Morgunblaðið - 04.02.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1998, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 KÖRFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Eins og í sögu Grímurní PEGAR Njarðvíkingar flugu til ísafjai' ar, vegna leiks þeirra við KFÍ í undanú slitum bikarkeppninnar fyrir skömm brugðu nokkrir forystumanna félagsins leik. Þeir höfðu rykgn'mur meðferðis c héldu þeim fyrir vitum sér er þeir koir til bæjarins. Ástæða þessa uppátækis v; ísfírðingar hafa átt mikilli velgengni að fagna í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, / síðan KFI komst þangað fyrst haustið 1996. Edwin Röffnvaldsson ræddi við þjálfarann Guðna 0. Guðnason og David Bevis, bandaríska driffiöður liðsins á s vellinum, á Isafírði á dögunum - í kjölfar þess að liðið öðlaðist rétt til að leika til úrslita í bikarkeppninni um aðra helgi. Iíörfuknattleiksfélag ísafjarðar, KFI, hefur náð athyglisverðum árangri á Islandsmótinu og í bik- arkeppninni í körfuknattleik í vetur. Félagið er nú á sínu öðru ári í úrvalsdeild og er þar í 4. sæti. A dögunum tiyggði liðið sér rétt til að leika til úrslita í bikar- keppninni við Grindavík, en leik- urinn fer fram í Laugardalshöll hinn 14. febrúar nk. Fyrir vikið ríkir mikil gleði og eftii’vænting á meðal Isfírðinga, sem eru án efa dyggustu stuðningsmennirnir í íslenskum körfuknattleik - og þótt leitað væri í fleiri hópíþróttir hér á landi. Þegar KFÍ hafði tryggt sér sæti í úrvalsdeild vorið 1996, gerðist Guðni 0. Guðnason, fyrr- um leikmaður KR, þjálfari þess. Hann segir markmið sitt á fyrsta tímabilinu með liðið hafa verið einfalt: „Að halda liðinu í úi-vals- deildinni. Þegar það hafði verið tryggt, reyndum við að komast í úrslitakeppnina, en það gekk nú ekki. Við lukum keppni með jafn- mörg stig og ÍR, sem komst áfram, en við urðum að láta í minni pokann vegna úrslita úr innbyrðis viðureignum." Isfirðingar gerðu nokkrar breytingar á leikmannahópi sín- um frá fyrra tímabiii. Þeir fengu Bandaríkjamanninn David Bevis, sem hefur reynst þeim mjög vel sem miðherji, KR-inginn Ólaf Jón Ormsson, sem hóf leik að nýju eftir ársfrí frá körfuknatt- leik, og spænska leikstjórnand- ann Marcos Salas, svo einhverjir séu nefndir. Þessir þrír skipa eitt allra sterkasta byrjunarlið úr- valsdeildarinnar ásamt Friðrik Stefánssyni og Baldri I. Jónassyni. „Við vorum ekki búnir að mynda endanlegan leikmannahóp fyrr en Marcos [Salas] kom,“ segir Guðni, en Spánverjinn kom til landsins örfáum dögum áður en keppnistímabilið hófst, „En þegar ég hafði fengið Ólaf í liðið og æfíngar hófust, sá ég að liðið var svo gott að við gátum farið nokkuð langt. Við settum okkur samt engin sérstök markmið. Við vissum að ef við fengjum góðan leikstjómanda, gætum við orðið á meðal efstu liða. Það kom á dag- inn þegar við fengum Marcos, sem var alger draumasending, því hann er mjög góður leikmað- ur. Þá vorum við komnir með góðan mann í hverja stöðu. „Breiddin“ er ef til vill ekkert gríðarleg, en við erum með nokkra varamenn sem geta skil- að sínu hlutverki með sóma,“ segir þjálfarinn. Vil bara sigra Guðni segist ekki hafa sett lið- inu neitt ákveðið markmið í upp- hafi tímabilsins. „Ég fer bara í hvern leik til að vinna hann. Það er mitt markmið - að sigra. Ég vil bara sigra og er óánægður þegar ég tapa. Samt mun