Morgunblaðið - 28.03.1998, Blaðsíða 4
■+
AKSTURSIÞROTTIR
Ferrari kærir
bremsur McLaren
SJALDNAST er lognmolla í kringum formúlu-1 kappakstursliðin og
nú hefur Ferrari-liðinu tekist að beina athygli fjölmiðla að Brasilíu-
kappakstrinum í Sao Paulo á morgun í meira mæli en ella. Hefur
liðið sett fram formlega kæru gagnvart McLaren-liðinu fyrir
bremsubúnað bíla þess sem þykir taka öðrum fram. Upp á kæruna
skrifa einnig Minardi, Sauber, Tyrrel og Arrows.
>,Bferrari heldur því fram að bremsu-
■ búnaður McLaren bflanna jafn-
gildi í raun þvi að stýrin virki á öll
hjólin fjögur en ekki
Ágúst aðeins framhjólin tvö.
Ásgeirsson Hafa ökumennimir tvö
skrífar bremsufótstig og geta
því beitt mismunandi
bremsupressu. Árangurinn er sá að
bflar þeirra skrensa vart í beygjum
meðan aðrir bflar rása í sporinu.
Fjórhjólastýri voru bönnuð í for-
múlu-1 fyrir nokkrum árum og ósk-
uðu keppnisstjórar í Interlagos eftir
því við McLaren að það aftengdi
bremsubúnaðinn, sem að hluta til er
rafstýrður. Hið sama voru Wflliams-
og Jordan-liðin beðin að gera, en
hermt er að þau hafí þróað samsvar-
andi bresmubúnað og McLaren.
Ron Dennis keppnisstjóri McL-
aren kveðst sannfærður um að kæru
Ferrari verði vísað frá því hann hafí
jafnóðum veitt akstursíþróttasam-
bandinu FIA upplýsingar um búnað-
inn og liti því svo á að hann hefði leyfi
tfl að brúka hann.
Hunsanlegt er að FIA taki afstöðu
tfl klögumálsins áður en keppni hefst
á morgun en ellegar gildir árangur
McLaren, Jordan og Williams í
Interlagos-brautinni tU bráðabirgða,
eða þar til tekin hefur verið afstaða
- til kærunnar. Með þessu verður ekki
sami ljómi yfír hugsanlegum sigri
McLaren og í fyrsta mótinu í Melbo-
urne í Astralíu fyrir þremur vikum.
Þar höfðu Mika Hakkinen og David
Coulthard ökuþórar McLaren fá-
heyrða yfirburði og voru hring á und-
an öllum öðrum bflum. Var um rætt
að þeir kepptu í formúla +1.
I mfllitíðinni hafa önnur lið lagt allt
í sölumar til þess að minnka bilið í
McLaren og verður spennandi að sjá
í tímatökum í dag og keppninni á
morgun hvernig til hefur tekist, t.d.
hjá Williams- og Ferrari-liðunum,
sem fyrirfram var búist við að myndu
berjast um meistaratign bflsmiða. Af
æfingum í síðustu viku má ætla að
Jordan-bflarnir blandi sér einnig í
baráttu þeirra því Damon Hill,
heimsmeistari 1996, hefur náð miklu
meira út úi' Jordan-bfl sínum efth'
Melboume. A æfíngum í Barcelona
hefur hann minnkað bilið í McLaren
úr 2-3 sekúndum fyrir fyrsta mótið í
0,2 sekúndur nú.
Heimsmeistarinn Jacques Vil-
leneuve, sem ekur Williams-bfl, sagð-
ist hafa áhyggjur af stöðu liðsins,
ekki síst eftir að gamli félagi hans,
Hill, hafði ekið hraðar en hann á æf-
ingum í síðustu viku.
Sao Paulo-brautin er önnur
tveggja brauta ársins þar sem ekið
er andsælis og hönnun hennar þykir
bjóða upp á nokkra möguleika til
framúraksturs. Alhliða og aflmiklir
bflar þykja eiga mesta möguleika og
stendur McLaren því vel að vígi.
Femari mætir til leiks með nýja vél
og nýjan útblástursbúnað sem á að
hindra að afturendi bflanna beinlínis
bráðni eins og gerðist hjá liðinu í
Melbourne. Þá mun Goodyear hafa
bætt hjólbarða sína.
Reuters
FINNSKI ökuþórinn Mika Hakkinen fagnaði sigri i fyrstu keppn-
ínní, sem fór fram í Melbourne í Ástralíu 8. mars.
■ ANDREI Kanchelskis, fyrrver-
andi leikmaður Man. Utd., sem nú
leikur með Fiorentina á Ítalíu,
hefur tilkynnt að hann muni ekki
leika meira með landsliði Rúss-
lands. „Það er kominn tími til að
hætta. Þjálfari landsliðsins fær
tækifæri til að reyna nýja leik-
menn í Evrópukeppninni,“ sagði
þessi 29 ára sóknarleikmaður.
■ KANCHELSKIS mun því ekki
leika gegn íslendingum í Evrópu-
keppninni. Hann lék 56 landsleiki,
skoraði átta mörk í þeim.
