Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 B 3
IÞROTTIR
KORFUKNATTLEIKUR
|g KNATTSPYRNA
Jordan
gerði 42
stig í
gömlu
skónum
Iichael Jordan mætti með fé-
lögum sínum í Chicago Bulls
í Madison Square Garden í New
York í NBA-deildinni í fyrri nótt
þar sem Bulls vann Rnicks 102:89.
Það sem helst vakti athygli í leikn-
um var að Jordan mætti í gömlu
„Air Jordan“-skónum sínum sem
hann notaði á fyrsta keppnistíma-
bili sínu í deildinni, veturinn 1984-
85. Það var ekki að sjá að skómir
hefðu áhrif á hæfni hans nema síð-
ur væri, enda gerði hann 42 stig í
leiknum - jafn mörg og í fyrsta
leik sínum í „Garðinum" í New
York umræddan vetur.
„Þessi leikur vakti upp margar
góðar minningar héðan úr Madi-
son,“ sagði Jordan. „Þetta var
góður leikur og ég held að áhorf-
endur hafi skemmt sér vel. Þetta
er líklega besti leikur okkar eftir
að Stjörnuleikinn hérna um dag-
inn.“ Jordan notar einu númeri
stærra af skóm nú en þegar hann
hóf að leika með Chicago, og þó
það hafi ekki sést á frammistöðu
hans í leiknum var ekki allt alveg
með felldu: „Þið mynduð ekki trúa
því hvers konar blöðrur ég er með
á fótunum!" sagði Jordan við
fréttamenn eftir leikinn og brosti
að öllu saman.
Jordan hefur lýst því yfir að
þetta verði hans síðasta keppnis-
tímabil ef Phil Jackson verði ekki
áfram þjálfari Chicago. Það gæti
þýtt að þetta hafi verið síðasta
leikur hans í Madison. Ef það mun
reynast á hann góðar minningar
frá lokaleik sínum þvi hann hitti
úr 17 af 33 skotum sínum utan af
velli, gerði alls 42 stig, tók átta
fráköst og átti sex stoðsendingar.
Scottie Pippen var einnig góður
og gerði 25 stig, tók níu fráköst og
átti sex stoðsendingar. Dennis
Rodman tók 20 fráköst. Stiga-
hæstir í liði Knicks voru Allan
Houston með 24 stig og Larry
Johnson með 20 stig.
„Jordan er frábær leikmaður,"
sagði Charles Oakley, framherji
New York, eftir leikinn. „Það er
ekki hægt að láta bæði Jordan og
Pippen leika lausum hala því ef
það gerist er fjandinn laus. Það
þurfa allir í okkar liði að leika vel
til að við eigum möguleika á sigri.
Þeir þurfa hins vegar aðeins að
treysta á þrjá leikmenn, Jordan,
Pippen og Rodman,“ sagði Oakley.
Malone leikmaður vikunnar
Karl Malone, leikmaður Utah,
var um helgina kosinn besti leik-
ISHOKKI
Reuters
MICHAEL Jordan, sem hér
treður knettinum f körfu, var
frábær gegn New York í Ma-
dison Square Garden.
maður NBA-deildarinnar síðustu
viku, írá 2.-8. mars. Hann var að-
almaður liðsins í fjórum útisigrum
í röð í síðustu viku. Hann gerði 32
stig að meðaltali í þessum fjórum
leikjum, tók 11,3 fráköst, átti 3,3
stoðsendingar, stal boltanum 1,75
sinnum og varði 1,25 skot. Hann
lék að meðaltali 41,7 mínútur í
leikjunum fjórum. Þetta var í
þriðja sinn í vetur sem hann er út-
nefndur besti leikmaður vikunnar.
Chicago og
Seattle efst
Chicago Bulls er efst í Austur-
deildinni, hefur unnið 45 leiki og
tapað 16 og er með 73,8% vinn-
ingshlutfall. Indiana kemur næst
með 43 sigra og 18 töp, sem gerir
70,5% vinningshlutfall. Miami í
þriðja sæti með 69,4% vinnings-
hlutfall, 43 sigra og 19 töp.
í Vesturdeildinni er það Seattle
sem er í efsta sæti með 46 sigra,
15 töp og hefur því 75,4% vinn-
ingshlutfall. Utah kemur næst
með 72,9% - 43 sigra og 16 töp.
LA Lakers er í þriðja sæti með 42
sigra, 18 töp, sem er 70% vinn-
ingshlutfall.
Jafnt gegn ísrael
ÍSLENSKA unglingalandsliðið í
íshokkí, skipað leikmönnum 18 ára
og yngri hafnaði í sjöunda sæti af
átta þjóðum í D-riðli á Evrópu-
meistaramótinu sem lauk í Lux-
emborg á sunnudaginn. í tveimur
síðustu leikjum sínum gerði liðið
jafntefli við ísrael, 4:4, en tapaði
fyrir Búlgaríu 9:2. Eggert Hann-
esson, Ingólfur Olsen, Jónas
ísland gegn
Saudi-Arabíu
í Frakklandi?
