Morgunblaðið - 28.03.1998, Page 3

Morgunblaðið - 28.03.1998, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARZ 1998 B 3 ÍÞROTTIR Morgunblaðið/Golli > nánast klæðir Gústaf Bjarnason, litlu myndinni til vinstri er Bjarni 'itt vítakast. w uniruk höfðu ríka ástæðu til að á FH-ingum var mjög sætur. Frestað í Eyjum LEIK ÍBV og Fram í 8-liða úrslitum ís- landsmótsins í handknattleik karla sem fram átti að fara í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var frestað vegna ófærðar. Leikmenn Fram og dómararnir, Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson, mættu út á Reykjavíkurflugvöll upp úr klukkan 16 í gær og biðu þar til kl. 18.30 eftir að flugfært yrði. En síðan var flugi til Vestmannaeyja aflýst og hefur leik- urinn verið settur á kl. 14.00 í dag. -i Williams meiddist illa og fór heim TARA Williams, seni leikið hefur með kvennaliði KR í körfuknattleik slðustu vikurnar, meiddist iila á hné í leiknum gegii Keflavík í fyrrakvöld - þriðja leik liðanna um Islands- meistaratitilinn. í gær kom í ljós að meiðslin voru þess eðlis að hún leik- ur ekki á næstunni; anuað hvort er hún mjög illa tognuð eða band í hnénu slitið. Williams hélt því af Iandi brott strax í gær og reiknað var með að hún færi í aðgerð í dag. Meiðslin koma á versta tíma, bseði fyrir KR og bandarisku stúlkuna. í fyrsta lagi verður tjórði leikur KR og Keflavíkur í dag, í íþróttahúsi Hagaskóla og Keflavíkurstúlkurnar tryggja sér Islandsmeistaratitilinn með sigri en vinni KR-ingar hins vegar mætast Iiðin fimmta sinni i Keflavík á mánudaginn. í öðru lagi er Tara Williams samningsbundin einu liðanna í bandarísku atvinnu- mannadeildinni, WNBA, sem leikin er á sumrin. Hún á að vera mætt í æfingabúðir hjá liðinu, Detroit Shock, eftir þrjár vikur, en ekki er víst að hún gæti byrjað að æfa svo snemma. ÍSHOKKÍ Stolt og hethd í skautahöllinni , , Morgunblaðið/Ámi Sæberg ISHOKKÍFROMUÐIR tveggja landa á æfingu í gærkvöldi. Frá vinstri Kalervo Kummala formaður finnska íshokkísambandsins, Magnús Jónasson formaður þess íslenska og Harry Bogomoloff, varaformaður finnska sambandsins. Landshð Finnlands og Kanada í ís- hokkí, leikmanna 18 ára og yngri, mætast í dag í nýju skautahöllini í Laugardalnum og vígja þar með mannvirkið. Kanada átti lengi vel eitt allra besta landslið heims en þá kom „litla“ Finnland og byrjaði á því að hirða af því heimsmeistaratitil 18 ára og yngri og til að bæta gráu ofan á svart, ýtti finnska landsliðið því kanadíska útaf verðlaunapalli og hreinlega út í kuldann, þegar Finn- arnir sigi’uðu í viðureign þjóðanna í leik um bronsverðlaun á síðustu Ólympíuleikum. Leikurinn í dag er því ekki bara sýningarleikm- - hann snýst um sært stolt og hefnd. Mikilvægi leiksins er mikið þar sem Kanada er í klípu eftir tap á síð- ustu Ólympíuleikum og „njósnarar" þeytast um heiminn þveran og endi- langan til að leita að nýju blóði. Þeir telja íshokkí í Kanada á krossgötum, heimamenn hafi staðnað og því verði að finna unga menn til að komast aftur í hóp þeirra bestu í heiminum. í Finnlandi er íshokkí þjóðaríþrótt og Finnar ætla sér stóra hluti í fram- tíðinni, nægur er áhuginn því daginn fyrir ferðina hingað til lands voru 22 piltar valdir úr 40 manna hópi. í dag verða að minnsta kosti þrír „njósnar- ar“ frá bandarískum og kanadískum stórliðum og ef þeim finnst tíma sín- um vel varið - má fastlega búast við að eitthvað sé í boði. „Ég er viss um að þessi leikur verður eins og vítamínsprauta fyrir íshokkí á íslandi, ekki síst fyrir yngri kynslóðina því það er ekki hægt að bera saman að sjá tvö frá- bær lið með benim augum í stað sjónvarpsins. Þá er hægt að fá til- finningu fyrir hraðanum og snerp- unni,“ sagði Magnús Jónasson for- maður Íshokkídeildar Skautasam- bands íslands þegar hann fylgdist með æfingu finnska liðsins í gær- kvöldi. „Það var ótrúlega auðvelt að fá þessi lið hingað enda sagði for- maður finnska sambandsins, þegar ég impraði á því við hann að fá hann með liðið á opnunarleikinn; segðu hvar og hvenær - ég kem og við borgum." Veri nðgöngumjða, fullorðnir hr.1.000, börn kr. 100 Forsnln aðgöngumíða er í shoutaversluninní (onlort Suðurlandsbraut 11 milli kl. 11:00 og 14:00 ÍHÍ oo shautafélögln I Reyhjavíh

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.