■ LIVERPOOL, sem hefur ekki
náð sigri í síðustu sex deildarleikj-
um, verður án Jasons McAteers,
Marks Wrights, Davids Thomp-
sons og Robbie Fowlers gegn
Barnsley, sem hefur unnið þrjá
síðustu leiki sína.
■ FRANSKI sóknarleikmaðurinn
Gaetano Giallanza, Nantes, sem
verður í láni hjá Bolton út keppn-
istímabliðið, leikur sinn fyrsta leik
með liðinu gegn Leicester. Þá
mun John Salako, sem var keypt-
ur ft-á Coventry, einnig leika.
■ ATTILIO Lombardo, knatt-
spyrnustjóri Crystal Palace, sem
hefur aðeins unnið tvo heimaleiki í
vetur, teflir fram Sasa Curcic, sem
var keyptur frá Aston Villa, gegn
Tottenham.
■ FRAKKINN David Ginola leik-
ur ekki með Tottenham, þar sem
hann tekur út leikbann.
■ PETER Schmeichel leikur ekki í
markinu hjá Man. Utd. gegn
Wimbledon og þá er Teddy Sher-
ingham í banni.
■ RYAN Giggs og Nicky Butt
leika heldur ekki með Man. Utd.
■ MIKIÐ er um meiðsli í herbúð-
um Southampton, sem mætir
Newcastle. Kevin Davies, Ken
Monkou, sem er í banni, og David
Hughes leika ekki með og óvíst er
að þeir Lee Todd og David Hirst
geti leikið.
■ EFTIR allt þá mun David Seam-
an leika í markinu hjá Arsenal
gegn Sheff. Wed. í dag. Aftur á
móti er ólíklegt að Emmanuel
Petit leiki með liðinu, þar sem
hann meiddist á fæti í landsleik
með Frökkum í Moskvu. Dennis
Bergkamp leikur ekki með, þar
sem hann tekur út fyrsta leik sinn
af þremur í leikbanni.
Reuters
SKOZKI ökuþórinn Colin McRae (t.h.) og aðstoðarökumaður
hans, Nicky Grist, fagna í portúgalska rallinu á miðvikudag.
Fyrsti sigur Colins
McRaes í Portúgal
PORTÚGALSKA rallinu, hinu
fjórða í heimsmeistaramótinu í
rallakstri í ár, lauk í Portó á mið-
vikudag, með sigri Skotans Colins
McRae og aðstoðarökumanns hans,
Nickys Grist.
Þeir óku Subaru Impreza-bíl sín-
um til sigurs í mjög spennandi viður-
eign á síðustu sérleiðunum við Car-
los Sainz á Toyotu Corollu, sem end-
aði í öðru sæti, 2,1 sekúndu á eftir
sigurvegurunum.
Við upphaf síðasta keppnisdags
hins þriggja daga langa ralls, þar
sem 28 sérleiðir eru eknai' um sveitir
Portúgals, var McRae með nokkuð
örugga forystu og jók hana upp í
23,7 sekúndur á fyrstu fímm sérleið-
um miðvikudagsins. Þá missti Belg-
inn Freddy Loix, sem var í öðru
sæti, fjórða, fímmta og sjötta gírinn
á Toyota-keppnisbfl sínum, og þurfti
þar með að láta annað sætið Sainz
eftir.
Strax og Sainz var kominn í annað
sætið vann hann tæpar 11 sekúndur
á McRae, á þriðju síðustu sérleið-
inni. McRae, sem ók fremstur,
komst ekki eins hratt og Sainz vegna
malar á veginum sem fremsti bfllinn
ruddi burt fyrir þá sem á eftir komu.
Fyrir síðustu sérleiðina var fcrysta
McRaes komin niður í 6,8 sekúndur,
en honum tókst að hindra að Sainz
tæki af sér sigurinn á síðustu metr-
unum. Sainz heldur þó forystu sinni í
stigakeppni ökumanna til heims-
meistaratitflsins í rallakstri.
Þetta var fyrsti sigur McRaes í
heimsmeistarakeppninni í ár, en
hann var næstur á eftir Tommi
Makinen að stigum þegar heims-
meistarakeppninni lauk í íyrra.
Mákinen, sem ekur Mitsubishi, féll
úr keppni í Portúgal eftir að hann ók
á tré á tólftu sérleið. Loix hélt þriðja
sætinu á eftir Sainz, í fjórða sæti
varð Bretinn Richard Bums á
Mitsubishi Lancer, þá Ari Vatanen á
Ford Escort. í sjötta sæti varð Piero
Liatti ft'á Ítalíu á Subaru Impreza,
Finninn Juha Kankkunen á Ford
Escort í sjöunda og Gregorie de
Mevius frá Belgíu varð áttundi á Su-
baru.
Góð frammistaða Toyota-keppn-
isliðsins í Portúgal skilaði þeim ár-
angri að Toyota hefur nú jafn mörg
stig til heimsmeistaratitils bílafram-
leiðenda og Mitsubishi.
Staðan í heimsmeistarakeppni
ökumanna í rallakstri er nú þannig:
1. Carlos Sainz 22 stig, 2. Juha
Kankkunen 16, 3. Richard Burns 15,
4. Colin McRae 14, 5. Tommi
Mákinen 10, 6. Ari Vatanen 6.