Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Laufdal veitíngamaður. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á Broadway skína skærustu stjörnur skemmtanaheimsins Ólafur Laufdal veitingamaður hefur ákveðið að breyta nafninu á skemmtistaðnum sem hann hef- * ur rekið við Armúla undanfarin 10 ár. Nafnið -------------------------------------------- Hótel Island víkur fyrir nafninu Broadway, en það var heitið á skemmtistað sem Ólafur Laufdal rak við Álftabakka í Mjódd á árunum 1981-89. Ólafur Ormsson ræddi við Ólaf Laufdal um veit- ingahúsareksturinn og kynni hans af ýmsum heimskunnum tónlistarmönnum sem hafa komið 7 fram á Brodway og Hótel Islandi á liðnum árum. FYRST man ég eftir Ólafi Laufdal í veitíngahúsinu Glaumbæ við Fríkirkju- veginn. Á barnum á jarð- hæðinni, ekki langt frá danssalnum, átti Ólafur Laufdal sína fðstu við- skiptavini sem komu reglulega um helgar til að hitta hann. Hann hefur Ijúfa framkomu og varð snemma vinsæll meðal fastagesta á þessum vinsælasta skemmtistað unga fólks- ins á sjöunda áratugnum. Snyrti- mennska og öryggi er ávallt í önd- vegi og fagmennska einkennir störf hans. Tíminn líður hratt á síðari hluta tuttugustu aldarinar. Ótrúlegt en satt: - Það eru fjórir áratugir liðnir frá því að ungi, ljóhærði pilt- urinn réð sig sem „pikkoló" á Hótel Borg, þá tólf ára. Þessir fjórir ára- tugir hafa verið viðburðaríkur tími í lífi Ólafs Laufdal. Hann hefur verið með umfangsmikinn veitingarekst- ur og skipulagt komur margra heimskunnra listamanna til lands- ins; Fyrir það framlag eru fjölmarg- ir íslendingar þakklátir Ólafi Lauf- dal. Hann hefur létt landsmönnum lífsbaráttuna í skammdeginu, á köldum vetrarmánuðum og aukið þeim bjartsýni og þor. Nafnið Broadway tengist glæsilegum ferli Ólafs Laufdal í veitingahúsarekstri á íslandi og hróður þess barst víða um lönd. A Broadway í Mjóddinni hóf Ólafur Laufdal að setja á svið hinar vinsælu stórsýningar, á Broa- dway skinu skærustu stjömur skemmtanaheimsins og yfir nafninu er vissulega frægðarljómi. Skær- ustu stjömur skemmtanaheimsins munu áfram koma fram á skemmti- stað Ólafs Laufdal sem nú heitir Broadway Hótel íslandi. Það er líkt og að koma inn í ævin- týraheim þegar stigið er inn fyrir dyr Broadway sem er á þrem hæð- um og er langstærsti skemmtistað- ur landsins og hefur leyfi fyrir nær 2.000 gestum. Ég hafði leitað að Ólafi Laufdal um stund í salarkynn- um hússins þegar hann birtist skyndilega frá erilsömum störfum og gekk brosandi yfir til mín frá skrifstofu sinni á jarðhæð. Við gengum upp á þriðju hæðina, yfir í Norðursal með útsýni yfir á sviðið og danssalinn á neðri hæðinni þar sem þúsundir innlendra og erlendra gesta hafa átt ljúfar stundir á liðn- um árum. Ólafur Laufdal leit yfir farinn veg og rifjaði upp ýmislegt minnisstætt frá liðnum áratugum. Upprími og æska í Vestmannaeyjum Ólafur Laufdal er rétt um það bil meðalmaður á hæð, þrekinn, stælt- ur og frísklegur í útliti. Hann er með há kollvik, stuttklipptur og hárið er farið að grána, brosmildur, gamansamur og hann á greinlega auðvelt með að koma auga á skop- legar hliðar mannlífsins. Hann hef- ur kynnst ótrúlegum fjölda fólks á þeim árum sem hann hefur verið í veitingahúsarekstrinum. Ólafur Laufdal er enn á besta aldri, fædd- ur lýðveldisárið 1944. Hann er fædd- ur og uppalinn í einum helsta fisk- vinnslu- og útgerðarbæ landsins þar sem stórhuga athafnamenn hafa löngum sett svip á mannlífið. „Ég er fæddur í Vestmannaeyj- um og var þar í bamaskóla og bjó í Eyjum til tólf ára aldurs að ég flutti til Reykjavíkur. Foreldrar mínir voru ættaðir austan undan Eyja- fjöllum og settust að í Eyjum. Við erum sex systkinin. Ég byrjaði snemma að reyna að bjarga mér og fór með gelluvagninn á milli húsa og var að reyna að selja gellur. Sjálfs- bjargarviðleitnin byrjaði ótrúlega snemma. Ég var að fylgjast með at- hafnalífinu við höfnina þar sem bátaflotinn kom oft drekkhlaðinn eða með fullfermi af miðunum. Við fluttum síðan til Reykjavíkur þegar ég var tólf ára. Ég var fimmtán ára þegar ég fór sem kokkur á síldarbát frá Vestmannaeyjum, Sjöstjöm- unni, sem þá var aflahæsti báturinn frá Eyjum.