Morgunblaðið - 06.01.1998, Síða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Kendall
óttaðist
lan Rush
HOWARD Kendall, knatt-
spyrnustjóri Everton, var
óánægður með að mark frá
Ian Rush hefði slegið Everton
úr bikarkeppninni en New-
castle vann 1:0 og gerði Rush
43. mark sitt í bikarnum, sem
er met.
„Fyrir leikinn ræddum við
um hvað Rushie gæti gert,“
sagði Kendall. „Eg gat þess
að áhangendur Everton vildu
helst að hann yrði ekki með
miðað við það sem hann hefði
gert félaginu á liðnum árum.
Við vissum ekki hvaða hlut-
verki hann læfði að gegna og
ég vonaði að hann yrði alls
ekki með. Því miður spilaði
hann og ég var hvorki ánægð-
ur með markið né manninn
sem gerði það.“
Rush fékk óblíðar móttökur
hjá áhangendum Everton þeg-
ar honum var skipt inn á en _
hann lét þær ekki á sig fá. „Ég
heyrði púið en það hefur aldr-
ei truflað mig,“ sagði hann.
Þrátt fyrir tapið hrósaði
Kendall sínum mönnum sem
sumir væru ekki í góðri leik-
æfingu. „Ég hefði verið
ánægður með að fá annað
tækifæri því sjálfstraustið
verður betra þegar mann-
skapurinn styrkist."
Sem kunnugt er lék Rusli
með Liverpool um árabil en
þegar hann var gutti hélt
hann með Everton!
Veðjað
á Man.
United
MANCHESTER United er sig-
urstranglegast í Ensku bikar-
keppninni, samkvæmt veð-
bönkum í gær, en möguleikar
meistaranna eru taldir vera
3-1. Newcastle er næst með
6-1 en síðan koma Blackburn
8-1, Arsenal 9-1, Leeds 10-1,
Aston Villa 11-1 og Coventry
20-1. Stevenage sem fær
Newcastle í heimsókn í fjórðu
umferð á minnsta möguleika
á að verða bikarmeistari,
5.000-1.
Nígeríu-
maður til
Arsenal?
ARSENAL hefur í hyggju að
yngja upp vörnina með því
að kaupa Nigeríumanninn
Uche Okechukwu frá Fen-
erbahce í Tyrklandi og greiða
uppsett verð, 7,5 millj. punda.
Fyrir tveimur mánuðum
bauð Arsene Wenger, knatt-
spyrnusljóri Arsenal, 5,6
millj. punda í varnarmanninn
frá Nígeríu en AIi Sen, for-
seti Fenerbahce hafnaði boð-
inu, sagði að Okechukwu, sem
hefur leikið meira en 30
landsleiki fyrir Nígeríu, væri
helsta eign félagsins.
Wenger hefur áhyggjur af
bakmeiðslum Tonys Adams
og vörninni í heild og er því
tilbúinn að mæta kröfum
tyrkneska félagsins. Talið er
að gengið verði frá samning-
um í næsta mánuði en þá
hættir Sen í stjórninni.
Stevenage og
Coventry héldu
vid hefðinni
STEVENAGE og Coventry komu mest á óvart í 3. umferð ensku
bikarkeppninnar um helgina. Utandeildaliðið sló út 1. deildar lið
Swtndon - vann 2:1 á útivelli - og Coventry, sem sigraði Man-
chester United um fyrri helgi í úrvalsdeildinni, hélt áfram að
koma á óvart og vann Liverpool, 3:1, á Anfield. West Ham átti
í erfiðleikum með áhugamannalið Emley en tryggði sér 2:1 sigur
undir lokin. Aston Villa var heppið að fá aukaleik við neðsta lið
1. deildar, jafnaði 2:1 í Portsmouth skömmu fyrir leikslok, og
Arsenal gerði markalaust jafntefli heima við Port Vale, sem hef-
ur tapað síðustu sex leikjum í 1. deild.
Leikir umferðarinnar fóru fram
á laugardag og sunnudag en
vegna veðurs varð að fresta nokkr-
um viðureignum. Veðrið, rok og
rigning, hafði líka áhrif á nokkrum
leikvöngum. Vindurinn skemmdi
ekki fyrir Mark Walters sem skor-
aði af 25 metra færi fyrir Swindon
í byijun leiks á móti Stevenage en
Jason Soloman jafnaði og eftir það
var vindurinn í bakið á gestunum,
óx eftir því sem á leið, sem ýtti
heimamönnum æ aftarþartil Grazi-
oli gerði sigurmark utandeildarliðs-
ins um miðjan seinni hálfleik.
Huckerby hetja Coventry
Darren Huckerby tætti vörn
Manchester United í sundur fyrir
skömmu og varnarmenn Liverpool
fengu að finna fyrir miðheijanum
á Anfield. Jamie Redknapp skoraði
fyrir heimamenn en Huckerby jafn-
aði fyrir hlé. Gestirnir héldu stífum
sóknarleik áfram í seinni hálfleik
og Dion Dublin skoraði eftir að
David James hafði ekki náð að
halda boltanum eftir skot frá Huck-
erby. Paul Telfer innsiglaði sann-
gjarnan og öruggan sigur þremur
mínútum fyrir leikslok.
