Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 B 7 ÚRSLIT BÖRN OG UNGLINGAR Fimleikar Bikarmót íslenska fimleikastigans, í íþrótta- húsinu Kaplakrika 21.-22. mars. Stúlkur: 4. þrep: 1. Björk..........................173,704 Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Guðrún W. Karlsdóttir, Heiða Arnarsdóttir, Hildur Guðný Káradóttir, Hulda Magnúsdóttir, Ruth Jóhannsdóttir. 2. Stjarnan.......................168,384 Eydís Antonsdóttir, Hafdís Helgadóttir, íris Mist Magnúsdóttir, Linda Björk Lárusdótt- ir, Pollý Hilmarsdóttir, Anna Francesca Bianchi. 3. Grótta....................... 168,180 Hugrún Bjömsdóttir, Jóhanna Ó. Kristjáns- dóttir, Harpa Snædís Hauksdóttir, Jóna Kristinsdóttir, Elín Vigdís Andrésdóttir, Agnes Debourg. 4. Ármann.........................166,280 Erla Dögg Halldórsdóttir, Guðrún Tara Sveinsdóttir, Helga Björg Jónsdóttir, Na- talie Ellen Mlyneic, Soffía Erta Bergsdótt- ir, Þóra Sigurðardóttir. 5. Gerpla.........................163,189 Berglind Ýr Karlsdóttir, Guðný Guðmunds- dóttir, Inga Jóna Jóhannsdóttir, Lovísa Sjöfn Einarsdóttir, Sandra Karen Ragnars- dóttir, Sigurlaug H. Árnadóttir. 6. Keflavík..................... 161,130 Flóra Karitas Buenano, Helga Dagný Sigur- jónsdóttir, Katrin Ösp Magnúsdóttir, Kol- brún Ósk Ásgeirsdóttir, Lilja Guðný Magn- úsdóttir, Sigríður Erla Jónsdóttir. 7. KR.............................159,138 Eva Ólafsdóttir, Guðrún H. Kristjánsdóttir, Gyða Björg Þórsdóttir, Halla Logadóttir, Hera Jóhannesdóttir, Margrét S. Valgarðs- dóttir. 3. þrep: 1. Björk.........................169,143 Hafdís Svava Níelsdóttir, Harpa Einarsdótt- ir, Hildur Jónsdóttir, KristbjörgT. Ásbjörns- dóttir, Tanja B. Jónsdóttir. 2. Gerpla.........................168,909 Anna Hulda Ólafsdóttir, Droplaug Bene- diktsdóttir, Gréta Mjöll Samúelsdóttir, Inga Rán Gunnarsdóttir, Silja Agnarsdóttir, Una Emilsdóttir. 3. Ármannn.......................152,409 Arndís Halldórsdóttir, Auður Jóna Guð- mundsdóttir, Birta Benónýsdóttir, Dóra Sig- fúsdóttir, Svava Björg Örlygsdóttir, Vilborg Hlöðversdóttir. 4. KR.............................150,913 Elín Þórólfsdóttir, Heiðdís Rán Ragnars- dóttir, Nanna Yngvadóttir, Ragna Þórunn Ragnarsdóttir, Tinna Rut Traustadóttir, Anna Guðbjörg Bjarnadóttir. 2. þrep 1. Armann..........................93,396 Aðalheiður Gunnarsdóttir, Sóldís Lilja Benj- amínsdóttir, Sóley Valgeirsdóttir, Vala Vé- dís Guðmundsdóttir, Hulda Þorbjörnsdóttir. 1. þrep 1. Armann........................ 89,863 Berglind Björk Bragadóttir, Ásdís Guð- mundsdóttir, Berglind Þóra Ólafsdóttir, Kristín Lilja Jónsdóttir, Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir. Drengir: 4. þrep: 1. Armann A-lið...................270,550 Daníel Ingi Þórisson, Gísli Ottósson, Gunn- ar Sigurðsson, Kristján Hrafn Bergsveins- son, Sigurður Andri Sigvaldason, Teitur Páll Reynisson. 2. Gerpla A-lið...................269,860 Atli Freyr Gunnarsson, Erlendur Kristjáns- son, Geir H. Geirsson, Guðmundur E. Sig- urðsson, Gunnar A. Guðmundsson, Ólafur Jónasson. 3. Björk..........................247,200 Bjarni Gíslason, Bjarni Gunnarsson, Friðjón Gunnlaugsson, Friðmar Bjartmarsson, Ing- valdur B. Erlendsson. 4. Gerpla B-lið...................219,590 Bjarki Þórarinsson, lllugi Þ. Gunnarsson, Ottó T. Þórarinssson, Snorri Hákonarson, Sævar Guðmundsson, Tómas Ó. Matthías- son. 5. Ármann B-lið...................214,750 Daði Snær Pálsson, Davíð Már Stefánsson, Guðmundur Páll Líndal, Hilmar Ólafsson, Hjalti Geir Erlendsson, Kristinn Gunnars- son. 3. þrep 1. Gerpla.........................239,250 Steinn Finnbogason, Friðrik Benediktsson, Ásgeir Þór Jónsson, Róbert Kristmannsson, Daði R. Skúlason. 