Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 3
2 C FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Grindavík - Valur 102:93 íþróttahúsið í Grindavík, 12. umferð DHL- deildarinnar i körfuknattleik, fimmtudaginn 8.janúar 1998. Gangur ieiksins: 7:2, 9:14, 24:24, 36:32 50:42, 56:50, 63:57, 77:57,98:86 102:93. Stig Grindavíkur: Darryl J. Wilson 28, Helgi Jónas Guðfmnsson 25, Konstantionos Tsartsaris 25, Guðlaugur Eyjólfsson 13, Pétur Guðmundsson 5, Bergur Hinriksson 2, Bergur Eðvarðsson 2, Rúnar F. Sævars- son 2. Fráköst: 31 í vöm - 21 í sókn. Stig Vals: Warren Peeples 41, Guðmundur Björnsson 20, RagnarÞór Jónsson 11, Berg- ur Emilsson 10, Óskar Freyr Pétursson 4, Guðni Hafsteinsson 3, Gunnar Zöega 2, Hjörtur Þór Hjartarsson 2. Fráköst: 15 í vörn - 9 í sókn. Villur: Grindavík 13 - Valur 20. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristján Möller. Áhorfendur: Um 200. IMjarðvík - Keflavík 70:71 íþróttahúsið í Njarðvík: Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 4:10, 11:12, 19:23, 19:29, 26:36, 30:38, 40:40, 45:48, 53:53, 68:63, 70:65, 70:71. Stig Njarðvíkur: Petey Sessoms 29, Páll Kristinsson 12, Örlygur Sturluson 10, Frið- rik Ragnarsson 8, Teitur Örlygsson 6, Logi Gunnarsson 4, Örvar Kristjánsson 1. Fráköst: 28 í vöm - 8 i sókn. Stig KefIavíkur:Guðjón Skúlason 17, Dana Dingle 16, Sæmundur Oddsson 14, Kristján Guðlaugsson 11, Gunnar Einarsson 6, Al- bert Óskarsson 5, Gunnar Stefánsson 2. Fráköst: 26 í vöm - 9 í sókn. Dómarar: Rögnva'.dur Hreiðarsson og Kristinn Albertsson sem dæmdu vel. Villur: Njarðvík 15 - Keflavik 18. Áhorfendur: Um 350. ÍA - KR 75:62 Iþróttahúsið við Vesturgötu á Akranesi: Gangur leiksins: 0:4, 6:4, 12:10, 17:13, 21:15, 27:27, 29:30, 34:36, 44:45, 50:49, 55:50, 60:52, 70:60, 75:62. Stig í A: Damon Johnson 39, Bragi Magnús- son 20, Sigurður Elvar Þórólfsson 6, Brynj- ar Sigurðsson 4, Alexander Ermolinskij 3, Dagur Þórisson 3. Fráköst: 29 í vörn - 8 í sókn. Stig KR: Hermann Hauksson 21, Keith Vassell 18, Nökkvi Már Jónsson 8, Ósvald- ur Knudsen 8, Ingvar Ormarsson 4, Marel Guðlaugsson 2, Baldur Ólafsson 1. Fráköst: 24 í vöm - 10 í sókn. Dómarar: Jón Bender og Björgvin Rúnars- son. Villur: ÍA 24 - KR 17. Áhorfendur: Ríflega 200. UMFS - UMFT 80:70 íþróttahúsið í Borgamesi: Gangur Ieiksins:2:0, 8:2, 16:11, 20:20, 29:33, 35:33, 35:35, 47:47, 58:56, 72:65, 75:68, 80:70. Stig Skallagríms: Bernard Gamer 29, Bragi Magnússon 25, Tómas Holton 13, Finnur Jónsson 6, Sigmar Páll Egilsson 5, Hlynur Bæringsson 2. Fráköst:16 í vöm - 11 í sókn. Stig Tindastóls: Jose Maria Naranjo 18, Torrey John 18, Amar Kárason 14, Sverrir Þór Sverrisson 12, Láms Dagur Pálsson 3, Óli Barðdal 2, Svavar Birgisson 2, tsak Einarsson 1. Fráköst: 11 í vöm - 12 I sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Einarsson, góðir. ViIIur: Skallagrímur 13 - TindastóII 19. Áhorfendur: 230. Þór-Haukar 62:93 íþróttahöllin, Akureyri: Gangur leiksins: 0:2, 7:20, 28:33, 35:44, 40:50, 48:71, 62:93. Stig Þórs: Jesse Ratliff 20, Sigurður Sig- urðsson 18, Einar Valbergsson 8, Davíð Hreiðarsson 7, Hafsteinn Lúðvíksson 4, Böðvar Kristjánsson 3, Þórður Steinþórsson 2. Fráköst: 12 í vörn - 8 í sókn. Stig Hauka: Pétur Ingvarsson 22, Sherrick Simpson 22, Sigfús Gizurarson 15, Björg- vin Jónsson 8, Baidvin Johnsen 6, Ingvar Guðjónsson 5, Davíð Ásgrímsson 4, Daníel Árnason 4, Þorvaldur Amarson 4, Leifur Leifs 3. Frákðst: 17 í vörn - 10 í sókn. Villur: Þór 16 - Haukar 21. Áhorfendur: 61. Dómarar: Steingrimur Herbertsson og Eggert Aðalsteinsson. 