Morgunblaðið - 06.01.1998, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.01.1998, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 B 3 HANDKNATTLEIKUR Spiluðu í sextán klukkustundir LEIKMENN KA-liðsins ferð- uðust í sextán klukkustundir i langferðabifreið frá Trieste til Lúxemborgar, eftir Evrópuleik þeirra gegn Gen- eral Triester, en það tók þá átján klukkustundir í lang- ferðabifreið að fara fá Amst- erdam til Trieste. KA-menn, sem komu til Lúxemborgar kl. sex í gærmorgun, lentu í slæmu veðri á leið sinni þang- að - roki og rigningu. Fjórir leikmenn KA spiluðu Kana all- an timann í rútunni - þeir Sævar Árnason, Hilmar Bjamason, Leó Öm Þorleifs- son og Þorvaldur Þorvaldsson, alls 421 spil. íslenskur bflstjóri, Grétar Grétarsson, sá um að aka KA-liðinu. Yala fékk ekki vegabréfs- áritun Morgunblaðið/Kristinn NJÖRÐUR Árnason skoraði sjö mörk gegn Túnis. Hér er hann í leik með Fram, að sækja að fétaga sínum í landsliðinu, Vals- manninum Davíð Ólafssyni í leik í 1. deildarkeppninni. Þorbjöm Jensson ánægður eftirfjögurra þjóða mótið í Svíþjóð ALSÍRBÚINN Karim Yala lék ekki með KAI Trieste, þar sem hann fékk ekki vegabréfsárit- un til Ítalíu. Yala var í jólafríi í Alsír og átti hann sjálfur að sjá um að koma sér til Trieste. KA fékk að vita kl. 16 þriðju- daginn 30. desember að Yala ætti í erfíðleikum með að fá vegabréfsáritun, þannig að KA-menn gátu ekkert gert til að ganga í málið þar sem frí- dagar voru framundan. KA-menn Við græddum mikið á þessari keppni ISLENDINGAR urðu íöðru sæti á fjögurra þjóða móti í handknatt- leik sem fór fram í Svíþjóð um heigina. íslendingar sigruðu Túnis- menn örugglega f síðustu umferð en byrjuðu á þvi að valta yfir Egypta. Á laugardag töpuðu þeir fyrir Svíum sem gerðu jaf n- tefli við Egypta á sunnudag og tryggðu sér þar með fyrsta sætið. Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálf- ari, gaf atvinnumönnunum, að undanskildum Róberti Sighvats- syni, frí frá þessu verkefni og var því með menn, sem flokkast flestir undir að vera nýliðar í landsliðinu. En þeir stóðu sig vel og Þorbjörn var ánægður í mótslok. „Við grædd- um mikið á þessu,“ sagði hann við Mbk FOI_K ■ DORMAGEN hefur fengið til liðs við sig hinn fjölhæfa Andreas Kotwitz, sem lék með Rheinhaus- en. Hann er 26 ára og skrifaði undir eins árs samning. ■ FINNUR Jóhannsson skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með Hameln, sem mátti þola tap í Magdeburg, 33:29. ■ RÓBERT Julian Duranona skoraði fimm mörk þegar Eisenach vann Wuppertal 28:26. Ólafur Stefánsson skoraði fimm mörk fyr- ir Wuppertal og Geir Sveinsson tvö. ■ PATREKUR Jóhannesson skoraði fimm mörk þegar Essen mætti Massenheim, 23:23. Morgunblaðið. „Þetta var kærkomið tækifæri til að sjá fleiri leikmenn reyna það sem við erum að gera.“ Túnis ekki fyrirstaða íslendingar áttu ekki í vandræð- um með Túnismenn og unnu 25:17 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hléi, 10:7. „Baráttan var rosa- leg í fyrri hálfleik," sagði Þorbjörn. „Þá lékum við 3-2-1 vöm þó ég vissi að hún hentaði ekki vel. Við brutum mikið á mótherjunum sem héldu boltanum en við vomm alltaf yfir. í seinni hálfleik skipti ég í 6-0 vörn sem gekk mun betur. Leikur- inn varð hraðari hjá Túnismönnum og þeir skutu grimmt en við náðum oftar en ekki hraðaupphlaupum í kjölfarið og náðum fljótlega sjö til átta marka forystu sem við héldum til loka.“ Góð sókn á móti Svíum íslendingar stóðu í Svíum á laug- ardag eftir að hafa sigrað Egypta í fyrsta leik en töpuðu 28:25. „Þetta var mikill baráttuleikur," sagði Þorbjöm. „Leikurinn var jafn allan fyrri hálfleik en Svíamir höfðu tvö mörk yfir í hléi, 15:13. Um miðj- an seinni hálfleik náðu þeir fimm marka forystu en okkur tókst að klóra í bakkann áður en yfir lauk.