð- andi tímabil er hans besta til þessa en kappinn hefur þrisvar verið val- inn í stjörnuleik NBA. Þegar bann- ið tók gildi var hann 10. stigahæsti leikmaður deildarinnar með 21,4 stig að meðaltali í leik. Reuters Seizinger á sigurferð ÞÝSKA stúlkan Katja Seizinger varð sigurvegari i bruni kvenna í Lake Louise f Bandaríkjunum f gær, er hún fór brautina á 1.38,86 mín., en önnur var franska stúlkan Melanie Suchet á 1.39,05 mín. og f þriðja sæti Isolde Kostner frá ítalfu á 1.39,38. Hér á myndinni fyrir ofan er Seizinger f brautinni. Austurríkismaðurinn Andreas Schifferer varð sigurvegari í bruni karla f Beaver Creek í Colorado. ÁSTIN Á SINN ÞÁTT í AÐ SUIK HYUNG LEE KOM TIL ÍSLANDS / B2,B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.