Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Hýmar yfir austurbænum Reuters ÍSRAELSMADURINN Eyal Berkovic hefur lífgað upp á sóknarlínu West Ham United í vetur. Hér á hann í höggi við Dennis Wise fyrirliða Chelsea. FEBRÚAR er hálfnaður og álag- ið eykst í ensku knattspyrn- unni. Leikmenn West Ham United herða upp hugann og spúa saman bökum - framund- an er mikii glíma. Falldraugur- inn, sú ógeðfellda boðflenna, ríður húsum og hefur fullan hug á að láta til skarar skríða. í stúkunni á Upton Park and- varpa áhangendur félagsins og lygna aftur augunum: „Föllum við, föllum við ekki...“ Oft hefur þessi lýsing átt við - en ekki nú! West Ham siglir nefni- lega iygnan sjó í áttunda sæti úrvals- ■■■■■■ deildarinnar og gerir 0/77 Páll sér raunhæfar vonir Qmnarsson um þátttöku í Evrópu- skrifar keppni félagsliða á næstu leiktíð. Þá hefur liðið sett stefnuna á enska bikarinn. Það var öðruvísi umhorfs á Upton Park fyrir ári. West Ham kúldraðist í kjahara úrvalsdeildarinnar, þriðja neðsta sæti - engrar undankomu virtist auðið. Liðið hafði einungis haft betur í fímm leilgum af 25 og aðeins tuttugu sinnum fagnað marki, sjaldnar en öll önnur félög. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart þar sem helsta markalindin var bakvörð- ur, Julian Dicks, og menn á borð við Iain Dowie, „maðurinn sem getur ekki skorað", í fremstu víglínu. Rúm- ensku „snillingarnir“ Raducioiu og .Dumitrescu voru horfnir af sjónar- sViðinu. Funheitt var undir Harry Red- knapp knattspymustjóra sem varð langleitari með hverjum deginum. Hvað átti hann til bragðs að taka? Mitt í allri eymdinni flaug honum snjallræði í hug - hann skyldi opna budduna. Það hafði kappinn svo sem gert áður, með misjöfnum árangri, slælegum síðasta kastið, en þetta var öðruvísi - nú hugðist hann ekki sækja liðsaukann yfír lækinn! Paul Kitson kom frá Newcastle United og John Hartson frá Arsenal. Lífróður- inn var hafínn! Skorið mörk! Fyrirmæli Redknapps voru ein- ■ífefld: „Skorið mörk og bjargið okkur frá falli!“ Var hægt að krefjast þess af mönnum sem verið höfðu varaskeifur hjá sínum fyrri liðum? Stuðnings- menn West Ham voru fullir efasemda og utan veggja Upton Park skríktu menn eins og smástelpur. .Aumingja Redknapp, hann er genginn af göfl- unum,“ sögðu þeir sín á milli. En sá hlær best sem síðast hlær. Hartson og Kitson klæddust um- svifalaust skotskónum. Þrettán mörk þeirra í þrettán síðustu leikj- unum gerðu gott betur en bjarga West Ham frá falli, félagið sveif upp >#fjórtánda sæti. Aður óþekktar hæð- ir, að því er virtist á þeim tima. Síðan hefur ekkert lát verið á upp- sveiflunni. Félagið hefur nú komið sér makindalega fyrir í efri hluta úr- valsdeildarinnar, raðar inn mörkum í öllum regnbogans litum, svo sem Newcastle fékk að reyna um síðustu helgi, og það sem meira er - West Ham er til alls líklegt! Er því undar- legt að menn hafí ekki verið jafn bjartir á brá í austurbæ Lundúna um langt árabil? „Áður en mig bar að garði barðist West Ham í bökkum," segir Israels- maðurinn Eyal Berkovie, sem gekk til liðs við félagið frá Southampton fyrir yfirstandandi keppnistímabil. „Síðan hefur liðið tekið stórstígum