Morgunblaðið - 06.02.1998, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998
+
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 B 3
URSLIT
Island - Slóvenía 2:3
Yermasoyia leikvangurinn í Limassol á
Kýpur. Kýpurmótið í knattspyrnu, fimmtu-
daginn 5. febrýar 1998.
Aðstæður: Um 15 stiga hiti, skýjað og
gola. Gott veður en ömurlegur vöilur, óslétt-
ur.
Mörk Islands: Ríkharður Daðason 38.,
Þórður Guðjónsson 88.
Mörk Slóveníu: Zlatko Zahovie 33. vsp.,
64. vsp., Andrej Poljsak 67.
Gult spjald: Þórður Guðjónsson 25. fyrir
mótmæli, Brynjar Gunnarsson 39. fyrir
brot, Helgi Kolviðsson 64. fyrir brot, Sigurð-
ur Jónsson 64. fyrir mótmæli, Mladen Rud-
onja 70. fyrir brot, Amir Karic 89. fyrir brot.
Rautt spjald: Arnar Gunnlaugsson 82. fyr-
ir að segja nokkur vel valin orð við dómar-
ann.
ísland: Kristján Finnbogason - Pétur Mar-
teinsson, Sigurður Jónsson, Eyjólfur Sverr-
isson (Lárus Orri Sigurðsson 63.) - Helgi
Kolviðsson, Brynjar Gunnarsson (Steinar
Adolfsson 71.), Amar Grétarsson (Bjarki
Gunnlaugsson 55.), Hermann Hreiðarsson
- Amar Gunnlaugsson, Ríkharður Daðason
(Bjami Guðjónsson 71.), Þórður Guðjóns-
son.
Slóvenía: M. Simeunovic - A. Jermanis (A.
Poijsak 46.), M. Galic, A. Krizan, I.
Benedejcic (A. Karic 71.) - R. Istenic (A.
Ceh 46.), Z. Zahovic, M. Pavlin - A. Jerman-
is, M. Rudonja (A. Sivko 87.), E. Siljak.
Kýpur - Finnland 1:1
Valur-ÍR 81:86
Hlíðarendi; íslandsmótið í körfkuknattleik,
úrvals- og DHL-deildin (efsta deild í karla-
fiokki), fimmtudaginn 5. febrúar 1998.
Gangur ieiksins: 0:10, 3:10, 10:16, 14:24,
19:28, 24:28, 26:35, 29:44, 31:50, 45:60,
57:78, 67:78, 69:83, 79:83, 81:84, 81:86.
Stig Vals: Warren Peebles 37, Guðmundur
Björnsson 16, Bergur Emilsson 14, Brynjar
Karl Sigurðsson 10, Óskar Pétursson 4.
Fráköst: 23 vöm - 10 sókn.
Stig ÍR: Kevin Grandberg 29, Eiríkur Ön-
undarson 25, Ásgeir Hlöðversson 16, Guðni
Einarsson 8, Atli Sigurþórsson 6, Daði Sig-
urþórsson 2.
Fráköst: 18 í vörn - 7 í sókn.
Dómarar: Einar Skarphéðinsson og Jón
Halldór Eðvaldsson.
Villur: Valur 16 - ÍR 13.
Áhorfendur: Liðlega 70.
Haukar - Keflavík 68:67
íþróttahúsið við Strandgötu:
Gangur leiksins: 2:0, 6:5, 13:8, 21:13,
29:20, 36:26, 41:36, 45:41, 51:49, 55:58,
60:58, 64:65, 68:67.
Stig Hauka: Sherrick Simpson 28, Pétur
Ingvarsson 15, Sigfús Gizurarson 10, Bald-
vin Johnsen 8, Ingvar Guðjónsson 5, Björg-
vin Jónsson 2.
Fráköst: 25 í vörn - 9 í sókn.
Stig Keflavíkur: Falur Harðarson 28, Guð-
jón Skúlason 17, Kristján Elvar Guðlaugs-
son 9, Gunnar Einarsson 8, Fannnar Ólafs-
son 4, Halldór Karlsson 1.
Fráköst: 17 í vörn - 4 í sókn.
Dómarar: Helgi Bragason og Kristján
Möller. Þeir komust ágætlega frá erfiðum
leik.
Villur: Haukar 18 - Keflavík 21.
Áhorfendur: Um 200.
Grindavík-UMFIM 83:80
íþróttahúsið í Grindavík:
Gangur leiksins: 10:6, 19:14, 35:27, 44:32,
55:43, 57:55, 57:65, 67:68, 75:74 83:80.
Stig Grindavíkur: Darryl J. Wilson 26,
Konstantionos Tsartsaris 25, Helgi Jónas
Guðfmnsson 16, Bergur Hinriksson 8, Pétur
Guðmundsson 6, Guðlaugur Eyjólfsson 2.
Fráköst: 25 í vöm - 12 í sókn.
