Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Kærkominn sigur Jordan mættur Grindvíkingar unnu Tindastól örugglega og tóku við deildarbikarnum að leikslokum ÞAÐ biðu margir spenntir eftir að sjá nýja erlenda leikmanninn hjá Grindavík. Walsh Jordan heitir kappinn og mætti til leiks illa sofinn og þreyttur eftir langt flug, enda lenti vél hans á sunnudags- morguninn. Það er þó Ijóst að þarna er á ferðinn mjög snöggur leikmaður, hann spilaði góða vörn lengstum en var með afleita skotnýtingu eins og reyndar flest- ir leikmanna beggja liða. Eftir afleitan fyrri hálfleik, en þá var staðan 32:23 heimamönnum í vil, tóku bæði lið sig á og sýndu oft ágæta tilburði í þeim seinni en leiknum lauk með öruggum sigri heimamanna sem skoruðu 77 stig gegn 64 stigum gestanna. að tók gestina fjórar mínútur að komast á blað og reyndar skoruðu þeir einungis 8 stig á fyrstu tólf mínútunum. Heimamenn voru lítið ■■■■■■ frískari en höfðu þó skorað 15 stig Garðar Páll eftir tólf mínútur. Bæði lið hittu Vignisson mjög illa í fyrri hálfleik en spiluðu þó skrifar lengstum ágæta vöm. Staðan í hálf- leik var 32:23 heimamönnum í vil. í síðari hálfleik var það Torrey John sem tók til sinna ráða og skoraði 12 af fyrstu 14 stigum gestanna. Þá var staðan 40:37 og Torrey búinn að vera illviðráðanlegur. Heimamenn náðu þó að hægja á Torrey John og náðu aftur að auka for- skot sitt sem þeir héldu örugglega til loka leiks. Bestir í liði heimamanna voru Pétur Guð- mundsson, Helgi Jónas og Konstantinos Tsarts- aris. Hjá gestunum bar mest á Torrey John og José Maria Narang sem skoruðu 45 af 64 stigum liðsins. Að leik loknum fengu Grindvíkingar afhend- an bikarinn fyrir deildarmeistaratitilinn. Bene- dikt Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, var að vonum kampakátur að leikslokum og sagði að nú væri stefnt á að taka íslandsmeistaratitil- inn. Aðspurður um nýja leikmanninn sagði Benedikt: „Jordan kom í morgun og það má eig- inlega segja að hann hafí verið hálfdottandi í fyrri hálfleik. Hann sýndi okkur þó að hann kann ýmislegt og hann er gríðarlega fljótur og með fínar sendingar. Skotnýtingin hans var lé- leg eins og reyndar mörgum í þessum leik en koma Jordans gefur okkur færi á fleiri hraða- upphlaupum. Hann og Helgi Jónas koma til með að skipta með sér leikstjórnandahlutverk- inu og miðað við ferðaþreytuna hjá Jordan er ég bara bjartsýnn.“ Um leikinn sagði Benedikt: „Við spiluðum fína vörn allan tímann og ég vil segja sem svo að vömin sé komin úr fríi. Sókn- arleikurinn var stirður hjá okkur en ég hef ekki áhyggjur af því. Við verðum fljótir að slípa hann til.“ Æstir Borgnesingar áttu von á jöfnum leik er Skallagrímur mætti Keflavík í Borgarnesi. En leikurinn er einn sá ingimundur besti sem heimamenn Ingimundarson hafa sýnt í langan skrifar tíma. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stigin en heimamenn börðust vel og höfðu forystu í hálfleik. í síðari hálfleik var barist af sama krafti og Skallagrímur vann sannfærandi sigur, 101:87. Heimamenn vora ákveðnir strax í byrjun en sumir Keflvíkingar virkuðu áhuga- og kæralausir og náðu sér aldrei á strik. Trúlega talið Skallagrím auðvelda bráð. Seinni hálfleikurinn byrjaði með mildum krafti. Hraðinn var mikill, harkan jókst er á leikinn leið og Skallagrímsmenn gáfu langskytt- um Keflvíkinga h'tinn frið. Er leið á seinni