Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 8
BLAK Við erum langbestir ÞEGAR Valur Guðjón Vals- son, fyrirliði Þróttar, tók við Islandsbikarnum í gærkvöld, lyfti hann honum hátt á loft og hrópaði: „Við erum lang- bestir!“ Það geta vart verið margir sem efast um það því þriðja árið í röð hefiir Þróttur unnið allt sem hægt er að vinna hér á landi. Hann á af- mæli í dag LEIFUR Harðarson, þjálfari Þróttar, átti afmæli í gær og leikmenn Þróttar færðu hon- um góða afmælisgjöf, örugg- an sigur. En þeir gerðu fleira því þegar bikarinn gekk á milli manna sungu þeir af- mælissönginn fyrir Leif, sem var uppspilari og fyrirliði Þróttar í mörg ár. Stjarnan fékk rautt ÞRÓTTUR notaði sömu sex leikmennina allan tímann en þegar staðan var 12:2 í síð- ustu hrinu kom Jón Óli inná fyrir Magnús. Síðan bað liðið um skiptingu þegar staðan var 14:2 og þá átti Stefán að koma inn fyrir Einar Hilmars- son, en áður en af þvf varð þurfti dómari að sýna Hall- grími Sigurðssyni úr Stjörn- unni rautt spjald og þar með fékk Þróttur síðasta stigið og því varð ekkert af skiptingu. Allt er þá þrennt er Morgunblaðið/Þorkell ÞRÓTTUR vann allt sem hægt var að vinna f vetur. Hér fagna þeir Valur Guðjón Valsson fyrirliði, Jón Óli Valdimarsson, Einar Hilmarsson, Fannar Þórðarson, Óli Daði Jóhannesson, Magnús Aðal- steinsson, Áki Thoroddsen, Stefán Sigurðsson, Matthías Bjarki Guðmundsson, Einar Þór Ásgeirs- son og Leifur Harðarson þjálfari. Þróttarar unnu allt Hafí einhver efast um hvaða fé- lag er með besta liðið í blaki karla hlýtur sá hinn sami að hafa I sannfærst um það í gærkvöldi að það er Þróttur. Þróttarar urðu í gær Islands- meistarar er þeir lögðu Stjörnuna, 3:0, í þriðja úr- slitaleik liðanna í leik sem tók að- Þetta var allt of létt „ÉG ÁTTI satt best að segja von á að leikurinn yrði svona auðveldur. Þetta var allt of létt og alls ekki skemmtilegt því mótspyrnan var lít- il sem engin. Það hefði mátt búast við meiri mótspymu miðað við ann- an leikinn, en svo varð ekki,“ sagði Valur Guðjón Valsson, fyrirliði Þróttar, eftir öruggan sigur. Aðspurður hvort ekki hefði komið á óvart að enginn úr hinu sigursæla liði Þróttar hefði orðið fyrir valinu þegar bestu og efnilegustu leik- menn deildarinnar voru valdir, sagði fyrirliðinn: „Jú, satt best að segja kom það mér frekar á óvart, en Emil [Gunnarsson úr Stjörn- unni] lék vel í vetur og á þetta skil- ið. En sé tekið tillit til hvemig þetta þróaðist í vetur hefði ekki verið óeðlilegt að við hefðum fengið ein- hverja útnefningu. Þetta hlýtur alt- ént að sýna að við erum með jafn- asta liðið!" Valur Guðjón sagði að nú væri stefnan sett á að sigra í öllu á næsta ári og síðan því næsta. „Við stefnum að því að slá gömlu jöxlunum við en þeir vora ósigrandi í mörg ár,“ sagði Valur Guðjón og vísaði þar með til þess tíma er Þróttur var nær ósigrandi á uppafi níunda ára- tugarins. Einhver fýla í mannskapnum Vignir Hlöðversson, besti maður Stjörnunnar í gærkvöldi, var að vonum ekki ánægður með leik liðs- ins. „Þetta var afskaplega dapurt hjá okkur og ég veit ekki hvers vegna. Ef til vill höfum við talið að þetta yrði frekar auðvelt þar sem Einar Þór var meiddur, en það gekk bókstaflega ekkert upp hjá okkur núna. Það var einhver