Stig UMFN: Petey Sessoms 36, Teitur
Örlygsson 15, Friðrik Ragnarsson 12, Páll
Kristinsson 6, Örlygur Sturluson 5, Kristinn
Einarsson 4, Logi Gunnarsson 2.
Fráköst: 25 í vörn - 8 í sókn.
Villur: Grindavík 12 - UMFN 16.
Dómarar: Leifur Garðarsson og Jón Bend-
er.
Áhorfendur: Um 600.
Skallagrímur - KFÍ 71:94
íþróttahúsið í Borgamesi:
Gangur leiksins: 2:0, 17:14, 28:30, 34:32
39:38, 43:42, 52:52, 66:73, 69:87,71:94.
Stig Skallagríms: Bragi Magnússon 20,
Páll Axel Vilbergsson 18, Bernard Garner
8, Tómas Holton 8, Finnur Jónsson 7, Ari
Gunnarsson 6, Sigmar Páll Egilsson 4.
Fráköst:_19 í vörn - 8 í sókn.
Stig KFÍ: David Bevis 29, Marcos Salas
19, Ólafur Ormsson 16, Guðni Guðnason
12, Baldur Jónsson 11, Friðrik Stefánsson 7.
Fráköst: 22 f vöm - 6 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Herbertsson, Einar
Einarsson slakir.
yillur: Skallagrímur 17 - KFÍ 13.
Áhorfendur: 270.
Þór-ÍA 90:74
íþróttahöUin á Akureyri:
Gangur leiksins: 0:4, 6:4, 19:8, 21:15,
41:21, 46:32, 57:38, 63:47, 82:60, 80:70,
90:74.
Stig Þórs: Jesse Ratliff 33, Sigurður Sig-
urðsson 28, Hafsteinn Lúðvíksson 13, Böð-
var Kristjánsson 8 og Davíð Hreiðasson 8.
Fráköst: 24 í vöm - 9 í sókn.
Stig f A: Damon Johnson 37, Dagur Þóris-
son 14, Alexander Ermolinski 13, Sigurður
Þórólfsson 6, Brynjar Sigurðsson 2, Alex-
ander Ermolinski 2.
Fráköst: 20 i vöm - 10 ! sókn.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Rögn-
valdur Hreiðarsson, áttu þeir þokkalegan
leik.
Villur: Þór 13 - ÍA 22.
Áhorfendur: Ekki gefið upp.
NBA-deildin
Úrslit leikja í fyrrinótt.
Boston - Dallas...................110:99
Washington - Cleveland............104:88
Philadelphia - Miami...............84:98
Minnesota - New York...............95:88
Utah - Chicago....................101:93
Denver - Sacramento...............99:101
Seattle - Indiana.................104:97
L.A. Lakers - Portland...........122:115
Fj. leikja U T Stig Stig
GRINDAVÍK 17 15 2 1584: 1412 30
HAUKAR 17 13 4 1437: 1224 26
KFÍ 17 11 6 1493: 1388 22
KEFLAVÍK 17 10 7 1540: 1453 20
UMFN 17 9 8 1482: 1401 18
TINDASTÓLL 16 9 7 1260: 1212 18
ÍA 17 8 9 1324: 1339 16
KR 16 8 8 1294: 1321 16
SKALLAGR. 17 7 10 1398: 1509 14
VALUR 17 5 12 1373: 1478 10
ÞÓR 17 3 14 1327: 1553 6
ÍR 17 3 14 1335: 1557 6
Knattspyrna
Spánn
Bikarkeppnin
Átta liða úrslit, fyrri leikur:
Barcelona - Merida................2:0
■Luis Enrique Martinez gerði fyrra markið
snemma í leiknum og Luis Figo það gull-
tryggði sigurinn seint í leiknum. ffyrri hálf-
leikurinn var í járnum en gestirnir í liði
Merida sóttu mun meira í fyrri hluta þess
síðari. Heimamenn vörðust hins vegar vel
og síðustu 20 mínútur leiksins fengu þeir
nokkur mjög góð tækifæri til að bæta við
marki. Það tókst undir lokin þegar Figo
skallaði í netið úr þröngu færi eftir fyrir-
gjöf Sergis.
Gullbikarkeppnin
Keppnin er haldin á vegum Knattspyrnu-
sambands Mið- og Suður-Ameríku.
3. riðill, Oakland, Kaliforníu:
Costa Rica - Kúba.................7:2
Austin Berry (3.), Paulo Wanchote 4 (21.,
31., 64., 78.), Wilmer Lopez 2 (27., 44t.)
- Eduardo Cebranco 2. (50., 90.)
2. riðill, Mexíkó - Trinidag& Tobago.4:2
Ramon Ramirez (37.), Luis Hernandez 2
(63., 82.), Francisco Palencia (65.) - Clint
Marcelle (59.), Jerren Nixon 90.)
