Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 4
SKÍÐI / HEIMSBIKARKEPPNIN
Arnór
ekki með
ARNÓR Gunnarsson frá ísa-
fírði átti að keppa í heimsbik-
armótinu í svigi í Schladming
í Austurríki f gær, en þegar
til kom fékk hann ekki að
vera með. Ástæðan var sú að
skráning hans hafði ekki
borist frá SKÍ til mótshald-
ara í tæka tíð.
Kristinn Svanbergsson,
framkvæmdastjóri Skíðasam-
bandsins, sendi skráningu
Arnórs í súnbréf til móts-
haldara á þriðjudag og
hringdi sfðan strax á eftir tii
áð fá það staðfest að bréfið
hefði borist. Þegar dregið
var um rásröð keppenda í
fyrrakvöld kom í Ijós að nafn
hans var ekki á listauum yfir
keppendur á mótinu. Christi-
an Leitner þjálfari gerði
strax athugasemd við það en
skráning hans fannst ekki.
,JÞeir í mótstjórninni sögðu
að skráningin hefði ekki
komið inn á borð til þeirra
fyrr en rétt. fyrir mótið í gær
og þá hefði það verið of seint
því þá var biíið að draga um
rásröð keppenda. Ég skii
þetta klúður ekki og sendi
bréf til þeirra strax í gær og
óskaði eftir að þeir sendu
okkur afsökunarbeiðni vegna
þessa,“ sagði framkvæmda-
stjóri SKÍ.
Reuter
ALBERTO Tomba hafði mikla yfirburði f svigi heimsbikarsins sem fram fðr f flóðljósum f Schladming
f Austurrfki í gærkvöldi. Hann var með besta tímann f báðum umferðum og vann þar með fyrsta
sigurinn í vetur og jafnframt 49. sigur sinn í heimsbikamum.
Tomba stóð við stóru orðin
Alberto Tomba kom eins og
stormsveipur til Schladming
og stal sennunni í svigi heimsbik-
arsins í gær, eins og hann hafði
lofað daginn áður. Hann var með
besta brautartímann í báðum um-
ferðum og sýndi að hann er kom-
inn í góða æfingu og verður að
teljast til alls líklegur á Ólympíu-
leikunum í Nagano í næsta mán-
uði. Þetta var fyrsti sigur hans í
vetur og má segja að hann hafi
komið á góðum tíma.
Glaumgosinn Tomba kann vel
við sig í sviðsljósinu, enda komu
um þrjátíu þúsund áhorfendur til
að fylgjast með keppninni. Hann
er ávallt bestur undir slíkum
kringumstæðum. Síðasti sigur
hans í heimsbikarnum var einmitt
í sömu brekku, Planai-brautinni, í
Schladming fyrir ári. Hann var
tæpri sekúndu á undan Austur-
ríkismanninum Thomasi Sykora.
Norðmaðurinn ungi Hans-Petter
Buraas náði þriðja sæti eins og
hann gerði líka í Sestriere í des-
ember.
„Ég þurfti verulega að hafa
fyrir sigrinum,“ sagði hinn 31 árs
gamli Itali sem var að vinna 49.
heimsbikarmótið á ferlinum.
„Sigurinn hér í fyrra var mun
auðveldari fyrir mig. Ég var mjög
þreyttur enda brautirnar erfiðar.
Ef brekkurnar eru eins vel undir-
búnar og þessi get ég alltaf náð
góðum árangri. Það var einnig
mikið álag á mér því ég fékk
harða keppni frá hinum strákun-
um og eins bjuggust flestir áhorf-
endur við að ég sigraði. Það er oft
erfitt að standa undir væntingum
en ég er orðinn vanur því. Ég
æfði mjög vel í sumar og það er
að skila sér núna í góðum ár-
angri,“ sagði Tomba sem var
heimsbikarmeistari 1995. Besti
árangur hans í svigi í vetur fyrir
mótið í gær var fjórða sætið í
Sestriere, en þar var einnig keppt
í flóðljósum. „Ég elska að keppa í
flóðljósum."