1. deild kvenna IR-UMFG........................28:68 íþróttahús Seljaskóla, 1. deild kvenna í körfuknattleik, fimmtudaginn 8. janúar: Gangur leiksins: 4:6, 10:13, 14:19, 16:26, 18:33, 18:42, 20:52, 22:64, 28:68. Stig IR: Gunnur Ósk Bjamadóttir 12, Jó- friður Halidórsdóttir 6, Þórunn Bjarnadóttir 5, Gurðún Ama Sigurðardóttir 4, Tinna B. Sigmundsdóttir 1. Fráköst: 16 í vörn - 5 í sókn. Stig UMFG: Birna Valgarðsdóttir 19, Anna Dís Sveinsbjömsdóttir 15, Penni Peppas 15, Rósa Ragnarsdóttir 13, Sóley Pálsdóttir 4, Sólveig Gunnlaugsdóttir 2. Fráköst: 25 í vöm - 13 f sókn. Dómarar: Ámi Freyr Sigurlaugsson og Magnús Orri Sæmundsson. yillur: ÍR 6 - UMFG 11. Áhorfendur: 39. Meistaradeild Evrópu E-riðill: Ankara, Tyrklandi: Telekom - Maccabi Tel Aviv.........67:79 Mirko Milicevic 15, Sergei Bazarevich 11 - Oded Katash 20, Doron Shaeffer 18. 10.000. Split, Króatíu: Split-Efes Pilsen..................82:93 F-riðill: Moskva, Rússlandi: CSKA - PAOK........................78:48 Valery Daineko 22, Sergei Panov 17 - Pre- drag Kinis 20, Ronald Rowan 14. 4.000. Limoges, Frakklandi: Limoges - Benetton.................69:68 Jerome Allen 16, Nenad Markovic 14, Grant Gondrezick, Jose Montero 9 - Zeljko Re- braca 26, Henry Williams 18, Andrea Nicc- olai 9. 3.000. G-riðill: Ljubljana, Slóveníu: Olimpija - Barcelona...............92:60 John Taylor 16, Dusan Hauptman 15, Slavko Duscak 12 - Aleksandar Djordjevic 20. 3.500. Berlín, Þýskalandi: Alba Berlín - Pau Orthez...........66:55 Henning Hamisch 17, Wendell Alexis 16 - Ronnie Smith 12. 6.325. París, Frakklandi: PSG - Kinder Bologna...............62:72 H-riðill: Istanbúl, Tyrklandi: Ulkerspor - Teamsystem Bologna ...83:69 Hamn Erdenay 27, Michael Anderson 20 - Carlton Myers 15, Dominic Wilkins 14. 10.000. Belgrad, Júgóslavlu: Partizan - Cibona Zagreb...........70:78 Dejan Tomasevic 22, Aleksandar Cubrilo 13, Haris Brkic 11 - Veljko Mrsic 19, Gord- an Giricek 14, Damir Mulaomerovic 13. 7.000. NBA-deildin Toronto - Orlando...............81:83 W ashington - Boston..........110:108 New York - New Jersey...........89:88 ■Eftir framlengingu. Miami - Chicago.................99:72 Minnesota - Phoenix.............77:92 San Antonio - Denver............96:89 Portland - Charlotte............89:91 LA Clippers-Vancouver.........110:102 Golden State - Atlanta.........86:106 LA Lakers - Milwaukee.........114:102 ÍShokkí NHL-deildin: Montreal - Boston.................1:2 New Jersey - Pittsburgh...........3:! Tampa Bay - Toronto...............2:5 Dallas - Ottawa...................0:2 Edmonton - Florida................3:2 Vancouver - St Louis..............2:3 Anaheim - Buffaio.................2:3 Knattspyrna Meistarar meistaranna: Fyrri leikur: Barcelona - Dortmund...........2:0 Luis Enrique Martinez 8., Rivaldo 61. vsp. 25.000. Barcelona: Ruud Hesp; Winston Bogarde, Albert Celedes, Michael Reiziger (Abelardo Fernandez), Albert Ferrer; Sergi Baijuan, Ivan de la Pena; Rivaldo (Giovanni 86.), Luis Enrique Martinez, Luis Figo (Hristo Stoichkov 86.); Sonny Anderson Borussia Dortmund: Stefan Klos; Martin Kree, Rene Schneider (Knut Reinhardt), Manfred Binz, Jorg Heinrich; Wolfgang But (Michael Zorc 77.), Lars Ricken, Steffan Freund; Ibrahim Tanko (Stephane Chapuis- at 58.), Jovan Kirovski, Harry Decheiver. Ítalía Fyrri leikur i undanúrslitum bikarkeppninn- ar: AC Milan - Inter...............5:0 Demetrio Albertini 29. vsp., Maurizio Ganz 32., Dejan Savicevic 44., Francesco Colo- nesse 46. sjálfsmark, Steinar Nilsen 59. 