■Heimsmeistarar Brasilíu gerðu marka-
laust jafntefli við Jamaíka í keppninni á
þriðjudaginn, á Orange Bowl-leikvanginum
i Florida. Áhorfendur, sem voru 43.754,
urðu fyrir miklum vonbrigðum með frammi-
stöðu heimsmeistaranna.
Holland
Úrvalsdeildin i gærkvöldi:
Fortuna Sittard - Sparta.........2:1
Michael Jeffrey 10.; Ronald Hamming 21.
- Nico Jalink 60. Ahorfendur: 5.000.
Portúgal
Bikarkeppnin, 8-Iiðaúrslit:
Gil Vicente (II) - Benfica...........1:1
■ Eftir framlengingu.
Braga - Sporting Lisbon..........3:1
■ Eftir framlengingu, staðan var jöfn 1:1
að loknum 90 mínútum.
Freamunde (III) - Porto...........0:4
Boavista - Uniao Leiria (II)......2:2
■ Eftir framlengingu.
Íshokkí
NHL-deildin
Úrslit leikja í fyrrinótt.
Buffalo - Boston Pittsburgh - Washington 2:2 2:2
Carolina - Tampa Bay 3:3
New Jersey - Ottawa 2:0
N.Y. Islanders - Montreal 4:2
Toronto - St. Louis 3:2
Dallas - Philadelphia 1:0
Edmonton - San Jose 0:3
Anaheim - N.Y. Rangers 3:2
Handknattleikur
Þýska bikarkeppnin
8-liða úrslit:
Pfullingen - Lemgo 24:30
Niederwiirzbach - Stralsunder 34:19
■ Konráð Olavson gerði sjö mörk fyrir Nied-
erwiirzbach og var markahæstur í sínu liði
Schutterwald - Bad Schwartau 26:22
í kvöld
Körfuknattleikur
Úrvalsdeildin:
Sauðárkrókur: Tindastóll - KR.. 20
1. deild karla:
Hveragerði: Hamar - Breiðablik 20
Handknattleikur
2. deild karla:
Isafjörður: Hörður- HM 20
Selfoss: Selfoss - Þór 20
Blak
1. deild karla:
IS - Þróttur N 19.30
Frjálsíþróttir
Fyrri keppnisdagur á Meistaramóti
íslands fer fram í kvöld í Baldurshaga
og Laugardalshöll. Keppni hefst með
60 m grindahlaupi karla og kvenna í
Baldurshaga kl. 18.30.
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
Ekki nóg
að fá mörg
markfærí
ÍSLENDINGAR máttu sætta
sig við tap, 3:2, á móti Sló-
venum í fyrsta leik Kýpur-
mótsins í knattspyrnu í
Limassol í gær. íslendingar
voru betri, fengu sjálfsagt
fleiri marktækifæri en nokkru
sinni fyrr í landsleik en nýttu
ekki möguleikana. Slóvenar
fengu tvær vitaspyrnu á silf-
urfati og voru með góða
skotnýtingu.
likið er rætt um mikilvægi
Iþess að getað leikið knatt-
spymu allt árið og vissulega er
gott að fá tækifæri
Steinþór Guð- til að leika við að-
bjartsson skrifar stæður eins og hér,
frá Kýpur í um 15 stiga hita í
byrjun febrúar, en völlurinn sem
leikið var á í gær er sá lakasti sem
sá sem þetta skrifar hefur séð á
Kýpur. Svo ósléttur að menn áttu í
erfíðleikum með að ná valdi á bolt-
anum eða senda skammlaust eftir
jörðinni. Petta bitnaði meira á ís-
lendingum því þeir voru meira með
boltann og í mun fleiri færum. Til
dæmis skaut Þórður Guðjónsson
hátt yfir, úr dauðafæri. „Eg vissi
ekki hvar ég var með boltann þeg-
ar ég skaut, hann bara hoppaði allt
í einu.“
50% skotnýting
Jafnræði var með liðunum fyrstu
mínútumar en fljótlega tóku ís-
lensku strákarnir leikinn í sínar
hendur. Þeir vörðust mjög vel,
vora fljótir fram og sköpuðu sér
hvert færið á fætur öðra en gerðu
aðeins eitt mark. Ríkharður Daða-
son skallaði af öryggi í netið eftir
sókn upp vinstri kantinn. Islend-
ingar áttu sjö skot á mark mótherj-
anna í hálfleiknum en Slóvenar tvö
og skoruðu úr öðra. Fyrirliðinn
Zlatko Zahovic, sem var allt í öllu á
miðjunni hjá liði sínu, skoraði úr
vítaspymu eftir liðlega hálftíma
leik en markið var algerlega á
skjön við gang leiksins. Vítaspyrn-
an var líka strangur dómur. „Eg
stökk upp með mótherja eftir fyrir-
göf eða skot utan af kanti,“ sagði
Hermann Hreiðarsson við Morg-
unblaðið. „Boltinn fór í arminn á
mér og dómarinn dæmdi víti. Þetta
var ekkert víti og ég hefði aldrei
dæmt svona.“
Verra eftir hlé
íslenska liðið lék á móti golunni í
seinni hálfleik og var lengi í gang.
