Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
+
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 C 3
URSLIT
Eddie Jo-
nes leik-
maður
mánaðarins
EDDIE Jones, leikmaður Los
Angeles Lakei’s, var í gær út-
nefndur leikmaður nóvem-
bermánaðar í NBA-deildinni.
Hann gerði 21,1 stig að með-
altali í leik í síðasta mánuði
og tók 3,6 fráköst, átti 3,5
stoðsendingar og náði boltan-
um 2,4 sinnum að meðaltali í
leik. Skotnýting hans var 57%
- liann hitti úr 113 skotum af
199.
LA Lakers hefur leikið best
allra liða og unnið 13 leiki og
tapað aðeins tveimur á tíma-
bilinu. Þetta er besta byijun
liðsins síðan 1961.
URSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Washington - Sacramento...118:96
Milwaukee - Charlotte.....102:92
Dallas - New York.........105:91
Houston - Atlanta..........94:87
LA Clippers - San Antonio.100:96
■ Eftir framlengdan leik.
Íshokkí
NHL-deildin
Pittsburgh - New Jersey......0:4
Ottawa - Los Angeles.........3:2
Chicago - Colorado...........1:2
St Louis - Toronto...........4:3
Vancouver - San Jose.........2:3
Amerfski fótboltinn
NFL-deildín:
Cincinnati - Tennessee.....41:14
UM HELGINA
Handknattleikur
Laugardagur:
Bikarkeppni karla
16-liða úrslit:
ísafjörður: Hörður - ÍBV........16.30
Neskaupstu Valur/Austri - HK....14.00
Seljaskóli: ÍR - Valur..........16.00
Fjölnishús: Fjölnir - Fylkir....17.00
1. deild kvenna:
Vestm.: ÍBV - Grótta-KR.........14.00
Sunnudagur:
Bikarkeppni karla
16-liða úrslit:
Seltjamarn.: Grótta-KR - Víkingur ....20.00
Asgarður: Stjarnan - Haukar.....20.00
Körfuknattleikur
Laugardagur:
1. deild karia:
Egilsstaðir: Höttur - Hamar.....16.00
Þorlákshöfn: Þór - Leiknir......16.00
1. deild kvenna:
Keflavík: Keflavík-UMFG.........16.00
Seljaskóli: ÍR-ÍS...............14.00
Sunnudagur:
DHL-deildin:
Akranes: ÍA - UMFN..............20.00
Borgames: Skallagrímur - IR.....20.00
Grindavík: UMFG - KR............16.00
Akureyri: Þór - Keflavík........20.00
Strandgata: Haukar-KFÍ..........20.00
Valsheimili: Valur - Tindastóll.20.00
1. deild karla:
Stykkishólmur: Snæfell - Breiðabl.20.00
Borðtennis
Jón Bakan-mótið í borðtennis fer fram i
TBR-húsinu á morgun, sunnudag. Keppt
verður í sex flokkum.
Blak
Laugardagur:
1. deild karla:
KA-heimili: KA - Þróttur N....kl. 13.30
Leiðrétting
RANGT var farið með fóðumafn
Astu Sölvadóttur, leikmanns
Stjömunnar í handbolta, í blaðinu í
gær. Hún var sögð Pétursdóttir.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
HANDKNATTLEIKUR
HANDKNATTLEIKUR
Astin á sinn þátt í að einn besti handknattleiksmarkvörður heims leikur með FH hér á landi
Suður-Kóreumaðurinn Suik
Hyung Lee hefur vakið mikla at-
hygli í vetur fyrir framúrskarandi
markvörslu með liði FH og hefur að
meðaltali varið flest skot allra mark-
varða í 1. deildinni að loknum ellefu
umferðum. Hann kom til landsins
sumarið 1996 í þeim tilgangi að leika
handknattleik _ og gekk til liðs við
Hafnfirðinga. í fyrra átti hann erfitt
uppdráttar eins og flestir leikmenn
liðsins, en f vetur hefur hann
blómstrað. Lee var þó ekki með öllu
ókunnugur handknattleik hér á landi
því hann lék með landsliði S-Kóreu
hér á landi á heimsmeistaramótinu í
handknattleik vorið 1995. Stóð hann
sig einstaklega vel og vakti frammi-
staða hans verðskuldaða athygli.
