Morgunblaðið - 20.01.1998, Síða 12
KNATTSPYRNA
Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari eftir EM-dráttinn í Ghenk
Ekki óskadráttur en við
höfum verk að vinna
GUÐJÓN Þórðarson, landsliðs-
þjálfari í knattspyrnu, var ekki
ánægður með dráttinn. „Þetta er
meiri hamingjudrátturinn eða
hitt þó heldur,“ sagði hann við
Morgunblaðið þegar riðlarnir
lágu fyrir á sunnudag. „Ekki er
nóg með að Johan Cruyff hafi far-
ið illa með okkur á fótboltavellin-
um heldur gerði hann það líka í
drættinum. Ekki er mikil heppni í
þessu en við verðum að takast á
við málið og höfum verk að
vinna.“
Guðjón sagði að af röðuðu þjóð-
unum hefði hann síst viljað lenda í
riðli með Rússum eða Rúmenum
og eins hefði hann alls ekki viljað
fá Úkraínu. „Mér sýnist að Frakk-
ar megi gá að sér. Rússar eru
mjög sterkir og aðeins þarf að
horfa til Kiev til að sjá styrkleika
Úkraínu. Armenía er erfið viður-
eignar en við eigum að hafa And-
orra. Þetta er staðan en í knatt-
spymu er alltaf möguleiki. Við
eigum fullt af sprækum strákum
og þótt riðillinn sé með þeim ei-fíð-
ari og því ekki um óskadrátt að
ræða er ekki um annað að ræða en
skoða framhaldið í rólegheitum.“
Gaman að fá Frakka
Eggert Magnússon, formaður
Knattspyrnusambands Islands,
sagði að riðillinn væri erfiður,
bæði innan sem utan vallar. Löng
og strembin ferðalög væru
framundan en skemmtilegast væri
að mæta Frökkum og Úkraínu-
menn leyndu á sér. „Það er gaman
að fá Frakkana og það tryggir
ákveðna hluti. Úkraína lék vel í
undankeppni HM og Rússland er
alltaf sterkt.“
■ íslenskir / B2
■ EM-dráttur / B9
Andrési sagt
upp hjá
Gróttu/KR
Andrési Gunnlaugssyni, sem
þjálfað hefur hið sameinaða lið
Gróttu/KR kvenna í handknattleik,
var sagt upp störfum á sunnudag-
inn. „Eg er nokkuð undrandi en
kvennaráðið ákvað að þetta væri
besta lausnin og ég virði ákvörðun
þess,“ sagði Andrés í gær. „Mark-
miðið var að vera meðal fjögurra
bestu og ég sé ekki að það hafí glat-
ast þrátt fyrir töp. Staðan er ekki
slæm og ég tel að tapleikir eigi að
skoðast sem reynsla enda hef ég
leyft öllum stúlkunum að spila. Ég
erfí þetta ekki við ráðið og vil taka
fram að það eru engin illindi.“
Grótta/KR er í fjórða sæti deildar-
innar og 4-liða úrslitum bikarkeppni
HSÍ.
„Fyrir uppsögninni eru ýmsar
ástæður en við mátum þetta það
besta í stöðunni. Það var haft fullt
samráð við leikmenn og þetta er
ekki í þeirra óþökk nema síður sé,“
sagði Björn Pétursson, formaður
kvennaráðs Gróttu/KR. „Við teljum
að lið Gróttu/KR hafi komið best
undirbúið til mótsins og þar eigi
Andrés stærstan þátt en síðan hef-
ur verið að halla undan fæti. Við er-
um sáttir við stöðuna í deildinni en
ekki úrslit síðustu leikja með stór-
um töpum." Við þjálfun tekur Ágúst
Jóhannsson og honum innan handar
verður Ólafur Lárusson.
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
M-
Vala Flosadóttir var nálægt
því að bæta eigið íslands- og
Norðurlandamet
Get stokkið
enn hærra
„ÉG ER í góðri æfingu og stökk betur í dag en um síðustu helgi,“
sagði Vala Flosadóttir, Evrópumeistari í stangarstökki kvenna,
eftir að hafa farið yfir 4,15 metra á móti í Malmö í Svíþjóð á
sunnudaginn. Hún var mjög nálægt því að bæta íslands- og
Norðurlandametið [sem er 4,20 m] en hefur e.t.v. verið að spara
kraftana þar til á ÍR-mótinu í Laugardalshöll næsta laugardag,
þar sem hún er nánast skyldug til að slá metið!
