Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 1
VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR í NAGANO
Hreyfing á
máli KR og er-
lendra fjárfesta
1998
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR
•• ■
'..................................................................................................
Gunnar
BLAD
FULLTRÚAR erlendra fjárfesta vom á íslandi
í vikunni og ræddu við KR-inga um rekstur
ineistaraflokks karla í knattspyrnu á komandi
tímabiii en eins og greint hefur verið frá hefur
verið rætt um að erlent fyrii-tæki taki að sér
reksturinn. Sainkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er málið komið í ákveðnari farveg en
áður og jafnvel má búast við einhverri niður-
stöðu í næstu viku. Björgólfúr Guðmundsson,
formaður knattspymudeildar KR, varðist allra
frétta, sagði viðræður á viðkvæmu stigi en
staðfesti að ýmislegt væri að gerast. „Það er
hreyfing á málinu en meira get ég ekki sagt að
svo stöddu,“ sagði hann.
Már til liðs
við Keflvík-
inga
GUNNAR Már Másson, knatt-
spymumaður úr Leiftri, hefur
gert tveggja ára samning við
bikarmeistara Keflavíkur.
Keflvíkingar hafa nú fengið
Qóra nýja leikmenn til liðs við
sig frá siðasta timabili. Þeir
em Ólafur Ingólfsson frá
Grindavík, Vilberg M. Jónsson
frá Þrótti Neskaupstað, Jón
Steinar Guðmundsson frá Bol-
ungarvík auk Gunnars Más.
Þeir hafa misst Hauk Inga
Guðnason til Liverpool og svo
má reikna með að Jakob M.
Jónharðsson leiki með Hels-
ingborg næsta tímabil, en
hann er að skoða tilboð um
þriggja ára samning við félag-
ið. Eins hefur Jóhann Guð-
mundsson verið að skoða að-
stæður erlendis.
Haukur Ingi stendur
sig vei
Haukur Ingi Guðnason
stendur sig vel í herbúðum
Liverpool. Hann lék með vara-
liðinu á miðvikudagskvöld og
skoraði mark liðsins í tapi á
móti Birmingham sem vann
4:1. Hann hefur gert þijú
mörk og lagt upp fimm í fjór-
um leikjum liðsins.
Reuters.
f 'NAC
HlsBliSí
| Cretier í fót-
; spor Killys
JEAN-LUC Cretier varð í fyrr-
inótt fyrsti Frakkinn til að vinna í
bruni á Olympíuleikum síðan Jean-
Claude Killy gerði það 1968. Lasse
,0 Kjus varð annar eins og í tví-
,,, keppninni sem fór einnig fram í
...i . gær. Hans Trinkl hélt uppi heiðri
-n Austurríkis með því að ná þriðja
ij sæti. Sigur Frakkans, sem hefur
o;) aldrei unnið á stórmóti á ellefu ára
ÍK| keppnisferli, kom mjög á óvart.
[,í Efst í brautinni var hættuleg
-iit beygja sem átta keppendur af
;■[£ fyrstu 20 náðu ekki og fóru út úr.
• Meðal þeirra var Austurríkismað-
urinn Hermann Maier, sem var
n^í talinn sigurstanglegastur. Hann
[jiji flaug langa leið í loftinu og lenti
síðan á hnakkanum og öxlinni áður
en hann veltist í gegnum öi-yggis-
netin við hliðina á brautinni. Mesta
mildi þykir að hann hafi ekki
. slasast alvarlega, en hann slapp
með mar á öxlum og baki. Hann
; . ákvað að vera með risasviginu í
sof dag.
KNATTSPYRNA
Gullit æfur út í Chelsea
Ruud Gullit sendi Chelsea kaldai-
kveðjur í gær og sagði að félag-
ið hefði unnið á bak við sig og rekið
sig að ástæðulausu, en eins og kom
fram í blaðinu í gær var Gianluca
Vialli ráðinn í stöðu knattspymu-
stjóra félagsins til 1999 auk þess
sem hann er áfram leikmaður þess.