36.805. Skíði Heimsbikarinn Schladming, Austurríki: Svig karla: 1. Alberto Tomba (ítalfu).......1:34.12 (46.03/48.09) 2. Thomas Sykora (Austurriki)...1:35.01 (46.90/48.11) 3. Hans Petter Buraas (Noregi)..1:35.29 (46.67/48.62) 4. Fábrizio Tescari (ítalfu)....1:35.36 (46.65/48.71) 5. Joel Chenal (Frakkl.)........1:35.49 (47.43/48.06) 6. Andrej Miklavc (Slóveníu)....1:35.50 (46.76/48.74) 7. Ole Christian Furuseth (Noregi) ...1:35.51 (47.03/48.48) 8. Jure Kosir (Slóveníu)........1:35.55 (47.25/48.30) 9. Kiminobu Kimura (Japan)......1:35.76 (47.39/48.37) 10. Siegfried Voglreiter(Austurr.)...1:35.92 (47.09/48.83 ) Staðan í sviginu 1. Sykora..........................260 2. Jagge...........................189 3. Stangassinger...................173 4. Hans-Petter Buraas..............160 5. Tomba...........................150 6. JoelChenal.................... 117 15. Kristinn Björnsson..................80 Staðan í heildarstigakeppninni: 1. Hermann Maier (Austurr.)........819 2. Stefan Eberharter (Austurr.)....508 3. Michael Von Grúnigen (Sviss)....456 4. Andreas Schifferer (Austurr.)...446 5. Kjetil Andre Aamodt (Noregi)....385 Keflavík „stal“ sigri í Njarðvík Keflvíkingar „stálu“ sigrinum frá Njarðvíkingum þegar lið- in mættust í nágrannaslag í „Ljónagryfjunni" í Njarðvík í gær- Btöndal kvöldi Þegar úrvals‘ skrifar deildin hófst að nýju eftir jólafrí. Allt virtist stefna í sigur hjá Njarðvík- ingum sem höfðu 5 stiga forystu 70:65 þegar rúmar tvær minútur voru til leiksloka. En þeir héldu afar illa á spilunum á þessum síð- ustu mínútum og máluðu sig út í horn og misstu þannig boltann í þrígang. Meira þurftu Keflvíkingar ekki og Albert Oskarsson setti sig- urkörfuna á lokasekúndunum við mikinn fögnuð áhangenda Keflvík- mga sem þar með sigruðu 71:70. í hálfleik var staðan 30:38. „Það var vitaskuld sárt að tapa þessum leik en við gerðum okkur seka um taktísk mistök undir lok leiksins sem kostuðu okkur sigur- inn,“ sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari. Fyrri hálfleikur var ekki sérlega skemmtilegur á að horfa þar sem bæði lið léku fast og mik- ið af villum var dæmt. Þetta breytt- ist í síðari hálfleik sem var af allt öðrum og betri gæðaflokki. Kefl- víkingar náðu fljótlega frumkvæð- inu og um tíma náðu þeir 10 stiga forystu í fyrri hálfleik. I hálfleik munaði 8 stigum en Njarðvíkingar komu ákveðnir til leiks að nýju og þeir voru ekki lengi að jafna 40:40. Eftir það skiptust liðin á um forystuna þar til að leiks- lokum dró. Þá náðu Njarðvíkingar góðum kafla og allt virtist stefna í sætan sigur sem síðan breyttist í vonbrigði og eftir sátu Njarðvík- ingar með sárt enni á meðan Kefl- víkingar fögnuðu óvæntum endi. Framganga ungu mannanna, ' Örlygs Sturlusonar og Loga Gunn- arssonar, vakti mesta athygli og hversu fljótt og vel þeir hafa lagað sig að því að leika