M.a. átti hann stórleik gegn íslend-
ingum í Laugardalshöllinni fyrir
framan rámlega 5.000 áhorfendur
átti öðrum fremur þátt í því að ís-
lenska liðið beið lægri hlut, 26:23.
Varði hann 19 skot í leiknum og flest
þeirra úr opnum færum, af línu, eftir
gegnumbrot og úr hraðupphlaupum.
Eftir leikinn sagði Valdimar
Grímsson landsliðsmaður í samtali
við Morgunblaðið um frammistöðu
Lee. „Ég held að skot yfir og undir
hann séu þau skot sem hafa hingað
til dugað best gegn honum, en í dag
varði hann allt. Við gátum varla
skorað."
Nú, hálfu þriðja ári síðar, þegar
leikurinn er rifjaður upp segir Lee
með bros á vör. „Ég var hræddur
um að komast ekki lifandi úr Laug-
ardalshöllinni að leik loknum," sagði
Lee með bros á vör þegar Morgun-
blaðið hitti hann á matsölustaðnum
Café Kim sem væntanlegir tengda-
fyrir foreldrar hans eiga og reka við
Rauðarárstíg. „íslensku áhorfend-
urnir studdu vel við bakið á liði sínu
og við vorum með alla áhorfendur
gegn okkur sem skiljanlegt er. Við
hins vegar sigruðum og lögðum
stein í götu íslenska liðsins í keppn-
inni. En um leið og leiknum lauk
voi-u allir orðnir rólegir og ég hafði
ekkert að óttast,“ bætir Lee við.
Ást við fyrstu sýn
Heimsmeistarakeppnin var e.t.v.
ástæðan fyrir því hann kom aftur til
Suik Hyung Lee landsliðsmarkvörður
S-Kóreu hefur staðið sig frábærlega með
FH í vetur. I samtali við ívar Benedikts-
son segist hann líta á veru sína hér á landi
sem nám í evrópskum handknattleik í þeim
tilgangi að gera landslið þjóðar sinnar enn
sterkara en það er í dag og betur búið und-
ir að mæta handknattleiksliðum Evrópu
í framtíðinni.
HANDKNATTLEIKUR - MFL - KARLA
SELJASKÓLI
KL. 16.00 í DAG
Bikarkeppni — 16-liða úrslit
w \ R-VAI L U R
Stuðningsmenn lióanna, fjölmennið!
íslands, landsins sem hann vissi
nær ekkert um þegar lagt var af
stað á HM. Á meðan hann dvaldi
hér á HM komst hann í kynni við
Oskar Kim og fjölskyldu hans og
Lee féll fyrir dóttur þeirra hjóna,
Klöru Jenný Kim. „Það var ást við
fyrstu sýn, ekkert flóknara," segir
Lee. Seinna þegar hann sýndi því
áhuga að koma til Evrópu og leika
handknattleik var Óskar honum
innan handar við að komast í sam-
band við félög. Úr varð að FH fékk
að njóta krafta þessa frábæra
markvarðar, sem að margra mati er
sá besti í Asíu og einn allra fremsti í
heiminum.
„Þegar ég kom hingað með lands-
liðinu 1995 vissi ég lítið um land og
þjóð og það litla sem ég vissi var
rangt. „Ég hélt að hér væri snjór
yfir mestöllu landinu og aðeins væri
búið á litlu svæði syðst þar sem íbú-
amir byggju við fornfálegan kost í
miklum kulda.“
Suik Hyung Lee er fæddur í Dae
Gu borg í suðurhluta S-Kóreu 13.
janúar 1971 og verður hann því 27
ára eftir rúman mánuð samkvæmt
þeim hefðum sem ríkja víðast hvar.
