Morgunblaðið - 20.01.1998, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 B 5
KA vann öruggan sigur á Stjöm-
unni, 28:23, er liðin mættust á
Akureyri um helgina. Með sigrinum
■■■■■^B nældi KA sér í dýr-
ReynirB. mæt stig í barátt-
Eiríksson unni á toppi deildar-
skrifar innar þar sem hvert
stig skiptir miklu
máli. Það sem gerði
út um leikinn var mjög góður
leikkafli hjá liðinu í rúmar tuttugu
mínútur í upphafi síðari hálfleiks. Á
þessum kafla nýtti KA 80% sókna
sinna, ásamt því að leika mjög
sterka vöm þar sem leikmenn
Stjömunnar fundu fáar glufur. Þeg-
ar flautað var til leiks eftir hlé var
staðan 12:10 fyrir KA, þá léku norð-
anpiltar við hvern sinn fingur á
meðan Stjarnan sá vart til sólar og
Létl hjá
Haukum
Haukar unnu ömggan sigur á
botnliði Breiðabliks á sunnu-
dagskvöldið, 37:22. Þar með töpuðu
■■■■■■ Blikar sínum þrett-
Hörður ánda leik í röð og ef-
Magnússon laust eiga fleiri eftir
skrifar að bætast yið. Frá-
bær markvarsla
Magnúsar Sigmundssonar í Hauka-
markinu í fyrri hálfleik lagði grunn-
inn að sigrinum, en Magnús varði
þá fimmtán skot, þar af tvö vítaköst
í byrjun leiks. Allir fengu að
spreyta sig hjá Haukum og allir úti-
leikmenn liðsins skomðu nema
einn. Homamennimir Jón Freyr
Egilsson og Daði Pálsson komu vel
út og þá gerði Tjörvi Ólafsson
skemmtilega hluti. Blessuðum Blik-
unum er hálfgerð vorkunn því allir
leikmenn liðsins em ungir að ámm
og óreyndir og Geir Hallsteinsson
þjálfari því ekki ekki öfundsverður.
Brynjar Geirsson, Björn Hólmþórs-
son og Sigurbjöm Narfason gerðu
stundum góða hluti en mistök þess
á milli. Þá varði Elfar Guðmunds-
son ágætlega á köflum en vörn gest-
anna var slök.
Valur
skipti
um
ham
VALSMENN hófu ekki leik
með heilum hug gegn Víking-
um í Víkinni á sunnudaginn
en sneru við blaði eftir að
hafa tekið leikhlé eftir tæpar
fimmtán mínútur. „Við töluð-
um um það sama í leikhléinu
og við gerðum fyrir leikinn:
það má ekki vanmeta, því þá
er munurinn á getu liðanna
farinn. Það var ekki fyrr en í
leikhléinu að þessi skilaboð
síuðust inn en í vetur höfum
við tekið betur á í leikjum eft-
ir því sem róðurinn hefur ver-
ið þyngri," sagði Jón Krist-
jánsson, leikmaður og þjálfari
Vals, eftir 22:18-sígur Vals,
sem lyfti liðinu í fjórða sæti
deildarinnar, en Víkingar sitja
eftir sem áður í því
næstneðsta.
Víkingar hófu leikinn af krafti og
eftir að Valsmönnum hafði að-
eins tekist að skora tvö mörk gegn
sjö um miðjan fyrir hálfleik tóku
þeir leikhlé. Eftir að hafa ráðið
ráðum sínum skipti Valsliðið um
ham og jafnaði 7:7 þegar Víkingum
tókst ekki að skora mark úr níu
sóknum á tíu mínútum. Hart var
barist og jafnt á flestum tölum þar
til tíu mínútur voru liðnar af síðari
hálfleik. Þá fóru Víkingar að missa
móðinn og Valsmenn gengu á lagið,
juku forskotið hægt og bítandi án
þess að heimamenn fengju neitt við
ráðið.
