Morgunblaðið - 06.01.1998, Qupperneq 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
erðin mikla hjá~KA
nnirnir/voru á ferð í rútu í
tals hátt í 35 klukkustundir
ið sinni um Holland, þýska-
Austurríki og Lúxemborg
til og frá Trieste á Ítalíu
Lagt upp frá Akureyri
föstudaginn 2. janúar
um kl. 6.00 ai morgni.
Fiogib til Keflavíkur og
áfram til Amsterdam
Aætlaður komutími
til Akureyrar aftur
umkl. 18.00 þann
5. janúar 1998
Amsterdam - Salzburg um 975
Salzburg - Trieste um 365
Trieste - Lúxemborg um 1.080
km
km
km
SAMTALS um 2.420 km
Komið til Salzbprg um kl. eitt að nóttu.
Lagt af stað til Italíu um kl. níu 3. janúar
—^\ Haldið heimleiðis frá Trieste > j\ Komið til Trieste um kl. 14.00
um kl. 14.00 þann 4. janúar. I , feun bann 3. janúar eftir 5 tíma rútuferð;
Leikið í Trieste kl. 11.00 4. janúar I
■ GUÐNI Bergsson, fyrirliði
Bolton, er kominn með fimm gul
spjöld og fer í tveggja leikja bann
eftir helgi.
■ ANDY Thompson, samherji
hans, er nýkominn úr þriggja leikja
banni og er á leiðinni í tveggja leikja
bann vegna fimm gulra spjalda.
■ BOLTON hefur fengið flest
spjöld í ensku úrvalsdeildinni og er
Colin Todd, knattspyrnustjóri, allt
annað en ánægður með gang mála.
„Eg er ekki ánægður með þetta -
þessum bókunum verður að linna.“
■ BRAD Friedel verður væntan-
lega í marki Liverpool þegar liðið
sækir Newcastle heim á morgun í
átta liða úrslitum deildabikarkeppn-
innar.
■ PAUL Ince, fyrirliði Liverpool,
sagði ekki rétt að fórna David
James eftir einn tapleik en varnar-
mennirnir Jason McAteer, Björn
Tore Kvarme, Dominic Matteo og
Steve Ilarkness eiga allir einnig á
hættu að missa stöðu sína.
■ ANDY Hinchcliffe, varnarmað-
ur hjá Everton, hefur verið í við-
ræðum við Tottenham en talið er að
hann kosti ekki undir þremur millj.
punda. Hinchcliffe skrifaði um mitt
liðið ár undir samning til fjögurra
“ **» .**w**®'
FOLK
ára en Everton fékk hann frá
Manchester City fyrir sjö árum og
greiddi þá 900.000 pund.
■ ALEX Ferguson, stjóri
Manchester United, var spurður
hvenær hann hefði verið viss um
sigur á Chelsea í bikarnum um
helgina. „Þegar ég sá leikskýrsl-
una,“ svaraði hann að bragði.
■ PHILIPPE Troussier hefur
verið ráðinn landsliðsþjálfari Suð-
ur- Afríku í knattspyrnu og tekur
hann við stöðunni í mars.
■ TROUSSIER er þjálfari Burk-
ina Faso en hefur áður þjálfað
landslið Nígeríu og Fílabeins-
strandarinnar.
■ DARRYL Sydor var fyrsti vain-
armaðurinn í NHL-íshokkídeildinni
í vetur til að gera þrennu en það
gerði hann um helgina í 6:1 sigri
Dallas á Carolina.
■ BAYERN Miinchen hefur greitt
7.500 mörk sem Uli Höness, fram-
kvæmdastjóra félagsins var gert að
greiða vegna ósæmilegra ummmæla
um dómara en sagðist ekki ætla að
borga.
■ REAL Zaragoza sektaði Ar-
gentínumennina Gustavo Lopez og
Kily Gonzalez fyrir að koma fimm
dögum of seint til félagsins úr jóla-
fríi. Hvorum landsliðsmanni var
gert að greiða um 500.000 kr. og
þeir voru ekki í byrjunarliðinum á
móti Bilbao í spænsku deildinni í
fyrrakvöld.
■ VLADISLAV Radimov, miðju-
maður hjá Zaragoza, sem var sett-
ur í 10 daga æfingabann fyrir að
móðga þjálfara liðsins fyrir jól var
varamaður á sunnudag.
