Morgunblaðið - 13.02.1998, Síða 8
8 B FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
RUTH Pacheco segir þá staðreynd að íslensk tunga
hafi varðveist nánast óbreytt í aldir, hafi verið
hvatning fyrir sig til að læra málið.
KENNSLUSTUND í íslensku. BRIAN Hartford ákvað að nota tækifærið og hefja
íslenskunám undir leiðsögn konu sinnar.
/
Islenska
á fjarlægum slóðum
TED og Carrol Mech hafa komið nokkrum sinnumtil íslands, og
vilja gjarnan geta talað þar íslensku.
„PÁLL er snjall," tvöfalda ell-
hljóðið vakti mikla kátínu í
salnum. „Það er afskaplega
erfitt að bera þetta fram,“
sagði áhugasamur nemandi. I
höfuðstöðvum Flugleiða í Col-
umbia, Maryland, hittist viku-
lega hópur Bandaríkjamanna í
þeim tilgangi að læra ástkæra
ylhýra málið okkar. Þessir
nemendur stunda íslensku-
námið undir leiðsögn Dóru
Sturludóttur Hartford, sem
starfar hjá Flugleiðum jafn-
framt íslenskukennslunni.
Aðspurð hvað hefði orðið til
þess að hún réðst í þessa
kennslu, sagðist hún hafa frétt
hjá Islendingafélaginu að verið
væri að leita að íslenskukenn-
ara. „Ég ákvað að slá til. Flug-
leiðir voru síðan svo elskulegir
að lána okkur aðstöðu hér.“
„Við höfðum verið að leita í
hartnær tvö ár að kennslu í íslensku," sagði
Ted Mech, starfandi tölvufræðingur. „Það
var meðal annars haft samband við sendiráð-
ið í Washington DC og íslendingafélagið. En
þar sem ekki var um neina sldpulagða
kennslu að ræða hér á svæðinu, ákvað ég,
ásamt Mike Handley, sem er mikill áhuga-
maður um Island og er í stjóm íslendingafé-
lagsins, að reyna að koma saman nægilega
stórum hópi fólks sem áhuga hefði á að læra
íslensku.“
Hljóðsnæidumar uppseldar
Ted segir viðbrögðin hafa orðið framar
öllum vonum og því hafi verið hafin leit að
kennara. „Útkoman var síðan tveir hópar,
annar hér í Maryland og hinn í Virginíu.
Reyndar höfðum við hjónin fyrir nokkrum
árum keypt íslenskukennslu á hljóðsnæld-
um, en þetta var sennilega síðasta eintakið í
Washington á þeim tíma, því skömmu áður
hafði fundur Reagans og Gorbatsjovs átt
sér stað í Reykjavík, og höfðu fjölmiðla-
menn í Washington keypt upp allar birgð-
irnar. Snældumar hafa komið sér vel við
námið, en það jafnast ekkert á við að fá inn-
fæddan Islending til þess að kenna og svara
þeim spumingum sem upp kunna að koma.
Við höfum ekki einungis verið að læra málið
heldur höfum við lært margt um Island og
íslenska menningu."
Carrol, eiginkona Teds, hafði gert tilraun
til þess að læra íslensku í bréfaskóla, en það
Af hverju skyldu Banda-
ríkjamenn læra íslensku?
■ ■ —— — —--------
Margrét Agústsdóttir,
fréttaritari Morgunblaðsins í
Washington, frétti af fólki
sem mætti vikulega í ís-
lenskutíma og slóst í hópinn
eina kvöldstund.
gekk heldur brösuglega. Fékk hún síðan
bréf frá skólanum í fyrra þar sem sagði að
íslenskukennslan hefði verið lögð niður.
Blaðamaður var forvitinn um hvers vegna
þessir Bandaríkjamenn réðust í að læra ís-
lensku, sem margir telja strembið tungu-
mál. Ted varð fyrstur fyrir svörum: ,Árið
1978 millilentum við hjónin á Islandi á leið
okkar til Lúxemborgar og heilluðumst af
landinu. Ég hafði alltaf verið áhugamaður
um víkinga- og íslendingasögur. Mér leið
bókstaflega eins og ég hefði verið á Islandi í
fyrra lífi. Það kom því ekki annað til greina
en að heimsækja landið aftur.“
Síðan hafa Ted og Carrol komið þrisvar
sinnum til Islands, og vilja gjaman geta talað
íslensku. „Þegar við erum á íslandi, reynum
við að fara fáfamar slóðir og skoða annað en
það sem venjulegum ferða-
mönnum er boðið uppá. Við vor-
um á Islandi í nóvember sl., þá
fannst okkur, þrátt fyrir að hafa
einungis sótt þrjár kennslu-
stundir í íslensku, að við hefðum
betri tilfinningu fyrir málinu,
þ.e. þetta rann ekki allt saman
út í eitt. Við gátum jafnvel skilið
orð og orð á stangli, en áttum í
erfiðleikum með að skilja heilar
setningar.
