Morgunblaðið - 13.02.1998, Side 7

Morgunblaðið - 13.02.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 B 7 Ljósmynd/Unnur Guðjónsdóttir FJÓRAR kynslóðir. BRÚ í Guilin. Það er einkennandi fyrir kínverskan arkitektúr að reikna út byggingu bogans þannig að hreinn hringur myndist við speglun í vatninu. Ýmislegt til skemmtunar Unnur dansaði í Pjóðleikhúsinu á fimmta áratugnum og í byrjun þess sjötta, en flutti þá til Svíþjóð- ar eftir að hafa kynnst Svía sem lék með Synfóníuhljómsveitinni hér á tímabili. í Svíþjóð vann hún sem dansari jafnhliða námi í dans- háskólanum. Unnur segist alla tíð hafa haft gaman af því að skipuleggja hlut- ina og nefnir því til dæmis tvö félög sem hún kom á fót í Svíþjóð. Ann- ars vegar var um að ræða Félag löggiltra danskennara sem hún stofnaði eftir að hafa sjálf útskrif- ast sem danskennari árið 1967 og hins vegar menningarfélag íbúa við götuna hennar í Stokkhólmi, Pett- ersbergsvegen. „Ég stofnaði menn- ingarfélagið árið 1979 og það er enn í blóma. Við hittumst oft og förum í leikhús og á sýningar og gerum okkur ýmislegt annað til skemmtunar. Ég held því fram að allir hafí hæfíieika til þess að skapa eitthvað. Það þarf bara að ýta svo- lítið á eftir fólki, til þess að fá það L til að gera eitthvað í málinu. Við höfum tvisvar sinnum haldið sýn- ingar þar sem við höfum sýnt eigin listaverk; málverk, saumaskap, keramik og fleira. Við höfum líka árlega opna hljómleika þar sem kórinn okkar syngur lög eftir Carl Mikael Bellmann, en hann bjó á sínum tíma í nágrenni Petters- bergsvegarins." Pettersberg liggur meðfram Mel- eren, gatan var byggð upp í kring- um síðustu aldamót og er nú vernd- uð fyrir tilstyrk Unnar. Árið 1971 stofnaði Unnur fyrsta óháða dansflokkinn, Fönixilokkinn, í Svíþjóð. Flokkurinn hafði hvergi fast svið heldur æfði og seldi síðan sýningar um allt land. Unnur var síðan í forsvari fyrir stofnun félags frjálsra dansflokka eftir að fleiri slíkir höfðu verið stofnaðir í kjölfar- ið. Eitt sumarið á sjöunda áratugn- um kom hún til íslands með nokkra dansara úr Fönixflokknum og hélt sýningar víða um landið. Verkin sem Unnur samdi fyrir Fönixflokkinn höfðu mörg hver sterka tilvísun til íslands. Þar má nefna verkið Gunnar á Hlíðarenda en tónlistin við dansinn var gefin út á plötu og hefur verið mikið spiluð í sænska útvarpinu, að sögn Únnar. „Ég fékk til liðs við mig sænskt tón- skáld, sem samdi tónlist fyrir „Gunnar á Hlíðarenda" eftir mínum ieiðbeiningum og síðan bað ég Rík- isútvarpið um spólu með ýmsum ís- lenskum náttúru- og dýrahljóðum til þess að setja saman við tónlist- ina,“ segir hún. Unnur var ballettmeistari Þjóð- leikshússins 1972- 1973. Eldgosið í Heimaey hafði ekki staðið nema í nokkra daga þegar Unnur var komin á staðinn. „Ég varð að sjá þetta með eigin augum,“ sagði hún. Ari síðar frumsýndi hún ballet um gosið í Norræna safninu í Stokkhólmi. Hún hafði þá nýlega fengið lista- mannaverðlaun sem hún notaði til þess að setja sýninguna upp. Að- gangur var ókeypis, 25 dansarar tóku þátt í henni og hún var bara sýnd í þetta eina skipti. „Sumt geri ég bara einu sinni mér til skemmt- unar,“ segir Unnur og tekur annað dæmi þegar hún fékk samþykki kaþólska biskupsins til þess að setja upp dans í kaþólsku kirkjunni í Reykjavík. „Mig langaði