“ Strákamir iéku 3-2-1 vöm lengst af í fyrri hálfleik og gekk hún ekki vel en 6-0 vömin eftir hlé skilaði mun betri árangri. „Það voru marg- ir ljósir punktar í þessu,“ sagði Þorbjörn. „í fyrsta lagi gáfust menn aldrei upp þó á móti blési. í öðru lagi er ég ánægður með hvað strák- amir gerðu mörg mörk. Það er ekki slæmt að skora 25 gegn Svíum sem eru með góða vörn og mark- vörslu." Þorbjörn sagði að samt sem áður hefði verið mikið um mistök. „Tvö vítaköst heppnuðust ekki og menn vom að missa boltann en við því má búast af svona nýju liði. Eg er ekki óánægður." Jonas Emelind, örvhent skytta frá Savehof, var atkvæðamestur Svía með 7 mörk en homamaðurinn Martin Frándesjö, sem stóð sig vel á HM í Kumamoto, var með 4 mörk. Markvörðurinn Andres Lindqvist hjá Drammen kom gagn- gert í þennan leik en annars var Peter Gensel, annar markvörður Svía í Kumamoto, í markinu. Aðrir HM-leikmenn vom ma. Stefan Löv- gren, Ljubomir Wranjes og línu- maðurinn Tomas Sivertsson. Svíar í vandræðum Túnis kom á óvart á laugardag og sigraði Egyptaland með 12 marka mun, 27:15, en Egyptar stóðu í Svíum í síðasta leik keppn- innar. Þeir vom yfir í hálfleik, 11:10, en Iiðin gerðu jafntefli, 21:21, og það nægði Svíum til sig- urs í mótinu. Þeir fengu fimm stig, íslendingar fjögur, Túnismenn tvö og Egyptar eitt stig. óhressir með frestun ÞEGAR KA-menn voru á Ítalíu fengu þeir að vita að búið væri að fresta deildarleik þeirra gegn Breiðabliki, sem áttí að fara fram á morgun á Akur- eyri. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn. „Okkur kom þetta á óvart því ekki fórum við fram á frestun vegna erf- iðar ferðar tíl og frá Italíu. Okkur var tjáð að Breiðablik hafi farið fram á frestum vegna þess að markvörður liðs- ins, Elvar Guðmundsson, var varamarkvörður landsliðsins sem lék á mótí í Svíþjóð," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA. Stórieikur á Akureyri KA-liðið leikur tvo leiki á Ak- ureyri á fjórum dögum. Liðið mætir Breiðablik i 1. deildar keppninni á fimmtudag og síð- an hinu sterka liði Badel Zagreb í Evrópukeppninni á sunnudaginn. Badel er eitt sterkasta Iið Evrópu. Atli Hilmarsson, þjálfari KA, eftir Evrópuleik á Ítalíu Lékum undir getu Atli Hilmarsson, þjálfari íslands- meistara KA, var ekki ánægður með leik sinna manna gegn ítalska liðinu General Trieste í Meistaradeild Evrópu, sem fór fram í Trieste á sunnudagsmorgun. KA-liðið varð að sætta sig við sex marka ósigur, 30:24, eftir að hafa mest verið tólf mörkum undir. „Við lékum langt undir getu, vorum afspymuslakir í fyrri hálf- leik. Þegar Trieste var yfir 4:2 kom hræðilegur leikkafli hjá okkur, þar sem við færðum ítölum knöttinn hvað eftir annað á silfurfati - þeir þökkuðu fyrir sig og skoruðu mörg mörk eftir hraðaupphlaup. Þegar við röknuðum við, var staðan orðin 12:2,“ sagði Atli. KA-liðið svaraði þá með fjórum mörkum, en leikmenn Trieste skor- uðu þrjú síðustu mörk fyrri hálf- leiksins, 15:6. Þeir náðu mest tólf marka forskoti, 21:9. Eftir það fóru leikmenn KA að bíta frá sér og þegar upp var staðið var munurinn orðinn sex mörk, 30:24. „Við vorum skömminni skárri í seinni hálfleik," sagði Atli, sem vildi ekki kenna strangi-i ferð til Ítalíu um hvað sín- ir menn hefðu leikið illa. „Leikmenn ítalska liðsins bytjuðu leikinn með látum og fóru vel út á móti mínum mönnum, sem urðu spenntir og sóknarleikurinn þess vegna afar dapur,“ sagði Atli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.