Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 B 3 ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Sigurður Bjarnason segir árangur Bad Schwartau hafa farið fram úr vonum vera á Allir Sigurður fór til Þýskalands sum- arið 1996 og lék einn vétur með GWD Minden í 1. deildinni, en kunni ekki vel við sig og skipti yfir í herbúðir Bad Schwartau sl. sumar og segir það vera eins og hvítt og svart frá dvölinni í Minden. „Hér er allt í föstum skorðum og agi mikill. Æfingar eru fjölbreyttar og þjálfar- inn nær að blanda saman kerfís- bundum handknattleik og einstak- lingsframtaki þar sem hver leik- maður fær að njóta sín til fulls. Það er vart hægt að segja að ég hafi fengið frídag síðan æfingar hófust sl. sumar. Fyrir vikið hef ég ekki verið í jafn góðri æfingu og nú í langan tíma. En þrátt fyrir mikinn aga þá eru æfingar fjölbreytilegar og skemmtilegar og við erum aldrei að gera sömu hlutina æfingu eftir æfingu." Þjálfari er Milomir Mijar- tovich og er fæddur og uppalinn í Júgóslavíu en hefur búið í Þýska- landi undanfarin ár. ina.“ í sókninni segist Sigurður hafa verið að leika í stöðu skyttu vinstra megin og vera sáttur við sinn hlut, en markaskorunin hefur dreifst jafnt á milli liðsmanna að því undan- skildu að Marek Kordoweecki sker sig úr, sem markahæsti maður deildai-innar. Hann tekur öll víta- köst og hefur skorað úr á annað hundrað í vetur. Samningurin endurnýjaður Sl. sumar gerði Sigurður eins árs samning við Schwai-tau, sem var uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila í vor, en forráðamenn félagsins voru ekkert að hika við að bjóða Sigurði áframhaldandi samning og verður hann því í herbúðum liðsins á næsta vetri. „Þeir komu að máli við mig í desember og buðu mér nýjan samn- ing til eins árs. Boðið var gott, auk þess sem mér líkar vel hér. Því var ég ekkert að hika við að skrifa undir nýjan samning og vera með liðinu í l. deild, enda vilja allir leika þar á meðal bestu handknattleiksmanna heims.“ Bad Schwartau varð í öðru sæti í deildinni í fyrra og því var stefnan sett á að fara upp í vetur og því fékk félagið til liðs við sig þrjá leikmenn til að styrkja hópinn. Auk Sigurðar komu Edgar Schwank skytta og Jörg Engelhardt markvörður frá Hamlen. Hins vegar varð styrkurinn af Schwank minni en efni stóðu til því hann lék ekki ekkert með vegna meiðsla fyrr en nokkuð var liðið á janúar. „Fyrir næstu leiktíð ætla forsvarsmenn félagsins að taka svip- aðan pól í hæðina og kaupa fáa en góða leikmenn. Líklega verða aðeins keyptir tveir leikmenn - Tomislav Farkas frá Minden og línumaðurinn Mike Bezdicek frá Lemgo.“ Auk þeirra sem að framan er getið eru m. a. innan vébanda liðsins Svíinn Per Thorson, Rússinn Dmítrí Kar- lov og markvörðurinn. Sigurður sagði ennfremur að mik- ill munur væri á að leika í 1. eða 2. deild. „í fyrstu deild er hver leikur úrslitaleikur, en í annarri deild eru kannski átta eða tíu hörkuleikir yfir tímabilið því betri liðin eru ekki fleiri en svo. Hins vegar er ljóst að það verður að vinna þessa leiki til þess að eiga möguleika á að komast upp úr deildinni og það höfum við gert að útileiknum við Nordhorn undanskildum. Þeir hafa hins vegar verið að tapa fyrir lakari liðunum." Sigurður hefur ekki verið í ís- lenska landsliðinu í handknattleik undanfarin misseri en segist ekki hafa gefið vonina um að vinna sér sæti í liðinu upp á bátinn. „Eg hef ekki misst vonina um sæti í landslið- inu, bíð bara eftir kalli frá landsliðs- þjálfaranum. En eins og staðan er nú er ég ánægður með hvernig mér hefur gengið með mínu félagsliði í vetur, það er aðalatriðið." „MARKMIÐ okkar í haust var að fara upp í fyrstu deild, en ég held að enginn hafi átt von á að okkur gengi jafn vel og raun ber vitni um,“ segir Sigurður