Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Shearer lagði
upp sigurmark
Newcastle
Faustino Asprilla sendir
Kenny Dalglish tóninn
FAUSTINO Asprilla, sem er aftur að fara að leika fyrir Parma á
ftaliu, kennir Kenny Dalglish, knattspyrnustjóra Newcastle, um
hvemig komið er fyrir liðinu og segir að hann hafí eyðilagt það sem
Kevin Keegan byggði upp.
„Keegan reyndi að byggja upp meistaralið sem gaeti keppt við
bestu lið í Evrdpu,“ sagði Asprilla við dagblaðið News of the World.
„Hann setti saman lið skipað úrvalsleikmönnum og við lékum oft vel.
Síðan kom Dalglish og hann reif alit niður.“
Keegan greiddi Parma 7,5 mUlj. punda fyrir Asprilla fyrir tæplega
tveimur árum og Asprilla, sem er 28 ára, neitaði að hafa haft slæm
áhrif hjá Newcastle. „Eg reifst aldrei við leikmcnnina og þeir buðu
mér út að borða. Það var aldrei neitt vandamál.“
ALAN Shearer, sem hefur verið frá síðan í júlí vegna ökkla-
meiðsla, kom inná hjá Newcastle þegar tæplega 20 mínútur
voru til leiksloka í viðureigninni við Bolton í ensku úrvalsdeild-
inni um helgina og lagði upp sigurmarkið, sem Temuri Ketsbaia
gerði á síðustu mínútu. John Barnes gerði fyrra mark heima-
manna á 6. mínútu, 200. mark hans á ferlinum, en Nathan
Blake jafnaði fyrir Bolton.
Reuters
ALAN Shearer er kominn á ný á ferðina og er hér í baráttu við Mark Fish. „Mér líður mjög vel og ég
er ánægður með að vera byrjaður að spila aftur en sigurinn skipti öllu.“
Inter tapaði
á San Siro
Shearer var skipt inná eftir jöfn-
unarmark Blakes og var nálægt
því að skora skömmu síðar með
skalla. „Mér líður mjög vel og ég er
ánægður með að vera byrjaður að
spila aftur en sigurinn skipti öllu,“
sagði miðherjinn. „Ég var ekki
Jaugaóstyrkur, frekar spenntur, og
ég er ánægður með sigurinn."
Hann sagði að Kenny Dalglish,
stjóri Newcastle, hefði tekið
ákvörðunina. „Kenny ræddi við mig
eftir æfingu á fóstudaginn og ég var
sammála honum. Ég efast ekki um
að ég var tilbúinn. Eg hef tekið þátt
í öllum æfingum með strákunum í
10 daga og fann ekki til í æfingaleik
á þriðjudag. Nú vantar mig leik-
reynslu en uppbyggingin hefur ver-
ið þess virði.“
Hann hefur fylgst með liðinu
falla úr Evrópukeppni og deildabik-
amum og síga niður töfluna í ensku
úrvalsdeildinni eftir góða byrjun.
„Þetta hefur verið erfiður tími hjá
mér - það er erfitt þegar ekki má
gera það sem manni þykir
skemmtilegt að gera.“
Gallacher með þrennu
Kevin Gallacher var með þrennu,
þegar Blackburn vann Aston Villa
5:0, og er kominn með 16 mörk.
Heimamenn voru óstöðvandi og eft-
ir að Tim Sherwood braut ísinn og
Gallacher skoraði skömmu síðar
var Ijóst að möguleiki var á ámóta
úrslitum og í fyrri viðureign liðanna
þegar Blackburn vann 4:0. Stuart
Ripley átti síðasta orðið, skoraði af
um 25 metra færi.
Jurgen Klinsmann opnaði marka-
reikning sinn hjá Tottenham sem
vann West Ham 1:0. Samassi Abou
hjá West Ham var vikið af velli eftir
samstuð við Ramon Vega skömmu
fyrir hlé. Frakkinn neitaði að fara
Real Madrid
slapp týrir
horn
<
REAL Madrid heldur sér í
toppbaráttunni á Spáni eftir
1:0 sigur á SaJamanca á
lieimavelli sínum á sunnu-
dag. Það var varnarmaður-
inn Christian Panucci sem
gerði eina markið og bjarg-
aði Mardridingum frá háð-
uglegri útreið gegn botnliði
deildarinanr. „Liðið var ekki
sannfærandi síðasta stundar-
fjórðung leiksins. Það er sig-
urinn sem skiptir þó öllu
máli, en við þurfum að bæta
leik okkar,“ sagði Jupp
Heynckes, þálfari Real Ma-
drid.