Gullit sagði að komið hefði verið
aftan að sér og talsmenn félagsins
hefðu ekki greint rétt frá gangi
mála. ,Á mánudag greindi ég fyrstu
merki þess að eitthvað væri að þeg-
ar fundi með Laudrup var frestað
og mér sagt að eiginkona hans væri
veik. Síðan hringdi umboðsmaður
hans í mig og spurði hvers vegna ég
hefði ekki mætt og sagði að Gi-
anluca Vialli og Gianfranco Zola
hefðu stjórnað fundinum. Þá vissi
ég hvað var á seyði.“
Colin Hutchinson, framkvæmda-
stjóri Chelsea, sagði að ekki hefði
verið hægt að verða við kröfum
Gullits en Gullit sagði að þeir hefðu
aðeins átt einn óformlegan fund.
Allt tal um peninga væri út í hött
því hann hefði verið að grínast þeg-
ar þeir bárust í tal. Hann vísaði tali
Hutchinsons um árangurslausar
samningaviðræður síðan í október á
bug. „Við áttum fund á fimmtudag í
liðinni viku og þegar við hittumst
aftur sagðist hann ekki hafa skilið
upphæðina. „Ef þú hefur misskilið
hana samþykkirðu þá þessa?“
spurði ég, og hann svaraði: „Kemur
ekki til greina.“„
Hutchinson sagði að á fundinum í
liðinni viku hefði Gullit verið tilbú-
inn að gera nýjan samning til
tveggja ára og félagið hefði lagt
áherslu á að aðeins yrði um starf
knattspyi-nustjóra að ræða, ekki
leikmanns. Hann sagðist halda að
hefði Gullit tekið tilboðinu hefði
hann orðið hæst launaði knatt-
spyrnustjóri deildarinnar „en við
gátum ekki gengið að kröfum
hans“. Gullit sagðist ekki skilja
þetta. „Eg er enn að furða mig á því
hvers vegna ég var rekinn. Þetta
var ekki spurning um peninga
vegna þess að ég tek ekki að mér
starf peninganna vegna. Ef svo
væri hefði ég valið mér annan
starfsvettvang."
í fyrrnefndum viðræðum sagðist
Gullit hafa óskað eftir tveimur millj-
ónum punda í árslaun, um 240 millj.
kr., en ekki hefði verið um kröfú að
ræða og ekkert tilboð hefði komið á
móti. „Ef félagið hefði gert mér til-
boð hefði ég tekið því vegna þess að
ég vildi vera áfram hjá Chelsea."
Talið er að hann hafi verið með 1,3
millj. punda í árslaun.
Gullit sagði að starfið hefði geng-
ið vel og það væru mikil vonbrigði
að fara frá vinum og hálfköruðu
verki. Breytingin geiir það líka að
verkum að óvissa ríkir um samning
við Brian Laudrup hjá Rangers
eins og Gullit hafði lagt áherslu á.
Þrátt fyrir mikla ólgu í garð for-
ráðamanna félagsins óskaði Gullit
Chelsea og Vialli góðs gengis.
„Markmiðið hjá mér var að verða
meistari og ég vona að Chelsea nái
markmiði mínu,“ sagði Hollending-
ui’inn. Hann þakkaði fjölmiðlum
gott samstarf og áhangendum
stuðninginn en áréttaði að enginn
áttaði sig á gjörðum stjómarinnar.
Gullit greindi frá sinni hlið mála á
blaðamannafundi í gær og gat þess
að hann hefði fyrst heyrt um brott-
vikningu sína í fjölmiðlum. Spurður
um hvort hann vildi starfa áfram í
deildinni sagðist hann þurfa að hvíla
sig og hugsa málið en sagði síðan:
„Eg veit ekki hvað ég vil gera.“
KÖRFUKNATTLEIKUR: GRINDVÍKINGAR MEÐ BESTA BAKVARDAPARK) / B2