Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 1
 BRANPARAR| [þrautir! Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaöinu Kringlunni 1 103 Reykjavík Gleðin við völd MIKIÐ er gott að vera glaður, gæti þessi krakki verið að segja um leið og hann fagnar öllum heiminum með útbreidd- um faðminum og glaðlegu andlitinu. Þórdís, 7 ára (sennilega orðin 8), Rofabæ 43 í Reykjavík, sendi okkur myndina fyrir margt löngu. Penna- vinir Ég heiti Ester og mig lang- ar að eignast pennavini á aldrinum 8-11 ára. Ég er sjálf 9. Áhugamál mín eru hestar, hundar, Spice Girls og margt fleira. Bæði strák- ar og stelpur mega senda. Áður en ég kveð segi ég bara gleðilegt ár og bæ, bæ og bless. Svara öllum bréf- um. Ester Ó. Árnadóttir Hólsgerði 2 600 Akureyri Ég heiti Helga og mig langar til að eignast penna- vinkonur á aldrinum 10-12 ára. Áhugamál mín eru: Spice Girls (úrklippm*, plaköt, póstkort og myndir í albúm), Toni Braxton, ftí- merki, fimleikar og fleira. Helga L. Grétarsdóttir Ásbúð 53 210 Garðabær Hlutir og karlmenn Á ÞESSARI mynd eru fjórir hlutir og Qórir karlmenn eða strákar. Hlutirnir eru stígvél, kassi, blóm og pera. Allir eru þeir mannabústaðir og líklega eru það íbúarnir sem baða út öllum öngum í forgrunni myndarinnar. Jón Birgisson, 7 ára, Lang- holtsvegi 163a, 104 Reykjavík, er höfundur- inn. VIRÐING FYRIR SKÁLDI SAMFÉLAGIÐ syrgði Halldór Laxness í liðinni viku. Sigursteinn J. Gunn- arsson, 8 ára strákur í 3.E. í Melaskóla, gerði þessa minningarmynd mánudaginn 9. febrúar þegar fánar voru dregnir í hálfa stöng vegna andláts skáldsins á Gljúfrasteini. Halldór varð 95 ára gam- all.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.