Rankaði við sér um miðjan hálf-
leikinn, tveimur mörkum undir, og
reyndi að jafna metin en tókst að-
eins að minnka muninn.
Þessi hálfleikur var ekki eins
góður og sá fyrri. Spilið var ómark-
vissara og sumir menn gleymdu
stöðum sínum, einkum í vöminni.
Aftur fengu Slóvenar ódýra víta-
spymu en að þessu sinni var dæmt
á Helga Kolviðsson um miðjan
hálfleikinn. „Miðherji þeirra var
fyrir framan okkur Lárus Orra,“
sagði Helgi. „Við stukkum allir upp
og ég skallaði boltann í burtu. Mið-
herjinn bakkaði inn í mig, sá mig
öragglega ekki og þar sem hann
var ekki í jafnvægi datt hann.
Hann átti enga möguleika á að ná
boltanum og því var dómurinn út í
hött.“
Fyrirliðinn skoraði úr vítinu eins
og í fyrri hálfleik og þremur mínút-
um síðar bætti varamaðurinn
Andrej Poljsak þriðja markinu við,
var á auðum sjó rétt utan mark-
teigs eftir homspyrnu. Strákamir
fengu tækifæri til að minnka mun-
inn áður en Arnar Gunnlaugsson
var rekinn af velli en einum færri í
átta mínútur efldist sóknin til
muna. Meðal annars skallaði
Bjami Guðjónsson í slá úr dauða-
færi eftir horspyrnu Þórðar bróður
síns en Þórður gerði snyrtilegt
mark tveimur mínútum fyrir leiks-
lok.
Of æstir
íslenska liðið gerði margt gott,
en ekki er nóg að verjast vel og
skapa sér færi ef þau era ekki nýtt.
Með eðlilegum leik hefðu strákarn-
ir getað tryggt sér öraggan sigur í
fyrri hálfleik en þess í stað urðu
þeir að sjá á eftir stigunum.
Kristján Finnbogason hafði ekki
mikið að gera í markinu. Reyndar
svo lítið að honum var orðið kalt og
hann varð að hlaupa sér til hita í
teignum. Hann gerði engin mistök
en var einu sinni heppinn, datt ut-
an vítateigs en náði samt boltanum
þegar hann rúllaði yfir strikið.
Oftustu vamarmennimir, Sig-
urður Jónsson, Eyjólfur Sverrisson
og Pétur Marteinsson vora traust-
ir, sterkir strákar, en Pétur átti
stundum í vandræðum með send-
ingarnar eins og Láras Orri Sig-
urðsson sem tók stöðu Eyjólfs þeg-
ar 17 mínútur vora af seinni hálf-
leik.
Helgi Kolviðsson var öflugur
hægra megin á miðjunni, varðist
vel og gerði varla mistök. Her-
mann Hreiðarsson var vinstra
ÞÓRÐUR Guðjónsson var einna bestur íslensku leikmannanna. Hann fékk nokkur góð tækifæri til að skora, en
nýtti aðeins eitt; minnkaði muninn í eitt mark (2:3) skömmu fyrir leikslok. Hér er Þórður með knöttinn í lands-
leik gegn Rúmeníu; í baráttu við þann fræga Gheorghe Hagi.
0:1.
Slóvenar sóttu upp vinstri kant og boltinn kom fyrir markið
33. mínútu. Hermann Hreiðarsson og mótherji hans
stukku upp, dæmd var hendi á Hermann og Zlatko Zahovic skoraði
úr vítinu vinstra megin við Kristján Finnbogason í markinu.
1:1
íslendingar sóttu upp vinstri kantinn á 38. mínútu.
Hermann Hreiðarsson sendi á Arnar Gunnlaugsson sem gaf
fyrir markið. Þar var Rfkharður Daðason við fjærstöng og hann
skallaði af öryggi í netið.
1m gfl Dæmd var vítaspyraa á Helga Kolviðsson sem var í baráttu
alum boltann og náði að skalla hann frá marki á 64. mínútu.
Zahovic tók vítið sem fyrr en skoraði nú hægra megin við Kristján.
1a dJZahovic tók horn frá hægri á 67. mínutu. Boltinn barst til
■ l#Andrejs Poljsaks sem var einn og óvaldaður við nærstöng
og hann átti ekki í erfiðleikum með að skora.
2a 4íJSigurður Jónsson tók aukaspyrnu nálægt miðlínu. Hann
■ Wsendi inn að vítateig, þar sem Hermann Hreiðai-sson
skallaði fram til Þórðar Guðjónssonar en hann þramaði í netið með
vinstri fæti. Þetta var á 88. mín.
megin og hugsaði aðallega um að
sækja. Hann gerði laglegt mark á
æfíngu í fyrrakvöld og ætlaði sér
að endurtaka leikinn en var of æst-
ur, hélt stundum boltanum of lengi.