Þegar Vala byrjaði að stökkva
var hún ekki í keppni við aðrar
stúlkur, einungis við rána og mál-
gmH bandið; það var ekki
Hasse. fyrr en allir aðrir
Sjögren keppendur voru
hættir að hún hóf
keppni. Hún virðist
verið í geysilega góðri æfingu og
sýndi strax í fyrsta stökki að hún
myndi ná góðum árangri síðar um
daginn.
„Ég notaði mjúka stöng í dag;
þegar mér tekst vel upp, eins og
nú, get ég auðveldlega notað svona
mjúka stöng með góðum árangri,"
sagði Vala - sem fór hátt yfír 4,15
metra. Stöng er erfiðari viðfangs
því mýkri sem hún er, en eftir að
viðkomandi hefur náð góðum tök-
um á slíkri stöng getur hann skotið
sér hærra upp en ella.
Æfíngar Völu hafa gengið mjög
vel og markmið hennar er ljóst, að
verja Evrópumeistaratitilinn, sem
hún hlaut fyrir tveimur árum í
Gautaborg. „Markmiðið er að verja
titilinn, en ég veit ekki hversu hátt
ég þarf að stökkva til að sigra. Mér
er hins vegar fullljóst að ég get
stokkið hærra en ég hef gert til
þessa,“ sagði Vala.
Áhorfendur á mótinu í Malmö á
sunnudag geta eflaust allir tekið
undir það og þar sem Vala æfir enn
af fullum krafti - er ekki farin að
„hvíla sig“ fyrir keppni eins og
íþróttamenn kalla það - er ljóst að
að hægt er að búast við að hún
stökkvi talsvert hærra á næstunni.
Hún segist hafa æft vel og „efri
hluti líkamans er sterkari en áður
og það hefur auðveldað mér að ná
betri tökum á tækninni. En nú
verð ég fyrst og fremst að einbeita
mér að því að æfa betur snúning-
inn yfir rána.“
Framundan er áðurnefnt IR-
mót í Reykjavík um næstu helgi og
þá má búast við miklu af Völu.
„Þetta er eitt skemmtilegasta mót
ársins og ég verð að fara hátt,“
sagði hún.
Vala tók ekki eingöngu þátt í
stangarstökkinu í Malmö, heldur
var með í hálfgerðri „smá-fjöl-
þraut“; fór 5,43 í langstökki, sem
hún náði í þriðju tilraun, og kastaði
kúlu 11,71.
Vala setti íslands- og Norður-
landamet sitt innanhúss, auk
heimsmets unglinga, á IR-mótinu
fyrir ári. Spennandi verður að sjá
hvað hún gerir um næstu helgi en
hún var mjög nálægt því að fara yf-
ir 4,25 m á sunnudag.
Morgunblaðið/Hasse Sjögren
VALA Flosadóttir býr sig undir að stökkva á mótinu í Malmö á sunnudag. „Mér er ... fullljóst að ég
get stokkið hærra en ég hef gert til þessa,“ sagði Vala eftir að hafa stokkið yfir 4,15 m.
KNATTSPYRNA
Stórliðin töpuðu
Tveir leikir fóru fram í knatt-
spymu í gærkvöldi, einn í
Englandi og annar á Spáni. Urslitin
urðu óvænt á báðum stöðum því í
Englandi tapaði efsta liðið,
Manchester United, 1:0 fyrir South-
ampton og á Spáni tapaði
Barcelona 4:3 á heimavelli fyrir Va-
lencia.
Dýrlingarnir í Southampton hafa
eitthvert tak á United þegar liðin
mætast á heimavelli þeirra, The
Dell, en þar tapaði United 6:3 í
fyrra og 3:1 árið áður. Kevin Dav-
ies gerði eina mark leiksins á 3.
mínútu með skalla eftir auka-
spyrnu frá Matthew Le Tissier.
Paul Jones, markvörður Sout-
hampton, hafði í nógu að snúast í
leiknum, sérstaklega undir lok
hans er gestirnir sóttu án afláts, en
tókst ekki að skora.
Valencia var í fjórða neðsta sæti
fyrir leikinn í gær en Barcelona í
næst efsta og er þar enn. Heima-
menn komust í 3:0 og fyrsta mark
gestanna kom ekki fyrr en á 69.
mínútu og jöfnunarmarkið þremur
mínútum fyrir leikslok.
Sigurmarkið gerði síðan Ariel
Ortega er mínúta var til leiksloka
og var síðan rekinn útaf fyrir að
fara úr peysunni er hann fagnaði.
ENGLAND: X X 1 2X1 111 X122
ITALIA: 122 X21 X22 X111