Morgunblaðið - 20.01.1998, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Landsliðið
í knattspyrnu
í austurveg
Mótherjar íslands í
undankeppni EM
Færeyjar
Finnland
Noregur
Svíþjóð gm
/ Eistland [|aKVJ
/ V LetWánd^B
ytháeh>y
Ö , 'Hvíta-^
: Rússlandl
i, Pólland n — -i
Skötland
írland '? \
Walffs.- England
.A-f' / Holland
Daiynwí'i-
1986: ísland - Sovétr. 1:1
1987: Sovétr. - ísland 2:0
Tékkland .0mM
stein , Slóvakíal..- *J|
sfumki ungveijál. Molltól
Slóvonla Rúmenía 1
u Króatia
7 Bosnia'lögðf..........r' ,
slavia; Búlgaria,
llíá ■. Wakedónia . ,
Island hefur þrisvar dregist
gegn Frökkum í EM:
Portúgal
GeorgíaJtzerbaiján
1975: Island - Frakkl. 0:0
1975: Frakkl. - ísland 3:0
f Urslita-
keppnin fer
fram í Belgíu
og Hollandi
Nárið 2000/
Tyrkland
1986: Island - Frakkl. 0:0
1987: Frakkl. - ísland 2:0
GrikktaQd
S'li1
1990: Island - Frakkl. 1:2
1991: Frakkl. - ísland 3:1
Rússland
Úkraína
■ DAÐI Dervic, fyrrum landsliðs-
maður í knattspyrnu, sem hefur
leikið með Leiftri á Ólafsfirði, hefur
gengið til liðs við Þrótt Reykjavík.
■ ERIK Veje Rasmussen hefur ver-
ið ráðinn þjálfari þýska handknatt-
leiksliðsins Flensburg-Handewitt
fyrir næsta keppnistímabil. Ras-
mussen, sem er 38 ára fyrrverandi
landsliðsmaður Dana, hefur verið
spilandi þjálfari hjá svissneska lið-
inu St. Ótmar/St. Gallen sem Júl-
íus Jónasson leikur með.
■ LOUIS van Gaal, stjóra
Barcelona, var boðið að taka við
landsliðsþjálfarastöðu Hollands í
knattspymu eftir HM, en Guus
Hiddink hefur gefið til kynna að
hann ætli að hætta. Van Gaal á eft-
ir tvö ár af samningi sínum og hafn-
aði tilboði Hollendinga.
■ JANI Sievinen frá Finnlandi
náði ekki að verja titilinn í 200
metra fjórsundi á HM í sundi.
Óreglulegur hjartsláttur í undan-
rásum kom í veg fyrir að heims-
methafinn gæti keppt.
■ KEPPNINNI var frestað í tvær
mínútur en Sievinen, sem er 22 ára,
varð að hætta við að keppa. „Hjart-
að sló æ hraðar og ég náði ekki
andanum,“ sagði hann. Sundmaður-
inn hefur átt við þennan vanda að
stríða undanfarið ár en ekki er talin
hætta á ferðum.
■ AUSTURRÍKI hefur sótt um
leyfi til að senda skíðastökkvarann
Andreas Goldberger á Vetrar-
ólympíuleikana í Nagano í Japan.
■ GOLDBERGER viðurkenndi í
fyrra að hafa neytt kókaíns einu
sinni og var settur í keppnisbann.
Hann reyndi að komast að hjá öðru
landi en það gekk ekki. Goldberger
var síðan tekinn inn í austurríska
landsliðshópinn fyrir skömmu.
■ GREINT var frá því um helgina
að heimsmeistarakeppnin í sundi í
25 metra laug verður haldin í
Aþenu árið 2000. Áður hefur komið
fram að keppnin næsta ár verður í
Hong Kong í apríl.
■ JAPAN hleypir engum inn í land-
ið sem hefur neytt eiturlyfja og
hafa þessi ströngu lög bitnað m.a. á
Diego Maradona og mörgum
hljómlistarmönnum. Samt verðui-
umsókn Austurríkismanna tekin
íyrir hjá yfirvöldum.
■ SIGURÐUR Jónsson og samherj-
ar í Dundee United gátu ekki tekið
á móti Celtic í skosku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu um helgina
vegna veðurs.
■ GILBERT Gress, þjálfari
Neuchatel Xamax undanfarin 15
ár, verður næsti landsliðsþjálfari
Sviss í knattspyrnu. Samningurinn
er út júní árið 2000.
■ PAOLO Futre, miðherji Atletico
Madrid á Spáni, leikur með La
Portuguesa í Brasilíu út tímabilið.