framfórum og heldur vonandi áfram á sömu braut. Eftir allt sem á undan er gengið hefur árangur okkar í vet- ur komið þægilega á óvart og nú stefnum við að því að komast í hóp sex bestu liðanna í úrvalsdeildinni.11 Þótt saga West Ham sé ekki sigr- um skreytt hefur félagið sannarlega átt sínar sælustundir. Englands- meistari hefur það að vísu aldrei orð- ið - komst hæst í 3. sæti 1985-86 - en hefur teflt fram mörgum skemmti- legum liðum. Ber þar fyrst að minn- ast liðsins sem varð bikarmeistari 1964 og Evrópumeistari bikarhafa ári síðar, með menn á borð við Bobby Moore, Martin Peters og Geoff Hurst innanborðs. 1975 vann félagið bikarinn öðru sinni og aftur 1980, þegar Trevor Brooking tryggði því 1-0 sigur á Arsenal. Það er kannski dæmigert að þann vetur var West Ham í 2. deild. Stöðugleiki hef- m- aldrei verið helsti styi-kur þeirra austurbæinga. Það eru átján ár síðan West Ham vann síðast til metorða og fjölmargir fylgismenn félagsins hafa aldrei upp- lifað sigurstund - nema þegar liðið hefur bjai-gað sér frá falli, en það er öðruvísi. Skyldi verða breyting þar á í vor? Félagið er komið í fimmtu um- ferð bikarsins þar sem það mætir Blackburn Rovers á heimavelli í dag og sumir hafa góða tilfínningu fyrir leiknum sem sjónvarpað verður beint á Stöð 2. „Að mínu áliti er þessi leikur prófsteinninn. Hann verður strembinn en ef við vinnum hef ég trú á því að við lyftum bikamum á Wembley í vor,“ segir Berkovic án þess að blikna. Sjálfstraust er fram- andi en kærkomin dyggð á Upton Park. Liðið að styrkjast Berkovic, sem farið hefur á kost- um í liði West Ham í vetur, ber Red- knapp vel söguna, segir stjórann hafa gert mörg snjöll kaup á liðnum mánuðum. „Koma manna á borð við Trevor Sinclair [sem keyptur var frá QPR á dögunum] sýnir okkur að lið- ið er stöðugt að styrkjast." Af öðrum köppum sem bæst hafa í hópinn má nefna Steve Lomas, Ian Pierce, Dav- id Unsworth og Samassi Abou, sem allir hafa staðið sig vel. Þrátt fyrir orðin að ofan hefur þrálátur orðrómur verið á kreiki í allan vetur þess efnis að Berkovic, sem aðdáendur West Ham bera á höndum sér, vilji spreyta sig hjá stærra félagi. „Ég kaus að ganga til samninga við West Ham í fyrra, þar sem ég hef trú á því að velgengnin sé á næsta leiti,“ segir Israelsmaðurinn sem hafði einnig tilboð frá Totten- ham upp á vasann. „Ég var handviss um að ég gæti náð betri árangri hér en hjá Tottenham og veit að val mitt var rétt. Ég nýt mín vel um þessar mundir og hef ekki hugsað mér að færa mig um set að sinni. Eigi ég aftur á móti að vera alveg heiðarleg- ur, þá er ég mjög metnaðarfullur og titlaþyrstur leikmaður, þannig að einhvern tímann á ég sjálfsagt eftir að yfirgefa félagið. Sem sakir standa er ég þó hæstánægður á Upton Park.“ Hugsanlega geta stuðningsmenn West Ham dregið mikinn lærdóm af þessum orðum. Þrátt fyrir gott gengi að undanförnu, þarf félagið að yfirstíga ótal hindranir til viðbótar áður en það getur farið fram á vígslu inn í samfélag „hinna stóru!