í efstu deild. Petey Sessoms lék vel og setti 29 stig. Teitur Örlygsson var í strangri gæslu og hann náði sér ekki á strik fyrr en undir lok leiks- ins. Páll Kristinsson var einnig góður. Ungu leikmennirnir hjá Keflvík- ingum stálu líka senunni frá þeim eldri að þessu sinni. Sæmundur Oddsson átti afbragðsleik og Gunnar Stefánsson stóð sig líka vel. Guðjón Skúlason var að venju stigahæstur og þeir Dana Dingle, Kristján Guðlaugsson og Albert Óskarsson stóðu líka fyrir sínu. Garðar Páll Vignisson skrifar Grindvíkingar áfram efstir Það reiknuðu sennilega flestir með auðveldum sigri heima- manna þegar Valsmenn heimsóttu Grindavík í gær- kveldi. Gestirnir voru ekki á sama máli og spiluðu mjög vel en heima- menn voru of sterkir til að tapa þessum leik. Grindvíkingar unnu nokkuð sannfærandi sigur, 102:93, eftir að hafa haft 20 stiga forystu um miðjan seinni hálfleik. Gestirnir voru mjög sprækir og ákveðnir. Ljóst er að Valsliðið fer að taka inn stigin enda með mjög gott lið. Valsmenn áttu mörg góð hraðaupphlaup í fyrri hálfleik sem heimamönnum tókst illa að ráða við. Heimamenn sýndust frekar þungir en Valsmenn þeim mun snarpari. Það var einungis fyrir góðan leik Grikkjans í liði Grinda- víkur, Konstantionos Tsartsaris, að heimamenn héldu velli í fyrri hálfleik. Það er með ólíkindum hve erfitt það veitist andstæðingum að skjóta nálægt körfunni með Grikkjann fyrir framan sig. Þá glöddu ungu mennirnir, Guðlaugur Eyjólfsson í Grindavík og Guð- mundur Björnsson í Val, augað með góðum leik. Heimamenn náðu mest 12 stiga forskoti í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 50:42. Valsmenn neit- uðu að gefast upp og héldu í við heimamenn fram að miðjum seinni hálfleik en þá kom mikil rispa hjá heimamönnum sem náðu 20 stiga forskoti í stöðunni, 77:57. Þetta var of mikill munur fyrir Valsmenn og heimamenn léku á hálfum hraða það sem eftir lifði leiks. Warren Peeples, erlendi leik- maðurinn í liði Vals, átti stórleik og spilaði samheija sína vel uppi auk þess að skora mikið. Þá átti Guðmundur Björnson og Bergur Emilsson mjög góðan leik. Hjá heimamönnum voru auk áður- nefndra leikmanna Helgi Jónas og Pétur mjög góðir. Darryl skilaði sínu mjög vel að venju en hefur þó oft spilað betur. Skallagrímur vann Tindastól Lið Skallagríms kom sjálfsagt mörgum á óvart er því tókst að vinna Tindastól í Borgarnesi eftir jafnan og spennandi leik, lokatölur 80:70. I byijun var leikurinn dæmigerður nýárs- leikur. Leikmenn ráðvilltir, óör- Ingimundur Ingimundarson skrifar uggir og ónákvæmir. Þetta átti sérstaklega við um gestina. Bæði lið voru án lykilmanna vegna meiðsla. Meðaldur Skallagríms- liðsins hefur aldrei verið lægri en ungu strákarnir stóðu fyrir sínu. Heimamenn skoruðu fyrstu stigin en gestirnir jöfnuðu strax. Fyrri hálfleikur var lítið fyrir augað en baráttan í algleymingi. Heimamenn gerðu sig seka um að tapa oft boltanum, en gestirnir gátu sjaldan nýtt sér þau mistök. Fast var barist í vörninni og Bernd- ard í liði Skallagríms hélt Torry John alveg niðri í fyrri hálfleik. Mest bar á Sverri Þór í liði Tinda- stóls sem barðist af krafti frá upp- hafi. Staðan í hálfleik var 35:33. Gestimir jöfnuðu strax í byijun seinni hálfleiks og er líða tók á fór að losna meira um Jose Maria og Torry John er skoruðu mikilvæg stig. Þegar