Brasilíska félagið fékk miðherjann
lánaðan en hann hefur aðeins verið
með í fimm deildarieikjum Atletico
á tímabilinu.
■ TEEMU Selanne frá Finnlandi
var kjörinn besti maður stjörnu-
leiks NHL-deildarinnar í íshokkí
sem fór fram um helgina. Hann
gerði þrjú mörk fyrir heimsliðið en
heimamenn (Kanadamenn og
Bandaríkjamenn) unnu 8:7.
NAGANO
Skíðasamband íslands óskaði
eftir því að lágmörk Alþjóða
ólympíunefndarinnar, IOC, giltu
við val íslensku keppendanna á
Vetrarleikunum í Nagano í Japan
í næsta mánuði og varð íþrótta- og
Ólympíusamband Islands við
þeirri bón. Því voru allir átta í
alpagreinum valdir á
leikana sem voru innan
við 500 á styrldeikalísta
heimslista Alþjóða
skíðasambandsins í
nóvember sem leið. Við-
miðun Óí í Lille-
hammer í Noregi fyrir fjórum ár-
um var 260 á styrkleikalistanum.
Rökin fyrir stefnubreytingu ÍSÍ
eru góð og gild; ástæðulaust er
fyrir ísland að vera með önnur
lágmörk en IOC setur og fjar-
stæðukennt að ætlast til að ís-
lenskii- keppendur nái verðlauna-
sæti á Ólympíuleikum. Þátttakan
á fyrst og fremst að vera hvatning
til íslenskrar æsku - með því að
leggja sig fram er möguleiki að
komast ú helstu íþróttahátíð
heims.
ÍSÍ varpai- ábyrgðinni á vali
íþróttafólksins yfir á viðkomandi
sérsambönd. „Þeiira er að meta
hvort þau vilji leggja út í kostnað
með því að senda íþróttafólk til út-
landa í æfingai- og keppni til að
búa það undir Ólympíuleika,"
sagði forseti ÍSÍ við Morgunblaðið
á liðnu sumri þegar Ijóst var hvert
stefndi. „Þau senda ekki fólk sem
á ekkert erindi á Ólympíuleika
heldur frambærilega keppendur
sem hafa stundað æfingar af kost-
gæfni og náð árangri í alþjóðleg-
um mótum.“
GrundvaUaratriði í þessu er að
ekki er sjálfgefið að aJlir, sem ná
lágmarki, fari á Ólympíuleika. T.d.
eiga Svíar marga frambærilega
skíðamenn í alpagreinum en þeir
senda aðeins sjö til Nagano. Is-
lendingar eiga einn frábæran
skíðamann en aðrir standa honum
langt að baki. Enginn þeirra er
innan við 160 á heimslistanum, en
snillingurinn, sem er í fremstu röð
í heiminum, dregur sjö með sér
inn á leikana.
Vonandi standa íslensku kepp-
endurnir sig í Nagano og verða
öðrum fyi-irmynd, en árangur
sjömenninganna á alþjóðlegum
mótum bendir til að þeir komi til
með að eiga erfitt uppdráttar -
verði aftarlega eða falli úr keppni,
en það síðar nefnda getur reyndai-
hent hvaða keppanda sem er. Á
Ólympíuleikunum í Atlanta fékk
írland þrenn gullverðlaun og ein
bronsverðlaun. Sama stúlkan var
á palli í öll skiptin. Hún náði lág-
mörkum fyrir heimsmeistara-
keppnina í sundi sem lauk í Perth í
Ástralíu um helgina, en fór hvergi
- sagðist ekki eiga erindi.
Málið er að auðvelt er að segja
að aðalatriðið sé að vera með, en
það hlýtur að vera erfitt og lítt
uppörvandi fyrir flesta ef ekki alla
að eiga ekki möguleika á að vera
fyrir fi-aman miðju. Þó spennandi
og gaman sé að fara á Olympíu-
leika - geta sagst hafa verið með
þeim bestu - getur hvorki verið
skemmtilegt að reka lestina né
hvatning fyrir aðra að feta í slíkt
íötspor. Það eru fyrst og fi-emst
afreksmenn í íþróttum sem hvetja
aðra til dáða og bjarnargreiði er
að senda miðlungsmenn á Ólymp-
íuleika, þó þeir séu í hópi þeirra
bestu á landinu.
Steinþór
Guðbjartsson
Nauðsynlegt að vera
með á Ólympíuleikum
en vanda verður valið
Stefnir fyrirliði Stjörnunnar, HERPÍS SIGURBERGSDÓTTIR, að þreföldum sigri í ár?