Hins vegar geislaði hann af sjálfs-
öryggi og gaman var að fylgjast
með honum. Arnar Grétarsson sást
varla á miðjunni og Bjarki Gunn-
laugsson, sem kom í staðinn fyrir
hann eftir 10 mínútur í seinni hálf-
leik, getur meira. Brynjar Gunn-
arsson var ákveðinn sem fyrr en
Steinar Adolfsson lék í 19 mínútur
og fór lítið fyrir honum.
Þórður Guðjónsson var mjög
góður frammi, skapaði sér færi og
gerði laglegt mark. Amar Gunn-
laugsson var lengi í gang en sótti í
sig veðrið. Ríkharður Daðason var
öflugur og markið hans gott.
Bjarni Guðjónsson skipti við hann
undir lokin og var óheppinn að
skora ekki, skallaði í stöng eins og
áður segir.
Þegar á heildina er litið var
margt gott hjá íslenska liðinu en
það var ekki nóg. Menn vora of
æstir, fengu óþarfa spjöld fyrir
kjaft, og fóra ekki alltaf auðveld-
ustu leiðina. Það verður að skora
úr færanum ef ekki á illa að fara.
En byi’junin er auðvitað að skapa
sér færi og sá þáttur var jákvæður.
Eins stóð vörnin fyrir sínu nema
hvað hún var illa á verði í þriðja
markinu.
Með tímanum verður leiksins
minnst fyrir tvennt. I fyrsta lagi
vora þrennir bræður í hópnum,
Amar og Bjarki Gunnlaugssynir,
Bjami og Þórður Guðjónssynir og
Eyjólfur og Sverrir Sverrissynir.
Slíkt er eflaust einsdæmi í lands-
leik en þeir spiluðu allir nema
Sverrir. I öðra lagi var byrjunarlið
Islands eingöngu skipað leikmönn-
um sem spila með erlendum liðum
um þessar mundir. Það hefur ekki
gerst fyrr.
Eyjólfur og Lárus
fara í
EYJÓLFUR Sverrisson og LárusDrri Sigurðs-
son fara frá Kýpur í dag, Eyjólfur til að spila
með Hertha á móti HSV í þýsku deildinni á
morgun og Láras Orri í leik Stoke við Ipswich.
Eyjólfur og Lárus Orri koma aftur til Kýpur á
sunnudag.
i Sigurður fyrirliði
SIGURÐUR Jónsson er fyrirliði íslenska liðs-
ins á Kýpurmótinu. Hann lék 55. landsleik sinn
í gær og er með flestas landsleiki að baki í
hópnum. Þórður Guðjónsson lék 20. landsleik
sinn og Hermann Hreiðarsson 10. leikinn.
Landsliðsnefndin
á staðnum
LANDSLIÐSNEFND KSÍ er með liðinu á Kýp-
ur, en Eggert Magnússon, formaður hennar og
sambandsins fer reyndar í dag. I nefndinni með
honum eru Halldór B. Jónsson og Ásgeir Sigur-
vinsson. Sigurjón Sigurðsson er læknir liðsins,
Stefán Stefánsson sjúkraþjálfari, Guðmundur R.
Jónsson liðsstjóri og Geir Þorsteinsson farar-
stjóri með Halldóri.
»Gaman að vera
aftur í hópnum
ARNAR Gunnlaugsson, sem lék síðast með
landsliðinu á móti Litháen í sumar, sýndi gamla
takta í Limassol í gær.
„Það er gaman að vera kominn aftur í lands-
liðshópinn," sagði hann við Morgunblaðið. „Und-
anfarin misseri hafa meiðsli verið að gera mér
lífið leitt en nú er ég heill, í mjög góðri æfingu og
hef því gaman af þessu.“
Arnar fékk tækifæri til að skora og lagði upp
fyrra mark íslands. „Fyrri hálfleikurinn var mjög
góður hjá okkur og við hefðum átt að setja tvö eða
þrjú mörk. Vítin, sérstaklega það seinna, voru út í
hött en við börðumst vel og gerðum margt gott.“
+
FOLK
■ DANA Dingle, hinn bandaríski
leikmaður Keflavíkur, lék ekki með
gegn Haukum í gær. Hann mun eiga
við tognun í hné að glíma og ekkert
hafa æft sl. viku.
■ JÚRGEN Klinsmann, þýski
knattspyrnumaðurinn hjá Totten-
ham í Englandi, sem kjálkabrotnaði
í bikarleiknum gegn Barnsley í
fyirakvöld, verður líklega tilbúinn í
slaginn mun fyrr en fyrst var ætlað.
Læknir sem skoðaði Klinsmann í
gær telur að hann geti jafnvel leikið
á ný eftir þrjár vikur.
