Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Eyjólfur hjá Herthu til Eyjólfur Sverrisson knatt- spymumaður endumýjaði í gærkvöldi samning sinn við þýska 1. deildarliðið Herthu Berlín til þriggja ára - út keppnistímabilið árið 2001. „Eg var að skoða ýmsa kosti fram á síðustu stundu, þar á meðal tilboð frá [enska úrvalsdeild- arfélaginu] Newcastle,“ sagði Eyjólfur við Morgunblaðið. „Tilboð Herthu var einfaldlega það besta auk þess sem hér era uppi hug- myndir að ná enn lengra svo hér er margt spennandi að gerast.“ Eyjólfur er nú að leika annað keppnistímabil hjá Herthu og hefur gengið vel. Er hann kom þangað var liðið í annarri deild en er nú um miðja 1. deild eftir að hafa unnið sig upp sl. vor. Hann sagði að Dieter Höness, framkvæmdastjóri félags- ins, hefði lagt mikla áherslu á að halda sér og þeir hefðu átt marga fundi á síðustu dögum. „Höness segist ætla að byggja upp lið í fremstu röð á næstu árum og það er gaman að fá tækifæri til þess að taka þátt í því. Þá er áhugi mikill á meðal stuðningsmanna og má sem dæmi nefna að það verður uppselt í þriðja sinn hjá okkur á leiktíðnni er við mætum Bayem Miinchen heima í byrjun febrúar, 76.000 miðar hafa verið seldir.“ Eyjólfur sagði að burtséð frá til- boðunum hefði það einnig skipt 2001 miklu máli að hefði hann skipt um vettvang þá hefði það tekið sinn tíma að vinna það traust sem hann hefði gert hjá Herthu á síðustu misserum. „Það var allt sem mælti með því að vera hér áfram og ég er ánægð- ur með að málið skuli vera í höfn,“ sagði landsliðsmaðurinn í gær. SKIÐI / HEIMSBIKARKEPPNIN Kristinn Björnsson keyrði út úr þegar hann átti aðeins tvö hlið eftir í markið Hélt að ég væri slopp- inn í gegn „ÞAÐ var grátlegt að fara út úr þegar svo skammt var í markið því mér var búið að ganga mjög vel. Það kom upp smá einbeitingarleysi vegna þess að ég hélt að ég væri sloppinn í gegn. Þessi beygja var mjög „lúmsk“ því þegar ég skoðaði brautina fyrir keppnina fannst mér þetta vera nokkuð beint í markið,“ sagði Kristinn Bjömsson skíðakappi eftir að hann hafði keyrt út úr í fyrri umferð heimsbikarmóts í svigi í Schladming í gærkvöldi. 30 þúsund áhorfendur fylgdust með keppninni og sagðist Kristinn aldrei áður hafa upplifað aðra eins stemmningu. Kristinn var mjög óheppinn er hann keyrði út úr brautinni þeg- ar hann átti aðeins tvö hlið eftir ófar- in í markið. Hann hafði keyrt mjög vel erfíða og harða brautina og tími hans benti til þess að hann myndi blanda sér í baráttu tíu efstu manna. En hraðinn var aðeins of mikill í síð- ustu beygjunum og hann lenti neðar- lega í þriðja neðsta hliðinu - fór á efra skíðið og náði ekki að beygja fyrir næstu stöng og var þar með úr leik. Hann renndi sér þó í markið og tími hans var sá 13. besti þrátt fyrir að hann hefði misst nær alla ferð áð- ur en hann renndi sér yfir marklín- una. Millitími Kristins, sem var með rásnúmer 29, var með þeim bestu í fyrri umferðinni, 24,66 sekúndur. Al- berto Tomba, sem náði besta tíman- um í fyrri umferð, var með 24,04 sek- úndur í millitíma og Norðmaðurinn Hans-Petter Buraas, sem var með þriðja besta tímann eftir fyrri ferð og var ræstur út númer 26, var með 24,34 sekúndur í millitíma. Kristinn sagði það slæmt að ná ekki að klára annað heimsbikarmótið í röð. Ég var varkár til að byrja með og tók ekki neina áhættu efst en fór síðan að gefa í þegar kom að brattasta hluta brautarinnar. Ég náði mér vel á strik þar og tímasetn- ingin í beygjunum var góð. Þegar kom síðan að lokakafíanum sem var mjög brattur missti ég aðeins ein- beitinguna því ég hélt að þetta hefði verið beinna en það reyndist vera. Ég var búinn að vinna vel og átti að gera það alla leið í mark. Augnabliks einbeitingarleysi varð mér að falli. Skíðafærið hentaði mér mjög vel enda gripu skíðin vel í harðan snjó- inn,“ sagði Kristinn. Hann sagðist hafa fundið sig vel í upphitun fyrir keppnina og verið nyög vel stemmdur þegar hann fór niður. „Ég gat varla beðið eftir að komast í rásmarkið því mér leið svo vel og fann að ég gat gert góða hluti. Ég fékk þau skilaboð frá þjálfaran- um áður en ég fór niður að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af brautinni og ætti því að keyra. En því miður fór þetta illa og það þýðir Reuters KRISTINN Bjömsson á fleygiferö f svigbrautinnl f Schladming f gær. Hann var með rásnúmer 29, elns og sjá má, renndl sér mjðg vel og var með einn besta millitfmann, en þegar hann áttl tvð hllð eftlr f mark urðu honum á mlstðk sem urðu tll þess að hann féll úr keppnl. ekkert að svekkja sig lengur yfir því.“ Hann sagðist reikna með að halda sama rásnúmeri í næsta heimsbikar- móti sem fram fer í Sviss 18. þessa mánaðar. Hann keppir í Evrópubik- armóti í svigi í Donnersbachwald, sem er skammt frá Schladming, í dag og aftur á morgun. Þar verða Amór Gunnarsson frá ísafirði og Haukur Amórsson einnig á meðal keppenda. ■ Tomba / C4 Hormón í farangrinum? TOLLVERÐIR í Sydney í Ástralíu telja sig hafa fundið talsvert magn vaxtarhormóna f farangri kínverskrar sundkonu, við komuna til landsins í gær. Heimsmeistaramótið i sundi er að hefjast í Ástralíu og umrædd kona, Yuan Yuan, er meðal keppenda. Vamingurinn var gerður upptækur og er nú í rannsókn hjá sérfræðingum Alþjóða sundsambandsins og tollayfirvöldum í Sydney. ■ Skjaldbökusúpa eða vaxtarhormón? / C3 KÖRFUKNATTLEIKUR: ÆSISPENNANDI ER KEFLAVÍK SIGRAÐI í NJARÐVÍK / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.