A fyrri ferðum okkar til Is-
lands voram við hálfhrædd við
að tala við fólk, vissum ekki
hvaða viðbrögð við fengjum.
Núna hefur okkur vaxið ás-
megin, og við emm óhrædd að
brydda uppá samræðum. Þeg-
ar við komum til dæmis inn í
verslun og bjóðum góðan dag-
inn á íslensku, fáum við frábær
viðbrögð. Fólk svarar okkur þá
gjaman á íslensku, en það get-
ur þó verið svolítið vandræðalegt þar sem
við erum enn ekki komin það langt að skilja
heilar setningar."
Einhvers konar sjálfsvörn
Brian Hartford, eiginmaður Dóru, ákvað
að nota tækifærið og hefja íslenskunám
undir leiðsögn konu sinnar.
„Ég var orðinn þreyttur á að
koma með konunni minni til
Islands og vera alltaf svona
utanveltu. Ég þurfti sífellt að
hnippa í hana og spyrja hvað
þessi eða hinn hefði verið að
segja“.
Brian sagði námið sækjast
nokkuð vel, hann hlustaði t.d.
mikið á íslenska tónlist sem
hjálpaði mikið. Hann sagðist einnig verða
var við undrun hjá Islendingum þegar þeir
fréttu að hann væri að læra íslensku. „En
það mætti kannski segja að þetta sé nokk-
urs konar sjálfsvörn af minni hálfu.“
Ruth Pacheco er tölvufræðingur, hún
kom til Islands sl. sumar ásamt eiginmanni
sínum í þeim erindum að skoða íslenska
náttúra og fuglalíf. „Við ferðuðumst til af-
skekktra staða þar sem fólk talaði ekki
ensku, og við viljum ekki vera alveg bjarg-
arlaus næst þegar við fóram. Ég hef reynd-
ar alltaf haft mikinn áhuga á tungumálum,
lærði m.a. þýsku í háskóla." Ruth sagði
einnig að sú staðreynd að íslensk tunga
hefði varðveist nánast óbreytt í aldir, hefði
verið sér hvatning til að læra málið.
Carrole Burr, háskólanemi og rithöfund-
ur, var ein þeirra sem lengi höfðu leitað að
íslenskukennslu. Hún stefnir á að taka sum-
amámskeið í íslensku við Háskóla Islands
næsta sumar og taldi sig fá góðan undirbún-
ing hjá Dóra. „Ég er með bók í smíðum sem
á að gerast á Islandi og þess vegna finnst
mér ég verða að fá innsýn í íslenska tungu.
Ég hafði talað við alþjóðadeildina í háskól-
anum þar sem ég stunda nám, og spurst fyr-
ir um kennslu í íslensku, en enginn vissi
hvert ég ætti að snúa mér. Það var ekki fyrr
en ég rakst á auglýsingu frá Islendingafé-
laginu að skriður komst á málið og ég komst
í samband við þennan hóp.“
Hugað fólk
Dóra segir að það hafi komið sér mest á
óvart við íslenskukennsluna að til væri fólk
sem væri nógu hugað til að leggja út í slíkt
nám. „Ég hafði ekki gert mér grein fyi-ir því
hversu erfitt tungumál íslenskan er í raun og
veru fyrr en ég fór sjálf að kenna. í upphafi
voru sextán nemendur í hópnum, en nokkrir
heltust úr lestinni og era níu eftir. Ég legg
áherslu á að koma upp orðaforða hjá nem-
endunum áður en við ráðumst í málfræðilega
þáttinn. Við höfum m.a. verið að lesa mat-
seðla, læra tölustafina, litina, framburð og
einfalda hluti eins og að bjóða
góðan daginn."
Þetta kvöld sem blaðamað-
ur var í heimsókn var verið að
fara yfir íslenskun erlendra
borgamafna og tekið sem
dæmi Lundúnir og Nýja Jór-
vík. Þessi lenska vakti undran
nemenda og spunnust um
þetta umræður um málvernd
á Islandi, svo og önnur sér-
kenni íslenskunnar s.s. beygingar á manna-
nöfnum, sem oft vilja vefjast fyrir útlend-
ingum.
Islenskunemendunum kom öllum saman
um að íslenskan væri mun erfiðari en þeir
höfðu átt von á. „Það er erfitt að finna tíma
til þess að læra og æfa sig, þ.e. að ná raun-
veralegum tökum á málinu. Þetta er tíunda
kennslustundin okkar og á þessum tíma hef-
ur mér tekist að ná betri tökum á að bera
fram það sem ég les, þrátt fyrir að ég skilji
ekki innihaldið," sagði Ted.
Dóra stefnir á að hefja annað tíu vikna
námskeið með vorinu, og ef áhugi er fyrir
hendi munu þau halda áfram næsta haust.
Þegar við komum
til dæmis inn í
verslun og bjóðum
góðan daginn ó ís-
lensku, fóum við
fróbær viðbrögð