2. Ármann.........................195,670 Anton Heiðar Þórólfsson, Bragi Guðnason, Grétar K. Sigþórsson, Jónas Valgeirsson. Skíði Bikarkeppni SKI Mótið fór fram í Stafdal á Seyðisfirði dag- ana 14.-15 mars sl. Svig stúlkna 13-14 ára: 1. Kristín Birna Ingadóttir, Bbl...1:22,08 2. Elsa Hlín Einarsdóttir, Dalvík..1:23,76 3. Arna Arnardóttir, Akureyri......1:24,73 4. Sara Vilhjálmsdóttir, Dalvík...11:24,86 5. ValgerðurB. Gunnarsd., Seyf.....1:25,16 Svig pilta 13-14 ára: 1. Kristján Uni Óskarsson, Ólafsf..1:09,84 2. Bragi Sigurður Óskarsson, Ólafsf. 1:13,02 3. .Þórariun. Birgisson,. KR.......1:13,14 4. Jens Jónasson, Víkingi..........1:13,88 5. Karl Maack, KR..................1:14,71 Stórsvig stúlkna 13-14 ára: 1. AnnaS. Herbertsd., Dalvík.......1:19,73 2. Guðrún Benediktsd., Ármanni.....1:21,18 3. Arna Arnardóttir, Akureyri......1:21,28 4. Fanney Blöndahl, Víkingi........1:21,37 Stórsvig pilta 13-14: 1. Bragi Sigurður Óskarsson, Ólf. ....1:12,21 2. Kristján Uni Óskarsson, Ólf.....1:12,30 3. EinarHr. Hjálmarsson, Sigluf....1:13,64 4. Örn Ingólfsson, Ármanni..:.........1:14,71 Morgunblaðið/Kristinn Glæsileg tilþrif! HILDUR Jónsdóttir úr Björk var sannarlega einbeitt { æfingum sínum á tvislá. Tilþrif hennar voru einkar glæsileg og hlaut hún næsthæstu einkunn allra stúlknanna í keppni á tvíslá. Glæsilegt bikarmót fimleikastigans BIKARMÓT íslenska fimleikastig- ans fór fram í íþróttahúsinu í Kaplakrika sl. helgi. A mótinu kepptu alls sjö lið en sum þeirra kepptu þó ekki í öllum þrepum. í fjórða og þriðja þrepi stúlkna náði fimleikafélagið Björk, sem sá um framkvæmd mótsins, bestum ár- angri. Félagið hafði nokkra yfir- burði í 4. þrepi en vann nauman sig- ur á Stjörnunni í 3. þrepi. Fimleika- deild Armanns var eina félagið sem keppti í 1. og 2. þrepi og vann því nokkuð auðveldan sigur í þeim flokkum. Hjá drengjunum bitust Ármann og Gerpla um sigurinn og fór svo að Ármann vann í 4. þrepi og Gerpla í því þriðja. Hæstu einkunn einstaklinga hlaut Harpa Snædís Hauksdóttir úr Gróttu og fylgdi Anna Hulda Ólafs- dóttir úr Gerplu fast á hæla hennar. Erlendur Kristjánsson úr Gerplu hlaut hæstu einkunn drengja. Sex ný- liðar í landsliðs- hópnum UNGLINGALANDSLIÐ ís- lands keppir á stóru alþjóð- legu móti í Lúxemborg 17.- 19. apríl næstkomandi. Til að vinna sér þátttökurétt í mótinu þurfa sundmenn að standast ákveðin tímalág- mörk sem ákveðin eru á haustin. I fyrra kepptu 20 íslensk ungmenni á mótinu og unnu þá til 32 verðlauna. Áf þessum 20 munu tólf sundmeim taka þátt í ár og auk þeirra hafa sex aðrir sundmenn staðist lágmörk- in. Þessir nýliðar eru: Arna Atladóttir, UMFN, Birgitta Rún Birgisdóttir, Keflavfk, Halldór Karl Halldórsson, Keflavík, Þuríður Eiríks- dóttir, Breiðabliki, Friðfínn- ur Kristinsson, Selfossi, Hjörtur Mái- Reynisson, Ægi. Þeir sem stóðust lág- mörkin af þeim sem tóku þátt í fyrra eru: Iris Edda Heimisdóttir, Keflavík, Jak- ob Jóhann Sveinsson, Ægi, Sævar Orn Sigurjónsson, Keflavík, Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir, ÍA, Sunna Björg Helgadóttir, SH, Tómas - Sturlaugsson, Ægi, Anna Lára Ármannsdóttir, ÍA, Eva Dís Heimisdóttir, Kefla- vík, Gígja Hrönn Árnadótt- ir, Aftureldingu, Númi Snær Gunnarsson, Þór, Örn Arn- arson, SH, Ómar Snævar Friðriksson, SH. Kornungur þjálfari Knattspyrnuhátíð á Skaga SKRÁNING er hafin í alþjóðlegt knattspyroumót yngri flokka á Akra- nesi, Iceland Football Festival, sem verður haldið í annað sinn næsta 27. til 31. júlí nk. Mótshaldarar stefna að tíu til tólf liðum í hverjum ald- ursflokki, en þátttökurétt hafa 3. til 5. flokkur karla og 2. til 4. flokkur kvenna. Rúmlega 32 lið höfðu sent fyrirspurnir á dögunum, en móts- haldarar telja líklegt að tíu erlend lið geri sér ferð á Skagann í sumar. Mótsgjald er 10 þús. kr.; innifalið er gisting, fullt fæði yfir mótsdag- ana, „Skagakortið“ svokallaða, sem gildir í strætisvagna, sundlaug, Lundardiskó, skemmtikvöld, fararstjóraveislu og margt fleira. Afþrey- ing verður ekki af skornum skammti á mótsstað. Haldin verða tölvu- leikjamót, púttkeppni, götukörfubolti, ratleikur, Olsen Olsen-mót, skákmót og margt fleira. Skemmtikraftar og landsliðsmenn koma einnig við og heilsa upp á keppendur. BADMINTON íslensk stjarna í Svíþjóð Kristján Sveinlaugsson er sextán ára þjálfari hjá körfuknattleiks- deild IR. Hann var aðeins þrettán ára gamall þegar hann hóf þjálfun hjá félaginu, sem aðstoðarþjálfai'i, en ári síðar tók hann alveg við þjálfun yngsta aldursflokksins og hefur fylgt þeim síðan. Á þeim tíma gengu þjálf- arinn og leikmennirnir saman í skóla enda aðeins fimm ár á milli þeirra. Þegar Kristján tók við þjálfun liðsins var það í C-riðli en tveimur árum síðar er liðið orðið íslandsmeistari. Ki'istján er afar vinsæll meðal strákanna en hann segir ekkert eitt hafa ráðið því öðru fremur að hann varð þjálfari: „Ég var beðinn um að þjálfa liðið eitt tímabil og síðan hefur eitt leitt af öðru. Það er vissulega skrýtið að hugsa til þess að ég var í skóla með þeim en þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Það er svo- lítið skondið þegar maður er að stjórna liðinu í leikjum og eldri þjálf- arar fara oft í fýlu þegar þeir tapa fyrir svo ungum þjálfara. Okkur hef- ur gengið mjög vel.“ En hverju skyldi Kristján þakka þennan góða árangur? „Ég legg mikla áherslu á grunntækni í þjálfun með strákunum, en mér finnst enn mikilvægara að strákarnir skemmti sér í leiknum og hafi gaman af því sem þeir eru að gera.“ Kristján þjálfar nú hóp leikmanna 11 ára yngi'i, en það er sami hópur og hann byrjaði með. Einar Ólafsson, sem oft hefur verið nefndur „faðir körfuboltans“ í Breið- holtinu, ber lof á Kristján: „Hann hefur mikla leiðtogahæfileika og er vaxandi í starfi. Mér þætti ekki ólík- legt að hann ætti eftir að verða þjálf- ari meistaraflokksliðs í fi’amtíðinni." Að sögn Einars er mikill uppgangur í íþróttinni í Breiðholtinu og eru krakkar alveg niður í 4 ára byrjaðir að æfa. Hugi Víkingur Heimisson er fjórtán ára íslendingur sem bú- settur er Svíþjóð. Hann þykir einn efnilegasti badmintonspilari Svía og hefur náð mjög góðum árangri á mótum þar í landi. í vetur byrjaði hann að æfa með unglingalandsliði Svia, sem skipað er leikmönnum 15 ára og yngri, og Hugi því með yngstu mönnum þar. Framfarir Huga hafa verið miklar á undan- fömum misserum og er nú í fjórða sæti á styrkleikalista sænska bad- mintonsambandsins yfir 15 ára og yngri. Hann tók þátt í Svíþjóðarmótinu um síðustu helgi og hafnaði þar í 3.-4. sæti en þar átti hann í höggi við eldri stráka og verða sigur- möguleikar hans á sama móti að ári að teljast góðir. Helgina þar á und- an gerði Hugi sér litið fyrir og sigr- aði á Stokkhólmsmótinu í keppni 15 ára og yngri. Einnig hefur hann far- ið með sænska unglingalandsliðinu til Danmerkur og Frakklands, þar sem hann náði mjög góðum árangri. Hugi hefur búið í Svíþjóð frá fæð- ingu ef undan eru skilin tvö ár. Hann er þó íslenskur ríkisborgari og því gæti farið svo að hann léki í framtíðinni fyrir íslands hönd. Fað- ir Huga, Heimir Haraldsson, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri tímabært að svara því fyrir hvaða land Hugi myndi spila í fram- tíðinni: „Það verður hans ákvörðun og ekki tímabært að ákveða það núna. Mikilvægast er að hann hafi gaman af íþróttinni. Aðbúnaður hér í Svíðþjóð er mjög góður og Hugi á kost á mjög hæfum þjálfurum. Það er mjög mikilvægt.“ Hugi æfir með félagi sem heitir Tebi-badminton og er eitt stærsta badmintonfélag í Svíj)jóð. Mikil áhersla er lögð á ung- lingastarf og líkar Huga mjög vel hjá félaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.