Það býr mun
meira í liðinu
HERDÍS Sigurbergsdóttir er fyrirliði Stjörnunnar sem hefur
sjö stiga forskot í efsta sæti 1. deildar kvenna að loknum 16
umferðum. Herdís og stöllur hennar hafa verið að leika vel
betur og betur eftir því sem á hefur liðið. Um liðna helgi sigr-
aði Stjarnan sameinað lið Gróttu/KR 33:23 á Seltjarnarnesi
og var þetta 13. sigurleikur Garðbæinga í röð í deildinni. Þá
er iiðið komið í undanúrslit bikarkeppninnar og mætir ÍBV í
Garðabæ á miðvikudaginn.
Herdís er 26 ára og segist hafa
verið í kringum handknattleik
frá því hún man eftir sér en for-
eldrar hennar voru
Eftir báðir í handknatt-
ívar leiknum, faðirinn,
Benediktsson Sigurbergur Sig-
steinsson, lék með
Fram á sinni tíð og móðirin, Guð-
rún Hauksdóttir, stóð í eldlínunni
hjá Víkingi árum saman. „Ég var
ekki gömul þegar ég fór á æfingu í
fyrsta skipti,“ segir Herdís sem
hefur leikið með meistaraflokki
Stjömunnar og landsliðinu síðan
hún var 16 ára. Herdís hefur æft
með Stjörnunni frá 9 ára aldri en
hóf ferilinn hjá Fram en söðlaði um
er fjölskyldan flutti í Garðabæ.
Hún á að baki 276 leiki með meist-
araflokki Stjömunnar og fjölda
landsleikja. Herdís, sem er aðstoð-
armaður á tannlæknastofu, er í
sambúð með Jörandi Áka Sveins-
syni íþróttakennara og þjálfara
meistaraflokks kvenna hjá Breiða-
bliki. Dóttir Herdísar er Sigrún
María; 4 ára.
- I ljósi þess að foreldrarnir
æfðu handknattleik, og fleiri skyld-
menni, kom þá aldrei annað til
greina en að Herdís færi í sömu
leið?
- „í raun ekki, þetta var sú
íþróttagrein sem ég kunni best við
mig í. Ég mætti á nokkrar æfingar
í knattspyrnu en líkaði ekki.
Einnig var ég í fimleikum sem
bam.“
- Sl. tvö ár hefur keppnin staðið
á milli ykkar og Hauka, ennú virð-
ast Haukar ekki ná sér á sama flug
ogfyrr. Hvað hefur breyst?
„Frammistaða leikmanna Hauka
hefur komið á óvart. Þeim hefur
ekki tekist að ná jafnvægi í leik
sinn og hafa nokkmm sinnum farið
illa með leiki sem þeir vom með
vænlegri stöðu í. Við hins vegar
byrjuðum illa, gerðum tvö jafntefli
Morgunblaðið/Ásdís
HERDÍS Sigurbergsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sem sigraði
í 13. leiknum í röð f 1. deildinni um liðna helgi.
og töpuðum einum leik en höfum
síðan verið á sigurbraut. Við ein-
settum okkur fyrir tímabilið að
gera betur en í fyrra og eins og
staðan er nú er útlitið gott.“
- Er stefnan sett á að vinna
þrefalt; deildina, bikarinn og ís-
landsbikarinn?
„Við ætlum okkur að leika til úr-
slita í bikarnum og vinna, og verða
deildarmeistarar og komast í úr-
slitaleiki um Islandsmeistaratitil-
inn og þá er aldrei að vita hvað
gerist. Kjarninn í liði Stjörnunnar
hefur leikið saman í nokkur ár og
er samstíga í að leggja sig fram og
vinna allt sem í boði er.“
- Má reikna með að Stjaman og
Haukai■ etji kappi um Islands-
meistaratitilinn þriðja árið í röð?
„Ég reikna alveg eins með því.
Það býr meira í liði Hauka en það
hefur verið að sýna upp á síðkastið
og líklegt að það verði sterkara þeg-
ar fram í úrslitakeppnina verður
komið. Þú er VíWngsliðið í sókn um
þessar mundir og til alls líklegt."
- Er vel búið að kvennahand-
knattleik í Garðabæ?
„Já, það er vel hugað að öllu
varðandi liðið okkar og rétt að geta
þess að við erum með í kringum
okkur yndislegan hóp kvenna í
meistaraflokksráði sem leggur sig
fram við gera allt sem hægt er fyr-
ir okkur.“
- Þið óttist ekki að vera á toppn-
um á röngum tíma og vera komnar
í lægð þegar kemur að úrslita-
keppninni?
„Það held ég ekki, við höfum
verið að leika vel og ég tel að enn
meira búi í liðinu en það hefur sýnt
hingað."