Hann segist hins vegar vera orðinn
27 ára því í hans heimalandi er með-
göngutíminn talinn með. Lee er því
farinn að slaga upp í 28. árið. „Ég á
bróður og systur sem bæði eru
yngri. Móðir mín býr í Dae Gu en
faðir minn er látinn.
Grunnur úr Tae-kwon do
„Ég byrjaði ekki að æfa hand-
knattleik fýrr en fjórtán ára, en líkt
og margir aðrir landar mínir var
fyrsta íþróttagreinin sem ég komst í
kynni við, þjóðaríþróttin Tae-Kwon
do sem er sjálfsvarnaríþrótt. Hana
fór ég að æfa átta ára gamall. í Tae-
kwon do lærist m.a. einbeiting og
það er eitt grunnatriðanna ásamt
sjálfsaga. Þá þarf mikla líkamlega
mýkt, og allar hreyfingar eru mjög
snöggar," segir Lee og leggur
áherslu á að þessi grunnur sem
hann hefur úr þjóðaríþróttinni hafi
svo sannarlega skilað sér í hand-
knattleiknum. Snerpa, mýkt og góð
einbeiting sé nauðsynleg öllum
markvörðum.
Að þessum orðum sögðum lá bein-
ast við að spyrja hvort ekki væri rétt
að senda íslenska markverði í Tae-
Kwon do og Lee var ekki lengi að
svara. „Þeir sem eru í 1. deild eru
orðnir of gamlir. Til þess að Tae-
kwon do komi að gagni í öðrum
íþróttagreinum þarf að byrja æfing-
ar á bamsaldri líkt og gert er í mínu
heimalandi. Það hjálpar lítið að byrja
eftir að líkaminn er hættur að vaxa,
en auðvitað geta allir stundað íþrótt-
ina sér til heilsubótar og ánægju, en
grunninn þurfa menn helst að fá á
unga aldri.“ Einnig segir Lee að
þjálfarar í S-Kóreu, einkum við há-
skólana stundi mikið rannsóknir og
leiti leiða til þess að bæta íþrótta-
mennina bæði líkamlega og andlega.
Þess hafi hann fengið að njóta á síð-
ari stigum.
Þegar hann hóf að æfa handknatt-
leik lagði hann Tae-kwon do að
mestu á hilluna, enda tók handknatt-
leikurinn huga hans allan. Enginn
tími var heldur til þess að æfa af full-
um krafti tvær íþróttagreinar með
námi, einkum eftir að grunnskóla
sleppti. Hvað varð þess valdandi að
hann fór að æfa handknattleik?
Skipað í markið
„íþróttir hafa verið mitt áhuga-
mál frá því ég man fyrst eftir mér
og því hef ég íylgst með mörgum
íþróttagreinum. Eitt sinn sá ég
kappleik í handknattleik og þá
hugsaði ég með mér, þetta er mín
íþrótt. Eftir það varð ekki aftur
snúið og ég sneri mér alfarið að því
að æfa handknattleik. Á þessum ár-
um var ég lítill og reyndi fyrst íyrir
mér sem sóknarleikmaður, en gekk
illa. Einn daginn skipaði þjálfarinn
mér að fara í markið því ég væri svo
slakur sóknarmaður. Ég lét tilleið-
ast, fór í markið og náði fljótlega
góðum árangri og tók framfórum
hröðum skrefum."
Morgunblaðið/Ásdís
Segullinn
SUIK Hyung Lee ásamt kærustu sinni, Klöru Jennýju Kim,
stúlkunni sem öðru fremur dró athygli hans að íslandi. Klara er
19 ára nemandi við tannlæknadeild Háskóla íslands og hefur bú-
ið alla sína ævi hér á landi.
leikana í Barcelona sem haldnir
voru 1992. Landsliðið byrjaði að
æfa ári fyrir leikana.