rúmar fimm mín. voru eftir gerði Finnur Jónsson þriggja stiga körfu og Tómas Holton aðra rétt á eftir. Eftir jafnan leik og miklar sviptingar voru heimamenn skyndilega komnir með vænlega stöðu, 67:61. Það var sem örvænting. gripi gestina, sem reyndu vafasöm skot en fátt eitt gekk. Er mínúta var til leiksloka kom Tómas Holton stöðunni í 77:68. Sigmar Páll Eg- ilsson skoraði körfu með miklu harðfylgi er 3,9 sek voru eftir. Fékk dæmda villu og innsiglaði sigurinn með því að skora úr báð- um vítunum. í liði Skallagríms voru Bernhard Gamer, Bragi Magnússon og Tóm- as góðir. Sigmar og Finnur gerðu góða hluti. Arnar Kárason, Jose Maria, Sverrir Þór, Torry John og Lárus Dagur báru upp lið Tinda- stóls sem lék langt undir eðlilegri getu. Tómas Holton þjálfari og leik- stjórnandi Skallagríms var að von- um ánægður með sigurinn. „Við æfðum vel um jólin og erum tilbún- ir í seinni hluta mótsins. Það er sama hveijir koma hingað, við höfum alltaf trú á að við getum unnið. Ungu mennirnir lögðu sig alla fram og virðast fá aukið sjálfs- traust þegar þeim er ætlað að koma í stað reyndra leikmanna." Of langt jólafríl Hann var ekki burðugur leikur ÍA og KR í gærkvöldi sem lauk með 75:62 sigri heimamanna. Bæði lið virtust koma sein, hug- Ottesen myndasnauð og skrifar óhittin til leiks eftir jólafrí og var fyrri hálfleikurinn með þeim daprari sem hér hafa sést. Gestirnir höfðu 30:29 yfir í leikhléi en heimamenn voru yfir lengst af fyrri hálfleiks. Heldur rofaði til í seinni hálfleik en leikurinn komst þó aldrei á það plan að verða meira en þokkalega leikinn. Síðari hálfleikur einkennd- ist af miklu taugastríði og var aðdáunarvert að sjá hve vel Skagamenn héldu það út en leik- menn voru komnir í bullandi villu- vandræði. Það má segja að lið KR hafi komið á óvart því það státar af mörgum mjög góðum leikmönnum sem virðast engan veginn ná sam- an. Eins og oft áður var til- hlökkunarefnið að sjá nýja útlend- inginn í liði gestanna en mikil voru vonbrigðin með Keith Vass- ell í fyrri hálfleik. Það getur þó ekki talist sanngjarnt að dæma manninn af fyrsta leiknum með nýju liði auk þess sem honum gekk talsvert betur í síðari hálfleik og hafði skorað 18 stig áður en yfir lauk. Hjá Skagamönnum var Damon Johnson yfirburðamaður. Bjarni Magnússon var einnig sprækur á köflum. Hjá KR var Hermann Hauksson bestur og Nökkvi Már Jónsson lét aðeins finna fyrir sér í seinni hálfleik. Auðvelt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur á Þór, 93:62, á Akureyri. Þetta var enginn tímamótaleikur, Þórsarar langt frá sínu besta og til marks um slakan skrifar soknarleik þeirra töpuðu norðan- menn knettinum 27 sinnum í leikn- um, þar af 15 sinnum í fyrri hálf- leik. Haukar byrjuðu mun betur, náðu mjög öruggri forystu en Þórsarar náðu reyndar að minnka muninn niður í fimm stig. Munur- inn var þó níu stig í leikhléinu en eftir hlé sögðu gestirnir bless; kvöddu gestgjafa sína með mjög góðum kafla og sigruðu ákaflega sanngjarnt. Þórsarar, sem voru á ágætis siglingu fyrir jól, þurfa greinilega að fara að setjast niður og hugsa sinn gang að nýju. Haukar voru ekki mjög gæfuleg- ir framan af en tóku sig svo saman í andlitinu og nældu auðveldlega í tvö stig. Pétur Ingvarsson var besti maður vallarins; hann lætur það engin áhrif hafa á sig þó svo áhorf- endur sendi honum glósur - heldur sínu striki og var besti maður vall- arins í gærkvöldi. Jón Arnar Ingvarsson lék ekki með Haukum, er farinn til Belgíu þar sem hann hefur samið við Castors Braine, en Pétur hélt sannarlega uppi merki fjölskyldunnar. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 C 3 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Golli BIRGIR Örn Birgisson reynir hér skot að körfu Njarðvíkinga en Petey Sessoms er til varnar. Slæmt tap Chicago Allir fimm leikmenn byijunarliðs Miami Heat skoruðu 10 stig eða meira þegar liðið tók á móti Chicago Bulls í fyrrinótt. Þetta dugði til að ieggja meistarana 99:72 og er þetta versta tap Bulls í vetur. Jamal Mas- hburn var með 18 stig, Tim Hardaway 17 auk 13 stoðsendinga, Alorizo Mo- urning var með 16 stig og 8 fráköst, P.J. Brown 12 stig og átta fráköst. Hjá Chicago var Jordan stigahæstur með 26 stig en hann hitti úr 12 af 27 skotum sínum. Dennis Rodman gerði 10 stig og tók 17 fráköst, en þess má geta að þetta var aðeins annað tap Chicago í síðustu þrettán leikjum. Phoenix Suns er komið á mikla sig- lingu og átti ekki í vandræðum er liðið heimsótti Minnesota, sigraði 92:77 og var þetta áttundi sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Antonio McDyess gerði 22 stig og Rex Chapman 15 en þess má geta að gestirnir fóru á kostum í síð- asta leikhluta því staðan var 61:61 snemma í þeim leikhluta. Þá tóku gest- irnir sig á og skoruðu 13 stig gegn fjórum stigum heimamanna. Það var hörkuleikur þegar New York Knicks tók á móti New Jersey Nets og þurfti að framlengja til að knýja fram úrslit. Allan Houston jafn- aði fyrir Knicks með þriggja stiga skoti er 7,7 sekúndur voru eftir af leiknum og því varð að framlengja. Það var síðan Chris Childs, fyrrverandi leik- maður Nets, sem tryggði sigur Knicks með ævintýralegu sniðskoti er 6,3 sek- úndur voru eftir af framlengingunni. Denver Nuggets náði þeim „merka“ áfanga að tapa 15. leiknum í röð er liðið heimsótti Spurs og tapaði 96:89. árið 1993 tapaði liðið 14 leikjum í röð. Nuggets á metið hvað þetta varðar, 30 tapleikir ogtveir sigurleikir, ogjafn- aði það í fyrrinótt og gæti hæglega náð að slá það ef svo heldur fram sem horfir. Chris Webber gerði 30 stig og tók 10 fráköst þegar Washington hélt upp- teknum hætti á heimavelli og sigraði. Að þessu sinni voru gestirnir lið Boston og urðu þeir að játa sig sigraða 110:108 þrátt fyrir stórleik Antoine Walkers sem gerði 49 stig. Hinn 21 árs gamli Walker jafnaði þar með stigametið í einum leik í deildinni í vetur og jafn- aði met Boston, Larry Bird gerði 49 stig í einum leik árið 1992. LYFJAMAL Tollverðirfundu 26 lyfjaglös falin ífar- angri kínversks sundmanns í Sydney Skjaldböku- súpaeða vaxtar- hormón? Við leit í farangri kínversku sund- konunnar Yuan Yuan við kom- una til Sydney í Ástralíu í gær fund- ust 26 lyfjaglös falin í brúsum sem vöktu athygli tollvarða. Svo virðist sem ýmislegt bendi til þess við að helmingur glasanna innihaldi vaxtar- hormóna. Vamingurinn var gerður upptækur og er nú í rannsókn hjá sérfræðingum Alþjóða sundsam- bandsins og tollayfirvöldum í Sydney. Þetta mál kemur upp á versta tíma því keppni í sundi á heimsmeistara- mótinu hefst eftir helgi og víst að þessi fundur mun hafa áhrif á kín- versku sundmennina utan Iaugar sem ofan