Islendingar leika að öllum líkind-
um vináttulandsleik í knatt-
spymu við Saudi-Araba í Frakk-
landi þriðjudaginn 12. maí í sumar.
Geir Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri KSÍ, sagði í samtalið við
Morgunblaðið í gærkvöld að allt
benti til að af leiknum gæti orðið,
en samningar þess efnis eru á
lokastigi. Saudi-Arabar eru að búa
sig undir úrslitakeppni heims-
meistaramótsins sem hefst í
Frakklandi 10. júní og er leikurinn
við ísland liður í undirbúningi liðs-
ins fyrir keppnina.
íslenska liðið lék einnig við
Saudi-Arabíu fyrir heimsmeistara-
keppnina í Bandaríkjunum 1994 og
tapaði þá 2:0. Síðast mættust þjóð-
imar í desember sl. pg þá varð
markalaust jafntefli. Geir sagði að
KSÍ myndi fara vel út úr þessum
leik fjárhagslega, þ.e.a.s. að ekki
þyrfti að kosta neinu til. Þetta yrði
líka góður leikdagur upp á að fá
landsliðsmennina lausa frá félags-
liðum sínum í Evrópu því flestum
deildarkeppnum lýkur helgina áð-
ur.
Knattspymusambandið er að
skoða möguleika á því að fá leiki
við Tékka og Slóvaka hér heima í
sumar, en þjóðimar skulda sam-
bandinu leik. Ef af yrði kæmu liðin
hingað í ágúst. Fyrsti leikur ís-
lands í undankeppni EM verður á
móti Frökkum á Laugardalsvelli
sunnudaginn 6. september. Síðan
verður leikið á útivelli gegn Ar-
meníu 10. október og síðan Rúss-
um hér heima 14. október.
Guðjón Þórðarson landsliðs-
þjálfari sagðist^ fagna leik við
Saudi-Arabíu. „Ég fagna hverjum
einasta æfingaleik sem við fáum.
Ég vil fá þá enn fleiri. Ég á von á
því að geta valið alla mína bestu
leikmenn í þennan leik í maí. Leik-
urinn getur reynst okkur góður
undirbúningur fyrir komandi verk-
efni sem er undankeppni EM. Við
eigum að spila fyrsta leikinn í EM
í september á móti Frökkum og ég
tel nauðsynlegt að við fáum þrjá tii
fjóra æfingaleiki fyrir þann leik.
Við þurfum að spila tíu til tólf
landsleiki á ári til að geta bætt leik
okkar. Við getum spilað landsleiki
allt árið, en ekki einskorðað okkur
við sumartímann eins og áður var.
Núna era flestir okkar bestu
knattspymumanna að spila með
erlendum liðum og því í góðri æf-
ingu allt árið,“ sagði Guðjón.
Afmælisgolf í beinu leiguflugi!
27. - 29. mars, fararstjóri: Kjartan L. Pálsson
í tilefni 20 ára afmælis SL bjóöum viö íslenskum kylfingum upp á einstaka golfferö í
sérstöku leiguflugi meö íslandsflugi. írska feröamálaráöiö tekur þátt í þessari veislu meö
okkur og býöur upp á vinninga, kvöldverö og skemmtun eins og þeim einum er lagiö.
Verö frá kr. 29.800 á mann í tvíbýli*
♦Innifaliö: Rug, gisting meö morgunveröarhlaöboröi, akstur til og frá flugvelli erlendls.
Golfveisla um páskana!
9. -13. apríl, fararstjóri: Sigurdur Pétursson
Viö bjóöum kylfingum upp á sannkallaöa golfveislu í Dublin um páskana.
Gist veröur á glæsilegu fjögurra stjörnu hóteli í göngufæri frá miöborg Dublin.
Verö frá kr. 47.300 á mann í tvíbýli*
-Innifaliö: Flug, gisting ásamt morgunveröi, vallargjöld i 3 daga, akstur til og frá flugvelli erlendis.
sm
QoSff -
'ferölri
Magnússon og Sigurður Svein-
bjarnarson skorðu mörkin gegn
ísrael, en Eggert og Jónas gerðu
eitt mark hvor í viðureigninni við
Búlgaríu.
Khazakstan, sem burstaði ís-
land 63:0, varð í efsta sæti riðils-
ins, en Hollendingar höfnuðu í
öðru sæti. Heimamenn ráku hins
vegar lestina.
Golf
Irland
Sami/iiiiiiilerúirLaiiilsýii www.samvinn.is Sími: 569 1010