Lee segir það vera reglu að íyrir
stórmót í handknattleik s.s. heims-
meistaramót og Ólympíuleika að
valinn sé 30 til 40 manna landsliðs-
hópur til æfinga og kemur hópurinn
saman með reglulegu millibili og
æfir mikið, allt upp í átta tíma á
dag. Þegar nær dregur keppninni
er fækkað í hópnum niður í 16 til 18
og er þá hópurinn saman í tvo mán-
uði fyrir átökin. „Handknattleiks-
menn í Kóreu æfa mun meira en
þeir íslensku og aginn er mun meiri.
Einkum eru það landsliðsmennirnir
sem æfa meira. Hér á Islandi vildi
ég gjarnan að menn æfðu lengur í
hvert skipti því oft er líkaminn rétt
að mýkjast þegar æfingunni er lok-
ið. Sérstaklega þykir mér að þeir
sem yngri eru og komnir í meistara-
flokk og stefna á landsliðið þyrftu
að æfa lengur í hvert sinn og jafnvel
einbeita sér að sérstökum hlutum í
hvert sinn, s.s. skotæfingum og
ýmsum tegundum tækniæfinga.“
Ekki valinn vegna mótmæla
Samkeppnin um að komast í
landsliðið er mikil en í það er valið
úr háskólaliðunum. „Allt frá því að
ég var í menntaskóla var landsliðið
draumurinn, að komast inn í góðan
háskóla og inn í landsliðið, það var
aðalatriðið. Háskólinn skipti miklu
máli því leikmenn bestu háskólanna
fá meiri athygli og því eru mögu-
leikarnir meiri. Strax á íyrsta ári
rættist draumurinn.“
Með landsliðinu lék hann á Asíu-
leikunum og á Friðarleikunum 1994
auk fjölda æfingaferða til Evrópu.
En þrátt fyrir mikla alúð við æfing-
ar fyrir Olympíuleikana 1992 var
hann ekki valinn. Babb kom í bátinn
og Lee sat heima þrátt fyrir að hann
segist hafa verðskuldað sæti í lands-
liðinu. ,Á öðru ári í háskólanum tók
ég þátt í mótmælum gegn stjórn-
völdum og fyrir það varð ég að
gjalda með því að vera ekki valinn.
Þjálfarinn vildi fá mig með en
íþróttayfirvöld strikuðu nafn mitt út
og þar við sat. Seinna var ég tekinn í
sátt og komst í landsliðið á ný eftir
leikana. Fjórum árum síðar þegar
Ólympíuleikar voru haldnir náði
landsliðið ekki að vinna sér keppnis-
rétt. Virðist mér sem mér sé ekki
ætlað að keppa á Ólympíuleikum, en
ég vona að mér og landsliðinu auðn-
ist að vera með í Sydney árið 2000.“
Þanning hefur Lee varið í h
. deildinni
handknattleik
- , Gegn
Gegn HK , Gegn KA, Gegn IR Haukum
Lék ekki
Imeð gegn
Vlkingi v.
meiðsla
Gegn Gegn Gegn Gegn Gegn Gegn
IBV , Val .BreiðabL Aft.eld., Stjöm. , Fram ,
20
I Sigmar Þröstur Oskarsson ÍBV 175/11 11 15,9
1. umf.
BErgsveimi Bergsveinsson Aftureld. 159/10 10 15,9
Guomundm Hrafnkelsson Valur 173/7 11 15,7
Hlynut Jóhannesson HK 167/3 11 15,2
2. umf. 3. umf. 4. umf.
5. umf.
15
10 ,
...
Þessir hafaWgfr
varið mest
6. umf. 7. umf. 8. umf. 9. umf. 10. umf.11. umf.
Almennur áhugi er fyrir íþróttum
í S-Kóreu, að sögn Lee. Vinsælasta
íþróttagreinin er blak en einnig er
áhugi mikill fyrir hafnabolta, knatt-
spyrnu og körfuknattleik auk
þjóðaríþróttarinnar sem áður hefur
verið getið um og þjóðin stundar frá
barnsaldri fram á efri ár eða svo
lengi sem heilsan leyfir.