“ Snemma nokkuð ljóst hvert hugurinn stefndi Ólafur Laufdal var tólf ára þegar hann var ráðinn til starfa á stærsta og glæsilegasta hóteli landsins. Hann var að stíga fyrstu sporin á þeirri braut þar sem hann átti síðar eftir að láta vemlega að sér kveða. „Ég byrjaði sem „pikkoló" á Hótel Borg strax og ég kom til Reykjavíkur. Jóhannes Jósefsson var þá hótelstjóri. Þegar ég kom af sfldinni 1959 byrjaði ég að læra þjóninn og lauk því námi á þrem ár- um. Þá var verið að selja Hótel Borg og við rekstrinum tóku Aron Guðbrandsson, Jón Fannberg, Pét- ur Daníelsson og Ragnar Guðleifs- son. Ég var síðan á Hótel Borg þar til Hótel Saga var opnuð og fýrsta starfið mitt eftir að ég útskrifaðist úr Hótel- og veitingaskólanum var á Grillinu á Hótel Sögu. Þar var ég í tæpt ár og réð mig þá á Gullfoss. Ég var þjónn um borð í Gullfossi í nokkur ár.“ Var það ekki minnisstæður tími um borð í flaggskipi íslenska flot- ans? „Jú, það vom minnisstæð ár. Með skipinu sigldu margir þekktir Is- lendingar t.d. Ásbjöm Ólafsson, stórkaupmaður, Halldór Laxness, Bjami Benediktsson, og svo margir sem flugu helst aldrei." Þú hefur þá snemma ákveðið að leggja fyrir þig þjónustu- og veit- ingastörfí „Þetta var eiginlega frekar tilvilj- un. Móðir mín heitín hvatti mig til að læra þjóninn þegar ég kom af sfldinni. Hún hafði samband við Sig- urð Gíslason sem þá var yfirþjónn á Hótel Borg. Mörgum ámm síðar rak ég Hótel Borg í átta ár, frá 1983-91, og þá var Sigurður Gísla- son einmitt í vinnu hjá mér.“ Hvað tók svo við þegar þú hættir á Gullfossi? „Þá fór ég að vinna í Glaumbæ. í Glaumbæ var ég allt þar til húsið brann 5. desember 1971. Ég var þama á bar ekki langt frá danssaln- um á jarðhæðinni og var vinsæll þjónn í Glaumbæ. Á þessu tímabili kynntist ég mörgum tónlistarmönn- um sem komu fram á staðnum, Hljómum, Dúmbó og Steina, Roof Tops. Ég gaf t.d. út plötu á þessum ámm með Pétri Kristjánssyni, Ein- ari Vilberg og Gunnari Jökli. Það var fyrsta platan sem Pétur söng inn á. Glaumbær var geysivinsæll staður hjá unga fólkinu á sjöunda áratugnum enda kannski ekki margir staðir fyrir ungt fólk á þeim ámm og ekki mörg hús sem höfðu vínveitingaleyfi. Hvað fórstu að gera eftir bmn- ann í Glaumbæ? „Þá fór ég yfir á Óðal og tók þar við rekstrinum ásamt Hafsteini Gilssyni og Jóni Hjaltasyni. Ég byrjaði þar sem yfirþjónn. Óðal var ekta matsölustaður, fínn matsölu- staður. Síðan varð þróunin sú að það varð mun minna að gera yfir vetrarmánuðina þannig að við breyttum staðnum í diskótek og ég var þama á Óðali til 1978.“ í eigin atvinnurekstur Var það ekki skömmu fyrir 1980 sem þú byrjaðir að reka nýjan skemmtistað í Reykjavík, Holly- wood? „Jú, 2. mars 1978 var Hollywood opnaður. Hollywood var einn allra vinsælasti staðurinn sem nokkum tímann hefur verið opnaður. Það var troðfullt allar helgar og í miðri viku var þama mikið af fólki úr heil- brigðisstéttunum, leigubifreiða- stjórar, vaktavinnufólk, þjónar og starfsfólk af veitingastöðum. Þama var mest diskótek með skemmti- kröftum, en einnig komu fram hljómsveitir." Hvenær byrjaðir þú fyrst að fá til landsins erlenda listamenn, söngv- ara og tónlistarmenn? „Ég byrjaði á því þegar ég var með Hollywood, en fyrst að ein- hverju marki þegar Broadway var opnaður. Ég rak Hollywood sam- hliða Broadway í nokkur ár. Broad- way var að því leytí ólíkur öðram stöðum að þar var matur, skemmt- un og síðan dans á eftir. Þar gátum við tekið 700 gesti í mat, en staður- inn hafði leyfi fyrir 1500 manns sem máttu þá vera inni samtímis.