„Ég er ekki sáttur við frammi-
stöðuna - Coventry vann vel fyrir
sigrinum,“ sagði Roy Evans, knatt-
spyrnustjóri Liverpool. „Ég hafði
áhyggjur af varnarleiknum enda lá
í loftinu að mótheijarnir myndu
skora.“ Gordon Strachan, stjóri
Coventry, tók í sama streng. „Ég
veit að allir vilja tala um Huckerby
en frábær frammistaða liðsins skóp
árangurinn. Stundum koma menn
hingað og hugsa aðeins um að veij-
ast en sigra samt en þetta var ekki
heppnissigur. Við lékum mjög vel
og áttum þetta skilið.“
Strachan sagði að Coventry væri
ekki metið að verðleikum. „Við
fáum ekki þá viðurkenningu sem
okkur ber. Aldrei er sagt að Cov-
entry hafí leikið vel heldur að Manc-
hester United, Liverpool eða hver
sem mótheijinn er hveiju sinni hafi
leikið illa.“ Hvað sem því líður er
Coventry komið áfram í 4. umferð
bikarkeppninnar en er þremur stig-
um frá fallsæti í úrvalsdeildinni.
Heppnin með Villa
Portsmouth komst í 2:0 á móti
Aston Villa með tveimur mörkum
frá Ástralanum Craig Foster en
Steve Staunton minnkaði muninn,
þegar hann skoraði af harðfylgni
skömmu fyrir hlé, og Simon Gray-
son jafnaði eftir varnarmistök undir
lokin.
Emley sem sumir stuðningsmenn
kölluðu Wembley á borðum sínum
komst vel frá viðureigninni við
West Ham á Upton Park. Frank
Lampard skoraði fyrir heimamenn
í byijun en Paul David jafnaði er
10 mínútur voru af seinni hálfleik
og átti áhugamannaliðið það skilið.
Hins vegar gleymdist John Hartson
eitt augnablik undir lokin og það
nægði atvinnumannaliðinu til sig-
urs. „Þeir stóðu sig mjög vel og
áttu skilið að fá eitthvað út úr þess-
um leik,“ sagði David Unsworth,
fyrirliði West Ham. „Við verðum
að sýna ámóta áhuga og byggja á
þeim grunni.“ Michael Thompson,
fyrirliði Emley, var yfir sig kátur
en áhorfendur risu úr sætum í leiks-
lok og klöppuðu liðinu lof. í lófa.
„Móttökurnar hjá áhangendum
West Ham voru stórkostlegar. Dag-
urinn var frábær.“
Slagsmál
Leeds vann Oxford 4:0 og Lei-
cester tók Northampton með sömu
markatölu. Blackburn átti ekki í
erfiðleikum með Wigan og vann 4:2
en Derby hafði Southampton 2:0.
Barnsley fékk Guðna Bergsson,
Arnar Gunnlaugsson og samheija
í Bolton í heimsókn og vann 1:0.
Slagsmál brutust út rétt áður en
flautað var til leiksloka og varð lög-
regla að skerast í leikinn áður en
David Elleray flautaði af, en 90
sekúndur voru eftir þegar lætin
byijuðu. Guðni sagði við Morgun-
blaðið að hann hefði ekki tekið þátt
í látunum og taldi ólíklegt að þau
hefðu eftirmála fyrir félögin. „Ann-
ars var mikill vindur, bleyta og
haglél og knattspyrnan því stór-
karlaleg en jafntefli hefði gefið rétt-
ari mynd af gangi mála.“ Arnar lék
með Bolton allan leikinn.
Hermann Hreiðarsson og sam-
heijar í Crystal Palace, hafa enn
ekki fagnað sigri á heimavelli í úr-
valsdeildinni en glöddu áhangendur
með 2:0 sigri á Scunthorpe. Neil
Emblen gerði bæði mörk Palace.
Sheffield Wednesday náði aðeins
jafntefli, 1:1, við Watford á útivelli
en Sunderland gerði góða ferð til
Rotherham og vann, 5:1. Kevin
Phillips gerði fjögur mörk fyrir
gestina.
lan Rush með sigurmarkið
Leikur Everton og Newcastle á
Goodison Park var ekki sérstakur,
en lengi vel virtist sem heimamenn
ætluðu að skora. Það átti samt
ekki fyrir þeim að liggja og enn
einu sinni var það Ian Rush sem
gerði vonir þeirra að engu.
Rush lagði áherslu á að fá að
leika á móti Everton. „Mér hefur
alltaf þótt gaman að skora á móti
Everton," sagði hann fyrir leikinn
en áður en að honum kom hafði
miðhetjinn gert 25 mörk fyrir Liv-
erpool í 36 leikjum á móti Everton
sem er met. Hann hafði líka gert
42 mörk í bikarkeppninni, sem er
met, og á metið með Geoff Hurst
í deildabikarkeppninni, 49 mörk.