ég ekki taka því sem ósigri ef við verðum ekki meistarar. Það er ósanngjarnt. Ég vona bara að liðið komist eins langt og það getur. Það kann ekki góðri lukku að stýra að setja sér eitthvert mark- mið í upphafi tímabils, sem liðið nær síðan ef til vill auðveldlega og að allir séu síðan himinlifandi yfir því. Mér finnst það bara rangt. Fyrir tímabilið held ég að menn hafi alls ekki einbh'nt á fyrsta sætið, en við höfum unnið öll efstu liðin og sýnt að við get- urn unnið þau öll. A góðum degi getum við leikið mjög vel, en við höfum líka sýnt að við getum spilað mjög illa þess á milli. Stöðugleikann vantar - að spila af fullum krafti í hverjum einasta leik.“ Hafíð þið ekki sýnt fram á að þið eigið engu minni möguleika en aðrir á Islandsmeistaratitli, þar sem ykkur hefur tekist að sigra efstu lið úrvalsdeildarinn- ar? „Ég segi strákunum að halda sig á jörðinni. Við erum ekki bún- ir að tryggja okkur sæti í úrslita- keppninni ennþá, því það er stutt í áttunda sætið. Það má því lítið út af bregða - meiðsli geta t.d. gert okkur erfitt fyrir. Þess vegna er best að einbeita sér að- eins að næsta leik.“ Þú hefur varla búist við svona miklum framförum á jafn skömmum tíma, þegar þú tókst við. „Nei, þetta hefur gengið von- um framar. Ég varð bara ánægð- ur þegar við unnum fyrsta leik- inn, því ég bjóst ekki við því að vinna marga. Síðan þá hefur strákunum farið fram. Friðrik [Stefánsson] hefur blómstrað - ég bjóst aldrei við því sem þann hef- ur sýnt undanfarið. Ólafur er einnig mjög góður leikmaður og David Bevis er óstöðvandi undir körfunni. Þegar við náum saman er mjög erfitt að stöðva okkur.“ Bevis einstakur persónuleiki Þú hefur verið heppinn með erlendu leikmennina, sem hingað komu íhaust, ekki satt? „Já, t.d. er David Bevis mjög góður leikmaður - það fer ekkert á milli mála. En við erum einnig heppnir með hann að öðru leyti, vegna persónuleikans. Hann sættir sig ekki við annað en sig- ur, er líka mjög góður leiðtogi inni á vellinum og fær alla með sér með baráttunni. Þannig leggjast allir á eitt, í því skyni að sigra,“ segir Guðni. Isafjörður er einstakur staður hvað stuðning bæjarbúa varðar, ekki satt? „Þetta er bara alveg ótrúlegt. Það liggur við að áhorfendur, sem eru á okkar bandi í útileikj- um, séu fleiri en ég átti að venj- ast í heimaleikjum þegar ég lék með KR.“ A þessi stuðningur Isfírðinga GUÐNI Ó. Guðnason, þjálfari KFI, og David Bevis, besti leikmaður iiðs til Akureyrar á fimmtudag, þar sem Pórsars Gentvy tapaði í í fyrsta leiknum ekki mikinn þátt í hröðum fmm- fórum liðsins? „Jú, alveg tvímælalaust. Stuðn- ingur þeiiTa er mjög mikilvægur. Að auki er nauðsynlegt að margir áhorfendur komi á heimaleiki okkar, því þá koma peningar í kassann. Það er dýrt að reka hð- ið. Við erum með tvo erlenda leikmenn og hver útileikur kostar okkur um hundrað þúsund krón- ur. Þetta er svakaleg velta og gott gengi hðsins auðveldar okk- ur vitaskuld að fá dæmið til að ganga upp. Þetta er í raun ekkert annað en viðskipti." Grindvíkingar ekki ósigrandi Þú hlýtur að vera farinn að hugsa eitthvað um bikarúrslita- leikinn? „Jú, vissulega. Um það sem leikaðferð snertir og annað slíkt, en það eina sem ég veit fyrir víst er að við ætlum að vinna leikinn. Við erum nýbúnir að spila við Gr- indvíkinga og þeir verða erfiðir. Helgi Jónas [Guðfinnsson] var