■ GILBERT Gress, þjálfari
Neuchatel Xamax undanfarin 15 ár,
verður væntanlega næsti landsliðs-
þjálfari Sviss í knattspyrnu.
■ CHRISTLAN Gross, knatt-
spymustjóri Tottenham hefur
einnig verið orðaður við starfið og
sérstaklega eftir að aðstoðarþjálfari
hans varð að fara frá Englandi þar
sem hann hefur ekki fengið atvinnu-
leyfi en Gross segist halda samning
sinn við Spurs.
FJÖTRAR
að er mikilvægt fyrir þá sem
vilja ná langt í íþróttum að
keppa við jafningja sína frá öðr-
um löndum. Þannig öðlast menn
dýrmæta reynslu sem nýtast
mun félagi eða landsliði um
ókomin ár. En það er dýrt fyiir
íslensk félagslið að taka þátt í al-
þjóðlegum mótum og það svo að
lið veigra sér við að
vera með. Þetta er auð-
vitað mjög slæmt því
deildir flestra félaga
berjast í bökkum. Þess
má geta að það kostar
félög sjaldnast undir
einni milljón ki'óna að
taka þátt í Evrópukeppni, fyiir
hverja umferð. Já, það er dýrt að
vera fátækur, sérstaklega á eyju í
miðju Atlantshafi.
Knattspyrnan er raunar sér á
báti í þessu því Knattspynusam-
band Evrópu (UEFA) greiðir öll-
um liðum sem taka þátt í Evrópu-
keppninni fyrir þannig að þau
eiga ekki að líða fjárhagslegt tjón
af. Nái lið langt í keppninni fá
þau enn meira greitt þannig að
velgengni íslenskra knattspyrnu-
liða í Evrópukeppni er hvalreki
fyrir gjaldkera viðkomandi liðs.
Handknattleiks- og köifuknatt-
leiksmenn eru því miður ekki
eins lánssamir því Evrópusam-
bönd þessara íþróttagreina
(EHF í handknattleiknum og
FIBA í körfuknattleiknum) virð-
ast ekki vera eins fjáð og knatt-
spyrnusambandið. Reyndar telja
margir að FIBA standi vel en
einhverra hluta vegna hefur ekki
tekist að fá forráðamenn þess til
að losa sjóði sína og greiða liðum
fyrir þátttöku svipað og UEFA
gerir.
Ekkert lið tekur þátt í Evrópu-
keppninni í körfuknattleik og ein-
hver ár eru liðin síðan íslenskt lið
var þar á meðal keppenda. Tvö
lið, KA og Afturelding, taka þátt í
Evrópukeppninni í handknattleik
og það síðarnefnda vegna þess að
leikmenn félagsins ák\'áðu að
vera með upp á eigin reikning,
eftir að stjórnin hafði ák\reðið að
taka ekki þátt - sökum mikils
kostnaðar.
Menn leggja mikið á sig til að
öðlast þá reynslu sem fæst með
þátttöku í slíkum mótum. Hér til
hliðar má til dæmis sjá að leik-
menn KA sátu í ríflega 30
klukkustundir í langferðabíl til að
komast til og frá leikstað á Ítalíu
um helgina. Slíkt getur varla
talist góður undirbúningur fyrir
leik í Ewópukeppni, en þetta
gerðu Akureyringar til að spara
og ber að virða þá fyrir það.
Þegar svo er komið að þátttaka
í Evrópukeppni er ekkert nema
kostnaðm- þá verða menn að
staldra aðeins við og íhuga málið
vandlega. Forráðamaður íjjrótta-
mála orðaði það svo: „Til hvers að
vera með ef góður árangur gefur
ekkert nema emi meira tap?“
Spyr sá er ekki veit.
En hvað er til ráða? Er skyn-
samlegt íyrir framgang íþróttar-
innar að íslensk félög hætti þátt-
töku í alþjóðlegum mótum?
Varla. Hvar geta félögin fengið
aukið fé til að þau geti verið með í
alþjóðlegum mótum? Eiga stjórn:
völd eða Afreksmannasjóður ÍSÍ
að hlaupa undir bagga og aðstoða
íslenska íþróttamenn við að losna
undan ættjarðai-fjötrum?
Skúli Unnar
Sveinsson
íslenskir íþróttamenn
finna að það er dýrt
að vera fátækur
Ætlaði handknattleil^maðurínn GÚSTAF B JARNASON að byrja árið með stæl?