í. Um leið rennir það stoðum undir getgátur þess efnis að kínversk- ir sundmenn hafí óhreint mjöl í poka- horninu og stórgóður árangur þeirra og heimsmet á síðustu árum séu feng- in með hjálp ólöglegra lyfja. Séu þetta ólögleg efni sem fundust Þorvaldur til Öster ÞORVALDUR Makan Sig- björnsson, miðheiji Leifturs, hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska liðið Óster, þar sem hann leikur við hlið Stefáns Þórðarsonar. Fyrir utan þá tvo leika sjö aðrir íslenskir knattspymumenn með sænsk- um 1. deildarliðum - Arnór Guðjohnsen, Hlynur Birgisson og Gunnlaugur Jónsson með Örebro, Pétur Marteinsson og Pétur Björn Jónsson með Hammarby, Birkir Kristinsson með Norrköping og Einar Brekkan með Vesteráas. hjá Yan er það ekki talið síður vatn á myliu þeirra sem vilja halda í flög- urra ára keppnisbann yfir þeim sund- mönnum sem verða uppvísir að notk- un þeirra, en háværar kröfur voru á þingi Alþjóða sundsambandsins á dögunum að bannið yrði stytt í tvö ár. Yuan þvertekur fyrir að eiga efnin og segir þau vera eign þjálfara síns, en ekkert hefur fengist upp um hvað hann ætlaði sér að gera með þau og af hveiju hann hafði þau ekki með sínum eigum. Helmingur þessara 26 glasa sem fundust voru merkt sem saltupplausn en hinn helmingurinn er talinn vera hormónaefni, so- matropin, ef marka má merkingar á þeim. Það efni má nota í stað ana- bolískra steralyfja til þess að byggja upp vöðva. Somatropin er vaxtar- hormón sem hefur áhrif á prótein-, sykur- og fituupplausn í líkamanum og getur því verið notað til að byggja upp vöðva. Kínveijar hafa ekkert viljað láta hafa eftir sér um málið en kínversk- ur blaðamaður hafði eftir forráða- mönnum liðsins að í glösunum væri skjaldbökusúpa. Innflutningur á hormónalyfjum til Ástralíu er bannaður nema með sér- stöku leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi, þannig að ljóst er að Kínveijar sitja illa í súpunni sé það staðreynd að þarna sé á ferðinni hormónaefni. „Við höfum sent efnin til rann- sóknar og þegar niðurstaða liggur fyrir grípum við til viðeigandi að- gerða,“ sagði aðili hjá tollayfirvöld- um í Sydney. Þrátt fyrir að ekki hafi verið sann- að enn að þetta sé hormónaefni slógu ýmsir því föstu strax og það þlakk- aði í Don Talbot, aðalþjálfara Ástral- íu, en hann hefur opinberlega sakað Kínveija um svindl. Goldin kemur ekki '[ GÆR skýrðist það endan- lega að Vladimir Goldin leik- ur ekki meira með KA á þess- ari leiktíð í handknattleikn- um. Hann fór til Hvíta-Rúss- lands nokkru fyrir jól til þess að sinna herskyldu sem hann hafði talið sig hafa fengið leyfi frá fram á næsta vor. Hins vegar vaknaði veik von fyrir nokkru að Goldin fengi leyfl og kæmi á ný til liðs við KA í ársbyijun, sú von slokkn- aði í gær. „Hann verður að sinna herskyldunni og kemur ekki,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA, í gær. „Það er vissulega slæmt að hafa hann ekki, en á móti kemur allir mínir menn eru heilir nú eftir erfið meiðsli. Þeir hafa náð góðri stöðu í deildinni og halda örugglega sínu striki.