meiddur þegar við lékum við þá síðast, en hann verður nær ör- ugglega með í bikarúrslitunum. Það er líka mjög erfitt að eiga við Darryl Wilson, en í svona leik gefa allir það sem þeir eiga - og rúmlega það. En þeir eru ekkert ósigrandi, þessir Grindvíkingar, langt í frá. Má ekki búast við því að marg- ir Isfírðingar leggi leið sína í Laugardalshöllina 14. febrúar? „Ég hugsa að ótrúlegur fjöldi ísfirðinga fylgi okkur, þótt sam- göngur héðan til Reykjavíkur séu ekki mjög einfaldar. Að auki búa margir Isfirðingar í Reykjavík. Það má segja að það sama gildi um Isfirðinga í Reykjavík og Is- lendinga í útlöndum. Menn fylgja sínum, fara langar leiðir til þess að styðja sína menn,“ segir Guðni. Alvin Gentry reið ekki feitum hesti frá fyrsta leik sínum sem þjálfari Detroit Pistons í fyrrinótt, en lið hans tapaði íyrir Washington Wizards, 113:101, í höfuðborginni. Rod Strickland gerði 26 stig og gaf tíu stoðsendingar fyrir sigurliðið auk þess sem Chris Webber skor- aði 23 stig og tók tólf fráköst. Gentry tók við þjálfun Detroit eftir að Doug Collins hafði verið sagt upp. „Þetta var hræðilegt. Við höfum ekki leikið jafn slæma vörn í um þrjú ár,“ sagði Gentry sem hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Detroit um nokkurt skeið. Jerry Stackhou- se var stigahæstur leikmanna Detroit, gerði 22 stig. Cleveland Cavaliers vann Minnesota Timberwolwes á heima- velh, 109:99. Nýliðinn Cedric Henderson setti persónulegt met er hann gerði 24 stig og Shawn Kemp skoraði sextán stig og tók 12 fráköst. Zydrunas Ilgauskas gerði að auki 19 stig og tók tíu fráköst. Sömu sögu er að segja af Wesley Person, nema að hann gerði einu stigi minna. „Þetta var mikilvægur sigur,“ sagði Mike Fratello, þjálfari Cleveland, en liðið er jafnt Charlotte og Atlanta í þriðja sæti miðriðilsins. Stephon Marbury var stigahæstur leikmanna Minnesota, gerði 27 stig, en liðið lék án Tom Gugliotta, sem á við margvísleg fótamein að stríða. Alonzo Mourning gerði 22 stig, hitti úr tíu af tólf skotum sínum, og tók sautján fráköst í sigri Miami Heat á Atlanta Hawks, 90:83. Mi- ami jók þannig naumt forskot sitt í Atlantshafsriðlinum. Mookie Blay- lock skoraði 22 stig íyrir Atlanta, en miðherji liðsins,' Dikembe Mut- umbo, meiddist þegar skammt var til leiksloka eftir brot Voshons Lenards og var fluttur á sjúkrahús í myndatöku. Kevin Johnson lék sinn fyrsta leik með Phoenix Suns eftir að hafa misst af 31 leik vegna meiðsla og gerði þýðingarmikla körfu í sigri liðsins á Philadelphia. Antonio McDyess átti góðan leik fyrir Phoenix, gerði 22 stig, tók þrettán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Rex Chapman gerði að auki 29 stig og hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum. Chicago gerði góða ferð til Den- ver og burstaði lið Denver, 111:72, eftir að hafa tapað illa fyrir Los Angeles Lakers á sunnudagskvöld. Scott Burrell, bróðir hlauparans Leroy Burrell, gerði 24 stig og Scottie Pippen nítján. Rick Fox gerði 25 stig og Shaquille O’Neal 24 stig fyrir Lakers á sunnudag, þegar Bulls kom í heimsókn. Þetta var næststærsta tap Bulls á tíma- bilinu. Michael Jordan gerði 31 stig fyrir Bulls. Del Han-is, þjálfari Los Angeles, sagði þetta besta leik liðs- ins síðan hann tók við því fyrir tæpum fjóram árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.