Sérstakar
aðstæður
GÚSTAF Bjarnason var í sviðsljósinu á fjögurra þjóða mót-
inu í handknattleik sem fram fór í Svíþjóð um helgina.
Gústaf, sem hefur spilað flesta landsleiki af leikmönnum ís-
lenska liðsins, var í hópi markahæstu manna mótsins, en
hann var líka aldursforseti íslenska liðsins og fyrirliði þess í
fyrsta sinn. „Sérstakar aðstæður gerðu það að verkum að
ég var elsti maðurinn í hópnum, aðeins 27 ára, og jafnframt
með flesta landsleiki en atvinnumennirnir, að einum undan-
skildum, fengu frí að þessu sinni sem er vel skiljanlegt
vegna verkefna þeirra með félagsliðum sínum á sama tíma,“
sagði Gústav við Morgunblaðið. Hann er í sambúð með Hildi
Loftsdóttur og eiga þau soninn Daníel ísak, sem verður
tveggja ára 20. mars nk.
Gústaf gekkst undir aðgerð á
hægra hné í byrjun nóvem-
ber og hafði því lítið sem ekkert
leikið í tæpa tvo mánuði fyrir
keppnina í Sviþjóð.
Eftir „Ég var reyndar
Steinþór með á öðrum fæti í
Guðbjartsson bikarleiknum á móti
Stjömunni í byrjun
desember og Þorbjöm Jensson
landsliðsþjálfari tók tillit til að-
stæðna hjá mér - lagði áherslu á
æfingar fyrir mig sem hentuðu
mér mjög vel. Eins og gefur að
skilja var ég ekki tilbúinn í hvað
sem var en hef byggt mig upp
hægt og rólega. Aðgerðin virðist
hafa tekist vel en ég fann samt að-
eins til í hnénu í þessum leikjum.
Það kemur ekki á óvart því ég hef
misst mikinn styrk í fætinum."
En það kom á óvart að vera
elstur í hópnum?
„Já, sérstaklega þar sem ég er
ekki nema 27 ára. Þetta var und-
arleg tilfínning en um leið
skemmtileg - gaman að vera fyr-
irliði landsliðsins.“
Hafði það sérstök áhríf á þig?
„Nei. Ég er þannig að eðlisfari
að ég held að ég hafi sýnt gott
fordæmi án þess að vera fyrirliði
en ef til vill fann ég fyrir meiri
ábyrgð en venjulega."
Kom árangur liðsins þér á
óvart?
Morgunblaðið/Ásdís
GÚSTAF Bjarnason með soninn Daníel ísak heima í Hafnarfirði
skömmu eftir komuna frá Svíþjóð í gær.
„Já og nei. Þetta er samstæður
hópur og margir góðir leikmenn
en þegar við fórum af stað hafði
ég á tilfmningunni að annaðhvort
stæðum við okkur mjög vel eða
allt færi í hund og kött. Við höf-
um ekki verið mikið saman og
okkur gekk brösuglega í fyrstu
æfingaleikjunum heima - vorum
„brothættir". Hins vegar náðum
við mjög vel saman þegar á
reyndi og spiluðum vel í keppn-
inni.“
Hvað með þigsjálfan?
„Ég legg mig alltaf fram eins
og ég get. Stundum á ég góða
daga og stundum ekki en þetta
gekk vel hérna. Ég var í herbergi
með Frammaranum Nirði Árna-
syni, en næsta skref er einmitt
bikarleikur Hauka við Fram á
sunnudag. Við eigum titil að verja
en Frammarar enj hungi'aðir og
baráttan er um allt eða ekkert.“
Hefurðu eitthvað gælt við að
komast íatvinnumennsku?
„Ég er leiðbeinandi í félags-
miðstöðinni Vitanum í Hafnar-
firði og kann ágætlega við það, en
auðvitað er draumur allra að geta
haft atvinnu af og lifað á því sem
skemmtilegast er að gera. Hins
vegar fá ekki allir tækifærið og
það er ekki ekki lífsspursmál hjá
mér að komast í atvinnumennsku.
Engu að síður hef ég hugsað um
þetta og neita því ekki að ef
skemmtilegt og spennandi tilboð
bærist væri ég hugsanlega tilbú-
inn að hoppa á það. En það yrði
að vera eitthvað sérstakt því ég
er í góðu félagi.“