til þess að dansa í kirkju og sú kaþólska hafði besta plássið. Við vorum fimm dansmeyjar sem dönsuðum dans sem ég hafði samið fyrir þennan dag, dag heilaga krossins í kaþólsku messuhaldi. Biskupinn sjálfur messaði með aðstoð tveggja presta og kirkjan var troðfull." í dagsins önn í Svíþjóð semur Unnur dansa í leikrit og þess háttar auk þess sem hún skrifar við og við greinar í Dagens Nyheter, Svenska Dagbladet og menningarritið Vi. Þá ferðast hún um landið og heldur fyrirlestra um löndin sín Island og Kína, auk Víetnam, Indlands, Tyrk- lands, Indónesíu og Perú, svo eitt- hvað sé nefnt. „Ég flyt þessa fyrirlestra aðallega á vegum sænska alþýðusambandsins í stofnunum og skólum og svo í bóka- söfnun og menningarfélögum út um alla Svíþjóð,“ segir Unnur sem líka hefur flutt íyrirlestra á íslandi. „Ég sýni gjaman dansa frá viðkomandi landi, sýni litskyggnur, fallega bún- inga viðkomandi þjóðar og hluti. Þetta verður svona pínulítið eins og sýning þar sem ég laga mig að að- stæðum og áhorfendum hverju sinni,“ segir hún. „Þetta er skemmti- leg og góð vinna.“ Fólkið heillar Unnur sækir ekki á sérstaklega á einstök landssvæði í Kína enda er það fólkið sjálft sem heillar og það segir hún alls staðar eins. „Fólk hefur svo miklar ranghugmyndir um Kína. Ég vil kynnast fólkinu og menningarhefð þess og ég finn ekki í Kína þetta þvingaða, bælda þjóðfé- lag, sem vestrænir fjölmiðlar tala um. Kínverjar eru glatt og opin- skátt fólk.“ „Ég vil sýna ferðafélögum mínum hvernig Kínverjar lifa, það er áhugaverðara en stórar og flottar byggingar. Til dæmis fer ég með fólkið að skoða gömul íbúðahverfi, svokölluð Hutong, sem eru arfleifð frá Mongólum. Þetta eru hús sem voru byggð innan fjögurra hárra veggja með einu stóru hliði. Þau eru algeng í Bejing sem Mongólarnir gerðu að höfuðborg árið 1271. Þarna sér maður hvemig fólk raun- vemlega býr - og hefur búið. Heilar ættir búa svona saman og þarna viðgengst enn virðing hinna yngri fyrir þeim eldri. Almennt eru íbúð- arhús í Kína lágreist, því fólkið vill búa á jörðinni, ekki ofan á öðru fólki. I gamla Kína mátti enginn byggja hærra en fyrstu hæð, nema keisarinn. Þar sem hann var sonur himinsins átti hann að búa næst himninum." Unnur segir þá Kínverja sem kunna ensku elta uppi öll hvít andlit sem þeir sjá til þess að æfa sig í málinu. „Þeir eru mjög frjálslegir í því sem þeir segja og tala mikið. Mér þykir oft merkilegt hvað fólk talar mikið, til dæmis staðarleið- sögumennirnir sem eru ríkisstarfs- menn, en þeir tala gjai'nan opin- skátt um ástand þjóðmála, að minnsta kosti við útlendinga. Það er reyndar ekki vel séð að Kínverjar hafi mikið samband við útlendinga, en það er ekki bannað.“ Unni verður líka tíðrætt um list- fengi Kínverja. Hún er sérstaklega hrifin af teikningum þeirra og viðurkennir að það kunni að stafa af því hve oft þær séu af dansandi fólki. „Það er svo mikii hreyfing í þessum teikningum en fígúrurnar eru alltaf í jafnvægi. Þeir eru svo góðir í líkams- fræðinni, kunna að teikna mannslík- amann þar sem hann teygir sig al- veg að ystu mörkum, en heldur samt jafnvæginu. Þetta eru alveg makalaus listaverk.