Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 8
SOÐNINGIN
Á TROLLI MEÐ DRANGAVÍK VE
Kristinn
Pétursson
í Fishing News
• í NÝJASTA tölublaði breska
sjávarútvegsblaðsins Fishing
News, er viðtal við Kristinn
Pétursson, fyrrum alþingis-
mann og fiskverkanda á
Bakkafirði, þar sem hann held-
ur því fram að reiknilíkön fiski-
fræðinga virki ekki þegar mælt
er með tonnafjölda í þorskveiði
ár hvert. „Vísindamennimir fá
hæstu einkunn íyrir viðleitni
sína, en falleinkunn fyrir með-
mæli sín varðandi þorskveið-
ar,“ segir Kristinn í viðtalinu.
Kristinn kemur víða við í
viðtalinu í Fishing News og
segir m.a.: „Þegar fiskifræð-
ingar mæla með einhverri til-
tekinni þorskveiði byggja þeir
mat sitt á
rannsóknum,
en það hefur
lengi verið
skoðun mín
að halda eigi
þessum
tveimur þátt-
um aðskild-
um á sama
hátt og rann-
sóknarþáttum og dómsvaldi er
haldið aðskildu í réttarkerf-
inu.“
Inntakið í gagnrýni Kristins
byggist á niðurstöðum athug-
ana sem hann hefur unnið sjálf-
stætt að, ekki einungis á Is-
landi, heldur einnig í ýmsum
nágrannalöndum. I aðalatriðum
snýst málið um að reiknilíkön
sérfræðinganna virki ekki
vegna þess að ekki sé tekið
nægilegt tillit til umhverfis-
þátta sem hafi miklum mun
meiri áhrif á stofnstæðrir
nytjafiska en veiðar.
Kristinn segir: „I flestum
kennslubókum í sjávarlíffræði
stendur að fari stofnar minnk-
andi á sama tíma og dregur úr
veiðiálagi sé ofveiði varla um að
kenna heldur mun fremur
breytingum í umhverfisþáttum.
Knstinn
Pétursson
MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998
Það versta sem menn geta gert
við slíkar kringumstæður er að
draga úr veiðiálagi ef marka
má reynslu Kanadamanna. Eg
vitna þar m.a. í viðtal sem birt-
ist við Jakob Jakobsson, fram-
kvæmdastjóra Hafrannsókna-
stofnunar, í Fiskifréttum í nóv-
ember 1989. Þar var tafla sem
sýndi hrun fiskistofna í
Barentshafi. I viðtalinu hældi
Jakob „ábyrgri“ fiskveiðistefnu
Kanadamanna þar sem veiðiá-
lag á þorskstofninn er helmingi
minna en á íslandi. Um ári eft-
ir þessi ummæli fór þorskveiði
síðan að aukast verulega í
Barentshafi og kom það fiski-
fræðingunum í opna skjöldu. Á
sama tíma kom varla bein úr
sjó í Kanada.
Þremur árum síðar mældi
norska hafrannsóknastofnunin
stofnstærð þorsksins eftir
gagnrýni smábátaeigenda. Þá
kom í ljós að stofninn var helm-
ingi stæi-ri en hann „átti að
vera“ samkvæmt reiknilíkan-
inu. Þetta fór hljótt fyrst í stað,
eða þar til að norskur blaða-
maður við sjávarútvegsblaðið
„Fiskaren" komst yfir upplýs-
ingarnar og birti þær ...“
Og síðan heldur Kristinn
áfram: „Norskir sérfræðingar
neyddust til að viðurkenna mis-
tökin og þorskveiðikvótar voru
auknir verulega. Rreppan í
Norður-Noregi hjaðnaði og all-
ir höfðu nóg að bíta og brenna.
En hér á íslandi hefur skoðun-
um veiðimanna sjálfra og ann-
arra verið lýst sem „óábyrg-
um“. En hvað þá með reynslu
manna í Noregi?
Hægt er að sjá að vöxtur
þorskstofnsins nær aftur há-
marki árið 1992, en hefur síðan
verið að dragast saman aftur.
Á bilinu 1992 til 1995 dró úr
vaxtarhraða 6 ára þorsks sem
nam 45%. Miðað við fyrri
reynslu hefðu fiskifræðingarnir
átt að geta séð það fyrir. Eg
hef oft bent á það.