Víkingum skorti þrek
Vöm Víkinga var ágætlega á
verði og til að byrja með mátti sjá í
sóknarleiknum ágæt tilþrif en er á
leið gekk á þrekið, andlegt sem lík-
amlegt, svo enginn gat tekið af
skarið í sókninni. Birkir Ivar Guð-
mundsson markvörður var góður
og Þröstur Helgason og Birgir Sig-
urðsson voru ágætir.
Skipta verður umsögn um
Valsliðið í tvo hluta: fyrir vanmat
og eftir vanmat. Um þann fyrri er
lítið að segja en í þeim síðari var
vömin gríðarlega hreyfanleg og
góð, sem skilaði góðri markvörslu
og betri sóknarleik. Liðið hélt sínu
striki og beið þolinmótt eftir því að
mótherjamir gæfu eftir - það gekk
eftir. Guðmundur Hrafnkelsson
stóð milli stanganna í 20 mínútur
og varði 11 skot og Jón Kristjáns-
son og Ingi Rafn Jónsson vom
bestir útileikmanna.
■ Úrslit/B10
■ Staðan/B10
HANDKNATTLEIKUR
Öruggur
sigur KA-
manna
Norðanpiltar léku við hvern
sinn fingur og náðu mest
tíu marka forskoti
gegn Stjörnunni
„Hlökkum til
miðvikudagsins“
SIGURÐUR Sveinsson, leikmaður og þjálfari HK, sem verður 39
ára í mars, gerði þrettán mörk í góðum baráttusigri HK á liði
Fram, sem hafði unnið níu leiki í röð - sex í 1. deildarkeppninni
og þrjá í bikarkeppninni. Lokatölur urðu 26:24, en liðin mætast
aftur í undanúrslitum bikarkeppninnar á morgun.
Kópavogsliðið, sem var á heima-
velli, byrjaði vel og gerði þrjú
fyrstu mörkin án þess að gestimir
bláklæddu næðu að
svara. Daði Haf-
þórsson gerði fyrsta
mark Fram er sex
mínútur vom liðnar,
en sóknarleikur liðsins var vand-
ræðalegur í upphafi. Safamýrarpilt-
ar fundu þó taktinn eftir stundar-
kom og höfðu náð tveggja marka
forskoti, 14:12, er gengið var til
búningsherbergja í leikhléi, en
sóknarnýting Fram í fyrri hálfleik,
að fyrstu sex mínútunum loknum,
var 58,3%.
Frammarar gerðu fyrstu tvö
mörk síðari hálfleiksins og þóttust
nokkrir sjá að úrslit leiksins væm
þegar ráðin. Línumaðurinn Alex-
ander Arnarsson og fyrirliðinn Ósk-
ar Elvar Óskarsson gerðu sitt
markið hvor í tveimur næstu sókn-
um HK og minnkuðu muninn í tvö
mörk - gáfu þannig tóninn fyrir
HK. Því næst tók einleikssyrpa Sig-
urðar Sveinssonar við, en fjögur
mörk hans úr næstu sex sóknum
heimamanna spönnuðu næstum allt
litrófið og héldu Kópavogsliðinu á
floti. Á þessum tíma var Sigurður
eini HK-maðurinn sem Frömmur-
um stóð ógn af og vakti nokkra
furðu að gestimir gerðu aldrei til-
raun til að taka hann úr umferð.
Alexander Amarsson jafnaði síðan,
19:19, þegar rúmar tólf mínútur
lifðu leiks, með marki eftir hraða-
upphlaup, en hann reyndist liði sínu
dýrmætur á lokakaflanum og barð-
ist af miklum móð.
Sigurður skoraði úr vítakasti og
kom HK yfir, 23:22, er fimm mínút-
ur vom eftir og Hlynur Jóhannes-
son, markvörður HK, varði í kjöl-
farið, en hann varði þrívegis á mikil-
vægu augnabliki. I næstu sókn
gerði Sigurður síðasta og glæsileg-
asta mark sitt í leiknum og skyndi-
lega vom heimamenn með pálmann
í höndunum - staðan 24:22. Páll
Þórir Beck, sem leysti Guðmund
Pálsson af í leikstjórnandastöðunni
hjá Fram undir lokin, minnkaði
muninn í eitt mark þegar tvær mín-
útur vom eftir. Óskar fyrirliði og
Alexander línumaður gerðu því
næst tvö mörk í röð fýrir HK og
tryggðu sætan sigur.
