Morgunblaðið - 13.02.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 13.02.1998, Síða 1
■ HJÁTRÚIN ER SYSTIR EFANS/2 ■ HÁRGREIÐSLUFOLK LEGGUR LÍNURNAR/3 ■ ÞRJÁR í BOLTANUM/4 ■ AÐ PANSA Á RÉTTUM STÖÐUM/6 ■ NÁTTGRÆÐGI/7 ■ ÍSLENSKA Á FJARLÆGUM SLÓÐUM/8 POPPKORN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ - SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ Morgunblaðið/Halldór NEMENDUR Austurbæjarskóla með húfur í hjdlabrettastílnum. Húfur ofan í augu og yfir eyru í SÓL og sumaryl, vetri og kulda bera krakkar á ýms- um aldri svokallaðar rapp- eða hjólabrettahúfur, jafn- vel þótt þau hafi aldrei á hjólabretti stigið og hlusti yfirleitt ekki á rapptónlist. Tískan kallar einfaldlega á þetta enda hefur orðið algjör sprenging í húfusölu í þeim verslunum höfuðborgarinnar sem selja hjólabrettafatnað. Svo segir í það minnsta sölu- maður Smash-tískuverslunar- innar í Kringlunni og nemend- ur Austurbæjarskóla eru talandi dæmi. Þau tilheyra mörg hver húfugenginu stóra sem sjá má víða á strætum og torgum. Allt árið um kring er húfan höfð á hausnum, meira að segja í flugferðum til útlanda, í veisl- um og í kennslustofunni en kennarar Austurbæjarskóla eru að sögn húfugengisins óánægðir, vilja að nemendur taki ofan, annað sé óvii'ðulegt. Það finnst þeim allra hörðustu súrt í broti. Þeir vilja bera húf- una alltaf, nema kannski rétt yfir blánóttina. Unglingarnir fyrst og sfðan yngri aldurshópar Húfumar fást í alls kyns út- gáfum, meðal annars einlitar svartar, gular og grænar en aðrar eru marglitar. Sumar era með deri og aðrar hafa tísku- merki framan á. Oftast eru þær úr ullar- eða akrílefni - það skiptir raunar ekki máli. Aðal- málið er að draga húfuna sem lengst ofan í augu og niður fyr- ir eyi’u. Þá ertu svalur. Fyrirmyndina má rekja til helstu rapp- og hjólabretta- kónga í Ameríku, þeir riðu á vaðið en svo vora það unglingar útum allan heim sem fengu sér höfuðföt í sama stíl og yngri bömin sigldu í kjölfarið. Marg- ir í húfugenginu era einnig í stórum og víðum hettupeysum eða skokkpeysum og með bux- urnar á hælunum, því víð fót eru í tísku og þykja afar viðeig- andi þegar húfan er á höfðinu. Foreldrar ættu að kætast ógurlega því afkvæmunum verður varla kalt á meðan húf- an er á hvirflinum og kannski að eyrnabólgu og kvefpestar- tilfellum muni fækka í framtíðinni. Hér áður fyrr þótti ungling- unum nefnilega afar hallærislegt að bera húfur. Sölumaðurinn í Smash-búðinni sem sjálfur á sjö húfur seg- . ir að hjólabrettatísk- ■ an muni öragglega haldast um ókomin ár. í það minnsta ætlar hann ekki að taka ofan í bráð. L Oskirnar koma upp um þig GÆTTU þess hvers þú óskar þér, það gæti varpað ljósi á hver þú ert,“ segir Laura King doktor í sálfræði við Southern Methodist-háskólann í des- emberhefti Psyehology Today. Dr. King lagði persónuleikapróf fyrir 450 háskólastúdenta og spurði hvers við- komandi myndi óska sér ætti hann þrjár óskir. Margir óskuðu sér heilsu og langlífis sem nærri má geta, aðrh' vildu njóta ásta með Marilyn Monroe eða borða kínverskan mat í öll mál daglega og ævina á enda. King komst að því að flestir óskuðu sér vina, hamingju, góðrar heilsu, hjónabands, fjármuna, velgengni og að verða betri og hjálp- samari. Þótt óskir kynjanna væru að mörgu leyti líkar vildu fleiri karlmenn kynlíf og völd en konumar óskuðu frekar hamingju, að líta betur út og að vera við betri heilsu. Opinskáir óskuðu oftar eftir ham- ingju og hinir tauga- veiklaðri vildu gjarnan vera fé- lagslyndari og stöðugri til- finninga- lega. !*3i. IÉ\S&

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.