■ FRIÐRIK Fríðriksson, fyrrver-
andi landsliðsmarkvörður í knatt-
spyrnu, hefur tekið fram skóna_ að
nýju og verður í leikmannahópi ÍBV
í sumar. Friðrik lék síðast með ÍBV
sumarið 1996 en hefur svai-að kalli
Bjarna Jóhannssonar þjálfara.
■ GISLI Sveinsson, varmarkvörður
Islandsmeistaraliðs ÍBV í fyrrasum-
ar, er genginn til liðs Þór á Akureyri
og Eyjamenn fóru þess því á leit við
Friðrik að hann æfði með liðinu í
sumar og yrði til taks ef með þyrfti.
Gunnar Sigurðsson stóð í marki ÍBV
í fyrra og er áfram hjá liðinu.
■ LARRY Bird, þjálfari Indiana og
fyrrverandi leikmaður Boston í
NBA-deildiimi, var tflnefndur til vals
í sérstakan heiðursklúbb körfuknatt-
leiksins, svokallað Hall of Fame, sem
hefur aðsetur í Springfield í
Massachusetts ríki.
■ BIRD átti fyrst möguleika á til-
nefningu um áramótin og hlaut hana
strax á fyrsta fundi nefndarinnar,
sem velur í heiðursklúbbinn. Enginn
annar „nýliði“ hlaut tilnefningu að
þessu sinni.
KORFUKNATTLEIKUR
Háspenna lífs-
hætta í Röstinni
ÞAÐ var Darryl J. Wilson sem
tryggði Grindvíkingum sigurinn
með þriggja stiga körfu þegar
5,6 sekúndur voru eftir af
leiknum við Njarðvíkinga í Gr-
indavík í gærkvöldi. Friðrik
Ingi Rúnarsson þjálfari Njarð-
víkinga var vonsvikinn að
leikslokum. „Þetta var rosaleg-
ur spennuleikur og frábær
körfuknattleikur. Við hikstuð-
um í fyrri hálfleik en Grindvík-
ingar réðu ekkert við vörnina
hjá okkur í þeim. Heppnin var
með þeim. Það hefði verið
sterkt fyrir okkur að vinna
þennan leik en okkur vantar
stöðugleika til þess. Grindvík-
ingar tapa ekki fleiri leikjum í
vetur, það er á hreinu.“
Fyrri hálfleikur var eign heima-
manna sem náðu frumkvæðinu
með Darryl J. Wilson í broddi fylk-
ingar. Hann gerði 20
GarðarPáll stig í fyrri hálfleik
Vignisson en alls 26 í leiknum.
skrifar Gestirnir réðu held-
ur ekkert við Grikkjann sterka,
Konstantionos Tsartsaris, sem skor-
aði 16 af 25 stigum sínum í fyrri
hálfleik. Heimamenn vora því með
öragga forystu í hálfleik 55:43.
Það vora einbeittir Njarðvíking-
ar sem komu til leiks í seinni hálf-
leik og eftir tæplega sex mínútna
leik höfðu þeir náð 8 stiga forskoti
og farið var að fara um stuðnings-
menn Grindvíkinga. Heimamenn
skoruðu mikilvæga þriggja stiga
körfu og virtust vera að ná frum-
kvæðinu aftur en vörn gestanna var
mjög sterk. Áhorfendur voru vel
með á nótunum og studdu sín lið
dyggilega þannig að þakið ætlaði á
köflum hreinlega af Röstinni.
Spennan var rosaleg síðustu 10
mínúturnar og liðin skiptust á að
hafa forystu. Þegar tæplega fjórar
mínútur voru eftir var staðan 80:76
heimamönnum í vil. Petey Sessoms
í liði gestanna minnkaði muninn í
tvö stig og þegar 1 mínúta og 50
sekúndur voru eftir jafnaði Friðrik
Ragnarsson, 80:80. Bæði lið fengu
tækifæri til að skora en þegar 35
sekúndur voru til leiksloka fengu
heimamenn boltann. Wilson sem
hafði verið í strangri gæslu allan
seinni hálfleik tók hið örlagaríka
skot og hitti. Gestirnir tóku leikhlé
og höfðu 5,6 sekúndur til að jafna
en allt kom fyrir ekki heimamenn
unnu 83:80.
Bæði lið áttu mjög góðan leik en í
jöfnu liði gestann spilaði Petey
Sessoms best og skoraði 36 stig. Af
heimamönnum voru Darryl J. Wil-
son og Konstantionos Tsartsaris
fremstir meðal jafningja.
Baráttan í fyrirrúmi
HAUKAR báru sigurorð af
Keflvíkingum í jöfnum og
æsispennandi leik í gærkvöldi.
Með sigrunum styrktu Haukar
stöðu sína í öðru sæti úrvals-
deildarinnar en Keflvíkingar
misstu af tækifærinu að ná
Haukum að stigum. Leikurinn
einkenndist af baráttu enda
mikið í húfi fyrir bæði lið.
Haukar tryggðu sér sigurinn á
lokamínútum leiksins og nið-
urstaðan varð 68:67.