Þeir eru til sem hagnast á
svona vafasömum vinnubrögð-
um vísindamanna. Á íslandi er
fólk sem er hlynnt lágum
þorskkvótum. Þá lækkar kvóta-
verð síður og minni spámönn-
um í greininni fækkar. Og
óheiðarleg vinnubrögð geta
sprottið af þessu,“ segir Krist-
inn Pétursson.
Morgunblaðið/Birgir Þðrbjamarson
SÉRBLAD UM SJÁVARÚTVEG
Jákvæð viðbrögð við spá
um nýliðun þorskstofna
SERFRÆÐINGAR segja
spá Sveinbjörns Jónssonar
sjómanns um nýliðun
þorskstofna kunna að vera
gagnlega og henni beri að
gefa gaum, þrátt fyrir
óvissuþætti. Nýliðunarspá
► Sveinbjöms, sem birtist í Verinu 4. mars sl., byggist í aðalatriðum á að eldri hluti
þorskstofnsins sé einkum í hrognaframleiðslu og þar af leiðandi undirstaða
nýliðunar. Hins vegar sé yngri hlutinn ekkert að framleiða og geti því aðeins haft
neikvæð áhrif á væntanlegan fjölda nýliða.
Vísindamenn segja
hugmyndir Sveinbjörns
Jónssonar skynsamlegar
Gunnar Stefánsson, deildarstjóri
reiknideildar Hafrannsóknastofnunar,
segir þessa aðferð í sjálfu sér ekki nýja
af nálinni. Stofnunin hafi stuðst við hana
í aflaspám, auk þess sem Einar Júlíus-
son hafi sett fram áþekkar hugmyndir.
Þá sé Guðrún Marteinsdóttir að kanna
mismunandi framlag mismunandi ald-
urshópa í nýliðun. Gunnar segir þessari
aðferð sjaldan beitt við ráðgjöf en þó
hafi þessi hugsun verið ríkjandi þegar
könnuð voru áhrif nýtingarstefnu sem
byggðist á aflareglu, reyndar með
annarri útfærslu.
Of margir stuðlar
miðað við árganga
Gunnar segir vandann í nýliðunarspá
Sveinbjöms þann að hann reyni að meta
15 stuðla á 14 þorskárgöngum í dæmi
sínu um þorskstofninn í Barentshafi.
„Hann er því að meta fleiri stuðla miðað
við árganga. Þegar gögnin eru notuð
jafn rækilega og hann gerir getur maður
átt von á því að spágildið verði lítið. En í
grundvallaratriðum sýnist mér þessi
hugmynd Sveinbjörns vera skynsamleg
en það þarf ansi mikið af gögnum til að
} sýna fram á að annað en tilviljun ein
geri það að verkum að aðferðin gangi
upp. En það er samt sem áður sjálfsagt
að reyna þessa hugmynd Sveinbjörns.“
Gunnar segir það vissulega nýtt í
kenningu Sveinbjöms að byggt sé á
stofnsamsetningunni við að spá um ný-
liðun þrjú ár fram í tímann. Hann segir
Hafrannsóknastofnunina ekki ganga
y.lengra en að nota seiðavísitölu við spá
vum nýliðun þorskstofnsins. „Við yrðum
að styðjast við einhverja mælingu á
framleiðslunni áður en við færam að
spá. Það verður einnig að segjast eins
og er að við treystum varlega á seiða-
vísitölu og notum hana yfirleitt ekki.“
Hefur nokkuð til síns máis
Odd Nakken, forstjóri Hafrannsókna-
stofnunarinnar í Bergen, hefur verið
Sveinbirni innan handar við skrif á
blaðagrein sem að öllum líkindum mun
birtast í sjávarútvegsblaðinu Fiskaren í
Noregi á næstu vikum. Þá hefur Svein-
björn fengið upplýsingar um þorsk-
stofninn í Barentshafi hjá stofnuninni í
Noregi. Nakken segir kenningu Svein-
björns í mörgum veigamiklum atriðum
byggjast á sömu grandvallarhugmynd-
um og kenningar sem fiskifræðingar
vinni með við rannsóknir á þorskstofn-
um. Einkum þeim að þorskur hafí sjálf-
ur mikil áhrif á fjölda einstaklinga í eig-
in stofni með sjálfsáti og samkeppni.