“ Jafntefli hjá Wuppertal „ÞAÐ má segja að við höfum . verið klaufar að sigra ekki, en að vissu leyti má einnig segja að við höfum verið heppnir að tapa ekki,“ sagði Geir Sveinsson, leikmaður Wuppertal, eftir 22:22-jafn- tefli á heimavelli gegn Minden í gærkvöldi í fyrsta leik 17. umferðar þýsku 1. deildarinn- ar í handknattleik. „Við vor- um með forystu 18:14 upp úr miðjum hálfleik, en misstum leikinn niður í jafnt 20:20 en tókst að komast yfir 22:20 áður en þeir jöfnuðu. Þegar 15 sekúndur voru til leiksloka var dæmt leiktöf á okkur og leikmenn Minden geystust upp en við náðum að veijast og halda jöfnu.“ Eftir þetta er Wuppertal í 10. sæti með 14 stig en Mind- en er með einu stigi fleira og er í 7. sæti en nýög jafnt er á með nokkrum liðum um rniðbik deildarinnar. Geir Sveinsson, Ólafur Stefánsson, Dmítrí Filippow og Sjiir Tollefsen voru marka- hæstir fajá Wuppertal, með 4 mörk hver, Ólafur gerði eitt úr vítaksti. Stefan Schöne lék" með Wuppertal eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla í hásin, hann gerði 3 mörk. ENSKA KNATTSPYRNA / SJONVARP íslenska útvarpsfélagið með einkarétt til 2001 Islenska útvarpsfélagið, sem rekur Stöð 2 og Sýn, hefur tryggt sér einkarétt á útsendingum á öllum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í þijú ár frá og með komandi hausti. IÚ er með þennan rétt á líðandi tímabili en eins og fram hefur komið keypti fjölmiðla- fyrirtækið Canal+ alheimsréttinn af Knattspyrnusambandi Englands fyrir tímabilið 1998 til 2001 með framlengingarákvæði til 2004 og greiddi 110 millj. punda fyrir rétt- inn. ÍÚ er fyrsta fyrirtækið sem tryggir sér einkarétt fyrir útsend- ingarsvæði sitt með beinum samn- ingum við Canal+. „Við erum mjög ánægðir með að þessi samningur skuli vera í höfn,“ sagði Hreggviður Jónsson, forstjóri IÚ, á blaðamannafundi. „Þetta er sigur fyrir áskrifendur okkar,“ bætti hann við en sagði að þar sem ekki hefði enn tekist að semja við Landsíma íslands um dreifingu um allt land næðu ekki allir útsendingunum - Stöð 2 næði til um 98% landsmanna og Sýn til um 90%. Því væri brýnt að ná samn- ingum sem fyrst og loka hringnum og að því væri stefnt. í samningi ÍÚ við Canal+ fylgja ströng ákvæði um endurnýjunar- skilmála en samningurinn nær til allra útsendinga, bæði í opinni og læstri dagskrá, og bannar því alla aðra dreifingu á leikjum í keppninni í sjónvarpi á Íslandi. Auk þess að sýna frá ensku úr- valsdeildinni á líðandi tímabili er ÍÚ með einkarétt á íslandi á leikjum Ensku bikarkeppninnar og deilda- bikarkeppninnar til 2000. Ennfrem- ur sýnir fyrirtækið frá Meistara- deild Evrópu og ítölsku knattspym- unni. „Samningaviðræður við Canal+ tóku mjög skamman tíma og við lítum á samninginn sem traustsyfirlýsingu - að við séujn betri en aðrir - og emm stoltir af því,“ sagði Páll Baldvin Baldvins- son, dagskrárstjóri. Hann bætti við að um stærsta samning fyrirtækis- ins væri að ræða. Spurður um hvað greitt hefði verið fyrir réttinn sagði hann að verðið væri sanngjarnt og eðlilegt og ekki hefði verið um veru- lega hækkun að ræða frá fyrri samningi en vildi að öðm leyti ekki fara nánar út í tölur. Hins vegar er ljóst að verið er að ræða um tugi milljóna króna. Til þessa hafa að jafnaði verið þijár beinar útsendingar frá ensKa boltanum á Stöð 2 og Sýn vikulega en með samningnum er gert ráð fyrir að útsendingum fjölgi enn frá og með næsta hausti. ÍÚ fyrirhugar að stofna sérstaka íþróttarás á ár- inu og kemur enska knattspyrnan til með að vega þungt í dagskrá nýju stöðvarinnar. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.