Haukar byrjuðu leikinn mun bet-
ur, náðu fljótlega 12 stiga for-
ystu. Lið Hauka virtist hafa öll ráð í
hendi sér og leik-
Borgar Þór menn liðsins léku af
Einarsson mikilli ákveðni. Kefl-
skrifar víkingar komust þó
smám saman inn í leikinn og var það
fyrst og fremst að þakka frammi-
stöðu Fals Harðarsonar, sem hélt
liði sínu á floti í fyrri hálfleiknum
með því að gera 21 stig. Haukar
virtust missa móðinn þegar leið á
hálfleikinn og áður en flautað var til
leikhlés höfðu Keflvíkingar náð að
minnka forskot Hauka niður í fjögur
stig, 44:41.
Síðari hálfleikur var geysilega
jafn og greinilegt að lögð hafði verið
áhersla á það í hléi að þétta varnirn-
ar. Villunum fjölgaði jafnt og þétt og
lentu bæði lið í nokkrum vandræð-
um af þeim sökum. Sherick Simp-
son, sem verið hafði atkvæðamestur
í liði Hauka, fékk sína fjórðu villu
um miðjan hálfleikinn og þurfti að
hvfla sig um stund. Keflvíkingar
náðu að jafna leikinn þegar um sjö
mínútur vora eftir, 58:58.
Eftir það tók baráttan öll völd og
lítið var skorað síðustu mínúturnar.
Þegar rúm mínúta var eftir náði
Simpson forystu fyrir Hauka úr
vítakasti og þrátt fyrir ágætar til-
raunir náðu Keflíkingar ekki að
svara og Haukar fögnuðu innilega
hinum mikilvægu stigum.
Sigur Hauka verður að teljast
sanngjarn þótt hann hafi verið
naumur. Liðið kom greinilega með
rétt hugarfar í leikinn og þrátt fyrir
mótlæti í síðari hálfleik buguðust
leikmenn ekki. Simpson var at-
kvæðamestur Hauka og átti mörg
skemmtileg tilþrif. Pétur Ingvars-
son átti góðan leik en gekk þó held-
m- illa að hemja Fal Harðarson í
vöminni.
Keflvíkingar geta í raun sjálfum
sér um kennt. Greinilegt var að tölu-
verð orka fór í að vinna upp forskot
Hauka og gerðu leikmenn sig seka
um afdrifarík mistök á lokamínútun-
um. Falur Harðarson var mjög góð-
ur í fyrri hálfleik en minna fór fyrir
honum í þeim síðari. Guðjón Skúla-
son náði sér nokkuð á strik er leið á
leikinn.
Mikilvægur sigur Þórsara
Þórsarar unnu sætan sigur á ÍA
90:74 er liðin mættust á Akur-
eyri í gærkveldi. Sigurinn var sann-
gjarn og er þeim af-
Reynir B. ar mikilvægur í bar-
Eiríksson áttunni á botni deild-
skrifar arinnar, þar sem
þeir róa nú lífróður
til að halda sér uppi. Baráttan
stendur á milli Þórs og ÍR, en liðin
eru jöfn að stigum, með 6 stig eftir
leiki gærkveldsins.
Það voru gestimir sem gerðu
fyrstu fjögur stigin í leiknum en þá
vöknuðu Þórsarar og á góðum kafla
gerðu þeir 19 stig á móti fjórum stig-
um ÍA og staðan því orðin 19:8 þegar
átta mínútur voru liðnar af leiknum.
Þá kom Alexander Ermolinski inná
og náði að breyta leik sinna manna til
hins betra um hríð og minnkuðu þeir
þá muninn niðui’ í sex stig um miðjan
hálfleikinn. Þá kom mjög góður kafli
hjá Þórsurum þar sem þeir léku við
hvern sinn fingur bæði í sókn og
vöm, og var leikurinn hin besta
skemmtun fyrir áhorfendur. Þórsar-
ar juku forystu sína jafnt og þétt og
þegar um fimm mínútur lifðu af hálf-
leiknum var munurinn orðinn 20 stig
og hafði Þór þá lagt granninn að góð-
um sigri. Heldur náðu Akurnesingar
að rétta úr kútnum fyrir leikhlé, en
staðan var 46:32 þegar fyiTÍ hálfleik
lauk.
Þórsarar héldu uppteknum hætti
allan seinni hálfleikinn og þrátt fyrir
að Akurnesingar næðu nokkrum
sinnum að saxa á forskot heima-
manna varð sá munur aldrei minni
en 10 stig og spennan því ekki mikil.
Undir lok leiksins léku Þórsarar af
skynsemi og juku forskot sitt og
stóðu uppi sem sigurvegarar, 90:74
og var fögnuður þeirra mikill að
leikslokum.
Þórsliðið lék mjög vel í þessum
leik og sýndi að það getur gert mjög
góða hluti þegar sá gállinn er á
þeim. Bestir að þessu sinni voru þeir
Jesse Ratliff sem skoraði mikið og
lék vörnina prýðilega, og hirti mjög
mörg fráköst bæði í vörn og sókn.