„Hann [Tomba] er kominn aft-
ur er það eina sem ég get sagt,“
sagði Thomas Sykora, sem varð
annar. Hann var með sjötta tím-
ann í fyrri umferð en keyrði sig
upp í annað sætið í síðari umferð-
inni. „Ég er ánægður með úrslitin
en þarf greinilega að fara keyra
meira í fyrri umferð," sagði
Sykora sem vann fimm svigmót
síðasta keppnistímabil.
Næstu heimsbikarmót verða í
Schladming á laugardag og
sunnudag. Þá verður tvívegis
keppt í stórsvigi.
Alberto Tomba
Fæddur; 19. desember 1966 í Lazzaro di Savenna á Ítalíu.
Hæð: 1,82 m. Þyngd: 93 kg.
Sigrar í heimsbikarnum: 49 alls. Svig: (34 talsins) - Sestriere (1988, ‘91,
‘92, ‘94, ‘95), Madonna (‘88, ‘89, ‘96), Kranjska Gora (‘88, ‘92, ‘96), Bad
Kleinkirchheim (‘88), Áre (‘88), Oppdal (‘88), Waterville (‘90), Geilo (‘90),
Salen (‘90), Park City (‘92), Kitzbiihel (‘92, ‘95), Wengen (‘92, ‘95), Crans
Montana (‘92), Garmisch (‘93, ‘94, ‘95), Stoneham (‘94), Chamonix (‘94),
Tignes (‘95) Lech I (‘95), Lech II (‘95), Flachau (‘96), Schladming (‘97,
‘98).Stórsvig: (15) - Sestriere (‘88), Alta Badia (‘88, ‘91, ‘92, ‘95), Saas
Fee (‘88), Kranjska Gora (‘91, ‘95), Lillehammer (‘91), Aspen (‘91),
Waterville (‘91), Park City (‘92), Crans Montana (‘92), Adelboden (‘95),
Bormio (‘95).
Aðrir sigrar: Hann er sigursælasti alpagreinamaður allra tíma á
Ólympíuleikum. Hann sigraði I svigi og stórsvigi á Ólympíuleikunum í
Calgary 1988. í stórsvigi á Ólympíuleikunum í Albertville 1992 og nældi
í silfrið í sviginu. Tveimur árum síðar vann hann einnig silfurverðlaun á
leikunum í Lillehammer. Hann varð heimsmeistari í svigi og stórsvigi í
Sierra Nevada á Spáni 1996. Hann á einnig tvenn bronsverðlaun í svigi
og stórsvigi frá HM 1987 og 1997.
Norðmenn
unnu tvöfalt
NORÐMENN sigruðu bæði í
kvenna- og karlaflokki í heimsbik-
armótinu í skíðagöngu sem fram fór
í Ramsau í Austurríki í gær. Ólymp-
íumeistarinn Thomas Alsgárd sigr-
aði í 15 km göngu karla með hefð-
bundinni aðferð og Marit Mikkels-
plass í 10 km göngu kvenna.
Alsgárd var 0,9 sekúndum á und-
an Finnanum Mika Myllyla, sem er
heimsmeistari í 50 km göngu. Þetta
var aðeins annar sigur Alsgárds frá
því hann varð Ólympíumeistari í 30
km göngu með frjálsri aðferð 1994.
„Ég er mjög ánægður að hafa loks
sigrað í göngu með hefðbundinni
aðferð. Nú veit ég að ég get jafnvel
unnið Bjöm Dæhlie," sagði sigur-
vegarinn. Dæhlie tók ekki þátt í
mótinu vegna flensu.
FOLK
■ ÍA hefiir samið til fveggja ára
við knattspyrnumanninn Sigurð
Ragnar Eyjólfsson, sem leikið hef-
ur með Þrótti undanfarið. Sigurð-
ur Ragnar er við háskólanám í
Bandaríkjunum og var skömmu
fyrir jól valinn í A-úrvalslið ársins,
fyrstur Islendinga.