“ Það hlýtur að hafa verið stór og mikil ákvörðun að opna Broadway, nýjan skemmtístað, í nýju hverfi, árið 1981? „Mörgum fannst það hreint brjál- æði að ætla að opna skemmtistað í Breiðholtí á þessum ámm. Síðan reis öll þessi mikla byggð þama í næsta nágrenni á örfáum árum og þetta gekk alveg Ijómandi vel. Á Broadway vora haldnar þessar stóra árshátíðar starfsmannafélag- anna sem komust hvergi annars staðar fyrir. Þegar ég var með Hollywood fékk ég þá hugmynd að gaman væri að setja upp stórsýn- ingar með erlendum skemmtikröft- um. Hugmyndin með opnun Broad- way var einnig sú að vera með mat, sýningu og dansleik á eftir. Broad- way varð mjög vinsæll staður. Nafnið eitt er auðvitað alþjóðlegur gæðastimpill og á slíkum stað er allt milli himins og jarðar í sambandi við dans, söng og tónlist. Það var t.d. þannig að frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku komu tugir, hundrað gesta nánast um hverja helgi á Broadway. Flugleiðir auglýstu ferð- ir til íslands og þar var getið um Broadway sem stærsta diskótek Evrópu. Það kom hingað hópur fjöl- miðlamanna. Ég man að það komu allt að eitt hundrað heilsíður í blöð- um á Norðurlöndum sem gerðar vora um Broadway." Heimsþekktir skemmtikraftar á Broadway Hver var fyrsti frægi skemmti- krafturinn sem kom fram á Broad- way? „Það var, að mig minnir, Fats Dominó. Hann kom hingað tvisvar og troðfyllti húsið í bæði skiptin. Með honum kom sextán manna hljómsveit. Þegar hann kom hingað hafði enginn selt fleiri plötur nema Presley. Fats Dominó hafði selt yfir eitt hundrað milljónir. Af þessum eldri rokkuram var hann næstur Elvis Presley. Hann er einstaklega skemmtilegur og Ijúfur maður. Hann átti mikið í sálinni í fólki. Hann var með tugi laga sem fólk kunni algjörlega utan að. Fólk af rokkkynslóðinni er búið að dansa eftir þessum lögum og heyra þau í útvarpi áram saman.“ Var ekki erfitt að fá hann til ís- lands? „Jú, og nú er ég að reyna að fá hann hingað aftur og fæ svar við því á næstu vikum. Einnig hef ég verið í mörg ár að reyna að fá hingað Roger Wittaker og fæ hann hingað hugsanlega í apríl 99. Málið er það að verðlag hefur farið svo mikið nið- ur hér á landi. Fólk vill orðið borga svo lítið íyrir skemmtunina í dag. Það er heilmildll kostnaður við að fá þessar stóra stjömur tíl landsins. Það vilja allir koma til íslands; mín reynsla er sú. Menn vilja fá borgað fyrir sína vinnu og koma ef þeir fá þær greiðslur sem settar era upp.“ Hvaða stórstjama kom svo næst á eftir Dominó fram á Broadway? „Ætli það hafi ekki verið goð- sögnin Jerry Lee Lewis. Hann er gríðarlega flinkur píanisti og mikill listamaður. Hann var með sex manna hljómsveit með sér og þetta var frábær skemmtun. Ég man að Rúnar Júlíusson var mjög hrifinn af Jerry Lee og fannst hann bestur þeirra listamanna sem komu fram á Broadway á níunda áratugnum.“ Margir aðrir heimsfrægir skemmtikraftar komu fram á Broa- dway í Álfabakka og má sem dæmi neftia Victor Borge, The Shadows, Rod Stewart, Ray Charles, Dave Brabeck og Glenn Miller Band. „Þessir þekktu listamenn koma ekki til landsins fyrr en einhver full-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.