Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 B 13 Morgunblaðið/RAX nari sýnir nemanda sínum, Davíð Egilssyni, óklakið egg sem lundi hafði grafið við munnann á lundaholunni. Ljósmynd/Gísli J. Óskarsson búinn að koma sér fyrir. Hann linnti ekki lutnum út. það oftar en einu sinni að slíkum gestum var umsvifalaust varpað á dyr. Mikill pysjudauði Einn þáttur verkefnisins er að fylgjast með vexti og þroska pysj- anna. Fylgst var með pysjum í Náttúrugripasafninu, þær vigtaðar og mældar reglulega og fylgst með því hvað þær átu. Daglega hest- húsuðu þær fimmtung af líkams- þyngd sinni af loðnu. Þegar fjaðra- myndun hófst urðu pysjurnai- mjög þurftafrekar, átu þriðjung af þyngd sinni daglega, en hættu samt að þyngjast. Öll orkan fór í að mynda fjaðrahaminn. Svo virðist sem síðastliðið sumar hafi verið óhagstætt lundanum í Vestmannaeyjum, að sögn Gísla. h Lundapysjur áttu erfitt uppdráttar og ungfuglinn skilaði sér ekki í sama mæli og venjulega. Þegar blaðamenn fóru með Gísla í lunda- byggðina Raufina í Stórhöfða um daginn vakti athygli að víða lágu dauðar pysjur, alfiðraðar og að því er virtist fullgerðar. Undanfarin haust hefur Gísli vigtað pysjur sem fiogið hafa í bæinn og í haust voru þær að meðaltali um þriðjungi létt- ari en í fyrrahaust. Léttasta pysjan var ekki nema 120 grömm og með- altalið um 200 grömm. Árinu áður var meðalþunginn um 300 grömm. Gísli telur líklegast að þessi pysjufellir stafi af ætisskorti og kulda. Þegar fuglinn fór að hreiðra um sig í holunum í maí var ekki nema tveggja gráða hiti í Iundahol- unum. Kuldinn sat lengi í jörðinni og var hitinn kominn í 5 gráður þegar varpið hófst. I byrjun júlí var holuhitinn kominn í 10 stig og fór hæst í 11 gráður. Sandsíli er uppistaðan í sumar- fæðu lundans sunnanlands. Það virtist hverfa þegar leið á sumarið og glærátan brást einnig að sögn Gísla. Lundarnir komu sjaldan í holurnar sem fylgst var með og dvöldu lengstum á sjónum. I stað þess að koma fimm sinnum á sólar- hring eða oftar kom lundinn einu sinni á sólarhring eða sjaldnar í holuna. Síritandi hita- og dýptar- mælir sem settur var á lunda sýndi mjög tíðar kafanir að öllum líkind- um í ætisleit. Þegar ætisskorturinn var farinn að gera vart við sig í ágúst sá Gísli með hjálp myndbandsvélarinnar hvernig pysjurnar voru á sífelldu vappi fram í holudyrnar. Þær stungu nefinu í svörðinn og átu mold. Lundaveiðin var dræm og sögðu veiðimenn að ungfuglinn vantaði. Ungfuglinn sem er ókynþroska kemur í júlíbyrjun og er uppistaða í veiðinni. I sumar var veiðin dræm alls staðar nema í Ystakletti. Til dæmis nefnir Gísli að í fyrra hafi ekki einu sinni veiðst helmingur af meðalveiði fyiTÍ ára í Stórhöfða. Samkvæmt veiðiskýrslum voru veiddir hér á landi um 215 þúsund lundar árið 1995 og 230 þúsund ár- ið 1996. Veiðitölur frá síðasta ári eru ekki fyrirliggjandi. Fara að heiman Athuganir Gísla og félaga benda til þess að lundapysjurnar yfirgefi foreldra sína, en séu ekki sveltar til að fara að heiman, líkt og haldið hefur verið fram. „Pysjumar fara þegar vissum þroska er náð,“ segir Gísli. Lundapysjumar voru um 50 daga í holunni áður en þær fóra. Foreldrarnir dvöldu lengur, til dæmis nefnir hann ákaflega ást- fangið par sem hélt til i holunni í hálfan mánuð eftir að pysjan var farin. Fylgst hefur verið með lunda- byggðinni yfir veturinn, þótt lund- inn sé löngu farinn. Það hefur kom- ið í ljós að ýmis dýr hafa gagn af lundaholunum önnur en lundinn. Auk skordýra hefur bæði orðið vart við mýs og ketti. Gísli varð meðal annars oft vai’ við kött sem lagst hafði út og stundaði veiðar í lundabyggðinni í Stórhöfða. Kött- urinn var pattaralegur og skorti augljóslega ekki æti. Einn hita- mælirinn sem settur var í holu bar þess merki að mús hefði farið um hann tönnum. Mælikvarði á h'fríkið Gísla er hugleikin sú spurning hvort nota megi vöxt og viðgang lundans til að ráða í hvernig ástandið er í sjónum. Lundinn yfir- gefur ekki pysjuna fyrr en í fulla hnefana, þegar hefur sést að hann leggur sig allan fram við að afla pysjunni ætis. Ef lítið er af síli og seiðum kemur það niður á pysjun- um, þær þroskast seint eða alls ekki. Þorskur og fleiri nytjafiskar éta líka síli og seiði. Ef