Real Sociedad, sein er í
þriðja sætið deUdarinnar,
tapaði fyrsta leik sínum í 18
Ieikjum er liðið mætti Racing
Santander, 1:3.
út af en stjórinn, Harry Redknapp,
kunni á honum tökin.
Strachan æfur
Coventry og Arsenal gerðu jafn-
tefli, 2:2. Vörnin hjá Arsenal var
sem svissneskur ostur í íyrri hálf-
leik og sérstaklega fékk Darren
Huckerby færin en David Seaman
hélt gestunum á floti með góðri
markvörslu. Noel Whelan skoraði
fyrir Coventry um miðjan fyrri
hálfleik en Dennis Bergkamp jafn-
aði gegn gangi leiksins í byrjun
seinni hálfleiks. Skömmu síðar
gerði Nicolas Anelka annað mark
gestanna en Dion Dublin jafnaði úr
vítaspymu. Patrick Vieira sló bolt-
ann frá í stað þess að skalla, mót-
mælti ákvörðun dómarans og var
vikið af velli. Coventry missti líka
mann út af en það var furðulegur
dómur. Bergkamp var á ferðinni
inn fyrir vörn Coventry með Willi-
ams á hælunum en datt. Ekki var
hægt að sjá að Williams hefði komið
við mótherjann en hafi hann gert
það var það óviljaverk. Gordon
Strachan, stjóri Coventry, var líka
æfur út í dómarann. „Knattspyrnan
hefur batnað en dómgæslan versn-
að. Við jörðuðum þá, gerðum engin
mistök, en dómgæslan kostaði okk-
ur sigurinn. Dómarinn var brand-
ari, algjör skömm.“
Dómarinn Steve Lodge féllst á að
skoða umrætt atvik á myndbandi en
sagði síðar að það væri ófuUnægj-
andi og hann myndi skoða málið
betur. Strachan sagði að félag sitt
þyrfti að gjalda fyrir það að hann
gagnrýndi dómarann David Elleray
fyrr á tímabilinu. „Fólk segir ef til
viU að ég sé haldinn ofsóknarkennd
en við fáum ekkert. Við höfum lagt á
okkur mikla vinnu á morgnana, í há-
deginu og á kvöldin til að sigra í
leikjum og svo gerist þetta. Ég verð
sjálfsagt tekinn á teppið hjá Knatt-
spymusambandinu fyrir þetta en
eitthvað verður að gera.“
Strachan sagðist vera sannfærð-
ur um að Williams hefði ekki snert
Bergkamp en neitaði að dæma
Hollendinginn fyrir leikaraskap.
„Það er mál leikpiannsins og félags
hans.“ Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, sem hefur
mátt horfa upp á níu brottvisanir
hjá liðinu síðan hann tók við þvi í
fyrra, studdi miðherja sinn. „Ég
hélt að hann hefði snert hann en
Dennis vildi ekki að leikmanninum
yrði vikið af velli.“ Og um fallið
sagði hann: „Hann lét sig ekki
detta. Ef maður dettur þá dettur
maður og á þessum hraða falla
menn auðvitað á einhverri vega-
lengd.“
Bergkamp þvertók fyrir að hafa
verið með leikaraskap. „Ég var fyr-
ir opnu marki og hvers vegna ætti
ég þá að láta mig detta? Hann
[Williams] veit að um samstuð var
að ræða. Ég er ekki svindlari. Hann
veit sannleikann."
Sjötti sigurinn í röð
Liverpool tókst ekki að sigra í
sjötta leiknum í röð, gerði marka-
laust jafntefli við Leicester á Fil-
bert Street, en Roy Evans, stjóri
Liverpool, sagði að liðið ætti enn
möguleika á titlinum. „Margir leikir
eru eftir og við erum ekki hættir.
Það verður ekki auðvelt en hægt er
að ná United." John Robertson, að-
stoðarstjóri Leicester, tók í sama
streng. „Ég held að Liverpool sé
líklegasta liðið til að veita
Manchester United keppni út tíma-
bilið. Liðið núna er ámóta og liðið
sem ég lék á móti fyrir mörgum ár-
um - það hefur hæfileika. Við áttum
skilið það sem við fengum en
McManaman er frábær leikmaður,
framherjarnir tveir vinna mjög vel
saman og miðjumennirnir eru mjög
hæfileikaríkir. Ég myndi ekki af-
skrifa möguleika liðsins á titlinum.