hálfleikinn komst Páll Ax- el heldur betur í gang, skoraði þá fjórar þrigga stiga körfur í röð og sneri leiknum heimamönnum í vil. Guðjón Skúlason Keflvíkingur hitti hins vegar illa úr langskotum sínum. Lið Skallagríms hefur sjaldan leikið betur og kom áhangendum sínum skemmtilega á óvart. Páll Axel, Seamus Lonergan, Bragi og Tómas áttu allir mjög góðan leik. Páll Axel skoraði átta þriggja stiga körfur úr tíu tilraunum og Tómas átti fimmtán stoðsendingar. í liði Keflavíkur vora Kristján Elvar Guðlaugsson og Gunnar Einarsson bestir. Auðvelt hjá KR ■^R-ingar sóttu Þórsara heim á ■VAkureyri um helgina og fóru með auðveldan sigur af hólmi, 115:85. Þrátt fyrir tapið er Ijóst að Þór heldur sér í deildinni þar sem ÍR-ingar töp- uðu viðureign sinni en þessi lið hafa vermt neðstu sæti deildarinnar mikinn hluta tíma- bilsins og háð þar harða baráttu við að halda sér í deildinni. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik breyttu KR-ingar vamaraðferð sinni og réðust til atlögu við Þórsara framar á vellinum. Þetta réðu heimamenn illa við og töpuðu boltanum hvað eftir annað í hendur KR-inga sem þökkuðu jafnaharðan fyrir sig með Reynir B. Eiríksson skrifar Þýðingarmikið hjá UMFN Baráttan var aftur til staðar og það var fyrst og fremst góður vamarleikur sem færði okkur þennan sigur. Við náð- Bjorn um að leika vel * UPP“ Biöndal hafí og síðan aftur í skrífar síðari hálfleik og það réð úrshtum," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir að lið hans hafði unnið sannfærandi og þýðing- armikinn sigur á ísfirðingum, 93:74, í Njarðvík á sunnudags- kvöldið. í hálfleik var staðan 42:40 fyrir KFÍ. Grindvíkingar eru í efsta sæti deildarinnar, en baráttan um næstu sæti er afar hörð og ljóst er röðun í næstu sæti ræðst ekki fyrr en í síðustu umferðinni. Njarðvíkingar hófu leikinn með miklum krafti og náðu strax góðu forskoti. En ísfirðingar voru ekki á því að gefa neitt og með góðum leik tókst þeim að komast inn í leikinn og höfðu tveggja stiga forskot í hálfleik. ísfirðingum tókst hins vegar ekki eins vel upp í síðari hálfleik og þeim tókst ekki að svara kraftmiklum leik heimamanna. Njarðvíkingar náðu þá strax tök- um á leiknum. Þeir vora grimmir í vöm og náðu hvað eftir annað að slá gestina út af laginu með stífri pressuvöm. Sóknarleikurinn var einnig ágætur og þegar upp var staðið var munurinn 19 stig og ör- uggur og sanngjam sigur í höfn. „Við getum engum um kennt nema sjálfum okkur,“ var það eina sem Guðjón Þorsteinsson, liðsstjóri Is- firðinga, vildi láta hafa eftir sér um leik sinna manna. Bestu leikmenn Njarðvfkinga vora þeir Petey Sessoms, Logi Gunnarsson og Páll Kristinnson sem saman gerðu 70 stig! Teitur Örlygsson lék einnig ágætlega. Da- vid Bevis, Ólafur Ormsson, Friðrik Stefánsson og Marcos Salas vora bestir í liði gestanna. Haukar grimmari í fráköstunum Haukar heimsóttu stóra bróður í Reykjavík, Val, í næstsíðustu umferð DHL-deildarinnar í korfuknattleik á sunnudaginn. ^^^^1 Warren Pebles, leik- Skúli Unnar maður Vals> Serði Sveinsson fyrstu fimm stig leis- skrífar ins á fyrstu 17 sekúnd- unum en eftir það fór að halla undan fæti hjá Val og Haukar sigraðu 103:93. Valsmenn þurfa samt ekki að hafa neinar áhyggjur af því að falla því ÍR-ingar töpuðu og Hlíðar- endaliðið því öraggt um áframhald- andi sæti í deildinni. Haukar héldu forystunni eftir að