fyla í mann- skapnum. En það er engin ástæða til að leggja árar í bát því við erum með ungt lið sem á eftir að láta meira að sér kveða,“ sagði Vignir. eins 56 mínútur. Þar með hefur Þróttur unnið allt sem hægt er að vinna, tapaði aðeins einum leik í vetur, og það sama gerði liðið í fyrra og einnig í hittiðfyrra. Þróttarar þurftu í rauninni ekki að sýna neitt í gærkvöldi til að tryggja sér Islandsbikarinn. Þeir vora miklu betri á öllum sviðum, í uppgjöfum, móttöku, uppspili, sókn, hávörn og lágvöm. Þrátt fyrir að vera allt að því niðurlægðir af Þrótti í gær er ástæðulaust fyrir Stjörnumenn að örvænta. Þeir era ungir að áram og í liðinu era mjög góðir einstaklingar sem eiga fram- tíðina fyrir sér. Þróttur sigraði 15:8 í fyrstu hrinunni, 15:7 í þeirri næstu og 15:2 í þriðju. Einhver taugaspenna sat greini- lega í leikmönnum beggja liða í upphafí leiks því fyrstu uppgjafir liðanna fóra beinustu leið í netið. Þegar Magnús Aðalsteinsson gaf fyrst upp fyrir Þrótt skoraði hann tvö stig án þess Stjarnan kæmi knettinum yfir netið og síðar í sömu hrinu endurtók Magnús leikinn auk þess sem Áki Thoroddsen og Mattí- as Bjarki Guðmundsson gerðu slíkt hið sama. Þróttarar léku af öryggi og eins og þeir sem valdið hafa. Þeir pressuðu uppgjafirnar og móttaka gestanna var gjörsamlega í molum og eins og oft þegar þannig er gekk illa að sækja. Þrátt fyrir það tókst Þrótti ekki að refsa gestum sínum nægilega, þeir fengu aldrei fleiri en tvö stig á meðan sami maður gaf upp. En hægt og bítandi tókst það þó. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi feng- ið einu stigi minna í annarri hrinu en þeirri fyrstu, var hún mun jafn- ari og skemmtilegri, sérstaklega tveir kaflar þar sem boltinn gekk liða á milli eftir miklar sóknir. En því miður fyrir þá sem komu til að sjá skemmtilegan leik var þetta í einu skiptin sem eitthvert fjör var í Austurberginu. I þriðju hrinu voru Stjörnumenn búnir að játa sig sigraða enda gekk hvorki né rak hjá þeim. Þróttur komst í 6:0 og sigraði 15:2 á 14 mín- útum. I þessari hrinu sýndu þeir Magnús og Valur Guðjón Valsson, fyrirliði Þróttar, hvernig hávörn á að vera því þeir vörðu eina átta kantskelli Stjömunnar í röð, og allt í gólfið hjá gestunum, fyrst frá Vigni Hlöðverssyni og síðan Ró- berti, bróður hans. Leikmenn Þróttar léku allir vel og þess ber að geta að Einar Þór Ásgeirsson var tognaður og lék ekki með, en hann er gríðarlega sterkur. Valur Guðjón spilaði vel upp og dreifði sóknarleiknum vel þannig að hávöm Stjömunnar átti í hinum mestu vandræðum. I fyrstu hrinu spilaði hann mikið á Áka á miðjunni, notaði síðan kantana meira í hinum hrinunum þó svo hann læddi einum og einum bolta á miðjuskellina. Grannurinn að góðum leik er móttakan og hún var hræðilega slök hjá Stjörnunni þannig að Hall- gn'mur Sigurðsson, uppspilari liðs- ins, var allt annað en öfundsverður af hlutverki sínu. Það heyrði til undantekningar ef framspilið náði fram fyrir sóknarlínuna þannig að Hallgrímur var alltaf þrjá til fjóra metra frá netinu og þá er erfitt að sækja af einhverri aivöra. Það þarf ekki að hafa mörg orð um leikmenn Stjörnunnar. Enginn þeirra lék eins og þeir eiga að sér, en Vignir stóð sig þó lengstum ágætlega í sókninni, skilaði