“ Unnur er nú að undirbúa næstu ferð til Kína sem verður í maí næst- komandi. í haust ætlar hún svo með hóp á nýjar slóðir, til Jórdaníu og Sýrlands. „Mér þykir það góð til- finning að vita af eigin raun hvernig heimurinn í kringum mig er. Að fá á tilfinninguna að maður sé með í líf- inu. Hver ferð er góð í sjálfu sér, en ekki síður tilfinningin eftir á. Maður getur myndað sér skoðanir í ijósi eigin reynslu og þekkingar, en þarf ekki að grípa allt hrátt upp, til dæmis úr fjölmiðlum." Almennt eru íbúðnrhúsí Kínn lúgreist, því fólkið vill bún ú jörðinni, ekki ofnn ú öðru fólki. Þjáist þú af náttgræðgi? FLESTIR kannast við það að hafa læðst inn í eldhús og laum- að í sig einhverju göðgæti við dauft skin ísskápsperunnar. En þeir sem Ieggja reglulega stund á slíka iðju og eiga erfitt með að láta af henni gætu þjáðst af til- tölulega óþekktum kvilla sem nefna má náttgræðgi, samkvæmt desemberhefti Psychology Today. Dr. Colleen Rand við Flórída- háskóla segir að þeir sem þjást af nefndum sjúkdómi borði rúm- lega helming þeirra hitaeininga sem neytt er á degi hverjum eft- ir sjö á kvöldin. Einnig er lík- legt að hinir sömu hegði sér sem lystarstols-sjúklingar dag- inn eftir vegna þess að þeir eru enn mettir eða þá að þeir eru einfaldlega með samviskubit. Hinir náttgráðugu glíma oft við svefntruflanir líka sem Rand telur orsakast af sama kvíða og sömu spennu og matarvenjurn- ar. Rand og starfsfélagar gerðu athugun á offitusjúklingum sem leiddi í ljós að 58% þeirra sem þurftu að gangast undir upp- skurð af völdum fitunnar hefðu glímt við náttgræðgi. Þá stríddu 27% við sama vandamál að að- gerð lokinni. Þegar borið er saman við fólk sem ekki á við stórfellt offituvandamál að etja er hlutfall náttgráðugra 1,5%. Aukin viðurkenning á tilvist sjúkdómsins mun leiða til auk- inna rannsókna segir Rand og hugsanlegar leiðir til þess að ráða niðurlögum hans eru reglu- bundin líkamsþjálfun og þjáifun í eðlilegum matarvenjum, það er yfir daginn. Afengi verndar fyrir magasárssmiti HÓFLEG áfengisneysla virðist vernda fólk gegn smiti af völd- um bakteríu sem veldur maga- sári samkvæmt desemberhefti British Medical Journal á liðnu ári. Niðurstöðuna er að finna í rannsókn Dr. Hermanns Brenn- er og fleiri við háskólann í Ulm þar sem samhengið var kannað milli reykinga, áfengis-, kaffi- og víndrykkju annars vegar og magasárs hins vegar hjá 447 sjúklingum með magasár eða smit af völdum bakteríunnar helicobacter pylori. Rannsóknin leiddi í ljós beint samhengi milli kaffidrykkju og magasárs því 50% fleiri sjúk- lingar sem drukku 1-3 kaffi- bolla á dag áttu magasár á hættu en þeir sem ekki drukku kaffi. I þeim hópi sem drakk fleiri en þrjá kaffibolla á dag voru magasárstilvik 150% fleiri. Höfúndar rannsóknarinnar fundu jafnframt umtalsvert meiri líkur á smiti hjá reyk- ingamönnum eða þeim sem áð- ur höfðu reykt. Neysla áfengis virtist hins vegar hafa þveröfug áhrif því þátttakendur sem neyttu innan við 75 gramma áfengis á viku, sem jafngildir einum og hálfum lítra af bjór eða 750 millilítrum af léttvíni, drógu með því um 10% úr líkum á smiti, miðað við bindindisfólk. Líkurnar á maga- sárssmiti voru síðan 2/3 minni að hjá þeim sem neyttu meira en 75 gramma af áfengi viku- lega. Brenner og samstarfs- menn benda á að niðurstöðurn- ar séu í samræmi við þá lífrænu verkun áfengis að hindra vöxt magasársbakteríunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.