Alls ekki.“
Barnsley vann Hermann Hreið-
arsson og samheija í Crystal Palace
1:0. Bamsley er samt áfram neðst
og Bolton í næst neðstasæti en
Everton, Crystal Palace og Totten-
ham eru með tveimur stigum meira
en Barnsley.
Meistaravonir Chelsea dvínuðu
við 3:1 tap fyrir Everton á Goodison
Park í Liverpool á sunnudag.
Everton, sem var á botni deildar-
innar í byrjun desember, fagnaði
þriðja sigurleiknum í röð og færist
æ ofar í töflunni en Chelsea tapaði í
sjöunda sinn á timabilinu.
Norðmaðurinn Tore-Andre Flo
skoraði fyrir Chelsea átta mínútum
fyrir hlé en Gary Speed jafnaði
tveimur mínútum síðar. Duncan
Ferguson skallaði í net gestanna
um miðjan seinni hálfleik og Mich-
ael Duberry gerði sjálfsmark sjö
mínútum fyrir leikslok.
Ruud Gullit setti sjálfan sig og
Gianluca Vialli inná í seinni hálfleik
en það breytti ekki því að heima-
menn voru hættulegri og líklegri til
afreka.
Inter tapaði óvænt fyrir Bari á
heimavelli um helgina - fyrsta
tap liðsins á San Siro leikvanginum
á tímabilinu og annað tap þess í
deildinni - en Juventus sigraði
Bologna og munar nú aðeins einu
stigi á toppliðunum.
Philemon Masinga frá Suður-Af-
ríku gerði mark Bari stundarfjórð-
ungi fyrir leikslok. Gianluca Pagli-
uca varði skaUa frá honum en hélt
ekki boltanum og óvaldaður mið-
heijinn skoraði í annarri tilraun.
„Þetta var frídagur," sagði Luigi
Simoni, þjálfari Inter, en Brasilíu-
maðurinn Ronaldo fór iUa með fær-
in. Leikmaður Uðins árs fékk m.a.
tvö gulUn færi tU að skora á fyrstu
10 mínútunum, skaut í hUðametið
og lét Francesco Mancini verja frá
sér.
Juve vann 3:1 á útivelU. FiUppo
Inzaghi gerði tvö mörk á fyrstu 19
mínútunum eftir gagnsóknir -
kennslubókardæmi um hvemig á
að nýta færin. Alessandro Del Pi-
ero innsiglaði sigurinn, skoraði úr
aukaspymu af um 25 metra færi
hálftíma fyrir leikslok. Rússinn
Igor Kolyvanov minnkaði muninn á
síðustu mínútu.
Udinese er í þriðja sæti fjómm
stigum á eftir Juve en liðið gerði
jafntefli, 1:1, við Atalanta. Fabio
Gallo skoraði fyrir heimamenn
snemma leiks en Þjóðverjinn OU-
ver Bierhoff jafnaði fyrir Udinese,
sem hefur nú leikið níu leiki í röð
án taps.
Lazio vann Fiorentina 3:1.
Sandro Cois skoraði fyrir heima-
menn um miðjan fyrri hálfleik en
Alen Boksic jafnaði fyrir Lazio
þremur mínútum síðar með sjö-
unda marki sínu í sex leikjum. Fior-
entina missti Svíann Stefan
Schwarz út af með rautt spjald í
byrjun seinni hálfleiks og varðist
vel þar til 13 mínútum fyrir leikslok
en þá skoraði Roberto Rambaudi af
stuttu færi. Skömmu síðar innsigl-
aði Tékkinn Pavel Nedved sigurinn
en , þetta var fyrsta tap heima-
manna í 11 leikjum.
Sampdoria átti ekki í erfiðleikum
með Lecce og vann 3:1. Miðheijinn
Vincenzo Montella gerði tvö mörk
og Giuseppe Signori eitt.
Massimo Rastelli jafnaði 1:1 fyr-
ir Piacenza á móti Roma fimm mín-
útum fyrir leikslok og var púað á
leikmenn Roma þegar þeir gengu
af ólympíuleikvanginum. Brasilíski
vamarmaðurinn Aldair gerði mark
Roma.
Enrico Chiesa sýndi Faustino
Asprilla hvemig á að fara að því að
skora og var með tvö frábær mörk
í 3:1 sigri Parma á AC Milan. Dino
Baggio gerði annað mark Parma
með bakfaUsspymu en Maurizio
Ganz minnkaði muninn.