‘. Arftaki Shearers? ÞEGAR West Ham keypti miðherjann John Hartson frá Arsenal ráku sumir upp stór augu, aðrir klóruðu sér í koll- inum en flestir bara hlógu! Mikil er örvænting Harrys Redknapps að greiða metfé - kaupverðið stendur nú í 3,5 milljónum sterlingspunda en getur hækkað í 5 milljónir á samningstímanum - fyrir mann sem þekkir varamanna- skýlin á Highbury betur en grasflötina, hugsuðu þeir. Nú, rúmu ári síðar, eru allir hættir að hlæja. Hartson hef- ur slegið í gegn á Upton Park, er í hópi markahæstu manna í úrvalsdeildinni og erfitt er að hugsa sér liðið án hans. I hópi aðdáenda Hartsons er Trevor Brooking, einn af dáðadrengjum West Ham frá fyrri tíð. Segir hann þennan 22 ára gamla velska pilt hafa burði til að velta Alan Shear- er úr sessi sem skæðasta sóknarmanni úrvalsdeildar- innar. „John hefur alla eiginleika góðs miðherja - kraft, hraða og líkamsburði sem slá vai'n- armenn út af laginu,“ segir Brooking. „Hann er mjög sterkur leikmaður og eftir að hann gi-ennti sig hefur snerp- an aukist. John er í stöðugiá framfór og til lengri tíma litið hefur hann burði til að njóta sömu velgengni og Alan. Þeir eru báðir miklar skyttur, einkum með hægri fæti en ef veikleiki þeiiTa er einhver, er það vinstri fóturinn. John hef- ur aftur á móti nægan tíma til að kippa því í liðinn. Framtíð- in er hans!“ ÚRSLIT ÍBV - Grótta/KR 19:20 Vestmannaeyjar, íslandsmótið í handknatt- leik -1. deild kvenna, fóstudaginn 13. febrú- ar 1998. Gangur leiksins: 1:2, 2:5, 4:6, 4:8, 6:11, 9:12, 13:15, 17:18, 19:20. Mörk ÍBV: Sandra Anulyte 7/2, Ingibjörg Jónsdóttir 4/1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Sara M. Ólafsdóttir 2, Unnur Sigmarsdóttir 1, Hind Hannesdóttir 1. Varin skot: Eglé Pietlené 14/2 (þar af 5/1 til mótherja). Mörk Grdttu/KR: Helga Ormsdóttir 4/2, Anna Steinsen 4, Ágústa Edda Björnsdóttir 3, Brynja Jónsdóttir 3, Valdís Fjölnisdóttir 2, Edda Hrönn Kristinsdóttir 2/2, Særún Stefánsdóttir 1, Kristín Þórðardóttir 1. Varin skot: Vigdís Finnsdóttir 6 (þar af 2 til mótherja). Þóra Hlíf Jónsdóttir 1/1. Dómarar: Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartansson. Daprir framan af en sýndu batamerki þegar á leið. Áhorfendur: 100. ■Leikurinn var spennandi en Grótta/KR hafði oftast frumkvæðið og náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik. Gestirnir léku kröftuga vörn og voru líflegir í sókninni. Heimamenn áttu erfítt uppdráttar í fyrri hálfleik, en síðari hálfleikur var ágætur. Eyjastúlkur fengu tækifæri til að jafna úr síðustu sókn leiksins en vörn Gróttu/KR hélt vel. Eglé Pietlené var góð'í marki ÍBV og Sandra Anulyte einnig. Hjá Gróttu/KR var það sterk liðsheild og góð vörn sem skóp sigurinn. S.G.G. Vestmannaeyjum. Körfuknattleikur 1. deild karla: Stafholtst. - Þór Þorl........83:85 Knattspyma England Enska bikarkeppnin, 5. umferð: Sheffíeld United - Reading.......1:0 Þýskaland 1. deild: Karlsruhe SC - Dortmund .........0:1 -Heiko Herrlich 42. 27.000. Werder Bremen - Duisburg ........2:2 Dieter Eilts 5., Jens Todt 82. - Victor Skripnik 54. (sjálfsm.), Uwe Spies 80. 23.960. Köln - Hamburg...................1:2 Rene Tretschok 87. - Hasan Salihamidzic 64., Bernd Hollerbach 80. 29.000. Belgía 1. deild: Anderlecht - Standard ................2:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.