■ ÍTALSKI landsliðsmaðurinn
Nicola Berti fær góð laun hjá
Tottenham, eða kr. 1,8 millj. ísl. kr.
í vasann á viku.
■ TOTTENHAM hætti í gær við
að kaupa Andy Hinchcliffe frá
Everton á þrjár millj. punda, en
ganga átti frá kaupunum í gær. í
læknisskoðun komu í Ijós meiðsli á
hásin Hinchcliffe.
■ CURTIS Fleming, landsliðs-
maður írlands, mun ekki leika
næstu vikumar með Middles-
brough. Hann fór í botlangaskurð í
gær.
■ GRAEME Souness, þjálfari Ben-
fica, vill fá Ian Wright, marka-
skorarann mikla hjá Arsenal, til
liðs við sig - býður honum fjögurra
ára samning.
■ ARSENE Weng-er, knattspymu-
stjóri Arsenal, sagði Souness að
Wright væri ekki til sölu - að hann
vildi að Wright myndi enda keppn-
isferil sinn hjá Arsenal.
■ GORDON Strachan, knatt-
spymustjóri Coventry, er ánægður
með að lið Bayem Miinchen komi
til Highfield Road og leiki þar vin-
áttuleik 27. janúar.
■ GEORGE Grahant, knatt-
spymustjóri Leeds, vill enn styrkja
vöm sína með því að fá Neil
Ruddock, vamarleikmann Liver-
pool til liðs við liðið.
■ TOMMY Johnson, sóknarleik-
maður Celtic, hefur verið lánaður
til Crystal Palace út þetta keppnis-
tímabil.
■ FLESTIR veðja á að Liverpool
verði deildarbikarmeistari. Staðan
hjá veðbönkum er þannig að Liver-
pool er með 7-4, Arsenal 9-4, Chel-
sea 11-4, Middlesbrough 8-1.
■ ROLLAND Courbis, þjálfari
MarseiUe, tilkynnti í gær að liðið
láti Fabrizio Ravanelli ekki fara til
AC Milan, sem vildi fá Ravanelli til
að hlaupa í skarðið fyrir George
Weah, sem verður frá vegna
meiðsla í tvo mánuði.
■ ÞÝSKI þjálfarinn Udo Lattek
hafnaði í gær boði um að gerast
landsliðsþjálfari Iran.
■ ÞÝSKA liðið 1860 Miinchen
tryggði sér í gær búlgarska lands-
liðsmanninn Hristo Yovov, sem lék
með Levski Sofía, skrifaði undir
þriggja ára samning.
■ BANDARÍSKl landsliðsmaður-
inn Eric Wynalda, miðherji, hafn-
aði boði frá Kaiserslautem í gær.
Forráðamenn liðsins vonuðust til
að Wynalda, 28 ára, vildi koma á ný
til Þýskalands, en hann hafði áður
leildð með Saarbriicken og Boch-
um, þar sem Þórður Guðjónsson
lék með honum.
■ WYNALDA, sem leikur með San
Jose í Kalifomíu, sagðist verða
heima fram að HM í Frakklandi,
þannig að hann gæti tekið þátt í
undirbúningi bandarfska landsliðs-
ins af fullum krafti. Bandankin
leika í riðli með Þýskalandi, íran
og Júgóslavíu í HM.
■ ALEX Ferguson, knattspymu-
stjóri Man. Utd., hefur nú augastað
á Matt Jansen, 20 ára miðherja hjá
Cariisle.
■ CARL Leahum, miðherji
Charlton, er kominn tíl
Wimbledon, sem borgaði 300 þús.
pund fyrir hann. Joe Kinnaer,
knattspymustjóri liðsins, sagði í
gær að hann myndi kaupa tvo aðra
leikmenn til liðsins á næstu dögum.