Rush var ekki í byijunarliðinu
eins og hann vildi en skipti við
Faustino Asprilla snemma í seinni
hálfleik og gerði sigurmarkið um
miðjan hálfleikinn. Fyrirgjöf frá
hægri á fjærstöng, John Barnes
sendi fyrir markið og Rush renndi
sér á boltann við marklínuna.
Dæmigert mark fyrir kappann sem
er 36 ára og hefur verið orðaður
við stjórastarf hjá Preston.
Wrexham náði markalausu jafn-
tefli við Wimbledon. Karl Connolly
skaut í slá hjá Wimbledon þegar á
fyrstu mínútu en Marcus Gayle hjá
Wimbledon skoraði í lokin eftir
hornspyrnu. Dómarinn Steve Dunn
dæmdi markið ekki gilt, sagði að
tíminn hefði verið útrunninn. Joe
Kinnear, knattspyrnustjóri Wimble-
don, lét Dunn heyra það, sagði að
hann hefði sagt að tvær mínútur
væru eftir þegar hornið var tekið.
„Þetta eru stystu tvær mínútur sem
IAN Rush 1
um getur - hann valdi tímann til
að flauta af!“ Brian Flynn, stjóri
Wrexham, sagðist hafa heyrt flaut-
ið þegar boltinn var í loftinu og
eins sínir menn. „Þeir hættu samt
ekki því þeir vildu ekki standa eins
og þvörur. Þetta var heppni en á
öllu þarf að halda þegar leikið er á
velli úrvalsdeildarliðs."
Atvikið minnti á HM-leik Brasilíu
og Svíþjóðar 1978 en þá flautaði
Clive Thomas leikinn af rétt áður
en Zico sendi boltann í net Svía og
úrslit urðu 1:1 - ekki 2:1 eins og
Brasilíumenn vildu.
Bikarmeistarar Chelsea úr leik á Stamford Bridge
Manchester United
með kennslustund
Manchester United fór á
kostum á Stamford Bridge
á sunnudag og vann bikarmeist-
ara Chelsea 5:3. Staðan var 5:0
þegar 12 mínútur voru til leiks-
loka og höfðu gestimir mikla yfír-
burði en slökuðu á undir lokin.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 1913
sem Chelsea fær fímm mörk á
sig í Ensku bikarkeppninni.
„Við lékum mjög vel þar til
kæruleysið varð ailsráðandi undir
lokin," sagði Alex Ferguson,
knattspyrnustjóri United. Hann
sagði að tapið á móti Coventry í
deildinni á dögunum hefði í raun
gert liðinu gott. „Við vorum
óhræddir og ætluðum ekki að
vera næstbestir. Við vildum ekki
jafntefli og fyrir leikinn sagði ég
við Peter Schmeichel að væri jafnt
10 mínútum fyrir leiksiok yrði
hann að fara í framlínuna."
Ruud Gullit setti sjálfan sig í
bytjunarlið Chelsea - á miðjuna
með Mark Hughes í staðinn fyrir
fyrirliðann Dennis Wise sem var
í banni - en hvorki hann né sam-
heijarnir sáu til sólar. „Við eyði-
lögðum tækifærið sjálfír,“ sagði
hann. „Við fengum á okkur
„ódýr“ mörk og gerðum þeim líf-
ið létt en getum verið stoltir af
síðustu mínútunum. Ég óska að
ég hefði byijað með liðinu sem
lauk leiknum." Ekkert gekk hjá
Chelsea og Gianfranco Zola og
Tore Andre Flo fengu lítið sem
ekkert til að moða úr frammi.
Ryan Giggs, Paul Scholes og
Nicky Butt áttu miðjuna og mörk-
in voru glæsiieg. Fyrst tvö frá
David Beckham - það seinna
beint úr aukaspyrnu sem skrifast
á varnarvegginn eða Sheringham
sem virtist toga ysta mann veggs-
ins frá - og svo tvö frá Andy
Cole, en Teddy Sheringham gerði
fímmta markið - frábært skalla-
mark. Graeme Le Saux var
snöggur að hugsa þegar hann
lyfti yfír Schmeichel og minnkaði
muninn og varamaðurinn
Gianluca Viaili sýndi hvemig á
að fara að því - gerði tvö mörk
undir lokin. „Hefði ég vitað hvað
Gianluca spilaði vel hefði ég hugs-
anlega haft hann í byijunarliðinu
en ég átti ekki margra kosta völ,“
sagði Gullit. „Leikmenn voru
ýmist ekki í leikæfingu eða í
banni.“
Þetta er í þriðja sinn sem Un-
ited fagnar sigri á Chelsea 1 bik-
arnum á síðastliðnum fimm árum.
Árið 1994 hafði United betur í
úrslitaleiknum og 1996 i und-
anúrslitum. Sigurinn nú gerir það
að verkum að United færist nær
því að verða tvöfaldur meistari -
sigurvegari í deild og bikar - í
þriðja sinn á fimm árum.