Um fyrsta árið sitt hér á landi
segir Lee. „Fyrsta keppnistímabil-
ið mitt hér á landi var erfitt, bæði
við að aðlagast aðstæðum og leik
félaganna hér á landi. Þá tók tíma
að kynnast leikmönnum FH og
leikaðferðum liðsins og ekki hvað
síst andstæðingunum. Handknatt-
leikur í Evrópu er ólíkur þeim
handknattleik sem ég er vanur.
Takturinn er annar en í Kóreu þar
sem hraðinn er meiri og leikmenn
sneggri. Nú hef ég vanist hand-
knattleiknum betur hér á landi og
kynnst félögunum. Eins þekki ég
veðráttuna og þetta mikla myrkur
sem hér er yfir háveturinn. Oft og
tíðum var ég dapur yfir því hversu
slakur ég var, en það skánaði þeg-
ar frá leið. Undir mótslok í fyrra
leið mér orðið skár og um leið fór
ég að leika betur.“
Markvisst hjá Kristjáni
Lee segir að FH-liðið í vetur sé
ekkert líkt því sem var í fyrra þó
það sé skipað sömu leikmönnum.
„Við leikum betur og vörnin er mun
betri, þá er áhuginn einnig ólíkt
meiri. Ég hef enn meiri stuðning frá
félögum mínum og vonandi get ég
einnig hjálpað þeim meira.“ Þá seg-
ir hann tungumálaerfiðleika hafa
sett sitt strik í reikninginn. Hann
hafi ekkert kunnað nema sitt móð-
urmál, en nú sé hann farinn að geta
gert sig skiljanlegan á ensku og geti
um leið betur skilið aðra. „Kristján
Arason þjálfari er réttur maður á
réttum stað og hefur breytt miklu.
Æfingar hans eru markvissar og
allt er í föstum skorðum."
Eitt af því sem vakið hefur at-
hygli þeirra sem fylgst hafa með
FH-liðinu er hvemig Lee býr sig
undir leiki, hann di'egur sig í hlé
þegar aðrir hita upp og fer sínar
eigin leiðir. Síðan kemur hann til
leiks gífurlega einbeittur og lætur
ekkert raska ró sinni á meðan leik-
urinn stendur yfir. Hvernig undir-
býr hann sig fyrir leiki?
„Einbeitingin lærðist í Tae-kwon
do en síðari ár hef ég mikið notað
tölvur og tölvuleiki til þess að slaka á
fyrir mikilvæga leiki,“ segir Lee og
hlær og byijar að segja hvað hann
gerir alltaf eftir leiki og flest kvöld
áður en farið er að sofa. Þá horfir
hann á upptökur af leikjum með FH
af myndbandi. „Þannig sé ég hvað ég
gerði rangt og hvað rétt, hvernig ég
get gert hlutina betm’. Ég eyði mikl-
um tíma í að hugsa um og skoða leiki
og eftir á fara yfir þá í huganum.
Dag hvem nota ég einhvem tíma til
þessara athuguna. Á leikdegi borða
ég lítið og ekkert síðustu fjóra til
fimm klukkutímana fyrir leik. Ork-
una fæ ég með því að borða vel flesta
daga, ekki hvað síst daginn fyrir leik.
Leikdagurinn fer meira og minna í
að hugleiða í einrúmi og hugsa um
verkefnið sem framundan er. Þegar
út í leikinn er komið sé ég ekkert
annað en boltann og leikmennina
sem á vellinum eru.“
Þótt honum sé farið að líka lífið
hér á landi betur en áður segir hann
það ekki koma til greina að festa
rætur á íslandi. „Nei, það kemur
ekki til greina," sagði Lee ákveðinn.
En þrátt fyrir að hann vilji ekki
búa hér á landi viðurkennir hann að
ástin hafi dregið sig hingað og átt
stærstan þátt í að hann er að leika
handknattleik með FH en ekki í
Þýskalandi eða Sviss þar sem
nokkrir landar hans spila. „Ég vissi
að á íslandi væri leikinn ágætur
handknattleikur. Þá spillti ekki fyr-
ir að ég þekkti fjölskyldu hér á
landi, en það er nógu erfitt að flytja
til ókunnugs lands og enn erfiðara
er það þegar maður þekkir engan.