þeir komust yfir snemma í fyrri hálfleik og í leikhléi munaði 15 stigum. Haukar vora 64:49 yfir eftir mjög góðan kafla þar sem þeir breyttu stöðunni úr 45:49 í 45:60. Þessi munur hélst meira og minna en í lokin skildu tíu stig liðin. Miklu munaði í þessum leik hvað Haukar vora miklu grimmari og ákveðnari við að taka fráköst. Þeir tóku nærri helmingi fleiri fráköst en Valsmenn og slíkt veit aldrei á gott. Peebles var í miklum ham á sunnudaginn og gerði 46 stig auk þess að spila félaga sína vel uppi. Guðmundur Bjömsson átti einnig ágætan leik og Bergur Emilsson í fyrri hálfleik, en hann gerði ekki stig eftir hlé. Hjá Haukum hitti Ingvar Guð- jónsson mjög vel og þeir Sherrick Simpson og Baldvin Johnsen vora harðir í fráköstunum. Þá áttu Pét- ur Ingvarsson og Sigfús Gizurar- son ágæta spretti. Áhugaleysið algjört Leikur Skagamanna og IR-inga, sem ÍA vann 72:66, var tíðinda- lítill og afspymu lélegur. Lengst af var sem menn biðu eingöngu eftir því að leiktíminn liði Pétur svo væri að kom- Ottesen ast 1 sturtu. Mis- skrífar heppnaðar sendingar og ámóta hlutir var það eina sem nóg var af. Heima- menn höfðu forystu allan leikinn en munurinn varð aldrei meiri en 13 stig. Að loknum hálfleik var sem IR- ingar reyndu af veikum mætti að koma sér í gang en aldrei varð munurinn minni en 3 stig. Er greinilegt á leik liðsins að nálægð þeirra við botn deildarinnar hefur dregið úr þeim flestar vígtennur. Sem dæmi um áhugaleysi ÍR-inga þá fékk liðið aðeins á sig 3 villur í fyrri hálfleik og alls 9 villur í leikn- um. Leikur Skagamanna var síður en svo eitthvað til að hrópa húrra fyr- ir. Ef að liðið ætlar að gera ein- hveija hluti í úrslitkeppninni verð- ur mikið að lagast í leik þess. Sér- staklega er áberandi hvað Damon Johnson er í miklu óstuði þessa dagana og virðist mikill leiði vera í pilti. Eini ljósi punkturinn í þess- um leik var frammistaða Trausta F. Jónssonar. Hann var sá eini sem reif sig upp úr meðalmennskunni og sýndi svo ekki verður um villst að þar fer mikið efni. Flestir leikmenn Skagamanna léku undir getu, þó sýndi Pétur Sigurðsson ágæt tilþrif, sem og Bjami Magnússon og Dagur Þóris- son. Hjá ÍR-ingum bar Eiríkur Ön- undarson af öðrum leikmönnum. Kevin Grandberg var mjög slakur í fyrri hálfleik, en kom til í þeim síð- ari og var mjög drjúgur við stiga- skorun, sérstaklega í restina. því að skora. Á skömmum tíma náðu þeir góðu forskoti og lögðu þar með granninn að öraggum sigri sínum. Þegar flautað við til hálfleiks var staðan 61:47 KR í vil. Gestimir komu grimmir til leiks eftir hlé og juku forskot sitt jafnt og þétt og áttu Þórsarar aldrei möguleika á að ógna sigri þeirra. Hjá Þór bar Jesse Ratcliff höf- uð og herðar yfír aðra leikmenn, skoraði 44 stig sem var rúmlega helmingur af stigum Þórsara, auk þess sem hann var iðinn við kol- ann þegar kom að fráköstum. Aðrir leikmenn náðu sér lítt á strik. Hjá KR vora þeir Keith Vassell og Nökkvi Már Jónsson atkvæðamestir. Brostu þrátt fyrir tap ÞRÁTT fyrir slakan dag og tap gegn KR gátu leiknienn Þórs brosað, eftir að þeir heyrðu að ÍR hafði tapað. ÍR fellur því í 1. deild en Þór heldur sæti sínu í úrvals- deiidinni. Morgunblaðið/Golli SHERRICK Simpson átti ágætan leik fyrir Hauka er liðið vann Val á Hlíðarenda á sunnudaginn. Hér leggur hann boltann í körfu Valsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.