Þá átti Sigurður Sigurðsson mjög
góðan leik, stjórnaði leiknum fyrir
utan af festu og skoraði grimmt. Hjá
ÍA bar mest á Damon Johnson sem
Ivar
Benediktsson
skrifar
var þeirra stigahæstur, en hann
gerði helming stiga ÍA í leiknum.
Einnig lék Alexander Ermolinski
ágætlega þær stundir sem hann var
inná.
Valsmenn of seinir í gang
Valsmenn vöknuðu of seint _af
Þymirósarsveftii sínum gegn ÍR
í gærkvöldi til þess að geta snúið
vonlítilli stöðu upp í
sigur, en þó munaði
litlu. Eftir að hafa
verið áhugalitlir frá
upphafi tókst þeim
að hleypa í sig kjarki á síðustu fimm
mínútunum og minnka muninn, sem
var orðinn rúm 20 stig, IR í hag, nið-
ur í þrjú stig en lengi’a komust Vals-
menn ekki. IR vann kærkomin tvö
stig í heimsókn sinni að Hlíðarenda,
lokatölur 86:81.
Greinilegt var að þjálfaraskiptin
höfðu jákvæð áhrif á leikmenn ÍR.
Strax í upphafi börðust þeir sem ljón
og leikgleðin var í fyrirrúmi á meðan
allt var í molum hjá heimaliðinu. IR-
ingar náðu strax góðri forystu og
hefði ekki komið til einstaklingsfram--
tak Warrens Peebles um tíma í fyrri
hálfleik hefði munurinn á liðunum
verið meiri en raun bar vitni um í
hálfleik, en þá stóð 44:29 ÍR í vil.
Síðari hálfleikur virtist ætla að
verða keimlíkur þeim fyrri allt þar
til 5 mínútur voru eftir og Vals-
menn vöknuðu. Þeir tóku að leika
pressuvörn af miklum krafti sem
bar árangur. Valsarar gerðu 10
stig í röð og minnkuðu muninn í
81:84 er rúm hálf mínúta var eftir.
Lengra komust þeir ekki þrátt fyr-
ir að möguleikar væru fyrir hendi.
ísfirðingar á mikilli siglingu
ikils taugaóstyrks gætti í upp-
hafi í leik Skallagrims og KFÍ.
Heimamenn skoruðu fyrstu stigin
og höfðu eins stigs
forystu í leikhléi, en
ísfirðingar tóku öll
völd í síðari hálfleik
og unnu öruggan
sigur. Lokatölur, 71:94.
Bernhard Garner í liði Skalla-
gríms skoraði fyrstu stigin og fylgdi
David Bevis sem skugginn í vörn-
inni. Hans naut ekki lengi við. Því
hann hvfldi til leikhlés með þrjár
villur eftir átta mín leik. Heima-
menn reyndu mikið af þriggja stiga-
skotum og skoruðu úr sex þeirra í
fyrri hálfleik. Skallagrímur komst í
13:7 en gestirnir snéru taflinu við í
13:14. Vörn Skallagríms var þétt og
varðist vel, en Marcos Salas raðaði
niður körfum fyrir utan og ísfirð-
inagar komust 125:30.
Ari, Finnur og Tómas áttu allir
skemmtileg gegnumbrot, skoruðu
og hittu úr vítum sem þeir fengu og
jöfnuðu muninn. Tómas skoraði fal-
lega þriggja stiga körfu rétt fyrir
leikhlé og heimamenn komust yfir
39:38. Liðin skiptust á um að skora í
byrjun síðari hálfleiks en KFÍ
komst yfir eftir fimm mín. leik 50:52.
Létu þeir ekki forystuna af hendi
eftir það. Langskot heimamanna-
rötuðu ekki rétta leið, en gestimir
hittu mun betur og sigldu hægt
fram úr. Heimamenn gerðust óör-
uggir, ragir og gerðu mörg mistök.
Lið Skallagríms byrjaði vel og all-
ir leikmenn börðust af krafti, sér-
staklega í fyrri hálfleik. En sjálfs-
traustið virtist hverfa í síðari hálf-
leik og liðið lék þá langt undir getu.
„Þeir voru mun betri síðustu tíu
mínúturnar," sagði Tómas Holton
þjálfari og leikmaður Skallagríms.
„Við náðum ekki að sýna í kvöld
hvað við getum. Við getum miklu
meira en þetta.“
Lið KFÍ er mjög jafnt og sterkt.
David Bevis átti góðan leik og
Marcos Salas átti skemmtilega
spretti. „Ég er mjög sáttur," sagði
Guðni Guðnason þjálfari KFÍ. „ Það
sem skilaði bestum árangri var
vörnin. Þeir skoraðu t.d. ekki nema
31 stig í seinni hálfleik."
Ingimundur
Ingimundarson
skrifar