Einnig að hrygningarstofninn sé mikil-
vægur í nýliðun. Þetta séu þau jákvæðu
og neikvæðu áhrif sem Sveinbjörn fjalli
um. Nakken segir Sveinbjörn hafa
nokkuð til síns máls. Hve gagnleg kenn-
ing hans sé við nýliðunarspár eigi tím-
inn hins vegar eftir að leiða í ljós. „Ef
aðstæður í Barentshafi verða í framtíð-
inhi eins og þær hafa verið síðustu 14
árin þá mun aðferð Sveinbjörns virka
vel. Ef hins vegar verða gagnger frávik
á ytri áhrifaþáttum, svo sem sveiflur í
síldar- og loðnustofnum og á umhverfi,
tel ég að aðferð hans gagni ekki eins
vel.“
Ekki sammála um smáfiskaveiðar
Nakken segir Sveinbjöm greinilega
búa yfir mikilli þekkingu á lífríki sjávar
og vinna hans sé aðdáunarverð. Hann
segist hafa fylgst með skrifum Svein-
björns gegnum tíðina. Nakken segist
vera ósammála Sveinbirni þegar hann
héldi þvi fram að veiðar á smáþorski
gætu verið hagkvæmar. „Sé fræðunum
fylgt í hvívetna er mögulegt að komast
að þessari niðurstöðu. En þá þyrfti
stofnstærðarmat að vera mjög ná-
kvæmt. Þá þyrfti einnig að vera mögu-
legt að stjórna fiskveiðum þannig að að-
eins væri veiddur ákveðinn stærðarhóp-
ur. Ég efa stórlega að það sé mögulegt.
Með veiðum á smáþorski yrðu höggvin
skörð í hrygningarstofn framtíðarinnar
og valdið þannig alvarlegum skaða á ný-
liðun. Þyngd aflans myndi sömuleiðis
verða mun minni. Ég mundi því hvergi
mæla með slíkri fiskveiðistjómun," seg-
ir Odd Nakken.
Túnflskur
með spaghetti
EINS OG nýverið hefur verið greint frá í fréttum hyggjast
fslendingar reyna túnfiskveiðar í Norður-Atlantshafi á
næstunni en þar hefur Japaninn veitt túnfisk með ágætum
árangri slðustu ár. Við verðum líklega að bíða enn um sinn
eftir ferskum túnfiski í borðið hjá fisksalanum. Hins vegar
má notast við dósirnar og æfa sig á þessari uppskrift sem
fengin er af heimasíðu Rannsóknastofnunar Fiskiðnaðar-
ins á slóðinni www.vfísk.is/w/uppskrif
UPPSKRIFTIN
125 g soðið spaghetti
1 dós sellerysúpa (300 g)
'h bolli mjólk
200 g túnfiskur
1 lítil dós sveppir með
soði(100 g)
% bolli saxaður laukur
'/< bolli óiífur í sneiðum
250 g rifinn Mariboostur
(2 bollar)
AÐFERÐIN
Öllu blandað saman, nema 'h bolla af rifnum osti. Sett í
eldfast mót. Bakað í 45 mín. við 175 °C. Stráið því sem eftir
er af ostinum yfir og bakið þar til osturinn hefur bráðnað.
Rétturiun er fyrir 6-8. Meðlæti getyur hver einn kosið eft-
ir smekk, en lfklega er mjög gott að liafa heitt brauð með,
til dæmis hvítlauksbrauð.
■ ■
vorur
flök, humar og bolfisk
Margar
-framleiddar undir ströngu gædaeftirliti
úr hráeffnum sem eru alþjóðlega viður-
kennd til nota í matvælaiðnaði.
Línubalar meé
nlösterkum ’
handföngum.
Endurvinnanleg
plastvörubrotti, sem
falla aö alþjóölegum
flutningastöðlum og
eru sérhönnuö til nota
I matvælaiönaöi.
WA
afymsum stæröum;
heföbundin eöa
endurvinnanleg
ofurker.
BORGARPLASThf
' m
mxm
«8