boltanum oftast yf- ir netið, en honum vora mislagðar hendur í mótttökunni eins og öðr- um Garðbæingum. ■ WIM Jansen knattspymustjóri Celtic segir að vel komi til greina að hann láti af störfum hjá félaginu í vor er keppnistímabilinu lýkur. Jansen segist ekki lynda við Jock Brown framkvæmdastjóra Celtic. Þá er aðstoðarmaður Jansens, Murdo Macleod, einnig ósáttur við hlutskipti sitt. ■ JANSEN virðist eiga í vandræð- um með að festa sig í sessi því árið 1993 hætti hann hjá Feyenoord í miðjum klíðum og ári síðar sagði hann starfi sínu sem landsliðsþjálf- ari Sádi Arabíu lausu eftir nokk- urra mánaða dvöl. ■ HVAÐ sem segja má um Jansen er ljóst að hann hefur lyft Celtic upp úr öskustónni. Félagið er í efsta sæti skosku úrvalsdeildarinn- ar, er í undanúrslitum bikarkeppn- innar og vann deildarbikarinn á dögunum. ■ JOCK Brown segist hins vegar ekki hafa heyrt af óánægju Jan- sens og hann hyggist hætta í vor. Sögusagnir í Hollandi, heimalandi, Jansens, henna að hann renni hýru auga til starfs þjálfara PSV Eind- hoven er Dick Advocaat tekur við Rangers í sumar. ■ ANNARS segja heimildir innan PSV að forsvarsmenn félagsins horfi til Bobby Robson í leit sinni að næsta þjálfara liðsins. Harry van Raaij stjórnarformaður PSV mun hafa verið á Spáni á dögunum og rætt þar við Robson um að hann taki við liðinu. ■ HOLLENSK blöð segja að ef af ráðningu Robsons verði skrifi hann aðeins undir eins árs samning við félagið og ráðning hans yrði bara til bráðabirgða þar til framtíðar- þjálfari fyndist, en Robson er 65 ára gamall. Horfa forráðamenn PSV mjög til Eric Gerets núver- andi þjálfara Club Briigge í Belg- íu. ■ GERETS er samningsbundinn Brugge til vorsins 1999 og víst er að hann fær sig ekki lausan frá fé- laginu fyrr en að þeim tíma liðnum, en Gerets hefur lýst yfir áhuga á að taka við PSV. ■ L4JV Wright hefur á ný verið sendur til endurhæfingar í Frakk- landi en kappanum hefur gengið illa að fá sig góðan af meiðslum í kálfa sem hafa hrjáð hann síðan í janúar. Er vonast til þess að það megi hressa hann fyrir leikinn við Wolves í undanúrslitum bikar- keppninnai- annan sunnudag. ■ EF það tekst ekki gæti svo farið að Arsene Wenger knattspyrnu- stjóri Arsenal verði í vanda með fremstu víglínu liðsins því Dennis Bergkamp hefur þriggja leikja bann er Arsenal mætir Bolton nk. þriðjudag og verður því ekki með gegn Ulfunum fimm dögum síðar. ■ ALEX Ferguson knattspyrnu- stjóri Manchester United festi á þriðjudaginn kaup á Jonathan Greening 19 ára gömulum fram- herja frá 2. deildar liðinu York. ■ VINNIE Jones leikmaður Wimbledon er á leiðinni til QPR í 1. deildinni fyrir rúmar 60 milljónir króna. Honum er ætlað það hlut- verka að vera þjálfari ásamt því að leika með liðinu. ■ WINFRIED Schafer sem verið hefur þjálfari Karlsruhe síðastliðin 12 ár var í gær sagt upp starfi sínu, en féiagið er nú í 16. sæti af 18 lið- um í 1. deildinni í Þýskalandi. Eft- irmaður Schafers er Jörg Berger fyrrverandi þjálfari Schalke. ■ JAPANSKA stórfyrirtækið Ca- non hefur undirritað tveggja ára samning um að vera aðalstyrktar- aðili rússnesku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og bikarkeppninnar þar í landi næstu tvö árin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.