Bjarnason handknattleiksmaður með Bad Schwartau í Þýskalandi. Um helgina tryggði féiagið sér sig- ur í norðurhluta 2. deildar og leikur í fyrstu deild næsta haust, en tvö ár eru liðin síðan félagið var þar síðast. Enn eru fjórar umferðir eftir af deildarkeppninni en Nordhorn sem er í öðru sæti er níu stigum á eftir og á ekki möguleika á að komast upp fyrir Sigurð og félaga. „Við höfum gert þetta með stæl og nú er bara að Ijúka þeim leikjum sem eftir eru með sama hætti,“ segir Sigurður en Bad Schwartau hefur aðeins tapað einum ieik í vet- ur, fyrir Nordhorn á útivelli, en unnið hina leikina 29. Þá komst liðið í 8-liða úrslit í bikarkeppninni. SIGURÐUR Bjarnason kominn í 1. deild á ný í Þýskalandi. „Hef ekki gefið upp vonina að leika aftur með landsliðinu." Hef bætt varnarleikinn Aðalkeppinautarnir í vetur, auk liðs Nordhorn, hafa verið Hansa Rostock og Duderstadt. „Nú stend- ur keppnin um annað sætið á milli Nordhorn og Rostock og síðar- nefnda liðið á eftir að fá Nordhorn í heimsókn. Það er síður en svo auð- velt að sækja stig til Rostock. Það fengum við að reyna á dögunum. Náðum að merja sigur undir lokin, 28:25 eftir að hafa verið undir í hálf- leik. Eini leikurinn sem við höfum tapað í vetur var gegn Nordhorn á þeirra heimavelli." Sigurður segist hafa verið að leika jafnt í vörn sem sókn á þessari leik- tíð eftir að hafa nær einvörðungu verið í sókninni hjá Minden. „Með aðstoð þjálfarans hef ég bætt varn- arleikinn verulega hjá mér, enda leggur hann mikla áherslu á vörn- FRJALSIÞROTTIR / URVALSMÓTIN Milljónir í verðlaun Vegleg peningaverðlaun verða í boði í nýju úrvalsdeildarmóta- röð Alþjóða frjálsíþróttasambands- ins, IAAF, sem hleypt verðm- af stokkunum í sumar. Þar verður keppt í sjö greinum í karlaflokki og fimm í kvennaflokki. Sigurvegari hverrar greinar á hverju mótanna sjö fá tæplega 1.100 þúsund króna í sinn hluta, annað sætið gefur rúm- ar sjö hundruð þúsund krónur og þriðja sætið rúmar 400 þúsund krónur. Líkt og áður var á stiga- mótum IAAF verður einnig stiga- keppni allra þátttakenda og fá þrír stigahæstu keppendurnir peninga- verðlaun í mótslok, sem verða í Moskvu 5. september. Sá stiga- hæsti fær 3,6 milljónir kr., annað sætið rúmar tvær milljónir og þriðja sætið gefur tæpa hálfa aðra milljón. Loks verður sérstökum verðlaunasjóð, um 70 milljónum kr., skipt á milh þeirra sem ná að vinna sínar greinar á öllum mótun- um sex, lokamótið undanskilið. Þótt þessar upphæðir þyki ekki háar í flestum greinum íþrótta er um verulegar upphæðir í heimi frjálsíþrótta þar sem aðeins eru örfá ár síðan frjálsíþróttamönnum var heimilt að taka við greiðslum fyrir að stunda íþrótt sína. Daly með 18 hogg JOHN Daly segist ekki taka það nærri sér þött hann hafi leikið 6. holuna á Bay Hill á 18 höggum á síðasta degi golfmóts í Fiórída um helg- ina en holan er par finim. Vinstra megin við brautina er vatn og upphafshögg hins stóra og stæðilega kylfings lenti í vatninu. Hann lét bolt- ann falla í sérstökum fallreit við hlið brautarinnar og ákvað að reyna að komast yfir vatnið með því að nota trékylfu númer þrjú. Það mistókst og svo aftur og aft- ur og aftur og þegar bolti hans komst loks yfir vatið, um 250 metra högg, var kappinn kominn með 13 högg. Heppniu var ekki með Daly því boltinn lá illa og næsta högg rétt náði inn á braut. lnnáhöggið var ágætt en boltinn lenti á steini rétt við flötina og hoppaði þaðan i glompu. Þaðan sló hann inn á flöt og púttaði tvívegis. Alls 18 högg. „Ég vissi að ég kæmist yfir með þrjú trénu, en því miður notaði ég fúll- mörg högg til þess,“ sagði Daly og virtist ekki taka óhappið nærri sér. Hann lék næstu holu á fugli og lauk hringnum á 85 höggum, tíu yfir pari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.