Morgunblaðið - 27.02.1998, Qupperneq 4
GOLF / ÁRSÞING GSÍ
Landsmótið á þremur
völlum á Suðurnesjum
Golfsamband íslands var rekið
með 2,7 milljóna króna halla á
síðasta ári að því er fram kom á
Golfþingi um síðustu helgi. Forseti
GSÍ, Hannes Guðmundsson, sem
var endurkjörinn á þinginu, sagði
að slíkt væri óviðunandi og í fjár-
hagsáætlun er gert ráð fyrir að fjár-
hagsvandinn verði leystur strax á
þessu ári. GSI er nú næstfjölmenn-
asta sérsambandið innan ISI með
6:800 félagsmenn í 52 klúbbum og
gjöld þess á síðasta ári voru 26
milljónir.
Miklar breytingar verða á tekjum
sambandsins í þá veru að afnuminn
verður skattur þess af opnum mót-
um en gjald fyrir hvem félagsmann
hækkað á móti. í fyrra fékk GSÍ
400 krónur fyrir hvem keppanda á
opnum mótum og helming af þátt-
tökugjaldi á landsmóti. Nú verður
þetta fellt niður þannig að þeir sem
halda viðkomandi mót fá allt þátt-
tökugjaldið en fastur skattur fyrir
hvem skráðan félagsmann hækkar
úr 1.000 krónum í 1.750 fyrir full-
orðna en úr 100 krónum í 175 fyrir
16 ára og yngri.
Vegna þessa og tapsins í fyrra
var ákveðið að draga nokkuð saman
seglin og þá helst hjá afrekskylfmg-
um og í ár verða verkefnin fyrir þá
erlendis mjög skorin niður. Tapið á
rekstrinum rekja menn meðal ann-
ars til aukins skrifstofukostnaðar
þar sem bætt var við manni af óvið-
ráðanlegum orsökum.
Hannes endurkjörinn
Hannes Guðmundsson var endur-
kjörinn forseti GSÍ og sagði við það
tækifæri að þetta væri síðasta árið
sem hann gæfi kost á sér í embætt-
ið. Nokkrar breytingar urðu á
stjórn GSÍ. Júlíus Jónsson var end-
urkjörinn til tveggja ára og þau
Björgvin Þorsteinsson og Rósa M.
Sigursteinsdóttir koma í aðalstjóm
úr varastjóm. Samúel Smári
Hreggviðsson og Olafur Jónsson
sitja báðir eitt ár í viðbót og Mar-
grét Geirsdóttir úr GR var kjörin í
stað Jóns Emils Ámasonar, sem
hætti eftir eins árs setu. í vara-
stjóm voru kjömir Hálfdán Karls-
son úr Keili, Gunnar Bragason úr
GHR og Guðmundur Ólafsson úr
GKG og koma þeir í stað Gunnars
Þórðarsonar og Rósmundar Jóns-
sonar, sem sátu í aðalstjóm, og
Guðbrands Sigurbergssonar, en
þessir gáfu ekki kost á sér.
Landsmótið í golfi verður haldið á
Suðurnesjum 6. til 9. ágúst og leikið
á þremur völlum. Ljóst er að meist-
araflokkamir og 1. flokkur karla og
kvenna leika í Leirunni en hinir
flokkamir, 2. flokkur karla og
kvenna og 3. flokkur karla, munu
leika í Sandgerði og í Grindavík.
Eftir þrjá hringi, 54 holur, verður
keppendum fækkað þannig að tólf
verði eftir, nema í meistaraflokkun-
um, þar verða 24 efstu, og munu
þeir keppendur leika síðasta daginn
og allir flokkar leika þá í Leirunni.
Jón Karlsson golfkennari hefur
verið ráðinn til Golfsambandsins og
mun hann sinna námskeiðum fyrir
unglinga og aðstoða smærri klúbba
við kennslu, en mikill skortur hefur
verð á golfkennurum, sérstaklega
hjá smærri klúbbunum.
PÍLUKAST
Þorgeir og Óli
stóðu sig vel
í Hollandi
Þorgeir Guðmundsson og Óli
Sigurðsson, landsliðsmenn í
pílukasti, tóku þátt í opna hol-
lenska meistaramótinu, sem fór
fram í Delden í austurhluta
Hollands á dögunum. Þeir voru á
meðal 1.300 keppenda og var leikið
í 64 riðlum. Flestallir bestu pílu-
kastarar heims tóku þátt í mótinu.
Sigurvegarinn var Englendingur-
inn Alan Warriner, sem vann
landa sinn Peter Evison í úrslita-
leik.
Þorgeir og Óli léku báðir til úr-
slita í sínum riðlum. Óli varð sigur-
vegari í sínum riðli, en tapaði síðan
fyrir Englendingnum Shayne
Burgess - hafnaði í 33. sæti. Þor-
geir tapaði fyrir Englendingnum
Dave Askew og hafnaði í 65. sæti.
Arangur þeirra félaga er einn sá
besti sem íslendingar hafa náð á
alþjóðlegu móti.