„Við hlökkum til miðvikudags-
ins,“ sagði Sigurður Sveinsson í
leikslok, og átti þá við undanúrslita-
leik liðanna á morgun. „Við lögðum
upp með það fyrir augum að leika
góða vöm og skynsaman sóknar-
leik. Við byrjuðum ágætlega, en
fengum síðan nokkur mörk á okkur
úr hraðaupphlaupum þegar nær dró
leikhléi. En þetta var virkilega
skemmtilegt - barátt-
an var mjög mikil.
Hver leikmaður lagði
sig allan fram og það
nægir oftast,“ sagði
Sigurður.
Eins og kom fram í
orðum Sigurðar var
baráttan helsta vopn
HK á sunnudagskvöld
en sóknarleikurinn
heldur einhæfur, sem
kom ekki að sök að
þessu sinni. Frammar-
ar léku ágætlega á
köflum, en þess á milli
voru þeir ekki sjálfum
sér líkir, miðað við góð-
an leik liðsins að und-
anfömu.
Edwin
Rögnvaldsson
skrifar
Stórleikur Sigurðar Sveinssonar í sigri HK á Fram
náði KA 10 marka forskoti, 26:16,
þegar rúmar 8 mínútur vom til loka
leiksins og úrslitin virtust þá ráðin.
Stjaman gafst þó ekki upp og gerði
fimm næstu mörldn og fór nú um
margan áhanganda heimamanna,
sem hvöttu sitt lið af miklum krafti.
En nær komst Stjaman ekki og ör-
uggur sigur KA varð að veruleika.
Leikurinn var mjög harður i fyrri
hálfleik, þar sem varnarleikurinn
var aðal beggja liða. KA byrjaði
betur og gerði þijú fyrstu mörkin
en Stjarnan fór þá í gang og náði að
jafna leikinn í 5:5 um miðbik hálf-
leiksins. KA reyndist sterkara í
seinni hluta háÓleiksins og hafði
tveggja marka forystu í leikhléi,
12:10.
Hjá KA var Sigtryggur bestur en
hann varði 19 skot í leiknum og gaf
sínum mönnum svo sannarlega tón-
inn. Karim átti mjög góðan leik eftir
hlé, en aðrir leikmenn léku einnig
vel að þessu sinni. Hjá Stjörnunni
átti Ingvar í markinu ágætan leik í
fyrri hálfleik, Valdimar var sterkur
að vanda og Amar Pétursson átti
góða spretti.
Morgunblaðið/Golli
LOK, lok og læst...getur HK-maðurinn Hjálmar Vilhjálmsson ver-
ið að segja er hann stöðvar Sigurpál Áma Aðalsteinsson, horna-
mann hjá Fram. Fram og HK mætast aftur annað kvöld f undan-
úrslitum bikarkeppninnar.
Sigurður yfir
100 mörkin
SIGURÐUR Sveinsson skoraði þrettán mörk
fyrir HK gegn Fram og rauf hann þar með
hundrað marka múrinn - hefur skorað 103
mörk í 1. deildarkeppninni. Sigurður hefur
sett stefnuna á markakóngstitilinn í þriðja
skipti, var sfðast markahæsti leikmaður 1.
deildar 1993 er hann lék með Selfossi. Næst-
ur á blaði er markakóngurinn frá sl. keppn-
istíraabili - Eyjamaðurinn Zoltán Belányi
með 94 mörk.
Guðjón
ekki með
FH-ingum
GUÐJÓN Ámason hefur ekki
leikið tvo síðustu leiki FH-
liðsins, þar sem hann er
meiddur í baki. Ragnar
Óskarsson, leikmaðuriun ungi
hjá ÍR, lék ekki með liðinu
gegn FH, þar sem rifbein er
brákað. Ragnar missti þar með
dýrmætan leik í
markakóngsbaráttunni - haim
er þriðji markahæstur með 87
mörk.