ætið vantar má ætla að fiskurinn leiti á ný mið í ætisleit sem er lítið fagnaðarefni þeim sem stunda sjóinn á heima- slóð og hefur áhrif á afkomu út- gerða og fiskvinnslustöðva. Það skyldi ekki vera að lundinn geti sagt fyrir um gengisþróun hluta- bréfa sjávarútvegsfyrirtækja? Atferli lundans skráð með raf- eindamerki Morgunblaðið/RAX PÁLL Marvin Jónsson sjávarlíffræðingur telur nauðsynlegt að rann- saka lundann til að geta sýnt fram á að stofninn þoli veiðar. PÁLL Marvin Jónsson sjávarlíf- fræðingur er forstöðumaður Rannsóknasetursins í Vest- mannaeyjuin og deildarstjóri Háskóla Islands þar í bæ. í Rannsóknasetrinu eru undir sama þaki deildir frá Hafrann- sóknastofnun, Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins og Háskóla Is- lands, auk Þróunarfélags Vest- mannaeyja og Náttúrustofu Suð- urlands. Rannsóknasetrið hefur greitt götu erlendra vísindamanna og líffræðinema sem komið hafa til að rannsaka lundann og annað í lífríki Eyjanna. Undanfarin tvö sumur hafa til dæmis komið 15 manna hópar líffræðinema frá Bandaríkjunum og eru tveir hópar væntanlegir næsta sumar. Meðal verkefna sem unnin hafa verið innan Rannsóknaset- ursins og í umsjón Páls Marvins er tilraun með rafeindamerking- ar á lunda. Þórður Óskarsson líffræðingur vann að þessu verk- efni með Páli Marvin í upphafi og Arnþór Garðarsson fugla- fræðingur hjá Líffræðistofnun HÍ veitti fræðilega aðstoð. Gísli J. Óskarsson aðstoðaði Pál Mar- vin á vettvangi. Fyrirtækið Stjörnu-Oddi í Reykjavík fram- leiðir merkin og voru þau forrit- uð til að skrá hitastig og þrýst- ing. Þannig var unnt að fylgjast með atferli luuda, hve djúpt hann kafaði, hve oft og einnig hitastigi lofts og sjávar. Fyrsta tilraun með rafeinda- merki mistókst, merkið var lík- lega of stórt og týndist. Stjörnu- Odda tókst að hanna enn minna rafeindamerki sem á ekki að hamla flugi né sundi lundans að neinu marki. Merkið getur geymt alls 8.100 skráningar eða 4.050 hitaskráningar og jafn- margar yfír sjávardýpi. Lunda- merkið var stillt þannig að það skráði upplýsingar í um 13 klukkustundir. Ötull kafari Merktir voru átta lundar sem áttu egg eða pysju í holu, en ekki náðist nema eitt merki aft- ur. Ymist létu lundarnir ekki ná sér aftur eða þeir höfðu týnt merkinu, líklega í sjónum. Þetta eina merki veitti þó miklar upplýsingar. Til dæmis kom í ljós að lundinn tók tarnir við að kafa og hvfldist á milli. Hann kafaði dýpst niður á rúm- lega 57 metra og var um 50 sekúndur í þeirri köfun. Undir lok dagsins tók lundinn törn sem varði í 44 mínútur, kafaði hvað eftir annað með stuttu millibili. Að meðaltali kafaði lundinn 22 sinnum á klukku- stund, hver köfun tók að ineðal- til 39 sekúndur og meðaldýpið var 29 metrar. Hægt er að nálg- ast ítarlega greinargerð um þessa rannsókn á ensku á heimasíðu Stjörnu-Odda (http://www.star- oddi.com/bird.htm). Pál Marvin dreymir um að geta fengið merki sem einnig skráir staðsetningu lundans. Þannig yrði hægt að kortleggja ferðir stofnsins. Páll Marvin segir að deild HÍ í Eyjum, Náttúrustofa Suður- lands og Líffræðistofnun HÍ séu að vinna að því að fá líffræðing til starfa sem vinni meistara- prófsverkefni á sviði lunda- rannsókna. Páll segir að Rann- sóknasetrið hafí á að skipa sér- fræðingum á sviði sjávarlíf- fræði og jarðfræði, en tilfínnan- lega vanti fuglafræðing. Næsta sumar verður haldið áfram að setja rafeindamerki á lunda og rannsaka stofninn. „Lundinn er víðast hvar friðað- ur, en við stundum veiðar. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast vel með stofninum og að geta sýnt fram á að hann þoli veið- ina,“ sagði Páll Marvin. Lundaskoðun og hvalaskoðun Páll Marvin hefur verið ferða- málafulltrúi Vestmannaeyja og er ánægður með þá athygli sem erlendir ferðamenn sýna lund- anum. Hann segir að Rann- sóknasetrið í Eyjum, Fræðasetr- ið í Sandgerði og Rannsókna- stöðin á Mývatni kanni nú mögu- leika á samstarfí við að skipu- leggja og markaðssetja fugla- skoðunarferðir fyrir útlenda fuglaáhugamcnn. Nú eru þessar stofnanir hver í sínu horni að fást við þetta. „Það má hafa tekjur af því að skoða lunda, ekki síður en hvali,“ sagði Páll Marvin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.