Þeir kepptu einnig í tvímenningi
og náðu góðum árangri, en urðu að
sætta sig við tap fyrir hollenskum
landsliðsmanni, Bravlio Roncero,
Meistarinn byvjaði með sigri
Fyrsta bikarmót Karatesam-
bands íslands var haldið í Laug-
ardalshöll sl. helgi, en bikarmótin
verða fjögur í vetur. Keppt var í
tveimur þyngdarflokkum karla og
opnum flokki kvenna og var hörð
keppni í öllum flokkum.
Núverandi bikarmeistari, Ingólf-
ur Snorrason frá Selfossi, sigraði í
+74 kílóa flokki og hlaut fimm stig
fyrir. Annar varð Olafur Nielsen úr
Þórshamri og Daði Ástþórsson úr
Haukum varð í þriðja sæti. Jón Ingi
Þorvaldsson úr Þórshamri sigraði í
-74 kílóa flokki og hefur hann því
einnig fengið fimm stig í baráttunni
um bikarmeistaratitilinn. Annar
varð Gunnlaugur Sigurðsson úr
Haukum og hlýtur hann þrjú stig
eins og Ólafur í þyngri flokknum, og
í þriðja sæti varð Bjarki Birgisson
úr KFR.
Sólveig K. Einarsdóttir úr Þórs-
hamri sigraði í kvennaflokki og önn-
ur varð Sólveig Nielsen, einnig úr
Þórshamri. Bikarmeistarinn, Edda
Blöndal, keppti eldd þar sem hún er
í æfingaferð í Danmörku.
Um helgina fara þeir Ingólfur
Snorrason og landsliðsþjálfarinn
Halldór Svavarsson til Danmerkur
þar sem þeir keppa á Opna danska
meistaramótinu.
og félaga hans, í undanúrslitum í
sínum riðli.
Á morgun verður opið mót í
pílukasti í Smiðsbúið 9 í Garðabæ
kl. 13. Þorgeir hefur fagnað sigri í
tveimur síðustu opnu mótunum.
Reykjavíkurmótið fer fram í lok
mars. Þorgeir á titil að verja, hann
vann Óla í úrslitaleik í fyrra.
ÞORGEIR Guðmundsson og Óll Sigurðsson eftlr úrslitaleik f
Reykjavíkurmótinu f fyrra.
KARATE / BIKARMÓT
FOLK
■ BRODDI Krisljánsson, lands-
liðsþjálfari í badminton, sigraði í
einliðaleiksmóti KR sem fram fór
sl. miðvikudag. Hann vann
Tryggva Nielsen í úrslitum, 14-17,
15-7 og 15-12. Brynja Pétursdóttir
sigraði Söru Jónsdóttur í úrslitum
í einliðaleik kvenna, 10-12, 11-3 og
11-5.
■ VICTOR Piturca verður næsti
landsliðsþjálfari Rúmena í knatt-
spymu. Hann tekur við af Anghel
Iordanescu eftir HM í Frakklandi
í sumar og er samningur hans til
tveggja ára. Piturca, sem er 43
ára, er þjálfari U-21 árs liðs Rúm-
ena og hefur einnig þjálfað Steaua
Búkarest og Universitatea
Craiova. Hann lék á sínum tíma 13
landsleiki fyrir Rúmeníu.
■ DENNIS Bergkamp lék á miðj-
unni hjá Arsenal þegar liðið sótti
Crystal Palace heim í fyrrakvöld
og vann 2:1 i 16 liða úrshtum
Ensku bikarkeppninar.
■ I DAILY MAIL á netinu kom
fram að Hermann Hreiðarsson,
sem hefði haldið Bergkamp niðri í
fyrri leikjum, hefði verið úti að aka
í vöminni fyrir vikið en Bergkamp
blómstrað og stjómað leiknum.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Leikir aðfaranótt fímmtudags:
Boston - Sacramento ..111:94
Cleveland - Vancouver .106:101
Detroit - Charlotte .. .88:98
Orlando - Dallas . .100:79
Indiana - La Lakers .. .89:96
Chicago - Portland .101:106
Denver - Atlanta . .88:112
La Clippers - Philadelphia .... .117:108
í kvöld
Handknattleikur
2. deild karla:
Isafjörður: Hörður - ÍH ...20
Selfoss: Selfoss - Fjölnir ...20
Akureyri: Þór - Grótta/KR ... .20.30
Körfuknattleikur
1. deild karla:
Austurberg: Leiknir - Þór Þorl. ..20
Borgarnes: Stafholtst. - Selfoss .. .20
Badminoton
Norðurlandamót unglinga (19 ára og
yngri) hefst í TBR-húsinu í dag. Is-
land leikur við Noreg kl. 12.30 og við
Finnland kl. 15.00. Einstaklings-
keppnin fer síðan fram á morgun og
sunnudag.
Sund
Sundmót Ármanns hefst í Sundhöll
Reykjavíkur í kvöld kl. 19.00. Mótinu
verður síðan framhaldið á morgun og
sunnudag.
SUND
Ekki met
hjá Eydísi
EYDÍS Konráðsdóttir setti íslands-
met í 400 metra fjórsundi, eins og
kom fram á þriðjudagin. Tíminn
Eydísar var 5.01,83 mín., en ekki
5.01,38 mín. eins og var gefið upp í
fyrstu. Lára Hrund Bjargardóttir á
því enn íslandsmetið í greininni,
sem er 5.01,53 mín.