Þess vegna valdi ég Island.“
Verður þú íslandsmeistari með
FHívor?
„Vonandi, við stefnum að því, en
það eru fleiri sem hafa áhuga á titl-
inum.“
Nám í handknattleik
Ein meginástæðan fyrir því að
Lee ákvað að hleypa heimdraganum
var samt sú að hann vildi kynnast
evrópskum handknattleik, sem er að 1
mörgu leyti ólíkur þeim sem leikinn
er í Asíu. „Við erum fjórir S-Kóreu-
menn sem leikum með félagsliðum í
Evrópu og tilgangur okkar með að
leika í Evrópu er að kynnast hand-
knattleiknum hér og geta síðan miðl-
að af þessum kynnum okkar til landa
okkar þannig að við verðum betur í
stakk búnir til að mæta Evrópuþjóð-
um er fram líða stundir. Landslið
okkar á vonandi eftir að verða enn
sterkara en það er í dag vegna
þessa.“
Lee lítur á veru sína hér sem nám
1 evrópskum handknattleik og seg-
ist vel geta hugsað sér að eyða tíu
árum við þessa iðju sem hann telur
að komi handknattleik í heimalandi
sínu vel. Þess má geta að Lee hefur
próf í íþróttafræðum frá háskólan-
um í Seoul.
Hvað þýðir nafnið?
Öll mannanöfn í S-Kóreu hafa
sína merkingu og því lék blaða-
manni forvitni á því, undir lok sam-
talsins, að vita hvað nafn hans, Suik
Hyung Lee þýddi. „Lee er nafn fjöl-
skyldu minnar, en Suik þýðir stór
og Hyung bjartur," segir hann og
hlær við. Eg er stór miðað við
marga landa mína en bjartur get ég
vart kallast eins dökkhærður og ég
er. Líklega stend ég ekki að fullu
undir nafni fyrr en ég verð sköllótt-
ur, hvenær sem það verður."
Mótherjar Islands í
sama riðli á EM á Ítalíu
JÚGÓSLAVÍA og Litháen, sem voru med íslandi í riðli í Evrópu-
keppni landsliða í handknattleik, eru í A-riðli úrslitakeppninnar,
en hún fer fram á Italíu 29. maí til 7. júní. í A-riðli eru að auki
gestgjafar ítahu, Sviþjóð, Frakkland og Þýskaland. í B-riðli eni
Evrópu- og heimsmeistarar Rússlands, ólympíumeistarar Króatíu,
Spánn, Ungi'eijaland, Tékkland og Makedóma. Sex efstu liðin
tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM í Egyptalandi 1999 en verði
Rússar f einu af þessum sætum fer liðið í sjöunda sæti líka til Eg-
yptalands. Önnur lið verða að fara í aukakeppni um sæti næsta
haust.
Morgunblaðið/Einar Falur
LEE stóð sig frábærlega í marki Suður-
Kórumanna á HM f Kumamoto.
Lee fór í háskóla í Seoul, höfuðborg lands-
ins, og um leið gekk hann til liðs við Doo San
Kyung Wol sem rekið er af fyrirtæki. Félagið
eða fyrirtækið sá síðan um að greiða skóla-
gjöldin fyrir hann gegg því að hann léki með
því. Handknattleikur í S-Kóreu er ekki fjöl-
menn íþróttagrein og aðallega stunduð í há-
skólum landsins. Strax á fyrsta ári vakti Lee
athygli og var valinn í landsliðið árið 1990. Þá
var byrjað að huga að hópnum fyrir Ólympíu-
+
Ef upphæðin 200
kemur þrisvar á
skafmiðann færð
þú 200 kr. afslátt
næst þegar þú
kaupir geisladisk
í Japis.
CT
JAPISS
BRAUTAROLT
N G L U N N
LAUGAVEG
S I M I
5 6 2 5 2 0 0