Morgunblaðið - 21.03.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1998, Blaðsíða 1
L A N D S MBHBMMBnHHHHHRBMUBBEHHHKHMHHBBHHHBHBHBEHHi iiBiiW * -, , i • - ■ ■ æmamsm mmt i • Kanada og Finnland í Laugardal KNATTSPYRNA Real Madrid EVRÓPUMEISTARAR Borussia Dortmund, sem lögðu Juventus í úrslitaleik í Muneheu sL keppnis- tímabil, 3:1, eiga möguleika á að leika á ný gegn Ju- ventus - á Ajax-vellinum í Amsterdam 20. maí. Þeg- ar dregið var f undanúrslit Evrðpukeppui meistara- liða í gær var ljóst að Evrópumeistaramir mæta Real Madrid, sem hefur sex sinnum orðið Evi-ópu- meistari, siðast 1966. Fyrri leikurinn verður í Ma- drid. Juventus mætir Mónakó. Möguleikar eru á að „ítalskur" úrslitaleikur verði í UEFA-keppninni, þar sem Lazíó og Inter drógust ekki saman. Inter, sem tapaði úrslitaleik í keppninni í fyrra, mætir rússneska liðinu Spartak Moskva og Lazíó leikur við Atletico Madrid í leik þar sem ítalskir áhorfendur fá að sjá ítalska landsliðsmanninu Christi- an Vieri á ný, eu hann er í her- búðum Atletico. Cheisea mætir ftalska liðinu Vicenza í Evrópukeppni bikar- hafa, þannig að knattspyrnu- stjórinn Gianluca Vialli stjórnar liði sínu í heimalandi sínu. Stutt- gart mætir aftur á móti Lokoinotiv frá Moskvu. Evrópudráttur Evrópukeppni meistaraliða Juventus (Ítalíu) - Mónakó (Frakklandi) Real Madrid (Spáni) - Borussia Dortmund (Þýskalandi) • Fyrri leikirnir fara fram 1. apríl, þeir seinni 15. apríl. Evrópukeppni bikarhafa Vicenza (Ítalíu) - Chelsea (Englandi) Stuttgart (Þýskalandi) - Lokomotiv Moskva (Rússlandi) • Fyrri leikir 2. apríl, seinni 16. apríl. UEFA-keppnin Atleticp Madrid (Spáni) - Lazíó (Ítalíu) Inter (Ítalíu) - Spartak Moskva (Rússlandi) Fyrri leikir 31. mars, seinni 14. apríl. Dortmund mætir <$■ 1998 LAUGARDAGUR 21. MARZ BLAD Blóðsýni líklega tekin á úrvalsmótunum Líklegt má telja að frjálsíþrótta- menn sem keppa á hinum nýju úrvalsdeildarmótum Alþjóða frjálsí- þróttasambandsins í sumar verði að gefa blóðsýni að keppni lokinni. Þau verða síðan notuð til rannsókna sem Alþjóða Ólympíunefndin og Evrópu- sambandið eru að vinna við þar sem leitað er leiða til að fínna HGH hormón (Human Growth Hormone) í blóði íþróttamanna. Grunur hefur leikið á því sl. ár að íþróttamenn noti þessi hormónaefni til að auka getu sína, en rannsóknarmenn hafa staðið ráðþrota frammi fyrir notkuninni þar sem efnin skera sig ekki úr sýn- um enda framleiðir líkaminn þessi efni. Verið er að leita leiða til að finna þessi efni sem hlutfallsefni af öðrum hliðarefnum í líkamnum. Það er lík aðferð og nú er notuð til þess að finna út hvort íþróttamenn noti testesteron hormón eða ekki, en það efni má finna sem ákveðið hlutfall af öðru hormónaefni í líkama hvers manna. Sé allt með felldu er hlutfall- ið 6 gegn 1 eða minna. Margt er talið renna stoðum undir þær grunsemdir að ýmsir íþrótta- menn noti HGH þar sem það getur bætt verulega við vöðvabyggingu þeirra, hefur ekki nærri eins margar hliðarverkanir og fyrri efni og finnst ekki við lyfjapróf. Jafnvel hefur ver- ið talað um HGH sem tískuefni tí- unda áratugarins. Það er framleitt víða um heima en stærsti framleið- andinn er danska líftæknifyrirtækið Novo Nordisk. Efnið er framleitt til þess að aðstoða börn sem ekki vaxa eðlilega og selt í þeim tilgangi vítt og breitt. M.a. til Kína, en skemmst er að minnast er kínverskur sundmað- ur var gripinn glóðvolgur við að smygla þessum efnum til Ástralíu áður en heimsmeistaramótið í sundi hófst þar í landi í janúar. Þau efni voru komin frá Novo Nordisk. Landslið Finnlands og Kanada, skipuð leikmönnum 18 ára og yngri, mætast í landsleik í íshokkí í hinni nýju Skautahöll Reykjavíkur í Laugardal um næstu helgi. Leikur- inn fer fram í tilefni opnunar hallar- innar, en nýlokið er að byggja yfir skautasvellið. Finnland og Kanada eiga á að skipa einhverjum bestu ís- hokkílandsliðum heims. „Það er að okkar mati mikill fengur fyrir ís- lenskt íþróttalíf að fá þessi lið hing- að; að geta sýnt íslendingum ís- hokkí á heimsmælikvarða,“ sagði Magnús Jónasson, formaður ís- hokkídeildar Skautasambands ís- lands, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta er fyrst og fremst til kom- ið vegna þess að við gengum í al- þjóða íshokkísambandið fyrir þrem- ur árum og höfum ræktað sambönd á þeim vettvangi. Þegar við nefnd- um þetta við Finnana í fyrra tóku þeir strax mjög vel í þetta og sögð- ust meira að segja vilja borga ferð- imar sjálfir. Þeir gera það og Kanadamenn reyndar líka, en við sjáum um gistingu og uppihald fyrir liðin meðan þau dvelja hérna,“ sagði Magnús. Leikurinn fer fram laugardaginn 28. mars kl. 16. Aðgangseyrir verð- ur kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri og 700 fyrir þá sem eru yngri. „Hjólhestaspyrna" GUSTAVO Mendez, leikmaður Vicenza, skorar hér glæsilegt mark með „hjólhestaspyrnu" í leik gegn hollenska liðinu Roda, sem ítalska liðið valtaði yfir, vann 5:0 á fimmtudagskvöld. Vicenza mætir Chelsea ( undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Sigurður for- maður Skíða- sambandsins SIGURÐUR Þ. Sigurðsson tók við fonnennsku í Sldðasambandi íslands (SKÍ) á stjórnarfundi á miðvikudag, af Benedikt Geirs- syni, sem fyrr í vetur tók við emb- ætti ritara í stjóm íþrótta- og Ólympíusambands íslands og varð þar af leiðandi að segja af sér formennsku í SKÍ. Benedikt hefur verið átta ár í stjórn SKÍ, þar af fjögur síðustu sem formaður. Sigurður Þ. hefur setið í stjórn SKI síðustu níu ár, þar af síðustu fjögur sem varafor- maður. Hann gegnir fomanns- embættinu fram að ársþingi, sem fram fer 8. og 9. maí, en gefur ekki kost á sér lengur. Vitað er að Egill Jóhannsson hyggst gefa kost á sér til formennsku á árs- þinginu, en hann hefur setið í stjóminni síðustu þrjú ár og var áður formaður skiðadeildar Ár- manns um árabil. FRJÁLSÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR: KA-MENN AÐEINS TVISVAR Á TOPPNUM / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.